Morgunblaðið - 02.03.1979, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979
3
Geir Hallgrímsson um tillögu sjálfstœðismanna:
Kjósendur eiga að
fá tækifœri til að
kveða upp sinn dóm
— og skera úr ágreiningi milli
stjórnarflokka og stjórnarandstöðu
„VIÐ erum reiðubúnir til þess að
hefja kosningabaráttu, þegar
kosningar hafa verið ákveðnar.
Undirbúningur að landsfundi
Sjálfstæðisflokksins er í fullum
gangi og m.a. er þar unnið að
frágangi tillagna um stefnu-
ályktanir í einstaka máiaflokk-
um.“ sagði Geir Hallgrfmsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins í
samtali við Morgunblaðið í gær,
en þá höfðu allir þingmenn
flokksins lagt fram á Alþingi
tillögu til þingsályktunar um
þingrof og nýjar kosningar.
„Hitt er annað mál,“ sagði Geir
Hallgrímsson ennfremur „að
engu verður spáð um afdrif þess-
arar þingsályktunartillögu og
vera má, að enn sem fyrr verði
dagsetningu skotið á frest af
hálfu núverandi stjórnarþing-
manna og enginn nýtileg efna-
hagsstefna sjái dagsins ljós.“
„Við teljum stefnu- og stjórn-
leysi núverandi ríkisstjórnar-
flokka með þeim eindæmum,"
sagði formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, „og hafa þann voða í för með
sér, að nauðsynlegt sé að gefa
kjósendum kost á að greiða at-
kvæði, annars vegar um vanefndir
ríkisstjórnarflokkanna á kosn-
ingaloforðum sínum og ennfremur
að þeir kveði upp sinn dóm um
aðgerðar- og stefnuleysi ríkis-
stjórnar í efnahagsmálum, en
þegar hún hóf störf, ætluðu flokk-
arnir að marka stefnu í efnahags-
málum til lengri tíma.“
Geir Hallgrímsson kvað sjálf-
stæðismenn hafa viljað gefa
stjórninni góðan starfsfrið. Þessir
flokkar hefðu haft 2 mánuði áður
en stjórnin var mynduð og 6
mánuði eftir að hún tók við
völdum til þess að marka stefnu í
efnahagsmálum og öðrum mála-
flokkum eða samtals 8 mánuði.
„En ekkert hefur séð dagsins ljós,
annað en bráðabirgðaúrræði,"
sagði Geir Hallgrímsson, og bætti
við: „Þetta hafa verið bráða-
birgðaúrræði á bráðabirgðaúrræði
ofan, hver dagsetningin á fætur
annarri, sem miðað hefur verið við
af stjúrnarflokkunum sjálfum,
hefur liðið án þess að nokkuð
gerðist, sem gagn væri í. Bráða-
bírgðaúrræðin hafa yfirleitt aukið
á vandann og stór þáttur þeirra
hefur verið meiri skattheimta en
dæmi eru til, aukin ríkisíhlutun og
ráðagerðir eru nú uppi í frum-
varpi Ólafs Jóhannessonar um að
fram fari eignakönnun, en um það
ákvæði eitt sýnist vera samstaða
milli stjórnarflokkanna."
Formaður Sjálfstæðisflokksins
sagði, að þegar þróun mála hefði
orðið sú, sem raun bæri vitni, þá
væri eðlilegt að álykta sem svo að
verulegur hluti kjósenda hefði
ekki ætlazt til þess, að mál þróuð-
ust eins og orðið hefði. Því ætti að
gefa þeim kost á að fella dóm að
nýju og skera með þeim hætti úr
þeim ágreiningi, sem ríkir milli
ríkisstjórnarflokkanna innbyrðis
annars vegar og stjórnarandstöðu
hins vegar. „Ætla verður, að þeir
þingmenn, sem skjóta vilja
ágreiningsmálum rtkisstjórnar og
Alþingis til þjóðaratkvæða-
greiðslu, styðji tillögu okkar,“
sagði Geir Hallgrímsson. Það kvað
hann augljóst, „ef hugur fylgdi
máli, enda óánægja með stjórnar-
samstarfið mjög mikil í öllum
stuðningsflokkum ríkisstjórnar-
innar. Því er ekki óeðlilegt, að
menn láti óánægju sína í ljós með
stuðningi við þingsályktunartil-
löguna um þingrof og nýjar kosn-
ingar.“
Morgunblaðið kvað menn hafa
tekið eftir því að sjálfstæðismenn
á Alþingi hefðu greitt atkvæði
með afbrigði til þingskapa, er
tillaga Vilmundar Gylfasonar var
þar til umræðu utan dagskrár.
Þýðir það að Sjálfstæðisflokkur-
inn hefði stutt þjóðaratkvæði um
frumvarp Ólafs Jóhannessonar?
„Nei,“ sagði Geir .Hallgrímsson,
„við tókum það fram, að við
teldum eðlilegt að afbrigði yrðu
veitt, bæði með tilvísun til þess, að
þau eru almennt veitt, og að við
teldum æskilegt að fram kæmi
enn betur en áður stefnuleysi
stjórnarflokkanna og sundrungin
meðal stuðningsmanna hennar.
Hins vegar tókum við fram, að við
værum andvígir þjóðaratkvæða-
greiðslu um frumvarp, sem væri
rúmlega 60 greinar og þar sem
ágreiningsatriðin væru fleiri en
eitt varðandi margar þeirra. Væri
þjóðaratkvæðagreiðsla ekki til
þess fallin að leysa úr slíkum
ágreiningi. Eðlilegja væri, ef
ríkisstjórnarflokkarnir kæmu sér
ekki saman, sem auðvitað hefði
verið skylda þeirra, þá ætti að
skjóta ágreiningnum til þjóðar-
innar, rjúfa þing og efna til
kosninga. Allir flokkar hafa nú
lýst stefnu sinni í efnahagsmálum
og verða kjósendur á grundvelli
þessara stefnumótana og mál-
flutnings í kosningabaráttu, orða
og efnda fyrir síðustu kosningar,
að fá að kveða upp sinn dóm.“
Hvenær gætu kosningar
hugsanlega farið fram? Geir
Haligrímsson kvað ekki getið um
neina sérstaka dagsetningu í
þingsályktunartillögunni, en taldi
líklegt að það gæti orðið innan 2ja
til 3ja mánaða ef tillagan yrði
samþykkt. Gefa þyrfti flokkunum
tækifæri til þess að ganga frá
listum og gæta þyrfti að fram-
boðsfrestum. Því gætu kosningar
farið fram síðari hluta
maímánaðar eða í byrjun júní.
Yrðu prófkjör innan Sjálf-
stæðisflokksins — eða á að breyta
til og hafa einhvern annan hátt á
vali frambjóðenda? „Það hefur
ekki verið tekin nein afstaða' til
þess,“ sagði Geir, „það er ekki
skylda að hafa prófkjör og taka
fulltrúar í hverju kjördæmi
ákvörðun um slíkt hverju sinni,
eins og nú háttar reglum flokks-
ins, þær reglur hafa þó verið til
athugunar."
Atök milli forsprakka
marxistahópa á tröppum
kínverska sendiráðsins
TIL ÁTAKA kom á tröppum
kínverska sendiráðsins við Víði-
mel um miðnætti í fyrrinótt
þegar forsprakki vinstri sinnaðs
mótmælahóps, myndlistarkonan
Róska, reyndi að troða logandi
kyndli inn um bréfalúgu sendi-
ráðsins í mótmælaskyni við inn-
rás Kínverja í Víetnam. Hljóp þá
til Hjálmtýr Heiðdal, forsprakki
Eikar (m-1), annars vinstrihóps,
sem fylgir Kínverjum að málum
og fagnað hefur innrásinni og
vildi koma í veg fyrir áform
Rósku. Urðu nokkrar stympingar
milli þeirra en ekki urðu
skemmdir á húsinu.
I fyrrakvöld boðuðu félagar í
Alþýðubandalaginu, Fylkingunni,
Baráttuhreyfingu gegn heims-
valdastefnu og fleiri aðilar til
fundar í Félagsstofnun stúdenta
til að mótmæla innrás Kmverja í
Víetnam. Að fundinum loknum fór
hópur fundarmanna, eitthvað um
35 manns, fylktu liði að kínverska
sendiráðinu með fána og logandi
kyndla. Var hópurinn með hróp og
háreysti fyrir utan sendiráðið en
ekki munu aðrir en Róska hafa
gert tilraun til skemmdarverka, en
fyrrnefndur Hjálmtýr og skoðana-
bróðir hans vörnuðu því. Sendi-
ráðsstarfsmenn hringdu til lög-
reglunnar klukkan 23.55 og fjöl-
mennti hún þá þegar á staðinn. En
þegar lögreglan kom þangað voru
mótmælaaðgerðirnar að mestu um
garð gengnar og hópurinn að
leggja af stað til Félagsstofnunar-
innar.
Rannsóknarlögregla ríkisins
hefur fengið mál þetta til
rannsóknar.
Hækkun póstburðar-
gjalda leggst þyngst
á Morgunblaðið
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hef-
ur samþykkt nýja gjaldskrá fyrir
póstburðargjöld dagblaða og er
hækkunin misjafnlega mikil eftir
þyngd blaðanna. Þannig hækkar
Stjórnarfrum-
vörpin urðu ekki
að lögum í gær
Frumvörp ríkisstjórnarinnar
um tímabundið olíugjald til fiski-
skipa og um breytingar á lögum
um útflutningsgjald af sjávar-
afurðum voru ekki afgreidd á
Alþingi í gær, eins og ætlunin
hafði verið, en verða væntanlega
afgreidd í dag.
Miklar deilur eftir að Lúðvík
Jósepsson kom fram með breyting-
artillögur urðu þess valdandi að
fresta varð afgreiðslu frum-
varpanna.
póstburðargjald fyrir blöð, sem
eru undir 100 g, um 13,33%, en
strax og komið er yfir 100 g er
hækkunin 33,33%. Fari blöð síðan
yfir 400 g er hækkunin 50% og
fari þau yfir 500 g. er hækkunin
60%
Á síðastliðnu ári var meðal-
þyngd hvers Morgunblaðs, sem
gefið var út, 142 g, svo að hækkun
póstburðargjalds er oftast 33,33%
gaenvart Morgunblaðinu. Er þá
m tað við 46 síðna blað, en eins og
lc^endur vita, getur Morgunbalðið
oft og einatt verið mun fleiri síður
og þess eru dæmi að það sé 144
síður.
Því er ljóst að þessi hækkun
gjaldskrár fyrir póstburðargjöld
blaða kemur þyngst niður á
Morgunblaðinu, svo að ekki sé
talað um tímaritaútgáfu, sem
prentuð er á þungan og dýran
pappír.
i jrin iiv^ivji
bjóöum viö sérstak-
lega gott verö á
holda- og krydd-
kjúklingum
10 stk. / kassa 1495kr. ka.
Sleppið
ekki pessu
sérstaka
Unghænur 10 stk. í kassa aöeins... 990 - kr. kg.
Nautahakk 10 kg. í kassa.......... 1.500 - kr. kg.
Folaldahakk 10 kg. í kassa.......... 900 - kr. kg.
5 kg. nautahakk................... 1.670,- kr. kg.
Hálfir, reyktir folaldaframpartar . 950 - kr, kg.
Hálf og heil hamborgara-
reykt svínalæri .................. 2.390.- kr. kg.
Ungkálfahryggir .................. 650 - kr. ka.
Opið föstudaga 8—7
og laugardaga opið 7—12.
Lokað öll hádegi kl. 12.30—14,