Morgunblaðið - 02.03.1979, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979
IBandarikjunum tæmdust
veitingahúsin, þegar
framhaldsmyndaflokkur-
inn „Rætur“ birtist á
sjónvarpsskjánum, leik-
húsin voru mannlaus enda
álitið að um 130 milljónir
sjónvarpsáhorfenda hafi
fylgst með þáttunum þar í
landi. Ekkert sjónvarpsefni
hefur hlotið jafn miklar vin-
sældir. Efni þáttanna „Róta“
virðist og hafa veriö allvel til
þess fallið að koma á vissum
tengslum milli alls þess, sem
ólíkt er í fortíð Bandaríkja-
manna, svartra og hvítra, og
einnig tókst sjónvarpsþáttum
þessum að undirstrika þau
atriði fortíðarinnar, sem eru
Bandaríkjamönnum öllum
sameiginleg.
Segja má, að þessir feikna
vinsælu sjónvarpsþættir hafi
því orðið til þess að mynda
eins konar menningarlegt
kennileiti meðal Bandaríkja-
manna. í hundruðum æðri
skóla voru haldin sérstök
fræðslunámskeið um efni
þaö, sem „Rætur“ fjalla um,
og Þjóðskjalasafninu í Wash-
ington barst fjöldinn allur af
fyrirspurnum frá fólki, sem
leitaði upplýsinga um forfeður
sína.
Þjóðhetja
Höfundur bókarinnar, sem
myndaflokkurinn er byggður
á, blökkumaðurinn Alex Ha-
ley, er nú dýrkaöur sem þjóö-
hetja. Bók Haleys, „Rætur“
var þegar fyrir löngu orðin
Alex Haley í Þorpinu Juffure í Gambíu. Haley telur sig hafa rakiö ætt sína til
porpsins svo óyggjandi sé.
Haley og Le Var Burton i hlutverki
Kunta Kinte
/
þegar þú ætlar að fljúga. /Evi
þín hefur tekið stakkaskipt-
um.“
Bandaríska sjónvarpsstöð-
in ABC hefur nú, réttum
tveimur árum eftir að „Rætur"
voru sýndar þar í landi, hafið
sýningar á nýjum myndaflokki
í framhaldi af hinum fyrri, og
ber hann nafnið „Rætur:
næstu kynslóðirnar." Að-
standendur sjónvarpsstöðv-
arinnar vonast til, að þessi nýi
myndaflokkur eigi eftir að
hafa álíka mikið aðdráttarafl
fyrir sjónvarpsáhorfendur og
hinn fyrri.
Vandaðri
vinnubrögð
Hvað snertir gæöi þessa
nýja myndaflokks, þurfa að-
standendur ABC-sjónvarps-
Stjörnur nýja myndaflokksins:
Harewood og Cara, Brando,
Jones. Brando leikur bandaríska
nasistann Lincoln Rockwell.
Harewood og Cara leika foreldra
Haleys, höfundar Róta, og Jones
kemur fram í gerfi Haleys sjálfs.
metsölubók í Bandaríkjunum,
og viötökur þær, sem sam-
nefndir sjónvarpsþættir hlutu,
urðu þess valdandi, að
hundruð þúsunda nýrra les-
enda bættust í hópinn.
Frægöin kom mjög skyndi-
lega og heldur harkalega yfir
Alex Haley. Það var hinn 31.
janúar áriö 1977, morguninn
eftir aö síöasti þáttur fram-
haldsmyndaflokksins haföi
verið sýndur. Alex Haley fór
út á flugvöll í New York og
ætlaði aö fljúga til Los
Angeles. Vart var hann kom-
inn inn í flugstööina, þegar
múgur manns hópaðist að
honum og ætlaði bókstaflega
að tæta hann í sundur — af
einskærri hrifningu. Starfs-
maður flugfélagsins, sem
bjargaði Haley frá aðdáend-
um hans, sagöi við hann:
„Upp frá þessu verður þú að
vera setztur upp í flugvélina á
undan öörum farþegum,
Atriöi úr Rótum II: hvítir gera aösúg aö svertingja sem reyndi aö neyta atkvæðisréttar síns. Nýi flokkurinn lýsir jafnréttisbaráttu peirra blökku aó
sögn framleiðandans.