Morgunblaðið - 02.03.1979, Side 14

Morgunblaðið - 02.03.1979, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979 Gunnar Eyjólfsson, Margrét Guðmundsdóttir og Erlingur Gíslason í Máttarstólpum þjóðfélagsins. Síðustu sýningar á Mátt- arstólpum þjóðfélagsins SÝNINGUM á verki Henriks Ib- sens, Máttarstólpum þjóðfélags- ins, fer senn að ljúka en verkið hefur verið sýnt á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu frá því um jól undir leikstjórn Baldvins Árna- sonar. Með helstu hlutverk í sýning- unni fara Erlingur Gíslason, Guð- rún Þ. Stephensen, Margrét Guð- mundsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Rúrik Har- aldsson, Guðrún Þórðardóttir, Hákon Waage og Bjarni Stein- grímsson. Næst síðasta sýning á verkinu verður á sunnudag. Kristján Jónsson forstjóri: „Koma mátti í veg fyrir þær skemmdir sem á síldinni urðu” Vegna athugasemda frá síldar- matsmönnum Framleiðslueftir- lits sjávarafurða og fyrirspurna til mín í Morgunblaðinu 25. febr. s.l., bis. 17, vii ég taka þetta fram: Yfirtaka síldar og eftirlit, sem síldarmatsmenn Framleiðslu- eftirlits sjávarafurða hafa sannarlega framkvæmt til þessa, hefur reynst gott og árangursríkt. Það er bjargföst trú mín, að ef Framleiðslueftirlit sj ávarafurða, sem hefur yfir að ráða færustu síldarmátsmönnum landsins, hefði farið að lögum og óskum okkar og skoðað síldina, sem við keyptum 1977, hér á Akureyri þegar hún var fullverkuð og síðan framfylgt lögum eftirlit með hráefni lagmetisverksmiðja, þá hefði mátt koma í veg fyrir þær skemmdir sem á síldinni urðu. Viðvíkjandi spurningum mats- manna um saltmagn við söltun síldarinnar í Höfn vísa ég til yfirlýsingar Jóns M. Jónssonar, eftirlitsmanns, dags. 24. febr. s.l, svohljóðandi: „Vegna fréttar í Dagblaðinu á föstudaginn 23. þ.m., 6. bls., eftir viðtal við Hermann Hansson á Höfn í Hornafirði, þar sem skilja má að ég undirritaður, sem trúnaðarmaður K. Jónsson & Co. h.f., á Akureyri, við söltun síldar á Höfn til vinnslu hjá fyrirtækinu hafi óskað eftir því að saltmagn í tunnu færi niður í 14,5 kg og síðan ekki sinnt aðvörunum um að •saltmagnið væri of lítið, vil ég taka þetta fram: Saltmagnið var ákveðið 15 kg og annað bar aldrei á góma. Það kom aldrei til þess að trúnaðar- menn Fiskimjölsverksmiðju Hornafjarðar, eða aðrir, vöruðu mig við því, að saltmagnið væri of lítið.“ Hver beri endanlega ábyrgð á mistökunum, sbr. fullyrðingu varðandi það í yfirlýsingu síldar- matsmannanna í Mbl., bíður úr- skurðar síns tíma. Kristján Jónsson, Forstjóri K. Jónsson & Co. h.f. 'LwmeTiitlOfi VERÐHÆKKUN Á NÆSTU SENDINGU Meðan nýkomnar birgðir endast getun við boðið LUMENITION á kr. 32.000. Verð búnaðarins hefur verið stöðugt erlendis í tæp 3 ár, en því miður hafa framleiðendur nú tilkynnt verðhækkun,' hækka mun útsöluverö búnaðarins hér um 8 pús. krónur, miðaö við núverandi gengi. HABERGhf iSkelfunni 3e*Sinti 3*33*45 Fyrrum ráðherra á Ítalíu í fangelsi R6m, 1. marz. AP ÍTALSKI STJÓRNLAGADÓMSTÓLLINN dæmdi í dag Mario Tanassi fyrrum landvarnaráð- herra í tveggja ára og fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa þegið mútur frá bandarísku Lockheed-flugvélaverksmiðjunum en sýknaði annan fyrrverandi landvarnaráðherra, Luigi Gui. Dómstóllinn úrskurðaði að Tanassi skyldi sviptur þingmennsku. Réttarhöldin hafa staðið í tæpa fimm mánuði og dómsuppkvaðningunni var sjónvarpað. Þingið úrskurðaði fyrir tæpum tveimur árum að Tanassi og Gui skyldu leiddir fyrir rétt. Tanassi er sósíaldemókrati, en Gui kristilegur demókrati. Fjórir aðrir sakborningar voru fundnir sekir, þeirra á meðal fyrrverandi yfirmaður flughersins. Luigi Fanali hers- höfðingi, sem var dæmdur í eins árs og níu mánaða fangelsi. Dómstóllinn sýknaði fimm aðra sakborninga. Hann er skipaður 28 mönnum og hefur setið á rökstólum í 23 daga. Dóminum verður ekki áfrýjað. Tanassi og Gui voru ákærðir fyrir að nota aðstöðu sína til að hafa áhrif í þá átt að keyptar yrðu 14 herflutninga- flugvélar af gerðinni Hercules C130 og fá í staðinn frá Lockheed 1.6 milljónir dollara sem eru hluti af 24.4 milljón- um dollara sem fyrirtækið greiddi í mútur til að auka sölu á framleiðslu sinni í heiminum. Tanassi sagði um dóminn, að hann væri „pólitískur glæpur". Þegar þingið ákvað að þeir skyldu leiddir fyrir rétt kallaði Gui þá ákvörðun „pólitíska aftöku" og „ósk ítalska kommúnistaflokksins". Allir ERLENT sakborningarnir sögðust vera saklausir. Ritari Kristilega demókrata- flokksins, Benigno Zaccagnini, fagnaði því að Gui var sýknaður og sagði að flokkur- inn þakkaði honum virðuleika og siðferðilegan styrk sem hann hefði sýnt í þessari miklu eldraun. Gui sagði eftir að dómur var upp kveðinn: „Hver borgar mér aftur þessi þrjú ár“ og átti við þann tíma sem er liðinn síðan hneykslið var opinbert. Brtlssel, 1. marz. AP. BELGÍSKU fallhlífahermennirnir sem voru sendir til Zaire til að þjálfa Zaire-hermenn í nokkr- ar vikur, vinna ötullega að undirbúningi áætlunar um að bjarga Evrópumönnum sem hungraðir íbúar Zaire ógna að sögn belgísku fréttastofn- unnar Belga í dag. Fréttastofan hefur eftir fallhlífahermönnum að þeir vinni að dreifingu matvæla og reyni að koma í veg fyrir stuld Tanassi var færður í fangelsi í handjárnum en fékk áður að hitta fjölskyldu sína. Tveir aðalsakborningarnir auk Tanassi voru bræðurnir og lögfræðingarnir Ovidio og Antonio Lefebvre, sem voru ákærðir fyrir að vera tengiliðir Lockheeds og ítalskra em- bættismanna, og fengu fangelsisdóma. Ovidio var fulltrúi Lockheeds á Ítalíu þegar ítalska flughernum voru seldar Hercules-flugvélarnar 1969 til 1971. á matvælum. Þar sem mat- vælaástandið hefur versnað mikið hefur hlutverk hermannanna breytzt þannig að það er að miklu leyti fólgið í því að berjast gegn hungri. Þriðjungur íbúa Kinshasa— héraðs líður hungur, helm- ingur allra barna er dauðvona vegna hungursneyðar á sumum svæðum og rúmlega 100 fullorðnir deýa úr hungri í landinu öllu suma daga. Sumir líkja ástandinu við hungurs- neyðina í Sahel-auðninni fyrir nokkrum árum. Evrópumenn í hættu í Zaire Þetta gerðist 1969 — Fyrsta tilraunaflug Concorde. 1956 — Marokkó fær aftur sjálfstæði. 1943 — Orrustan á Bis- marck-hafi í Kyrrahafi hefst. 1924 — Tyrkneska þjóðþingið leggur niður embætti kalífs. 1836 — Fimmtíu og níu borgar- ar í Texas stofna lýðveldi í Mexíkó. Almæii: Sam Houston, banda- rískur hermaður (1793—1863) — Bedrich Smetana, bæheimskt tónskáld (1824—1884) — Píus páfi XII (1876-1958). Andlát: Lother, konungur Vest- ur-Franka, 986 — John Wesley, meþódisti, 1791 — Horace Wal- pole, rithöfundur, 1797 — Niku- lás I Rússakeisari 1855 — Carm- en Silva, Elísabejt. Rúmeníu- drottning, 1916. Innlent: Heilsuverndarstöð Reykjavíkur vígð 1957 — „ís- lendingabragur“ Jóns Ólafsson- ar birtur í „Baldri" 1870 — d. Guðmundúr faktor Thorgrímsen 1895 — Bretar toga yfir net Ólafsvíkurbáta 1960 — Forseta- hjónin til Finnlands 1972 — Brynjólfur Jóhannesson heiðr- aður 1972. Orð dagsins: Við brosum að einfeldni þess sem segir að tunglið sé fallegra í Aþenu en S Kórintu — Plútark, grískur rithöfundur (c. 46 e. kr. — c. 120 e. Kr.). Saudi-Arabar kalla heim gæsluhermenn Jidda. 1. marz. AP. SAUDI-ARABAR haía haíið borttflutning gæzlusveita sinna frá Líbanon til þess að treysta varnir landamæra sinna að sögn landvarnaráðherra Saudi-Arabíustjórnar í viðtali við blaðið A1 Nadwa í Beirút í dag. Yfirlýsing ráðherrans fylgir í kjörfar frétta um að öll leyfi hernamma í Saudi-Arabíu hafi verið afturkölluð og að herafli landsins hafi verið settur í viðbragsstöðu. Brottflutningurinn frá Líbanon er talinn standa í sambandi við bardaga Norður- og Suður-Jemena og uppreisn sem sagt er að gerð hafi verið í Norður-Jemen. Fréttastofan segir að landstjór- Norður-Jemens, hafi gengið í lið Hajla, mikilvægur bær í fylkinu, inn í Mareb, austasta héraði með uppreisnarmönnum og að sé á valdi uppreisnarmanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.