Morgunblaðið - 02.03.1979, Side 18

Morgunblaðið - 02.03.1979, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979 „I»arf Lúdvík rússneskan túlk” — spurði Sighvatur Björgvinsson við umræður á Alþingi í gær Mjög snarpar umræöur uröu í neðri deild Alþingis síðdegis í gær, viö aöra umræðu um frumvarp ríkisstjórn- arinnar um tímabundið olíugjaid til fiskiskipa. Upphaf orðaskiptanna var það, að Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins og Garðar Sigurðsson (Abl.) fiuttu breytingatillögu við frumvarpið þess efnis að 2. grein þess falli niður. Lúðvík sagði, að þessi grein breytti ekki á neinn hátt megin- tilgangi frumvarpsins, en hann væri sá að létta af útgerðinni í landinu þeim erfiðleikum, sem hin mikla fyrirsjáanlega olíu- hækkun hefði í för með sér. Hins vegar væri þessi önnur grein með þeim hætti, að sjómönnum væri gert að greiða útgerðinni af tekjum sínum þegar siglt væri með afla til útlanda; það væri skýlaúst samningsrof á samn- salinn, og beindi Gunnlaugur þá þeirri spurningu til hans hvort ráðherra Alþýðubandalagsins stæðu ekki að frumvarpinu. Garðar Sigurðsson (Abl.) tók einnig til máls, og tók undir þau orð er Lúðvík hafði fyrr látið falla. Kvað hann þá tvo að sjálfsögðu vera flutningsmenn þessarar breytingartillögu, og enga aðra. — í þessu kallaði Vilmundur Gylfason inní, og spurði hvort Lúðvík væri hættur og samþykki. Kvað Kjartan til- gang 2. greinarinnar vera þann, að koma á jafnvægi á milli landana hér heima og erlendis. ítrekaði Kjartan það að frum- varpið væri flutt af ríkisstjórn- inni og væri stjórnarfrumvarp. Lúðvík Jósepsson (Abl.) tók aftur til máls, og kvað hann bera nýrra við ef þingmenn stjórnar- flokka mættu ekki lengur koma fram með breytingartillögur við stjórnarfrumvörp. — Vissulega hefðu ráðherrar Alþýðubanda- lagsins staðið að frumvarpinu og bæru á því ábyrgð, en það þýddi ekki að ekki mætti breyta því í meðförum þingsins. Vísaði Lúð- vík röksemdum sjávarútvegsráð- herra á bug sem fáránlegum, og ítrekaði þá skoðun sína að hér að hún kæmi í ljós við atkvæða- greiðslu um málið. Svavar Gestsson viðskipta- ráðherra sagði, að þegar fyrir lá að umtalsverð olíuhækkun væri á döfinni, þá hefði verið hafist handa um að leysa á einhvern hátt þann vanda sem hún ylli útgerðinni. Þetta hefði verið rætt fram og aftur innan ríkis- stjórnarinnar og utan, þar á meðal af honum og félagsmála- ráðherra. Einnig hefði verið haft samráð við fulltrúa samtaka sjómanna um þetta mál. — Þar sem ekki hefðu komið fram nein „kröftug" mótmæli þeirra aðila, þá kvað Svavar ráðherra Al- þýðubandalagsins hafa getað staðið að flutningi frumvarps- ins. Hins vegar hefði til sam- miðri umræðu síðari deildar og vildi ekki samþykkja frumvarp- ið! Gunnar Thoroddsen formað- ur þingflokks Sjálfstæðis- flokksins kvaðst vera sammála þeim sjónarmiðum, sem fram hefðu komið í máli þeirra Sverr- is Hermannssonar og Lúðvíks. Hins vegar kvaðst Gunnar vilja fá nánari skýringar á ummælum viðskiptaráðherra, Svavars Gestssonar, er hann ræddi um að ekki hefðu komið fram nein kröftug mótmæli við 2. grein lagafrumvarpsins! — Hingað til hefði Svavar Gestsson nú látið þannig að taka bæri tillit til óska verkalýðsins, en nú sagði hann, að ekki væri nóg að heyra andmæli, þau yrðu að vera Skyldi Svavar ætla að svíkja? Ljósm: Emilía „Láttu Þá ekki vaða yffir þigl“ ingum milli sjómanna og útgerð- armanna, sem væri til þess eins fallið að hleypa upp illindum þar í milli. Kvað Lúðvík það sízt vera hlutverk Iöggjafans að standa að slíkum aðgerðum. Að öðru leyti kvaðst Lúðvík vera algjörlega sammála meginefni frumvarps- ins, en hann væri aðeins að gera ríkisstjórninni greiða með því að flytja þessa breytingartillögu. Sverrir Hermannsson (S) kvaðst geta tekið undir orð Lúðvíks, og raunar væri það svo, þótt ótrúlegt væri, að hann gæti í þessu máli látið sér nægja að skírskota til ræðu hans! Kvaðst Sverrir vera því andvígur að löggjafinn gripi inn í samninga, sem gerðir væru milli aðila vinnumarkaðarins, þó að þeir tímar gætu vissulega komið og hefðu komið að slíkt reyndist nauðsynlegt. En tilkoma um- ræddrar 2. greinar kvað hann aðeins vera til þess að ýfa upp óánægju. Gunnlaugur Stefánsson (A) tók næstur til máls og kvaðst hann vilja lýsa stuðningi við frumvarpið eins og það hefði komið frá sjávarútvegsráðherra, sem hefði flutt það í nafni ríkisstjórnarinnar og sem stjórnarfrumvarp. Kvað hann þennan málflutn- ing Lúðvíks vera mjög ábyrgðar- lausan, en það væri ef til vill skýringin á því að engin ráð- herra Alþýðubandalagsins væri í salnum! — Að þessum orðum töluðum gekk Svavar Gestsson í að vera formaður þingsflokks Alþýðubandalagsins, en Garðar svaraði því engu. Kjartan Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra tók næstur til máls, og sagði hann þessa 2. grein vissulega vera skerðingu, en frumvarpið hefði verið unnið af öllum stjórnarflokkunum, og með stuðningi ráðherra þeirra væri um það að æða, að sjó- mönnum væri ætlað að gefa útgerðinni af umsömdum laun- um sínum. Kvað Lúðvík sér það í léttu rúmi liggja þó kratar töluðu um ábyrgðarleysi í þessu máli. Vilmundur Gylfason kall- aði fram í fyrir Lúðvík, og spurði um afstöðu þingflokks banda- lagsins, en Lúðvík svaraði því til komulags verið farið í það að lækka hundraðshlutann við landanir erlendis úr 1,3% í 1%. Sighvatur Björgvinsson (A) kvað það undarlegt af ráðherr- unum að kynna ekki efni frum- varpsins fyrir þingmönnum flokka sinna. Nú gerðist það að sjálfur formaður þingflokks eins stjórnarflokkanna kæmi fram í kröftug! Kvað Gunnar Thorodd- sen það nauðsynlegt að vita hvar mörkin væru, og einnig sagði hann það fróðlegt að fá að heyra hver ætti að meta „kraftbirfing- arhljom" slíkra mótmæla! Svavar Gestsson svaraði þess- um spurninguin Gunnars ekki. Lúðvík Jósepsson kom enn einu sinni í ræðustólinn, og ítrekaði fyrri ummæli sín. Þá minnti hann einnig á það, að þegar frumvarp um raforkuverð hefði komið fram, þá hefðu kratar ekki aldeilis staðið með stjórnarfrumvarpinu. — „Og ekki Alþýðubandalagið heldur," kallaði þá Gunnlaugur Stefánsson. „Nei auðvitað ekki,“ svaraði Lúðvík, og Vilmundur Gylfason kallaði: „Þeir sprungu ekki, þeir láku niður!" Lúðvík svaraði að bragði: „Sprungnir menn ættu nú sem minnst að tala!“ — Þá hló þingheimur. Að lokum tók Sighvatur Björgvinsson aftur til máls og kvaðst hann ekki hætta fyrr en Lúðvík hefði sagt hvernig málið hefði verið afgreitt í þingflokki Alþýðubandalagsins. Sagðist Sighvatur vilja fá að vita það, hvort Lúðvík skildi ef til vill ekki frumvarpið og hvort hann þyrfti ef til vill að fá aðstoð við það. „Þarf Lúðvík ef til vill rússnesk- an túlk?“ spurði þingmaðurinn. — Lúðvík svaraði þessum um- mælum engu, lét sér nægja að hrista höfuðið, en öðrum þing- mönnum virtist skemmt. - AH Þingmönnum virtist skemmt yffir aöförum „samherjanna" í ríkisstjóninni í gær: Frá vinstri: Vilmundur Gylfason, Þórarinn Sigurjónsson, Friörik Sopusson og Ólafur G. Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.