Morgunblaðið - 02.03.1979, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979
Grein og myndir: Sighvatur Blöndal
A faraldsfæti
með íslenzka Alpaklúbbnum
Skessuhorn í Skarðsheiði, norð-austurhryggur fjallsins fyrir miðju.
Skessuhorn í Skarðsheiði
Fjallgöngur njóta nú sífellt meiri
vinsælda hér á landi eins og sést
hvað bezt á gróskumiklu starfi
íslenzka Alpaklúbbsins, sem er
félag áhugamanna um fjall-
göngur, á s.l. ári. — Morgunblaðið brá sér
fyrir skömmu með nokkrum félögum
klúbbsins til fjalla og var stefnan að þessu
sinni sett á Skessuhorn, sem er einn tinda
Skarðsheiðar og stendur norðan í henni. Að
sögn félaga í klúbbnum er Skessuhorn eitt
af vinsælli æfingasvæðum félaganna þar
sem aðstæður þar eru mjög fjölbreyttar. t»ar
er hægt að halda námskeið fyrir algjöra
byrjendur í f jallaklifri og svo er hægt að
fara leiðir sem aðeins eru á færi reyndra
fjallgöngumanna og allt þar á milli.
Að þessu sinni voru það um 20 félagar í
klúbbnum sem héldu úr bænum og var
ákveðið að leggja til atlögu við f jallið eftir
nokkuð hefðbundinni leið sem gerir þó
kröfu til viðkomandi fjallgöngumanna að
þeir hafi nokkra reynslu svo og að þeir hafi
sérútbúnað, s.s. fsöxi, mannbrodda, líflínu,
öryggisbelti og hjálm svo eitthvað sé nefnt,
en það er upp eftir hrygg fjallsins að
norð-austanverðu.
Veður var allgott, heiðskírt og 1—2 stiga
frost þennan sunnudagsmorgun nema hvað
fjallgöngumennirnir hefðu sjálfsagt kosið
að heldur meira frost væri svo að þeir færu
ekki niður úr snjóskelinni sem var yfir öllu.
Hópurinn fylgdist allur að upp undir hrygg
fjallsins þar sem ákveðið var að skipta
hópnum niður í línur, en algengast er að
fjallgöngumenn ferðist 2—4 saman í fjalla-
línu. Þá settu menn á sig mannbroddana því
að þegar ofar dró í fjallið óx kuldinn
nokkuð þannig að ekki var lengur nóg að
sparka skónum inn í harðan snjóinn. Þá
voru og dregnar upp ísaxir þegar brattinn
varð meiri, og hægðist einnig mjög á
hópnum því að þegar brattinn er orðinn eins
mikill eins og myndirnar sýna er nauðsyn-
legt að aðeins einn klifri f einu og hinir séu
við öllu búnir ef eitthvað fer úrskeiðis.
Þetta gekk allt stórslysalaust þannig að
síðasti maður sté á tind fjallsins um fjórum
tímum eftir að lagt var af stað. Menn höfðu
skamma viðdvöl á tindinum og fóru eilítið
niður í vesturhlíð fjallsins í „kaffistofu"
fjallgöngumanna og tekið var til matarins.
Niöurferðin gekk ágætlega fyrir sig en
farið var niður vesturhlið fjallsins sem er
auðveldust yfirferðar og niður að bflunum
sem stóðu niðri á vegi.
Að sfðustu spjallaði ég stuttlega við
nokkra félaga klúbbsins um starfið almennt
og kom fram hjá þeim að starfið hefði verið
mjög gróskumikið á síðasta ári sem er
annað starfsár klúbbsins. Farnar hefðu
verið 15 ferðir beint á vegum hans auk
ýmissa aukaferða sem félagarnir stóðu
fvrir. Þá hefði hagur klúbbsins vænkast
mjög nú um áramótin þegar hann komst
loks í eigið húsnæði, þ.e. hann fékk leigt
húsnæði með Skandinavisk Boldklub að
Grensásvegi 5 í Reykjavík. Sögðu félagarnir
að í framtíðinni yrði opið hús fyrir félaga og
aðra þá sem hefðu áhuga á að kynna sér
fjallgöngur, á miðvikudögum í viku hverri,
og ættu þeir í því sambandi von á því að
áhugi á fjallgöngum myndi aukast enn-
frekar og væri því bjart útlitið framundan.