Morgunblaðið - 02.03.1979, Page 25

Morgunblaðið - 02.03.1979, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979 25 Nýkjörnir heiöuntéiagar Varðanda, Gíali Eyjólfaaon og Einar Guðmunds aon. Óakar Þórarinaaon akipatjóri og formaður akemmtinefndar flytur ávarp. Friðrik Áamundaaon akólaatjóri Stýrimannaakólana í Veatmanna- eyjum flutti ræðu um feril Verö- anda og úr ræöu hana er peaai grein m.a. unnin. Núverandi atjórn Verðanda: Fremri röð frá vinatri: Jóel Anderaen, Logi Snædai Jónaaon formaður, Einar Guðmundaaon. Aftari röö: Jóhannes Kriatinaaon og Gíali Einaraaon en Hannea Haraldaaon vantar á myndina. Halldór Kristjánsson: Danir vakna við vondan draum... Svo sem mörgum er kunnugt gefur danska blaðið Politiken út ýmiskonar handbækur. Meðal þeirra er einskonar árbók sem nefist: Hvem. Hvad. Hvor. I síðasta bindi þess, árganginum 1979, er grein um áfengi og ofnotk- un þess eftir Niels Tygstrup. Mér þykir ástæða til að koma á fram- færi við íslenska lesendur nokkru af því sem þar er sagt til um- hugsunar og hliðsjónar. Ég held að þessi grein, og birt- ing hennar þar sem hún er sé eitt af mörgum teiknum þess að Danir eru að vakna, og vakna við vondan draum. En nú hefur Tygstrup orðið. Erfiðasta heilbrigðismálið Tygstrup byrjar með því að minna á að meira sé nú en áður gert úr því að áfengismálin séu stærsta félagslega viðfangsefni á sviði heilbrigðismála. Það gæti stafað af breyttu viðhorfi en það gæti líka átt rætur í því að nútímaþjóðfélag örvi drykkju- skapinn umfram það sem áður var en þoli hann jafnframt miður. Hér ætti hlut að máli rýmri fjárhagur og fleiri frístundir annarsvegar en aukin véltækni og hraði hinsvegar. Hvað er misnotkun? Það er auðvelt að skilgreina misnotkun áfengis og einnig það sem flestir telja meinlausa eða jafnvel gagnlega áfengisnotkun, en mörkin á milli þessa eru vitan- lega mjög óljós. Heilbrigðis- stofnun Sameinuðu þjóðanna skilgreinir áfengissjúkling sem mann sem neytir áfengis svo að hann hefur tjón af eða neyslan býður heim andlegum, líkamlegum eða félagslegum háska. Þá er einkum miðað við fastar, stöðugar drykkjuvenjur, en hér má ekki gleyma tækifærisdrykkjunni sem á sinn þátt í umferðaóhöppum, ofbeldisverkum og vinnuslysum. Slíkt má líka telja misnotkun. Síðan ræðir Tygstrup um það hvað telja megi að menn þoli mikið áfengi á dag án þess að til vandræða leiði. Áfengið og líkaminn Höfundur rekur fræðilega hvernig áfengi eyðist í líkamanum þar sem lifurin tekur við því og skilar því sem ediksýru. í því sambandi kemur hann að því að þar sem áfengi verði ekki talið náttúrlegt næringarefni virðist nokkuð undarlegt að lifurin sé við því búin að eyða því. Það muni þó eiga þá skýringu að stundum framleiði líkaminn áfengi, — fæðan gerjist þannig í meltingar- færunum að áfengi myndist. Þetta er þó svo óverulegt hvað manninn varðar að engu máli skiptir nema fræðilega, en dæmi eru þess að nokkurt áfengismagn hafi fundist í blóði fíla, en þeir hafa langan meltingarveg. Tygstrup rekur svo hve miklu áfengi lifurin geti tekið á móti og hvernig henni sé ofboðið ef mikið er drukkið. Hann segir að furðu lítið sé vitað um áhrif áfengis á heilann. Ahrifin leyna sér ekki, hömluleysi, jafnvægi og stjórn tapast og jafnvel meðvitundarleysi fylgir, allt eftir því hve mikið er drukkið. Þó sé þetta sennilega líkt og með önnur deyfilyf að starfsemi heilafrumanna lamist. Hins vegar segir hann að sumir efist um að áfengi beinlínis drepi heila- frumurnar, heldur stafi þær heila- skemmdir, sem drykkjumenn gjarnan fái, af höfuðhöggum, og áverkum og heilahristingi en drukknum mönnum sé sérstaklega hætt við höfuðskemmdum. I sambandi við áhrifin á heilann er spurningin ekki um hvað gerist, heldur hvernig það gerist. Orsök áfengissýki Naumast getur það verið af fáfræði um hættur ofdrykkjunnar hve margir drekka of mikið, þó að nánari vitneskja kynni að halda aftur af einhverjum. Venjur í félagslífi eiga höfuðsök á fyrsta stigi alkóhólismans, hinni sjálf- ráðu drykkju að yfirlögðu ráði. Annað stigið er svo það að byrjuð drykkja, þó í smáum stíl sé, leiðir til þess að stjórnlaust er áfram haldið. Tygstrup ræðir um það hvers vegna drykkjuhneigðin verði svo misjafnlega sterk. Hann hyggur að því valdi mismunandi efna- skipti í líkamanum. Breyting vín- andans í ediksýru byrjar með því að hann verður acetaldehyd og það hefur reynst meira í blóði drykk- felldra manna en annarra enda þótt báðir hefðu drukkið jafn mikið. Aldehyd getur breytt viss- um efnum, sem hafa þýðingu fyrir samband heilafrumanna inn- byrðis, í kjarna sem líkist morfíni. Ef örlitlu af því efni er dælt í heila rottu hverfur að fullu meðfædd óbeit dýrsins gegn áfengi. Þessi atriði eru langt frá því að vera fullkönnuð, en þarna mun lausnin liggja. Meöferö og varnir Niels Tygstrup endar grein sína svo: „Meðferð drykkjusjúkra hefur tekið framförum, — gera má ráð fyrir að þriðjungur þeirra endur- hæfist, — og ekki er að efa að verulegur árangur gæti náðst með tilkomu fleiri hæla. Nú eru aðeins 15% ofdrykkjumanna tekin til meðferðar. Eðli málsins samkvæmt liggur það ljóst fyrir að mesta áherslu verður að leggja á að fyrirbyggja, en því er nú óskiljanlega lítið sinnt, þegar á það er litið hve stórkostlegt málið er. Þrjár leiðir eru til að minnka áfengisneyslu: skattar, laga- hömlur og fræðsla. Að álögur og verðhækkun skila árangri sannar reynslan í Danmörku 1917 þegar brenndir drykkir voru verulega skattaðir. Síðan hefur áfengisverð jafnt og þétt farið lækkandi í hlutfalli við kaupgjald og neyslan er nú meiri en hún var fyrir 1917. Það er ljóst að tvöföldun verðsins (þ.e. þreföldun þess sem ríkið leggur á vínið) myndi minnka neysluna um þriðjutig og opinber útgjöld hennar vegna myndu minnka frá því að vera helmingur í einn sjötta af tekjum ríkisins af áfengissölu. En á þessari leið eru ýmsir þröskuldar, bæði stjórn- málalegir og félagslegir. Með lagaákvæðum er hægt að torvelda aðgang að áfengi og herða viðurlög og refsingar. Örðugt er að meta áhrif slíkra aðgerða og vafa- samt hvað er framkvæmanlegt pólitískt. Fræðslan er áhrifamest en kannske er þar samt erfiðasta leiðin. Þar er um að ræða breytt viðhorf þjóðarinnar til áfengis, — nýja siði. Aukin áhersla á fræðslu mun naumast mæta verulegri pólitískri mótspyrnu og það hve þeim efnum er nú lítið sinnt stafar fremur af áhugaleysi stjórnmála- manna en beinni andúð. Fyrsta skrefið verður því að vera að sýna hve málið er stórkostlegt svo að framlag þjóðfélagsins til rann- sókna og fræðslu í sambandi við áfengisböl verði drjúgum meira en þrír af þúsundi þess sem lagt er fram vegna áfengismála eins og nú er.“ Nokkrar skýringar Við . þessi niðurlagsorð Tygstrups er nauðsynlegt að gera lítilsháttar skýringu. Þar sem hann talar um hluta af tekjum ríkisins af áfengissölu er miðað við það sem kemur fram áður í ritgerðinni að tekjur þess af áfengissölu séu 4 milljarðar en 2 milljarðar fari til gjalda sem stafi beinlínis af drykkjuskap. Þess er að geta að ýmsum ótvíræðum gjaldaliðum er sleppt af því að þeir eru óútreiknanlegir eða því sem næst. Þannig eru ekki tekin með í dæmið gjöld vegna vinnuslysa sem rekja má til ölvunar. Einnig segir höfundur að heilsuleysi vegna drykkjuskapar sé mjög vanmetið. Þegar hann talar um það hlut- fall af tolltekjunum af áfenginu sem gangi til þessara útgjalda virðist hann alveg sleppa því að við minnkaða drykkju lækka þau útgjöld meira en drykkjan hlut- fallslega eins og það sem borga þarf og bæta vex meira en í réttu hlutfalli við aukna drykkju þegar þannig snýst. Það er auðskilið vegna þess að áfengisneysla að vissu marki er tiltölulega meinlaus svo að útgjöldin stafa lítt af fyrstu drykkjunni. Þau þrjú prómill af útgjöldum vegna drykkjuskapar sem ganga til fræðslu og rannsókna eru miðuð við að þau útgjöld séu alls 2 milljarðar og ættu þau því að vera 6 milljónir d.kr. Niðurstaðan hjá Tygstrup er sú að líf liggi við að breyta dönsku samkvæmislífi og efla bindindis- semi með þjóðinni. ÞESSAR skólastúlkur efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir „Brauð handa hungruðum heimi.** Þær söfnuðu rúmlega 15800 krónum. — Telpurnar heita Björk. Eva, Guðrún Sigrún, Herdís og Guðbjörg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.