Morgunblaðið - 02.03.1979, Page 26

Morgunblaðið - 02.03.1979, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979 Umsjón Sighvatur Blöndahl Heildarskatt- heimta eykst stöðugt hér — stefnir í allt að 47% heildar- skattheimtu sem hlutfall af vergum þjóðartekjum á þessu ári OFT ER rætt um, hversu mikil heildarskattheimtan sé orðin hér á landi og hiutfallstölur nefndar f því sambandi. Eru þá heildar- tekjur ríkissjóðs og sveitarfélaga ýmist settar fram í hlutfalli við þjóðarframieiðsluna eða þjóðar- tekjur. Hvor viðmiðunin er notuð skiptir talsverðu máli. í athugun sem Verzlunarráð fslands hefur gert á þessum málum hafa sér- 1976. Hér er ísland í 8. saeti, en síðan hefur skattheimtan fyrst lækkað og síðan aukizt. Áætlanir benda til þess að hlutfallið hafi verið um 45% 1978 og geti farið í 47% 1979. Erum við þá komnir nokkuð ofarlega miðað við aðrar þjóðir, sérstaklega þegar haft er í huga, að okkar útgjöld til varnar- mála eru engin, en þau eru veru- legur útgjaldaliður meðal annarra i JUN SKATTHEIMTUNNAR, á árunum 1950-1960 eru skattar vegna uppbótakerfisins dregnir frá. Hér er um að ræða innheimta skatta og eru iðgjöld til almannatrygginga, skattar til Viðlagasjóðs og oiíugjaldið meðtalið. ULLARLOPI OG BAND 19 7 7 19 7 8 Magn í Upphæð í Meðal Magn í Upphæð í Meðal 'tonnum millj.kr verð p.kg. tonnum miilj.kr verð p.kg LÖND: Danmörk 151.9 208.8 1,374 127.9 278.1 2,174 Noregur 18.2 31.6 1,736 19.4 51.2 2,639 Svxþjóð 1.8 2.4 1,333 3.9 9.6 2,462 Austurríki 2.6 4.1 1,577 4.0 9.8 2,450 Bretland 45.1 69.3 1,537 53.3 121.2 2,274 Frakkland 18.4 24*1 1,310 21.4 44.5 2,079 Holland 7.0 9.8 1,400 1.6 3.7 2,312 Irland 3.2 4.5 1 ,406 0.0 0.0 ítalxa 14.0 19.0 1,357 20.0 34.8 1 ,740 Júgóslavía 22.4 30.1 1,344 20.0 41.1 2,055 Spann 0.5 1.0 2,000 0.3 0.7 2,333 V-Þýskal. 9.5 14.1 1,484 12.3 32.7 2 ,659 Bandaríkin 80.1 111.2 1,388 56.5 122.4 2,166 Kanada 17.6 25.8 1,466 43.2 104.5 2,419 Japan 1.6 2.2 1,375 53.4 114.9 2 152 Suður-Kórea 21.2 33.9 1,599 0.0 0.0 Astralía 7.2 11.1 1,542 9.9 20.0 2.020 önnur lönd 1.7 2.6 1,529 11.8 16.0 1,356 SAMTALS 424.0 605.6 1,428 458.9 1.005.2 2,190 Útflutningur á vörum úr ullarlopa og bandi jókst allnokkuð á s.l. ári miðað við árið á undan eða úr 424 tonnum að verðmæti rúmlega 605 milljónir króna í 458,9 tonn að verðmæti liðlega einn milljarður króna. I útflutningnum voru þó miklar sveiflur því að útflutningur til Bandaríkjanna og Danmerkur minnkaði verulega á sama tíma sem um verulega aukningu var að ræða til Japans og Kanada. Nánar má sjá skiptinguna milli landa á meðfylgjandi töflu sem Útflutningsmiðstöð iðnaðarins hefur gefið út. Tekjur ríkissjóðs af inn- fluttum vörum hafa ekki rýrnað við inngöngu í EFTA í UMRÆÐU um tekjuþörf ríkis- sjóðs er þeirri fullyrðingu oft fleygt fram, að fríverzlunarsamn- ingarnir við Evrópulöndin hafi skert svo tekjur ríkissjóðs af innfluttum vörum, að aukning annarra tekna, t.d. söluskatts, hafi reynzt nauðsynleg. Verzl- unarráð íslands kannaði málið og kom eftirfarandi fram: Unnin var upp úr ríkisreikningi samtala allra þeirra gjalda, sem krafin eru af innfluttum vörum, og sú tala reiknuð sem hlutfall af CIF-verðmæti innfluttra vara, að innflutningi skipa og flugvéla undanskildum. Hér er um að ræða almenn aðflutningsgjöld ásamt hluta Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, innflutningsgjald af bensíni og gúmmígjald, innflutningsgjald af bifreiðum og bifhjólum, vörugjald og sérstakt vörugjald, sölugjald af innfluttum vörum, innflutnings- gjald og leyfisgjald. Samtals námu þessi gjöid 27,3% af verðmæti innflutnings á árinu 1970, er við gengum í EFTA, Fríverzlunarbandalag Evrópu. Á árinu 1977 var hlutfallið það sama, 27,3% og áætlun Verzlunarráðsins fyrir s.l. ár sýnir mjög svipað hlutfall. Ekki bendir neitt til, að hlutfallið fari sérstaklega lækk- andi í ár, þrátt fyrir tollalækkanir um áramót, ef 3% jöfnunargjald verður tvöfaldað, enda hefur 16% vörugjaldið hækkað í 18% og 30% vörugjald verður innheimt allt árið í ár. Meðfylgjandi línurit sýnir þessar breytingar 1970-1977. fræðingar þess talið réttast að miða við vergar þjóðartekjur í þessu sambandi, þ.e. samtölu launa, leigu, vaxta, hagnaðar, fyrningar og framleiðslustyrkja, þar sem sú stærð stendur undir skattheimtunni. Ef skattheimtan er 100% af vergum þjóðartekjum, ganga þær allar til hins opinbera. Ef óbeinum sköttum er hins vegar bætt við til þess að fá verga þjóðarframleiðslu, þ.e. þjóðar- tekjur á útsöluverði, eru óbeinir skattar bæði í nefnara og teljara, þegar hlutfallið er reiknað. Sú reiknisaðferð mildar vöxt skatt- heimtunnar, þar sem hún verður með vexti óbeinna skatta. Einnig verður samanburður milli landa villandi, þar sem óbeinum sköttum er beitt í mjög misríkum mæli til að fjármagna opinber útgjöld. Samanburður á heildarskat.t- heimtu milli landa, miðað við vergar þjóðartekjur, er afar fróð- legur. Verzlunarráð Islands hefur unnið tölur um slíka hlutfallslega skattheimtu fyrir 18 lönd árið þjóða. Samanburðurinn er þannig: 1. Svíþjóð 58,0% 2. Noregur 53,3% 3. Danmörk 52,7% 4. Holland 50,9% 5. Finnland 47,3% 6. Belgía 46,Ö% 7. Frakkland 45,0% 8. ísland 43,9% 9. V-Þýzkaland 41,1% 10. Bretland 40,6% 11. Kanada 39,2% 12. Ítalía 39,2% 13. Portúgal 36,6% 14. Sviss 32,0% 15. Grikkland 30,6% 16. Bandaríkin 30,1% 17. Japan 22,1% 18. Spánn 21,3% Vöxtur skattheimtunnar hér- lendis er fróðlegt atriði. Á árinu 1950 námu innheimtar skatttekjur ríkis og sveitarfélaga 25,4% af vergum þjóðartekjum, 34,5% 1960 og 36,1% 1970. Síðan hefur skatt- heimtan enn vaxið og horfur virðast á, að vöxturinn haldi áfram. PRJÖNAVÖRUR Magn í Upphæð í Meðal Magn í Upphæð í Meöal LÖND: tonnum millj.kr verð p.kg tonnum millj.kr verð p.kg Danmörk 15.2 109.3 7 ,191 29.0 288.5 9,948 Færeyjar 0.8 3.3 4,125 0.7 5.5 7,857 Noregur 10.9 66.8 6,128 13.4 119.5 8,918 Svíþjóð 3.3 29.9 8,848 • 4.9 53.8 10 ,980 Austurríki 1.0 8.0 8,000 2.4 35.6 14 ,833 Bretl+írland 58.5 176.6 3.019 34.0 154.3 4,538 Frakkland 0.5 3.4 6’( 800 0.6 7.7 12,833 Holland 1.4 13.2 9 ,429 1.4 17.9 12,786 ítalía 3.1 32.2 10,387 5.1 62.2 12,196 Sovétríkin 270.2 958.9 3,549 77.1 453.7 5,885 Sviss 0.4 5.1 12 ,750 2.0 29.4 14,700 V-Þýskaland 37.6 312.0 8,298 29.2 384.1 13,154 B^ndaríkin 79.4 549.8 6,924 96.2 775.1 8,057 Kanada 14.6 116.9 8 ,007 29.6 335.8 11,345 önnur lönd 2.1 20.0 9,524 4.1 51.2 12,488 SAMTALS 499.0 2.405.4 4,820 329.7 2.774.3 8,415 VERULEGUR samdráttur varð í sölu prjónavara á erlendum markaði á síðasta ári að því er kemur fram í yfirliti sem Útflutningsmiðstöð iðnaðarins hefur útbúið. Á s.l. ári voru seld um 330 tonn af prjónavöru að verðmæti um tæplega 2,8 milljarðar króna miðað við 499 tonn árið 1977 að verðmæti rúmlega 2,4 milljarðar króna. Munar þarna langmest um þann gífurlega samdrátt sem varð í sölu prjónavara til Sovétríkjanna eða úr 270 tonnum niður í 77 tonn eins og sést á meðfylgjandi töflu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.