Morgunblaðið - 02.03.1979, Síða 32
Tillitssemi
kostar
ekkert
FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979
Verzlið
sérverzlun med
lítasjónvörp og hljómtæki.
Skipholtí 19
BUÐIN sími
■— y 29800
Fiórir siómenn
f órust vid Eyjar
Tveir komust af er Ver
VE 200 fórst í gærkvöldi
FJÓRIR SJÓMENN fórust með mótorbátnum Ver VE 200 skammt
austur af Vestmannaeyjum á áttunda tímanum í gærkvöldi, en tveir
skipverjar komust af. Bakkavíkin ÁR 100, sem er gerð út frá Eyjum,
sigldi af tilviljun fram á gúmmíbjörgunarbát úr Ver stuttri stundu
eftir að slysið varð. Náði Bakkavíkin mönnunum tveimur og fann lík
ejns skipverjans á floti innan um brak úr bátnum. Milli 20 og 30
Eyjabátar fóru þegar á slysstaðinn og leituðu þeir í gærkvöldi og nótt.
Þeir sem komust af voru skipstjórinn, sem er heimamaður og
aðkomumaður í hópi skipverja. Bakkavíkin leitaði á slysstaðnum þar
til aðrir bátar komu á vettvang.
Ver VE 200, sem
íórst fyrir austan
Eyjar í gærkvöldi.
Ljósmynd Mbl.:
Sigurgeir.
Ver átti eftir um tvær mílur
ófarnar að Bjarnarey þegar bátur-
inn fékk á sig hnút sem lagði hann
á hliðina. Skipstjórinn reyndi
fyrst að keyra bátinn upp, en
þegar hann rétti sig ekki reyndu
skipverjar að komast í gúmmí-
björgunarbátana. Allir skipverjar
komust á þilfar, en flestir voru
fáklæddir, því slysið bar svo skjótt
að. Tókst skipverjum ekki að ná
nema öðrum gúmmíhjörgunar-
bátnum en bátarnir voru báðir
staðsettir á stýrishúsinu. Aðeins
tveir skipverjanna komust í
gúmmíbjörgunarbátinn, en ekki
hafði tekizt að senda út neyðarkall
áður en báturinn var yfirgefinn.
Að öllum líkindum hafa ekki liðið
margar mínútur þar til Bakkavík-
in kom á vettvang en þá þegar
voru skipverjarnir í björgunar-
bátnum orðnir þrekaðir af kulda.
Að sögn skipverja á Bakkavík
voru þeir á lensi á landleið að
ljúka við aðgerð þegar skip-
stjórinn, Þórður Markússon, sá
ljós framundan Bakkavíkinni, lítið
eitt á stjórnborða. Bað hann
skipverja að gæta að, því að hann
hélt að þarna væri trillubátur á
útleið, en þegar að var gætt sáu
þeir að ljósið var á þaki gúmmí-
björgunarbáts og var talsvert brak
stíufjala og annars á floti í kring
um bátinn. Var svo skammt liðið
frá því að gúmmíbjörgunarbátur-
inn blés upp að ennþá heyrðist í
honum blístur þar sem umfram-
loft blés út um ventií. Bakkavíkin
náði mönnunum strax úr
björgunarbátnun. og tilkynnti um
slysið. Héldu nokkrir tugir Eyja-
báta þá þegar úr höfn, sumir
hættu löndun og ræst var út á
aðra. Var síðan leitað allt frá
hafnarmynninu, Faxaskeri og
austur fyrir Bjarnarey og Elliðaey,
en eyjarnar eru við bæjardyr
Heimaeyjar. Austsuðaustan 7—8
vindstig voru á Stórhöfða þegar
slysið varð, en Ver var um 80 tonn
að stærð.
Skipbrotsmennirnir voru fluttir
í sjúkrahús Vestmannaeyja og var
líðan þeirra eftir atvikum góð.
Þrír úr hópi þeirra sem fórust
voru heimamenn og einn aðkomu-
maður, allt ungir fjölskyldumenn.
Tillaga allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins:
Þing verði rofið og
efnt til nýrra kosninga
ALLIR þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, undir forystu Geirs
Hallgrímssonar, formanns
flokksins, lögðu fram á Alþingi
í gær, þingsályktunartillögu
um þingrof og nýjar kosningar.
svo fljótt, sem við verði komið.
Tillagan er efnislega á þá leið,
að Alþingi skori á forsætisráð-
herra að leggja til við forseta
Íslands, að Alþingi verði rofið og
efnt til nýrra almennra þing-
kosninga, svo fljótt, sem við
verði komið.
I greinargerð fyrir þingsálykt-
unartillögu þessari benda þing-
menn Sjálfstæðisflokksins á eft-
irfarandi ástæður fyrir því að nú
verði að rjúfa þing og efna til
kosninga:
• Fyrirheit tveggja stjórnar-
flokka, sem sá þriðji tók undir
um „samningana í gildi“ hefur
ekki verið efnt.
• Samstaða hefur ekki tekizt
með stuðningsflokkum ríkis-
stjórnarinnar um stefnu í
efnahagsmálum.
• Af hálfu eins stjórnarflokks-
Ólafur kominn á band
Alþýðubandalagsins
ítarlegar tillögur, „nánast nýtt frum-
varp” lagt fram frá Alþýðubandálaginu
ÓLAFUR Jóhannesson forsætis-
ráðherra kynnti í gær hugmyndir
sínar að hreytingum á efnahags-
málafrumvarpi sínu við sam-
starfsflokkana sinn 1 hvoru lagi.
Gerir hann mjög veigamiklar
breytingar á frumvarpinu og er
nú kominn á band með Alþýðu-
bandalaginu, en í frumvarpinu,
þegar það var lagt fram, var
hann allur á bandi Alþýðuflokks-
ins um stefnuna í efnahags-
málum.
Breytingartillögur Ólafs eru 31
efnis- og orðalagsbreyting. Sam-
hliða þessum tillögum lagði Al-
þýðubandalagið fram í gær breyt-
ingartillögur, sem nánast eru al-
veg nýtt frumvarp í ekki færri
köflum en frumvarp Ólafs
Jóhannessonar. Að sögn alþýðu-
flokksmanna þurfa þeir að taka
sér góðan tíma til þess að brjóta
þessar tillögur, bæði frá Ólafi og
Alþýðubandalaginu, til mergjar.
Þá bætist og heill kafli við upphaf-
legt frumvarp Ólafs og verður að
kanna að hve miklu leyti tillögur
Alþýðubandalags hafa áhrif á
niðurstöðuna í málinu í heild og
hvað fyrir þeim vakir. Því er „hætt
við að liðið geti mjög verulegur
tími þar til málin skýrast."
Samkvæmt heimildum, sem
Morgunblaðið aflaði sér í gær-
kveldi hefur Ólafur breytt mjög
verulega viðkvæmasta kafla frum-
varpsins, sem fjallaði um verð-
bætur á laun. Hann hefur fellt út
öll ákvæði vísitöluskerðingar og
frestunar verðbóta í 9 mánuði.
Ekkert af skerðingarákvæðunum
stendur eftir, nema hann vill setja
vísitöluna í 100 stig hinn 1. febrúar
og ákvæði þjóðhagsvísitölunnar til
hækkunar eða lækkunar vegna
viðskiptakjara þjóðarinnar eru
enn inni í myndinni.
Þá hafa orðið talsverðar breyt-
ingar á ákvæðum frumvarpsins
um peninga- og fjárfestingamál,
þar sem dregið er mjög úr hörku
sumra ákvæðanna og öðrum er
breytt. Þá eru einnig gerðar
breytingar á fleiri atriðum frum-
varpsins.
Þá er það nýmæli komið inn í
frumvarpið að fjárfestingum verði1
stjórnað af sérstakri nefnd,
„kommisaranefnd" eins og einn
alþýðuflokksmanna orðaði það í
gærkveldi.
Samkvæmt heimildum, sem
Morgunblaðið hefur úr Alþýðu-
flokknum, þá kastar Ólafur
boltanum til verkalýðshreyfingar-
innar með breytingunum á verð-
bótaákvæðum frumvarpsins, hún
taki alla samningana í sínar
hendur án afskipta ríkisvaldsins.
Með þessu segir Ólafur að verka-
lýðshreyfingin verði ákveðið að
gera upp við sig innan sinna
vébanda, hvort ríkisstjórnin fái
vinnufrið eða ekki — samráð við
hana sé tilgangslaust.
ins hefur verið borin fram
tillaga um þjóðaratkvæði til
að leysa ágreining stjórnar-
flokkanna um efnahagsmál.
Slík tillaga er til marks um
uppgjöf.
• Verulegur hluti kjósenda nú-
verandi stjórnarflokka hefur
vafalaust ætlazt til annars en
nú er komið á daginn og þess
vegna er nauðsynlegt að kjós-
endum gefist kostur á að
kveða upp dóm að nýju.
Þingsályktunartillaga þing-
manna Sjálfstæðisflokksins er
birt í heild á miðopnu Morgun-
blaðsins í dag. Á bls. 3 er viðtal
við Geir Hallgrímsson um tillög-
una. Gert er ráð fyrir, að hún
komi til umræðu fljótlega eftir
helgi.
Bíll í
Rauðavatn
BÍLL fór niður um ís á Rauða-
vatni í gærkvöldi. Að sögn
Árbæjarlögreglunnar var öku-
maður á leið í skíðaferð er hann
hugðist athuga ísinn á vatninu.
Var hann orðinn nokkuð veikur
við landið og fór hann því
niður. Ekki urðu slys á fólki og
taldi lögreglan að skemmdir á
bílnum hefðu ekki verið mjög
miklar, en verið var að draga
hann upp um kl. 23.