Morgunblaðið - 17.03.1979, Side 2

Morgunblaðið - 17.03.1979, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 Flugmenn: Dregur til tíðinda ef fresturinn verð- ur ekki vel notaður EKKI hefur verið unnið að und- anförnu að lausn flugmannaverk- fallsins að því er Ragnar Arnalds tjáði Mbi. í gær. Kvað hann flugmenn hafa rætt við sig sl. miðvikudag og þar verið farið fram á frestun aðgerða og hún samþykkt af hálfu Félags ísl. Leitað að veðurdufli VEÐURDUFL sem stað- sett hefur verið suðvestur af landinu eða á 62. gráðu norður og 29. gráðu vestur slitnaði upp fyrir nokkru og var skip Landhelgis- gæzlunnar í gær að huga að duflinu. Höfðu Land- helgisgæzlumenn séð dufl- ið í könnunarflugi á fimmtudag og átti í gær að freista þess að ná því frá skipi. Það hafði hins vegar ekki tekist síðla í gær. Ekki er talið að skipum stafi veruleg hætta af því en hins vegar er hér um nokkurt tjón að ræða, ef það finnst ekki. atvinnuflugmanna, eins og fram hefur komið. Kvað Ragnar sátta- nefndarmenn hafa verið fjarver- andi, en málið yrði tekið til skoðunar strax upp úr helgi. Ámundi H. Ólafsson kvað ekkert að frétta af stöðunni af hálfu flugmanna, beðið væri þess hvert yrði næsta skref stjórnvalda. Kvað hann hins vegar geta dregið til tíðinda að loknum tveggja vikna frestinum yrði hann ekki notaður vel af hálfu stjórnvalda. Aðalfundur Verzlunarbanka AÐALFUNDUR Vcrzlunarbanka íslands verður haldinn í dag á Hótel Sögu og hefst kl. 14. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verða að sögn Höskulds Ólafssonar bankastjóra bornar upp tillögur til breytinga á sam- þykktum bankans með hliðsjón af nýjum hlutafélagalögum er taka eiga gildi um næstu áramót. Þá verður borin upp tillaga bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa að upphæð 100 milljónir króna, en útgáfa jöfnunarhlutabréfa fyrir sömu upphæð var einnig samþykkt á síðasta aðalfundi bankans. Jón teflir í Gladsaxe JÓN L. Árnason, Fide-meistari, er farinn utan til Danmerkur til þátttöku í 10 manna alþjóð- legu skákmóti í Gladsaxe, sem hefst föstudaginn 16. mars og 0 INNLENT lýkur 25. mars. Mótið er rétt- indamót að alþjóðlegum titli. í mótinu taka fjórir alþjóðleg- ir meistarar, þeir: Wedmark (2425) Elo-stig, Schneider (2420), Niklasson (2385) og Kaiszauri (2405) allir frá Svíþjóð. Aðrir keppendur auk Jóns (2410) eru Danirnir Jens Kristiansen (2365), Jens Ove Fries Nielsen (2350), Carsen Hoi (2355), E. Mortensen (2365) og Gladsaxe-meistarinn Flemming Fuglsang. Dagfari í Hafnarfjarðarhöfn. Viðgerð á Dagfara lauk á réttum tíma VIÐGERÐ á Dagfara er skemmdist af eldi úti fyrir Vestfjörðum sl. haust lauk nýlega hjá Stálvík í Garðabæ og var skipinu reynslusiglt hinn 14. marz sl. Að sögn Jóns Sveinssonar forstjóra Stálvíkur lauk viðgerð á tilsettum tíma svo og reynslusiglingu og kvað Jón eigendur og Stálvíkurmenn sammála um, að viðgerð hefði raunar lokið þremur og hálfum degi fyrir tilsettan tíma. — Skipið fór mjög illa og var gerðartíminn frá 10—28 vikur, yfirbyggingin algjörlega skorin frá og fór í brotajárn til Sindra, sagði Jón, og síðan var unnið að endurbyggingu, en samið var um verkið hinn 13. desember sl. eftir að ákveðið hafði verið að taka tilboði okkar sem opnað var 24. nóvember sl. Tilboð okkar hljóðaði upp á rúmar 197 milljónir króna og 12 vikna vinnu en tilboðið hækkaði um 5% vegna verðlagshækkana þennan tíma. Tvö innlend tilboð bárust og sjö erlend og voru erlendu tilboðin frá 17 og upp í 55% hærri en okkar, og við- þ.e. frá því skipið væri komið á viðgerðarstað. Jón Sveinsson sagði, að sam- vinna hefði verið við nokkur fyrirtæki um ýmsa þætti verks- ins og hefði hún verið með ágætum, en meðal þeirra er komu við sögu voru Nökkvi, Rafboði og Bátalón. Jón sagði að lokum að tvímælalaus sparnað- ur væri að því að verkið var unnið innanlands, því auk þess sem allt að 100 milljón króna munur væri á tilboðunum hefði sparast umtalsverður gjaldeyr- ir. Þrjár umsóknir um starf bæjar- stjóra í Garðabæ ÚTRUNNINN er umsóknarfrest ur um stöðu bæjarstjóra í Garða- bæ, en Garðar Sigurgeirsson nú- verandi bæjarstjóri mun láta af starfi sínu í sumar. Jón Sveinsson forseti bæjar- stjórnarinnar upplýsti í samtali við Mbl. að borizt hefðu 3 umsókn- ir: Geir Þórólfsson verkfræðingur, Jón Gauti Jónsson viðskiptafræð- ingur og Vilhjálmur Bjarnason hagfræðingur. Jón kvað umsóknir þessar hafa verið lagðar fram á síðasta fundi bæjarstjórnarinnar og þær yrðu væntanlega ræddar á næsta fundi hennar á fimmtudag- inn kemur. Bíða niður- staðna efna- hagsumræðna TRYGGINGAEFTIRLITIÐ vinn- ur um þessar mundir að því að yfirfara beiðni tryggingafélag- anna um 79% hækkun iðgjalda ábyrgðartrygginga bíla. Erlendur Lárusson forstöðu- maður tryggingaeftirlitsins kvaðst í samtali við Mbl. ekki hafa lokið því verki enn, og yrði hann að bíða niðurstaðna efnahagsfrumvarps- ins er lagt hefði verið fram á Alþingi og spá þjóðhagsstofnunar um verðbólgu á árinu. Meðan það lægi ekki ljósar fyrir en nú væri gæti hann ekki gefið endanlega umsögn um útreikninga þá sem að baki hækkunarbeiðninni lægju. Bankastarfsmenn fá stórum betri kjör en viðskiptavinir Fá 19% vexti á ávísanareikning á meðan viðskiptavinir fá 3% STARFSFÓLK bankanna fær stórum betri kjör á sparisjóðsávísanareikningum en hinn almenni viðskiptavinur banka eða 19% vexti á sama tíma og hinn almenni viðskiptavinur fær aðeins 3% vexti. Þá fá og starfsmenn bankanna dagvexti, en vextir hins almenna viðskiptamanns eru reiknaðir á 10 daga fresti af lægstu innstæðu. Komi það fyrir, að starfsmaður banka gefi út innstæðulausa ávís- Matthías Á. Mathiesen: Forsætisráðherra sem leggur persónulega fram frumvarp hefur gefist upp við að stjórna — ÞEGAR forsætisráðherra tekst ekki að ná sam- stöðu innan ríkisstjórnar sinnar í svo veigamiklum málaflokki sem efnahagsmálin eru, ber honum og ríkisstjórn hans að víkja, sagði Matthias A. Mathie- sen alþingismaður í samtali við Mbl. aðspurður um álit sitt á efnahagsmálafrumvarpi Ólafs Jóhannes- sonar forsætisráðherra. — Forsætisráðherra sem leggur persónulega fram frum- varp um stjórn efnahagsmála og fleira hefur gefizt upp við að stjórna. Með þessum vinnu- brögðum freistar hann þess að halda völdum án þess að eiga vissan stuðning Alþingis við stefnu sína sem stríðir gegn þeirri frumskyldu ríkisstjórnar að hafa forystu um lausn vanda- mála sem brýnust eru í þjóð- félaginu á hverjum tíma. — Vinnubrögð ríkisstjórnar- innar og stjórnarflokkanna hafa frá upphafi verið með þeim hætti að við þessu var alltaf að búast. Það er hins vegar mikill ábyrgðarhluti af' forsætisráð- herra að vilja ekki viðurkena getuleysi sitt og ríkisstjórnar sinnar og segja af sér í stað þess að lengja líf þessarar vonlausu vinstri stjórnar. — Það segir sig sjálft að við slíkar aðstæður aukast vanda- málin dag frá degi og verða illleysanlegri þegar ríkisstjórn- in loksins fer frá völdum. un er tékkinn bókaður og fer hann um leið í innheimtu. Eru reiknaðir skuidavextir á ávísunina og fær starfsmaðurinn nokkra daga til þess að kippa þessu í lag. Er starfsmanninum þá ekki gert að greiða refsivexti eins og viðskipta- manninum. „Við viljum ekki að starfsmaðurinn sé með einhverja slæma tékka úti í bæ,“ sagði einn yfirmaður banka, sem Mbl. ræddi við en bannaði blaðinu að láta Bráðlega rætt um launaliðinn FUNDUR var í gær með samn- ingamönnum Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur og vinnuveit- enda og að sögn Magnúsar L. Sveinssonar framkvæmdastjóra V.R. hefur annar fundur verið boðaður á mánudag. Magnús sagði, að umræður sner- ust einkum um málefni þriggja starfshópa innan félagsins og þegar viðræðum um röðun í launa- flokka lyki sem hann kvaðst halda að yrði bráðlega yrði tekið til við viðræður um launaliðinn, sem hefur hingað til ekki verið fjallað hafa nokkuð eftir sér. „Þeir borga skuldavexti eins og aðrir, en ekki sektarvexti." Hann kvað þetta gert í öllum bönkum. Þá ræddi Morgunblaðið við einn yfirmanna Alþýðubankans og spurðist fyrir um þetta. Hann kvað Alþýðubankann hafa veitt starfsmönnum sínum nákvæmlega sömu kjör og viðskiptavinum og hefði gætt óánægju með þetta meðal starfsfólksins, sem borið hefði sig saman við starfsfólk annarra banka. Vegna þessa hefur Alþýðubankinn ritað samstarfs- nefnd bankanna bréf til þess að fá heimild til þess að bankinn veitti starfsfólki sínu sömu kjör og starfsmenn annarra banka fá. Svar við því bréfi hefur enn ekki borizt. 80 þúsundum stolið TÆPLEGA'80 þúsund krónum var stolið frá Stálhúsgagnagerðinni í Skeifunni 8 í fyrrinótt. Málið er í rannsókn. Ókeypis aðgang- ur að Regnboganum REGNBOGINN, eitt kvikmynda- húsanna í Reykjavík, býður upp á ókeypis aðgang að einni kvikmynd er sýnd hefur verið að undanförnu, Convoy. Jón Ragnarsson forstjóri Regnbogans sagði að myndin hefði gengið svo vel, að ákveðið hefði verið að bjóða upp á ókeypis aðgang næstu viku, frá mánudegi til föstudags, að báðum dögunum meðtöldum. Kvað Jón vera búið að sýna myndina í 450 skipti eða í um 17 vikur. Hún verður sýnd næstu viku alla virka daga kl. 15:05, 17:05,19:05 og 21:10.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.