Morgunblaðið - 17.03.1979, Síða 3

Morgunblaðið - 17.03.1979, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 3 Fiskur á snúru Loðnuveiði með tilheyrandi frystingu og bræðslu hefur staðið yfir að undanförnu en er senn lokið. Myndirnar hér á síðunni tók Sigurgeir Jónasson ljósmyndari Mbl. í Vestmannaeyjum. Þær eru teknar um borð í flutn- ingaskipi sem flytja á frysta loðnu til Japans og má sjá hvar einn Japaninn er að hengja fisk á snúru. Allar frístundir eru notað- ar til að birgja sig upp, síðan er loðnan þrædd á bandið og hengd til þerris og sögð góð til átu eftir að hafa hangið í tveggja daga þurrki. Lítur skipið út eins og jólatré svona alsett loðnu, að sögn Sigurgeirs, og voru Eyjapeyarnir mættir til að fylgjast með aðförum Japanans. Formenn félaga í Alþýðusambandi Austurlands: Lýsa sig fúsa til að taka á sig nokkra kaupmáttarskerðingu FORMANNARÁÐSTEFNA Alþýðusambands Austurlands var haldin á Eskifirði í gær og samþykkti hún ályktun, þar sem formennirnir lýsa sig íúsa til þess að taka á sig nokkra kaupmáttarskerðingu. Leggja þeir til að ekki skuli skerða laun undir 210 þúsund krónum nema um helming þess, sem laun yrðu almennt skert. Falli ríkisstjórnin segja formennirnir að um yrði að ræða „gróf svik við fslenzka verkalýðshreyfingu14. Fundurinn skorar á fram- kvæmdastjórn Verkamannasam- bands íslands að beita áhrifum sínum til lausnar deilu þessari. Jafnframt verði kallaður saman formannafundur Verkamanna- sambandsins nú þegar.“ Loðnuveiðum lýkur á hádegi sunnudags LOÐNUVEIÐIN var fremur treg að sögn talsmanna hjá loðnu- nefnd, en um kl. 21 höfðu 12 bátar tilkynnt afla, um 4.000 tonn. Hafði hann fengist á Faxa- flóasvæðinu og var landað í næstu verstöðvum. Skipin eru þessi: Keflvíkingur 230, Harpa 240, Þórshamar 250, Heimaey 90, Þórð- ur Jónasson 450, Faxi 300, Huginn 600, Steinunn 140, Gunnar Jónsson 300, Húnaröst 600, Skírnir 430, Freyja 370. Loðnuveiðinni á að ljúka á hádegi á sunnudag og er talið vafasamt að þau skip sem landað hafa í gærkvöldi og nótt geti haldið út aftur. Búið er að frysta um 4 þúsund tonn á vegum Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og vantar 250 tonn til að ná gerðum samningum. Af þessum 4000 tonn- um eru um 1.500 tonn hrogn. Stöðug loðnulöndun Siglufirði, 16.3. — Stöðug loðnulöndun hefur verið hér í gær og í dag og er frysting einnig í fullum gangi hjá frystihúsi Þormóðs ramma hf. Bátarnir sem lönduðu hér í nótt og í morgun voru Pétur Jónsson, Bjarni Ólafsson, Gísli Arni, Víkingur og Örn, en Víkingur hefur landað hér tvisvar á 3 dögum. Netabátar hafa verið með sæmilega góðan afla að undanförnu. Fleiri loðnubátar munu vera á leiðinni. — Fréttaritari. Söfnunin til sundlaugar Sjálfsbjargar framlengd ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram- lengja söfnun þá sem verið hefur í gangi í vikunni til sundlaugar- byggingar Sjálfsbjargar. Lions- hreyfingin á íslandi og Hjálpar- stofnun kirkjunnar hafa for- göngu um söfnunina og að sögn Guðmundar Einarssonar fram- kvæmdastjóra Hjálparstofnunar- innar var afráðið að framlengja söfnunina að minnsta kosti um viku. Söfnunarfé nemur nú 12—14 milljónum og hafa Lionsmenn safnað af því um 7,5 milljónum en annað borist með framlögum og á gíróreikningi söfnunarinnar nr. 20005. Kvað Guðmundur áætlað með þessu að gera Sjálfsbjörgu kleift að ljúka verkinu, en til að fullgera laugina er talið að þurfi 30—40 milljónir króna. Fréttamenn iafnan reiðubúnir að gef a upp heimildir - segir fréttastjóri útvarps í UMRÆÐUM á Alþingi sl. fimmtudag var m.a. fjallað nokkuð um fréttaflutning ríkisfjölmiðla og óskaði Ólafur Ragnar Grímsson eftir því að upp yrði gefinn heimildarmaður fréttar útvarpsins varðandi efnahagsfrumvarp og stuðning rikisstjórnarinnar við það. Mbl. sneri sér til Margrétar Indriðadóttur fréttastjóra útvarps og spurði hvort myndi orðið við ósk þingmannsins, en Margrét kvaðst ekki hafa skoðað afrit af umræðunum á þingi og ætti því eftir að ákveða það. — Reglur um heimildarmenn frétta útvarpsins eru skýrar og í 3. grein þeirra er kveðið svo á að fréttamenn skuli jafnan vera reiðubúnir að gefa upp hver sé heimild frétta þeirra, sagði Mar- grét Indriðadóttir. Margrét sagði það koma örsjald- an fyrir að heimildir væru ekki gefnar upp þegar þess væri óskað og fréttamenn tækju heimildar- skyldu sína mjög alvarlega. Þá benti Margrét á að sérstakur reitur væri á handritablöðum þar sem geta skyldi heimildar og þegar frétt hefði verið lesin í útvarpi bæri að líta á hana sem opinbert plagg og gæti þá hver sem þess óskaði fengið að rannsaka heim- ildir. Ályktun fundarins er svohljóð- andi: „Fundurinn skorar á núverandi ríkisstjórnarflokka að leysa þann ágreining, sem nú er kominn upp varðandi efnahagsmálin. Fundur- inn minnir á að ríkisstjórnin var mynduð vegna samstöðu launþega á síðastliðnu sumri og telur að stjórnarslit nú væru gróf svik við íslenzka verkalýðshreyfingu. Fundurinn telur að framkomið frumvarp forsætisráðherra um efnahagsmál feli í sér markmið varðandi verðhjöðnun, sem hann lýsir sig fylgjandi, en telur ýmsa ágalla á frumvarpinu, sem færa þurfi til betri vegar. Fundurinn lýsir sig fúsan til þess að taka á sig nokkra kaup- máttarskerðingu til að ná þeim efnahagslegu markmiðum, sem frumvarpið sneiðir að, en telur ekki óeðlilegt að komið verði til móts við tekjulægstu hópa þjóð- félagsins, t.d. þannig, að ekki skuli skerða laun undir 210 þúsund krónum á mánuði nema um helm- ing þess, sem laun yrðu almennt skert. Fundurinn bendir á þann stór- kostlega aðstöðumun, sem laun- þegar búa við varðandi nýtilkomn- ar olíuverðshækkanir og leggur þunga áherzlu á að stefnt verði að jöfnun kyndingarkostnaðar í land- inu, þannig að í raun verði hægt að tala um sömu kjör um allt land. Fundurinn minnir á að enn er óafgreiddur hluti þeirra félagslegu umbóta, sem gert var samkomulag um í desember síðastliðnum og leggur þunga áherzlu á að þau mál verði afgreidd strax. Fundurinn lýsir því sem sinni skoðun, að slitni upp úr þessu stjórnmálasamstarfi, falli þessi mál dauð að miklu leyti. Fundurinn telur það eðlilegt, að gerðir verði samningar á milli ríkisstjórnar og verkalýðshreyf- ingarinnar, þar sem kveðið er á um að kaupmáttarskerðingunni verði skilað aftur. Á leió í skóla gœtið að Bílamarkaður Daihatsuumboðsins Vegna mikillar sölu „ japanska verðlauna- bílnum Daihatsu Charade höfum viö á boðstólum nokkurt úrval af velmeöförn- um notuöum bifreiö- um, sem viö sýnum og seljum aö Ármúla 23 í dag laugardag kl. 10—18. Austin Mini 1000 árg. 1977 ek. 12.000 km Verð 2.2 millj. kr. Austin Mini sp árg. 1978 ek. 13.000 km Verð 2.3 millj. kr. Toyota mk II árg. 1973 ek. 100.000 km Verð 2.2 millj. kr. Toyota mk II árg. 1973 ek. 120.000 km Verð 2.2 millj. kr. Toyota Corolla árg. 1972 2ja dyra Verð 1.0 millj. kr. Toyota Carina árg. 1974 ek. 76.000 km Verð 2.2 millj. kr. Daihatsu Charmant árg. 1978 ek. 8.000 km Verð 3.3 millj. kr. Daihatsu Station árg. 1977 lítið ekinn Verð 3.2 millj. kr. Cortina Station árg. 1974 ek. 55.000 km útvarp, vetrardekk Fiat 127 árg. 1974 ek. 75.000 km Verð 800.000 kr. Daihatsuumboöiö, Armúla 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.