Morgunblaðið - 17.03.1979, Síða 5

Morgunblaðið - 17.03.1979, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 5 Lanzky-Ottó feðgar á lónleikum Kammersveitar Á árunum eftir síðari heims- styrjöldina, þegar tónlistarlíf landsmanna var að vakna til lífsins fyrir alvöru, settist að hér á landi danskur hornleikari og píanóleikari, Wilhelm Lanzky-Otto, og hafði mikil og góð áhrif á þróun tónlistarmála þau fimm ár, sem við fengum að njóta starfskrafta hans. Hann fluttist til Svíþjóðar árið 1951 og hefur búið og starfað þar síðan. Wiihelm er nú staddur hér á landi ásamt konu sinni og syni, Ib, og munu þeir feðgar koma fram á tónleikum Kammersveit- ar Reykjavíkur næstkomandi sunnudag. Með þeim er sænski hljómsveitarstjórinn Sven Verde, Sem mun stjórna Kamm- ersveitinni í flutningi verkanna Divertimento elegiaco eftir sænska tónskáldið Ture Rang- ström og WIBLO eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem Þorkell samdi fyrir og tileinkaði feðgun- um. Þriðja verkið á tónleikunum verður Tríó Op. 40 eftir Johann- es Brahms fyrir horn, fiðlu og píanó og mun Rut Ingólfsdóttir leika í því verki með feðgunum. Barnavika félagsins í VORVAKA Norræna félagsins í Kópavogi er að þessu sinni helg- uð börnum í tilefni alþjóðabarna- ársins. Vakan verður í Þinghól að Hamraborg 11, á morgun, sunnu- daginn 18. mars kl. 20.30. Á vökunni mun kór Menntaskól- ans í Hamrahlíð syngja undir stjórn Ragnars Jónssonar. Frú Nita Pálsson formaður Dansk Kvindeklub ræðir um viðhorf danskrar móður til uppeldis barna á Islandi. Börn úr öllum skólum bæjarins munu einnig vera með skemmtiatriði og munu 10 ára börn úr Digranesskóla syngja og leika á hljóðfæri, fjórar stúlkur úr Norræna Kópavogi Kársnesskóla sýna dans, börn úr Snælandsskóla lesa upp og herma eftir og börn úr Kópavogsskóla dansa. Loks verða kynntar ferðir Norræna félagsins á sumri kom- anda. INNLENT Þýzkur gesta- leikurílðnó Wolfgang Haller leikur kafia úr verki Max Frisch ÞYSKUR gestaleikur verður hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó í dag 17. mars kl. 16.30. Wolfgang Haller verður sam- eiginlegur gestur Leikfélagsins og félags þýskuvina Germaníu og leikur hann kafla úr kunnu verki svissneska leikskáldsins Max Frisch „Ich bin nicht Stiller“. Höfundurinn Max Frisch er þekktur hér á landi fyrir tvö verk sín, „Biederman og brennu- vargana" sem á sínum tíma var sýnt í leikhúsi Grímu og því næst víðs vegar um land á vegum áhugamannaleikhópa og einnig leikritið Andorra sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu árið 1963. Leikflokkur Menntaskól- ans í Hamrahlíð hefur einmitt nýverið sýnt það verk. „Ich bin nicht Stiller" er eitt þekktasta verk Max Frisch í þýskumælandi löndum. Stiller sem ekki sættir sig við líf sitt grípur til þess ráðs að hverfa ósáttur við þjóðfélagið og reglur þess. Hann er tekinn fastur á ferðalagi með falsað vegabréf. Sagan snýst um yfirheyrslur og viðbrögð hans sjálfs og þeirra sem telja sig hafa þekkt í fortíð Stiller manninn sem hvarf. Wolfgang Haller Listamaðurinn Wolfgang Haller er kunnur leikari og hefur kynnt þýskar bókmenntir um allan heim á leikferðalögum. Hann kom hingað til Islands fyrir tveimur árum og fór þá með einleik á sviðinu í Iðnó um söguna af Felix Krull eftir Tomas Mann. Wolfgang staldrar við á Is- landi í langri leikför til Suð- ur-Ameríku þar sem hann hefur verið falaður til að koma fram í 15 borgum. srBaskrifstofan fSl DAGUR ÍTALÍU ísamvinnu viö ítölsk feröamálayfirvöld gengst ÚTSÝN fyrir ítalíukynningu í Súlnasal Hótel Sögu, sunnudag 18. marz. FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Kl. 13.30 Húsiö opnað. Ókeypis happdrættismiðar afhentir öllum gestum, vinningar ítölsk leikföng og ítalíu- ferð. Kl. 14.00 Síödegisskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Léttar veitingar á boöstólum. Öll börn fá ÚTSÝNAR-merki. ★ Kvikmyndasýning ★ Danssýning: íslandsmeistarar unglinga í diskó-dansi 1979 sýna nýjustu dansana. ★ Glæsilegt leikfanga- og ferðabingó: Vinningur ítölsk leikföng og Ítalíuferö Ath. — Forðist þrengsli og óþægindi — borðapantanir í síma 25017 kl. 16—18 á föstudag. KVÖLDDAGSKRA: Kl. 19.00 Húsiö opnaö. Hressandi drykkir og lystaukar. Kl. 19.30 Veizlan hefst stundvíslega meö ítölskum kvöldveröi: Jambon de parme alla Trentina .. . m . Verö aöeins kr. 3.500.- P ★ Tízkusýning: MODEL ’79“ sýna ítalskan tízkufatnað frá MOONS og herraföt frá „SAUTJÁN" ★ Skemmtiatriði: Söngvararnir Hjálmtýr Hjálmtýsson og Soffía Guömundsdóttir syngja íslenzk og ítölsk lög. ★ Myndasýning og ferðakynning: Forstjóri Útsýnar sýnir myndir frá Ítalíu og kynnir glæsilega nýútkomna feröaáætlun Útsýnar 1979 með ótrúlegum ferðatilboðum á eftirsóttustu sumarleyfisstaðina. ★ Danssýning: Sigurvegarar i 3ju umferö hóp- og para-danskeppni Útsýnar og Klúbbsins sýna diskó-dansa. ' Hinn óviöjafnanlegi bráðfyndni Ómar Ragnarsson með nýja skemmtiskrá. ★ Bingó: Spilaö veröur um 3 glæsilegar Útsýnarferöir. ★ Fegurðarsamkeppni: Ljósmyndafyrirsætur Útsýnar. Stúlkur úr hópi gesta. 10 Útsýnarferðir í vinning. Forkeppni. DANS TIL KL. 01.30. Hin bráðskemmtilega hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og Þuríöur Siguröardóttir leika og syngja fjölbreytta tónlist viö allra hæfi. MISSIÐ EKKI AF STÓRKOSTLEGRI SKEMMTUN OG MÖGULEIKUM Á ÓKEYPIS ÚTSÝNARFERÐ. Ath. Allir gestir fá ókeypis happdrættismiöa. Vinningur dregið kl. 20.00 og 23.00 Útsýnarferð til Italíu. Allir velkomnir, engirin aögangseyrir aðeins rúllu- _ ^ iD Z? J ( F«rðasi(rH«toýan gja|d- VlJTSVl Tryggiö ykkur borö tímanlega hjá yfirþjóni í síma ^ 20221 frá kl. 15.00 í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.