Morgunblaðið - 17.03.1979, Page 13

Morgunblaðið - 17.03.1979, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 13 gildi í öllum kjördæmum landsins, en það sýnir aftur á móti bezt þá agnúa, sem eru á samstarfi Miðflokksins og Frjálslynda þjóð- arflokksins. Samstaða sósíaldemokrata Það virðist því einungis vera flokkur sósíaldemokrata, sem býð- ur fram heill og óskiptur í þessum kosningum. Staða hans virðist því vera allsterk. Jafnvel stjórnarand- stöðuflokkurinn, Sameiningar- flokkurinn, getur ekki státað af slíkri innri samheldni. í tiu ár hefur þessi flokkur nú verið í stjórnarandstöðu, og hinir yngri þingmenn flokksins taka að gerast óþolinmóðir; þeir hefðu ekkert á móti því að komast loks með í stjórn. Það er yfirleitt reiknað með því, að Sameiningarflokkur- inn, sem er eindreginn hægriflokk- ur, vinni töluvert á í þessum kosningum. Sigurlíkur borgara- flokkanna Þeir sem vel þekkja til finnskra stjórnmála spá því jafnvel, að hinn hægrisinnaði Sameiningarflokkur vinni svo mjög á i kosningunum, að hann verði stærri en Miðflokk- urinn og þar með næststærsti flokkurinn á þingi, næstur á eftir Sósíaldemokrötunum. Það er því mörgum, sem finnst, að nú sé brátt tími til kominn fyrir Sam- einingarflokkinn að taka að sér stjórnarforystuna, ef svo fer sem horfir um mikinn kosningasigur flokksins. Forsvarsmenn vinstri flokkanna hafa látið hafa það eftir sér, að þeir búizt síður við því, að umtals- verðar breytingar verði gerðar á ríkisstjórn Finnlands, ef kosning- arnar leiða í ljós, að einustu verulegu breytingarnar á fylgi kjósenda verði tilfærsla á fylgi borgaraflokkanna. Stóri bróðir fylgist með Sameiningarflokkurinn eða hægrimenn hafa auk þess lagt áherzlu á, að samsetning ríkis- stjórnar Sorsas endurspegli á eng- an hátt vilja finnskra kjósenda og sé alröng, þar sem hægri flokkarn- ir séu útilokaðir frá stjórnar^am- starfinu. Þessi fullyrðing getur þó ekki talizt alls kostar rétt, þar sem ríkisstjórn Sorsas hefur þó fylgi meirihluta þingmanna i Riksdag- en, sem nemur tveim þriðju. Nokkur vafi ríkir einnig um það, hversu heilshugar Sameiningar- flokkurinn styður utanríkisstefnu Kekkonens Finnlandsforseta. Sumir þingmenn flokksins álíta, að Finnland fylgi alltof auðsveipri stefnu í samskiptum sínum við nágrannann í austri. Það er staðreynd, að bæði aust- ur í Moskvu og eins í sovézka sendiráðinu í Helsingfors er fylgzt af töluverðum óróa með þeim mikla meðbyr, sem hinn hægri- sinnaði Sameiningarflokkur er tal- inn njóta um þessar mundir. Og það er heldur ekki þagað yfir þeim kvíða af hálfu Sovétmanna. En mitt í þessum sovézka óróleika er það þó eitt, sem hefur vakið athygli, og það er sú staðreynd, að gagnrýni Sovétmanna á finnskum hægrisinnum og þá sérstaklega á Sameiningarflokkinum beinist fyrst og fremst að hinum eldri, gallhörðu hægrimönnum innan flokksins, en hinir yngri, óþolin- móðu menn innan flokksins fá mun mildari dóma enda álitnir hófsamari í sínum hægri skoðun- um. Þetta hefur hinum yngri framámönnum innan Sameining- arflokksins byr undir báða vængi. Hitt er svo staðreynd, að styrk- leikahlutföllin milli vinstri- og hægrimanna i finnskum stjórn- málum þurfa að breytast verulega hægrimönnum í vil, áður en Sam- einingarflokkurinn fær inngöngu í stjórnarráð Finnlands. Kristniboðsvika í Reykjavík: 25 ár frá upphafi starfsins í Konsó SEX kristniboðar verða í hópi ræðumanna á kristniboðsviku Sambands íslenzkra kristniboðs- félaga sem hefst n.k. sunnudag 18. marz. Verða samkomur hvert kvöld vikunnar í húsi KFUM og K Amtmannsstíg 2b í Reykjavík og hefjast þær kl. 20:30 og verður sú síðasta sunnudaginn 25. marz. Meðal kristniboðanna eru Ingunn Gísladóttir og Astrid Hannesson, sem báðar eru ný- komnar úr kynnisferðum til kristniboðslanda, Ingunn frá Konsó í Eþíópíu þar sem hún starfaði í mörg ár og Astrid frá Hong Kong, en þar og á megin- landi Kína var hún kristniboði um árabil ásamt manni sínum Jóhanni Hannessyni síðar prófessor. Munu þær báðar segja nýlegar fréttir af kristniboðsstarfi á þessum stöðum. Auk þeirra eru margir fleiri ræðumenn, sýndar verða myndir eitt kvöld, einsöngur, tvísöngur og kórsöngur og á samkomunum verður veit viðtaka gjöfum til kristniboðsins. A þessu ári eru liðin 25 ár frá því kristniboðsstarf hófst í Konsó á vegum Islendinga én nú hafa þarlendir menn stjórn starfsins með höndum. Unnið er að kristi- legri fræðslu og prédikun, skóla- haldi og hjúkrun, og geta má þess að nú vinnur norskur búfræðingur að kennslu í bættum atvinnu- háttum landsmanna. Tvenn íslenzk hjón eru í Eþíópíu um þessar mundir við kristniboðs- störf, Jóhannes Ólafsson og Jónas Þórisson og fjölskyldur þeirra. Þrátt fyrir ókyrrðina í landinu og mikinn áróður gegn guðstrú hafa kristniboðar yfirleitt frjálsar hendur til starfa og verður víða vart við mikla löngun hjá lands- búum til að hlusta á boðskap kristindómsins, segir í frétt frá S.I.K. svo og að sumir kaupi sér tvær Biblíur, grafi aðra í jörð ef hin skyldi af þeim tekin. Skúli Svavarsson kristniboði fór ásamt fjölskyldu sinni til starfa í Kenýa á sl. ári á vegum S.Í.K. og er hann nú að reisa kristniboðs- stöð í vesturhluta landins. Á fyrstu samkomu kristniboðs- vikunnar annað kvöld tala Guðmundur Guðmundsson guðfræðinemi, Ingunn Gísladóttir og Helgi Hróbjartsson kristniboði og einnig er á dagskrá tvísöngur. Mikil aðsókn að Stjómmálaskólannm Nemendur Stjórnmálaskólans í kennslustund í félagsstörfum hjá Pétri Sveinbjarnarsyni. Ljósm. Mbl. Rax. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðis- flokksins er starfandi núna. en hann var settur á mánudaginn. Að þessu sinni fer kcnnsla fram á Mognúfr Jóhannsson (rá Haluarnesi Blómið í brjósli mór kvöldin og um helgar, en það er nýbreytni því áður hefur skólinn verið heiisdags skóli sem staðið hefur í eina viku samfleytt. Mjög margir sóttu um inngöngu í skólann að þessu sinni og var ekki unnt að verða við öllum umsóknum, að því er Sveinn Skúlason framkvæmdastjóri Full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna tjáði Morgunblaðinu. Sagði hann, að greinilega hefði verið þörf á skólahaldi með þessu sniði og hefði þegar verið ákveðið að hafa skólahald með þessum hætti næsta vetur, auk þess sem heils- dags skóli verður þá starfræktur eins og undanfarin ár. Kennsla fer fram í Sjálfstæðishúsinu Valhöll við Háaleitisbraut. Meðal námsgreina á skólanum eru almenn félagsstörf og kennsla í ræðumennsku og fundarsköpum, fluttir eru fjölmargir fyrirlestrar um stjórnmálaleg efni, fjölmiðlar eru heimsóttir og margt fleira. Formaður skólanefndar Stjórn- málaskóla Sjálfstæðisflokksins er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Ný ljóðabók „Blómið í brjósti mér“ nefnist nýútkomin ljóðabók eftir Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. í bókinni er að finna fimmtíu ljóð Magnúsar, en setningu og prent- un annaðist Bókamiðstöðin. Káputeikning er eftir ólaf Sigurðsson frá Vatnsdal. Áður hafa komið út eftir Magn- ús þessar bækur: Vegamót (smá- sögur) 1955, Heimur í fingurbjörg (skáldsaga) 1966, Svikinn draumur (skáldsaga) 1970, Silungurinn í lindinni (ijóð) 1978 og nú ljóðabók- in Blómið í brjósti mér. «i epolhi Síöumúla 20, sími 36677, hefur tekiö aö sér smásöludreifingu á HEWI vörum frá fyrirtækinu Heinrich Wilke GmbH., og eru viöskiptavinir okkar vinsamlegast beönir um aö snúa sér þangaö. iittsill I • beggia HEWI í eldhúsið, baðherbergíö, stofuna. HEWI-vörur eru sérhannaöar fyrir nútímaheimili HEWI höldur, húnar, snagar, krókar o.fl. Margar gerðir, tíu litir. Eggert Kristjánsson & Co. hf., Sundagörðum 4 — Slmi 85300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.