Morgunblaðið - 17.03.1979, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979
17
- BORGARSTJÓRN
Biiqir Bjðrgvin
Kriatján EHn
tíska líf undir kjósendum á Austur-
landi. Allar þessar markvissu að-
gerðir væru aðvörun til Reykvíkinga.
Elín Pálmadóttir vakti athygli á, að
Reykvíkingar greiddu raflínulagnir
úti um land með sköttum sínum,
einnig 50% hlut hjá ríkinu, auk þess
verðjöfnunargjald og loks vexti og
afborganir af lánum. Elín Pálma-
dóttir sagði, að með þessu væri því
farið út á verulega hættulega braut
og ætla mætti, að nú væri unnið
markvisst að því að leggja Reykvík-
inga á höggstokkinn með virkjanir,
afborganir og greiðslur í framtíð-
inni.
Páll Gíslason (S) sagði, að fram
kæmi í nefndarálitinu hækkanir á
árunum 1979—1989 og væru þær
miðaðar við ýmsa möguleika þ.e.
14.7% hækkun Lv, Lxv og Nl., 16.7%
Lv, Lxv og Bl., 42.1% Lv, Lxv, Bl. og
Krafla. Það væri því augljóst mál
hversu alvarlegar afleiðingar hug-
myndir iðnaðarráðherra hefðu á
raforkuverð í Reykjavík ef til kæmi.
Fleiri borgarfulltrúar tóku til
máls, en töluðu stutt og verða
umræður ekki raktar frekar hér.
Borgarstjórnarmeirihlutinn vísaði
síðan tillögum sjálfstæðismanna frá
og samþykkti að skipa viðræðu-
nefndina. Þá lögðu borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins fram svohljóð-
andi bókun: „Við borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins höfum með til-
löguflutningi og atkvæðagreiðslu í
borgarstjórn lýst andstöðu okkar við
þau tilmæli iðnaðarráðherra að
skipa viðræðunefnd, enda hefur ráð-
herra sett óaðgengileg skilyrði fyrir
þeim viðræðum í bréfi sínu til
borgarstjórnar. Vinstri flokkarnir í
borgarstjórn hafa engu að síður
samþykkt að skipa viðræðunefnd.
Ljóst er að slíkar viðræður munu
ekki fara fram á jafnréttisgrundvelli
og vafalaust munu þær fyrst og
fremst snúast um tillögur þær, sem
ráðherra hefur þegar látið móta.
Mun það einu gilda þótt vinstri
menn í borgarstjórn hafi bókað með
veiku orðalagi að þeir gangi til
þessara viðræðna án skuldbindinga.
Við borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins viljum enga ábyrgð taka á
þessum viðræðum, sem við teljum
frá upphafi fráleitar eins og að þeim
er staðið. Við munum því ekki
tilnefna neina fulltrúa í viðræðu-
nefnd. Niðurstöður viðræðnanna
munum við síðan vega og meta og ef
þær að okkar mati ganga gegn
hagsmunum borgarbúa munum við
óska eftir allsherjaratkvæðagreiðslu
meðal borgarbúa um málið. Hér er
um að ræða eitt stærsta hagsmuna-
mál Reykvíkinga sem borgarstjórn
hefur lengi fjallað um.“
Útsýn leigir DC-8
þotu tvisvar í viku
FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn
boðaði í gær til blaðamannafund-
ar þar sem Ingólfur Guðbrands-
son forstjóri ferðaskrifstofunnar
gerði biaðamönnum grein fyrir
ferðaáætlun og starfsemi Útsýnar
á komandi sumri.
Útsýn hefur tekið á leigu DC-8
þotu til sólarlandaflugs í sumar
og sagði Ingólfur að sætanýting
hjá Útsýn í leiguflugi hingað til
hefði verið 95 — 96% og upp í
100%. Hann sagði að lægð hefði
verið í ferðalögum hjá almenn-
ingi í vetur en nú virtist skriður
vera að koma þar á. Mestur
straumurinn liggur eins og fyrr
til Spánar en ferðamönnum til
Grikklands hefur farið fækkandi.
einn farþegi mun fara til Grikk-
lands á móti 10 til Spánar. Ingólf-
ur sagði að fargjöld hjá Útsýn
hefðu hækkað um 50 — 60% á
meðan pesetinn spænski hefði
hækkað um rúmlega 100%.
I sambandi við þjónustu Útsýn-
ar við farþega sína erlendis sagði
Ingólfur að þeir hefðu skrifstofur
á þeim stöðum sem þeir hefðu
ferðir til og gætu farþegar leitað
til þeirra með öll sin mál og rætt
um þau á íslensku við íslendinga.
Einnig sagði hann að þeir hefðu
íslenskar ræstingakonur á Costa
Brava, Lignano og í Grikklandi
þar sem hreinlæti þessara þjóða
er ekki svipað því og hjá íslend-
ingum. Einnig sagði hann þá
hafa íslenskar eftirlitskonur með
hreingerningum á Costa dei Sol
en alls starfa við ræstingar á
vegum Útsýnar erlendis um 20
manns. Starfsmenn ferðaskrif-
stofunnar hér á íslandi og erlend-
is eru alls um 100.
Hér á eftir fer fréttatilkynning
ferðaskrifstofunnar Útsýnar í
heild:
Útsýnaríerðir
með DC-8 þotu
til sólarlanda
— Hagstæð fargjöld
Sá orðrómur, að Útsýn hafi fest
kaup á DC-8 þotu er jafntilhæfu-
laus og úr lausu lofti gripinn eins
og gróusagan um að Flugleiðir
hafi keypt meirihluta hlutabréfa í
Útsýn, sem er ekki einu sinni
hlutafélag.
Hins vegar hefur Útsýn gert
stóran leigusamning við Flugleiðir
um sólarlandaflug í sumar með
nýjasta flugfarkosti Islendinga,
DC-8 þotu, sem Flugleiðir keyptu á
dögunum, og býður nú upp á
dagflug á öllum leiðum: Spánn —
Costa del Sol og Costa Brava, —
Ítalía — Gullna ströndin Lignano,
— Júgóslavía — Portoroz og
Porec, og til Aþenu í Grikklandi.
Magnflutningar
lækka ferðakostnaðinn
— 250 farþegar í ferð
Vegna legu landsins verða far-
gjöldin alltaf stór liður í ferða-
kostnaði íslendinga. Fargjalda-
hækkanir bitna því mjög á ferða-
lögum okkar, og við hverja hækk-
un eykst bilið í krónutölu milli
almennra fargjalda og hinna hag-
stæðu fargjalda í leiguflugi. Flug
með litlum vélum á löngum leiðum
er ekki lengur samkeppnisfært við
stórþotur.
í fyrra vakti það mikla undrun
og hneykslun, er í ljós kom að
verulegur hluti innflutnings lands-
manna var keyptur óeðlilega háu
verði vegna óhagstæðra samninga.
Hins vegar er ekki verið að flíka
því opinberlega, þegar gerðir eru
samningar, sem eru jafnvel hag-
stæðari en fyrirtækjum milljóna-
þjóðanna tekst að ná.
Útsýn nýtur nú hagstæðustu
gistisamninga erlendis, sem um
getur. Þess vegna getur Útsýn
boðið farþegum sínum góða gisti-
aðstöðu á stórlækkuðu verði.
Dagflug með DC-8
tvisvar í viku
til sólarlanda
Með notkun helmingi stærri
farkosts tekst Útsýn að halda
fargjaldakostnaði niðri — eða allt
niður í um 140 þúsund krónur í
2—3 vikna ferðum til Torremo-
linos á Spáni.
Sumar þessara ferða eru nú
Ljósm. Kristján.
Ingólfur Guðbrandsson forstjóri
Útsýnar. Á borðinu fyrir framan
hann liggur nýútkomin ferða-
áætlun Utsýnar fyrir árið 1979.
þegar uppseldar, t.d. er biðlisti í
páskaferðina 11. apríl. Að henni
lokinni taka við tvær þriggja vikna
vorferðir til Costa del Sol, á
fegursta tíma, og eru þær ódýr-
ustu ferðirnar á markaðnum.
Frá júníbyrjun verður flogið
vikulega á föstudögum með DC-8
þotu til Malaga, en til Costa Brava
verða ferðir á þriggja vikna fresti
frá 29. maí.
Ítalía og Júgó-
slavía sækja á
Mest hefur eftirspurnin verið
eftir ferðum til Spánar, en bæði
Italía og Júgóslavía sækja fast á
og eru geysivinsælir staðir, t.d. er
Lignano — hin gullna strönd
Ítalíu, vinsælasti fjölskyldustað-
urinn. Flugið þangað er sameinað
Júgóslavíufluginu á sunnudögum
og fæst þannig stórlækkað far-
gjald. Skammt verður að aka á
báða staðina, Lignano og Portoroz,
eftir að flugvöllurinn Ronchi
skammt frá Trieste verður tekinn í
notkun.
Aðsókn að Júgóslavíuferðum
Útsýnar í fyrra sló öll met. Dvalist
er í Portoroz og Porec við bestu
fáanlega aðstöðu, og er verðlag
enn mjög hagstætt í Júgóslavíu.
Tveggja vikna ferð með gistingu
og hálfu fæði kostar frá 188
þúsund krónum, en tveggja vikna
ferð til Lignano á Ítalíu frá 147
þúsund krónum með gistingu.
Útsýn og Sunna
slíðra sverðin
Það telst til tíðinda að Útsýn og
Sunna taka nú upp samvinnu um
flug til Grikklands og leigja til
þess Boeing 720 þotu frá Arnar-
flugi, sem flýgur þangað á þriggja
vikna fresti, frá 17. maí.
Útsýn hefur bætt gistiaðstöðu
sína í Vouliagmeni skammt frá
Aþenu og býður upp á hótelgist-
ingu með fæði eða gistingu í
íbúðum, skammt frá glitrandi
baðströndinni.
Ódýrar ferðir til
nágrannalandanna
— Norðurlönd — Bret-
land — Frakkland
Eins og áður hefur Útsýn á
boðstólum hagkvæmustu fargjöld-
in fyrir hópa og einstaklinga til
Norðurlanda og Bretlands, en nú
bætast einnig við vikuferðir á
sérfargjöldum til Parísar. Ferðir
til ísraels eru einnig í undirbún-
ingi.
Aðsókn er mikil og eftirspurn,
og upp á síðkastið engu minni en
áður í sólarlandaferðir, t.d. eru
fyrstu ferðirnar til Ítalíu að selj-
ast upp.
Á sunnudaginn kemur, heldur
Útsýn dag Ítalíu á Hótel Sögu með
ferðakynningu og fjölbreyttri
skemmtun bæði síðdegis og á
sunnudagskvöld.
Frá undirritun samnings milli Norræna fjárfestingarbankans og Landsvirkjunar.
Norræni fjárfestingarbankinn
lánar Landsvirkjun 5 milljarða
í dag var undirritaður láns-
samningur í Reykjavík milli
Norræna fjárfestingarbankans,
sem aðsetur hefur í Helsingfors,
og Landsvirkjunar. þar sem
bankinn veitir Landsvirkjun lán
að fjárhæð allt að jafnvirði 16
millj. Bandaríkjadollara (tæp-
lega 5,2 milljörðum króna).
Lántaka þessi er liður í fjár-
mögnun virkjunarframkvæmd-
anna við Hrauneyjafoss, en heild-
arkostnaður við virkjunina er
áætlaður um 140 milljónir Banda-
ríkjadollara (um 45'/2 milljarður
króna) að meðtöldum vöxtum á
byggingartíma. Hrauneyjafoss-
virkjun er hönnuð fyrir 210 mega-
watta afl. í fyrri áfanga virkjun-
arinnar verða tvær 70 megawatta
vélasamstæður. Stefnt er að því,
að önnur vélin verði tekin í rekst-
ur haustið 1981 og hin 1981 til
1982. Hverflar, rafalar og mestur
hluti rafbúnaðar .,rkjunarinnar
verður keyptur af sænsku fyrir-
tækjunum ASEA, Nohab-Bofors
og Karlstad Mekaniska Verkstad.
Nokkur fyrirtæki, einkum íslensk
en einnig dönsk og sænsk, önnuð-
ust í sameiningu fyrsta hluta
virkjunarframkvæmdanna, sem
fór fram sumarið 1978 og fól í sér
gröft fyrir stöðvarhúsi virkjunar-
innar. Hinn 2. þ.m. voru opnuð
tilboð í aðra hluta byggingarvinn-
unnar, og eru þau nú í athugun
hjá Landsvirkjun.
Af lánsfjárhæðinni verður and-
virði allt að 10 millj. Bandaríkja-
dollara greitt Landsvirkjun gegn
skuldbindingu um endurgreiðslu í
hinum sérstöku dráttarréttindum
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (SDR),
og eru vextir af þeim hluta lánsins
9,85% á ári. Að öðru leyti greiðist
lánsféð Landsvirkjun gegn skuld-
bindingu um endurgreiðslu í
gjaldmiðli, sem samið verður um
síðar á árinu milli bankans og
Landsvirkjunar og verður þá jafn-
framt samið um vextina af þeim
hluta lánsins.
Lánið er veitt gegn einfaldri
ábyrgð eigenda Landsvirkjunar,
ríkisins og Reykjavíkurborgar.
Lánstími er 15 ár. Fyrstu 5 árin
eru afborgunarlaus, og fara end-
urgreiðslur fram með jöfnum
hálfsárslegum greiðslum á síðustu
10 árunum.
Landsvirkjun er annað íslenska
fyrirtækið, sem Norræni fjárfest-
ingarbankinn veitir lán. Á árinu
1976 veitti bankinn íslenska járn-
blendifélaginu lán að fjárhæð 200
milljónir norskra króna (12,8
milljarðir íslenskra króna) til
byggingar járnblendiverksmiðj-
unnar að Grundartanga, en járn-
blendifélagið er sameign íslenska
ríkisins og norska fyrirtækisins
Elkem-Spigerverket. Framleiðsla
hefst i fyrri ofni verksmiðjunnar í
apríl n.k. eins og áætlað var í
upphafi og þá jafnframt raf-
magnssala Landsvirkjunar til
verksmiðjurekstursins.
Frá Landsvirkjun og
Norræna fjárfestingarbankanum.