Morgunblaðið - 17.03.1979, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979
27
VAXBLÓM
Hoya Carnosa
HOYA sem hér á landi og víðast um Norðurlönd er
nefnd Vaxblóm er vafningsjurt ættuð frá Ástralíu og
Kína og hentar á norðurslóðum mjög vel til ræktunar í
stofu eða gróðurskála.
Þakin sínum myndarlegu og fögru blómum er hoyan
glæsileg. Fljótt á litið gæti maður ímyndað sér að þau
væru gerð af vaxi og er það orsökin fyrir nafngiftinni.
Þau eru hvít eða með daufum holdlit, stjörnulaga og
hafa rauða aukakrónu, sitja mörg þétt saman í sveip,
ilma mikið og vel og drýpur einatt af þeim feitur
sætur safi. Greinarnar sem blómin koma á eru stuttar
og nokkuð sverar — svonefndar dverggreinar — geta
þær borið blóm árum saman og því mikilvægt að
skerða þær ekki eða sníða af. Blöð jurtarinnar eru
þykk og leðurkennd, ekki ýkja dökk og oft hvítflekkótt.
Á stönglunum sem eru dökkbrúnir vaxa heftirætur
og með þeim getur jurtin fest sig við vegg, rimla, prik
eða hvað eina annað sem hún hefur til stuðnings. Oft
eru partar af stönglunum, einkum nýir sprotar, berir
og blaðlausir langtímum saman en ekki er þó ástæða
til að hafa ama af því, þeir blaða sig með tímanum þó
það gangi fremur hægt og séu þeir klipptir af heftir
það vitaskuld vöxt jurtarinnar.
Vaxblómi þarf að velja svo bjartan stað sem unnt
er. Því má koma fyrir á margan hátt: láta það vaxa
uppi við vegg, gluggakarm, eða rimla eða binda það
upp við prik (sbr. mynd). Þá má og hafa hana í
hengipotti og þykir Hoya bella einna best til þess
fallin. Vaxblómi og raunar fleiri klifurjurtum má til
tilbreytingar koma fyrir þannig að potturinn sé látinn
standa á diski eða grunnri skál úr tágum eða basti,
mætti vera allt að 35—40 sm í þvermál og látin standa
á fremur lágu borði. Er þá greinunum sívafið utan um
pottinn og hagrætt á diskinum en með slíku fyrir-
komulagi er þó tæplega blómgunar að vænta þegar
vaxblóm á í hlut.
Létt og sendin mold hentar vaxblóminu vel. Það
þarf jafna og góða vökvun að sumarlagi en litla yfir
vetrartímann. Því má fjölga með græðlingum að
vorlagi.
Að lokum má geta þess að hoya er kennd við
Thomas Hoy (1788—1809). Hann var yfirgarðyrkju-
maður hertogans af Northumberlandi í frægum garði
hans við Thames-á gegnt Kew-grasagörðunum í
London.
Ums,
Nemendur hótel- og veitingaskólans með spjöld sem þeir munu bera þgar þeir auglýsa nemendasýninguna í
miðbeenum.
Nemendasýning Hótel- og veitingaskólans:
Nýjar íslenskar mat-
aruppskriftir kynntar
ÁRLEG nemendasýning Hótel- og
veitingaskóla íslands verður
haldin á Hótel Esju í dag,
laugardag, frá 14 — 19 og sunnu-
dag frá 19—19. 3. bekkur skólans
sér um sýninguna en nemendur
þess bekkjar eru að ljúka námi
við skólann og eru með
sýningunni að kynna starfsemi
hans.
Auk þess sem nemendurnir
sjálfir munu matbúa, leggja á borð
og veita upplýsingar um matar-
uppskriftir og fleira verða á
nemendasýningunni kynntar ýms-
ar nýjungar. Kjötbúð Suðurvers
mun þar kynna heilsufars sem er
ný íslensk uppskrift og Ragnars-
bakarí í Keflavík kynnir þar
heilsubrauð sem einnig er ný
íslensk uppskrift. Úr þessum
tveimur nýjungum munu
nemendurnir gera samloku á
staðnum sem þeir nefna heilsu-
samlokuna.
Mjólkursamsalan kynnir á
nemendasýingunni tvær nýjungar
sem eru væntanlegar á markaðinn
frá þeim, bláberjaís og ís ásamt
bragðefnum s_em blönduð eru á
staðnum og getur þá viðkomandi
ráðið hvaða bragð er af ísnum.
Loks munu Islensk matvæli kynna
nýjan íslenskan síldarrétt.
Ýmis fyrirtæki munu kynna
vörur sýnar á sýningu Hótel- og
veitingaskólans og einnig munu
bakarar sýna kökugerðarlist og
veitingahús af Reykjanessvæðinu
sýna list sína og selja veitingar.
Að öðru leyti er allt það sem á
sýningunni er aðeins til sýnis en
ekki sölu.
Happdrættismiðar munu verða
Skálholti 15. marz.
Skálholtskórinn og Kirkju-
kór Selfoss halda sameigin-
lega tónleika um helgina.
Fyrstu tónleikarnir verða í
Skálholti laugardaginn 17.
marz kl. 16 og þeir síðari í
Selfosskirkju sunnudaginn
18. marz kl. 16.
Kórarnir syngja kirkjuleg
seldir á meðan á sýningunni
stendur og verður dregið um utan-
landsferð og matarvinninga ýmiss
konar.
í dag um kl. 13, ef veður leyfir,
munu nemendur skólans fara
niður í miðbæ Reykjavíkur í
fullum kokkabúningum og auglýsa
þar sýninguna.
lög frá ýmsum tímum eftir
innlenda og erlenda höfunda,
m.a. er hluti þeirra helgaður
barnaári. Forsöngvari er
Sigurður Erlendsson á
Vatnsleysu. Einnig verður
kvartettsöngur, orgelleikari
er Olafur Sigurjónsson í For-
sæti, en stjórandi er Glúmur
Gylfason. _ Björn.
Kórar Skálhylt-
inga og Selfyss-
inga með tónleika
Rásaöur krossviður
til inni- og útinotkunar
þykktir 10 mm og 12 mm. Stærðir 121x250 cm
og 121x210 cm.
Finnsk gæöavara á hagstæðu verði.
~E'\l&?tn~lcivi>ruverzL
BJORNINN
Skúlatúni 4. Sími 25150. Reykjavík