Morgunblaðið - 17.03.1979, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 17.03.1979, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 39 L eikur Pétur meðValámánu■ dags kvöld? SPENNAN í úrvalsdeildinni í körfuknattleik er nú í hámarki. Valur, KR og Njarðvíkingar eiga öll möguleika á að hreppa íslandsmeistaratitilinn í ár og félögin munu að sjálfsögðu leggja allt í sölurnar til þess að svo megi verða. Nú bendir allt til þess, að Valsmcnn fái góðan liðsstyrk fyrir leik sinn á móti Njarðvík- ingum á mánudagskvöldið í Laugardalshöllinni. Það er eng- inn annar en Pétur Valsmaður Guðmundsson, sem væntanlegur er til landsins um helgina í frí. Pétur hefur leikið með liði Washingtons Iluskies í vetur, en hann stundar nám við skólann. Eins og öllum er kunnugt hafa framfarir Péturs verið mjög örar í vetur og hann vakið mikla athygli með skólaliði sínu í Bandaríkjun- um. Meðal annars var Pétur valinn í úrvalslið háskóla vesturstrandar Bandaríkjanna nú ekki alls fyrir löngu. Þá var Pétur maðurinn á bak við sigurinn er skóli hans lék við eitt besta háskólalið Banda- ríkjanna í körfuknattleik, UCLA. Það væri því ekki lítill styrkur fyrir lið Vals að fá þennan hávaxna leikmann til liðs við sig í þeim erfiðu leikjum sem framund- an eru. Lið Vals á eftir að leika tvo leiki í úrvalsdeildinni. Á mánu- dagskvöld kl. 20.00 verður leikið við UMFN og síðan á liðið eftir að leika við Þór frá Akureyri. Takist Valsmönnum að sigra í báðum þessum leikjum stefnir allt í hreinan úrslitaleik við KR-inga sem eiga einn leik eftir í úrvals- deildinni við Þór frá Akureyri. Það yrði nú uppgjör sem segði sex. Og eitthvað fyrir þá fjölmörgu körfuknattleiksunnendur sem sækja leiki úrvalsdeildarinnar. —br. (fprðlllrl „Ekki okkar að leiknum var frestað“ * Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athuga- semd vagna greinar, sem birtist á íþróttasíðu blaðs- ins síðastliðinn fimmtudag: „Vegna nokkurra skrifa á íþróttasíðu Morgunblaðsins undanfarið viljum við undirrit- aðir taka eftirfarandi fram. Okkur var falið að dæma leik Þórs í Vestmannaeyjum og Þróttar í Reykjavík í 2. deildinni í haldknattleik, en leikur þessi átti að fara fram laugardaginn fyrir réttri viku. Upphaflega átti að fljúga til Eyja klukkan 9.30 um morguninn og strax klukkan 8 höfðum við samband ví Flugfélag íslands og fengum þær fréttir að flugbrautin í Vestmannaeyjum væri lokuð þá var okkur sagt að athuga með flug klukkan 10.30, sem við gerðum, en þá var brautin enn lokuð. Enn var ólendandi í Eyjum klukkan 12 á hádegi. Við höfðum samband við Ólaf Aðalstein Jónsson í hádeginu, sem bað okkur að vera tilbúna að fara til Eyja til klukkan 14. Formaður- inn hafði síðan samband við okkur klukkan 13.30 og sagði að leiknum yrði frestað til sunnudags. Síðan þennan dag tilkynnti hann okkur að leiknum væri frestað um óákveðinn tíma og héldum við þá að málið væru úr sögunni af okkar hálfu. Við viljum að það komi skýrt fram, að við vorum reiðubúnir að fara til Eyja til að dæma um- ræddan leik allan laugardaginn, svo framarlega, sem við hefðum nægan tíma til að komast frá Keflavík fyrir flug frá Reykja- víkurflugvelli. Við vorum meira og minna í sambandi við Ólaf Aðal- stein og FÍ allt þar til ákveðið var að fresta leiknum. Það er því alls ekki rétt, sem fram kemur í pistli Gunnars Gunnarssonar Þróttara í Mbl. síðastliðinn fimmtudag, en þar er haft eftir formanni Móta- nefndar HSÍ, að leiknum hefði verið frestað þar sem „dómararnir hefðu ekki séð sér fært að fara“. Keflavík 16. marz Ragnar Marinósson Marel Sigurðsson Handbolti um helgina: Botnliðin bítast DEILDARKEPPNIN í handknattieik heldur sínu striki um hclgina og verða leikir í öilum deildunum utan 2. deild karla. Tveir leikir fara fram í fyrstu deild karia og er einkum annar þeirra mikilvægur fram úr hófi. Er það viðureign ÍR og IIK í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Þar verður barist fyrir lífinu í 1. deild. enda fer staða IIK að verða vonlaus fari stigin ekki að láta sjá sig. ÍR-ingar bættu stöðu sína verulega mð sigri yfir Fyiki um síðustu hfelgi og sigur gegn HK nú myndi næstum bjarga liðinu frá faili. Leikir helgarinnar eru eítirfarandi: Laugardagur: Halnarfjörður 1. deild kvenna 1. deild karla Vestm.eyjar 3. deild karla 2. deild kvenna Njarvík 3. deild karla Akranes 3. deild karla FH-Fram kl. 14.00 FH-Fram kl. 15.00 Týr-UMFN kl. 13.15 Þór-UMFN kl. 14.30 ÍBK—Dalvík kl. 14.00 ÍA—Grótta kl. 15.00 Sunnudagur: Laugardalsh. 1. deild karla ÍR—HK ki. 19.00 2. deild kvenna ÍR—Fylkir kl. 20.15 Víðavangs- hlaup íslands um helgina 8. viðavangshlaup íslands fer fram sunnudaginn 18. mars. 303 keppendur eru skráðir frá 9 félögum og samböndum. Keppt ér í 7 flokkum. Hlaupið fer fram á Miklatúni og hefst það kl. 14.00. Búningsaðstaða fyrir keppendur verður í Austurbæjarskólanum. Inngangur í portinu til hægri. Keppendum er ráðlagt að hlaupa á gaddaskóm. Kaffistofan á Kjarvalsstöðum verður opin á meðan keppni fer fram. TÍMASEÐILL: kl. 14.00 Stelpur (67 og yngri) 1.5 km kl. 14.15 Strákar (’67 og yngri) 1.5 km kl. 14.30 Telpur ('65—'66) 1.5 km kl. 14.45 Piltar (’65—’66) 1.5 km kl. 15.00 Konur ’64 og eldri 3.0 km kl. 15.20 Sveina og drengjafi. (’61-’62-’63-’64) 3.0 km kl. 15.40 Karlar ('60 og eldri 8.0 km Kortið t.v. sýnir hringina sem hlaupnir verða í Víðavangshlaupi Islands sem fram fer á Miklatúni á morgun. Rás- og endamark er á flötinni fyrir framan Kjarvalsstaði. Hlaupið er réttsælis á túninu. Yngstu aldursflokkarnir, þ.e. strákar, stelpur, piltar og telpur, hlaupa einn stuttan hring, þ.e. um 1500 metra. Konur, sveinar og drengir hlaupa stuttan hring og einn langan þ.e. um 3.000 metra. Karlar hlaupa einn stuttan hring og fjóra langa eða um átta kílómetra. Þegr er um að ræða að keppendur hlaupi hringi af báðum stærðum er styttri hringurinn hlaupinn fyrst. r, • Risinn Pétur Guðmundsson, sem vakið hefur óskipta athygii í vetur með háskólaliði sínu í Bandaríkjunum. leikur að öllum líkindum með Val síðustu leiki liðsins í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Pétur kemur til iandsins um heigina og þá mun hann æfa með íslenska landsliðinu og fara með þeim í keppnisferð til Skotlands. VÍÐAVANGSHLAUP ÍSLANDS 1979

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.