Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979 Dr. Jóhannes N ordal: Vandi fylgir vegsemd hverri Hinn 8. maí sl. birtist í Morjí- unblaðinu athugasemd þriggja valinkunnra fulltrúa sjávarút- vejísins, þeirra Tómasar Þor- vaidssonar, Eyjólfs Isfelds Eyj- ólfssonar og Kristjáns Ragnars- sonar, við erindi, sem ég hafði þá fyrir nokkru flutt á ársþingi Félags íslenzkra iðnrekenda. í grein sinni víkja þeir þremenning- ar annars vegar að þeim ummæl- um mínum, að rétt sé að jafna metin á milli iðnaðar og sjávar- útvegs með því að gera kerfis- bundið átak til þess að afnema hvers konar mismunun, sem enn á sér stað milii þessara atvinnu- vega, hvort sem er í skattamálum, opinberri fyrirgreiðslu, lánskjör- um eða aðgangi að fjármagni. Hins vegar gera þeir að umtals- efni þá ábendingu mína, að fræðil- eg rök séu f.vrir því, að hagkvæmt sé að beita sölu veiðileyfa eöa auðlindaskatti til þess að tryggja sem bezt skipulag í fiskveiðum. Hér er því vissulega um málefni að ræða, sem eðlilegt er, að framámenn í sjávarútvegi láti sig miklu skipta. I grein þremenninganna finnst mér þó óneitanlega gæta nokkurr- ar tilhneigingar til þess að telja allar tillögur til breytingar á aðstöðu sjávarútvegsins byggðar á skilningsleysi á stöðu hans og þörfum. Að nokkru leyti er hér vafalaust um að ræða eðlilega tilhneigingu allra hagsmunaaðila að verja hlut sinn í þeirri enda- lausu togstreitu, sem á sér stað hér á landi milli atvinnuvega, hagsmunasamtaka og stéttarfé- laga. En að nokkru leyti kunna viðbrögð þeirra félaga við erindi mínu og sá misskilningur á efni þess, sem mér virðist að ýmsu leyti koma fram í grein þeirra, stafa af því, hversu stuttaralega ég fjallaði um þessi efni í erindi mínu og lét margt ósagt, sem nauðsynlegt kann að vera til fulls skilnings á því, sem fyrir mér vakti. Mér finnst því ástæða til þess að reyna að bæta hér nokkuð úr og gera ítarlega grein fyrir þeim skoðunum mínum, sem þremenningarnir töldu víðsjár- verðar. Um jafna aðstöðu atvinnuvega Það hefur lengi verið talið eitt meginskilyrði heilbrigðs mark- aðsbúskapar, að ríkisvaldið tryggi allri efnahagsstarfsemi sem jöfn- ust starfsskilyrði. Þannig eigi ekki að mismuna fyrirtækjaformum eða starfsgreinum hvorki í skatt- lagningu, tollvernd, opinberri f.vrirgreiðslu, aðgangi að fjár- magni né lánskjörum, því að með jafnrétti í þessum efnum séu mestar líkur til þess, að vinnuafl, fjármagn og aðrir framleiðslu- þættir þjóðarbúsins leiti þangað sem þjóðhagsleg arðsemi er mest. Það bre.vtir í engu þessari megin- reglu, þótt við vissar aðstæður sé nauðsynlegt að grípa inn í starf- semi markaðsins, t.d. vegna einok- unaraðstöðu einstakra aðila, eða veita tiltekinni starfsemi sérstak- an stuðning til að mynda vegna byggðasjónarmiða eða tímabund- inna ytri áfalla. Það er ekki svo ýkja langt síðan þessi meginskilyrði heilbrigðrar atvinnustarfsemi vantaði að veru- legu leyti hér á landi, en í stað þess réðu höft, styrkir, uppbætur, tollvernd og margs konar opinber afskipti mestu um atvinnuþróun- ina. Eg held að það hafi ekki sízt verið sjávarútveginum til hags- bóta, að snúið var við af þessari braut eftir 1960 og síðan haldið áfram í frjálsræðisátt með aðild Islands að EhTA og viðskipta- samningi við Efnahagsbandalagið. Frá sjónarmiði atvinnuvega, sem keppa á erlendum mörkuðum, hlýtur til lengdar að vera mikil- vægt að aðrir atvinnuvegir þjóðar- innar búi ekki við óeðlilega vernd, því að hún hlýtur að valda háum innlendum framleiðslukostnaði og þar af leiðandi erfiðari aðstöðu fyrir þá, sem háðir eru erlendu verðlagi. Afnám tollverndar var því mikilvægt skilyrði fyrir því, að sjávarútvegur og önnur útflutn- ingsframleiðsla fengi að njóta jafnræðis í samkleppni um inn- lenda framleiðsluþætti. Um stöðu sjávarútvegs og skipulag fiskveiða Hætta á nýrri vemdarstefnu I erindi mínu á ársþingi iðnrek- enda reyndi ég að meta nokkuð þann árangur, sem náðst hefur í iðnaði hér á landi síðan lækkun verndartolla hófst í byrjun þessa áratugs. Ég tel þennan árangur jákvæðan bæði fyrir iðnaðinn sjálfan, en þó ekki sízt fyrir neytendur og þar af leiðandi aðra atvinnuvegi. Hinu má þó ekki gleyma, að slík aðlögun á sér aldrei stað sársaukalaust, og margir iðnrekendur mundu vafa- laust vilja láta taka þennan kaleik frá sér. Vaxandi kröfur um nýjar verndar- eða stuðningsaðgerðir til handa iðnaðinum hafa komið fram á undanförnum tveimur ár- um, og hefur þá jöfnum höndum verið vitnað til stuðningsaðgerða við iðnað á hinum Norðurlöndun- um og þeirra forréttinda, sem sjávarútvegurinn er talinn njóta umfram iðnaðinn hér innanlands. Þeir þremenningar virðast ekki hafa gert sér að fullu grein fyrir því, að það sem helzt vakti fyrir mér með erindi mínu var að færa fram rök gegn því, að iðnaðurinn færi að tileinka sér verndarstefnu á ný. Annars vegar verði ég þetta með því að fjalla um reynslu annarra þjóða, sem mér virðist eindregið benda til þess, að okkur beri umfram allt að foröast aukna vernd eða stuðning aðgerða við einstaka atvinnuvegi. Varðandi þá skoðun iðnrekenda, að þeir þyrftu á vernd að halda, vegna þess að sjávarútvegurinn nyti fprréttinda, komst ég svo að orði: „í mótaðgerðum af þessu tagi virðist hins vegar felast sú mikla hætta að við hrekjumst stig af stigi undan brekkunni í átt til nýs verndarkerfis fyrir iðnaðinn, sem draga mun bæði úr þrótti hans og þjóðfélagslegri aðstöðu. Öll rök hníga nú að því að fara eigi þveröfuga leið til þess að jafna metin á milli iðnaðar og sjávar- útvegs, en hún er sú að gera kerfisbundið átak til þess að afnema hvers konar mismunun, sem enn á sér stað milli sjávarút- vegs og iðnaðar, hvort sem er í skattamálum, opinberri fyrir- greiðslu, lánskjörum eða aðgangi að fjármagni". Þetta er að mínum domi kjarni málsins. Mismunun, sem kann að vera fyrir hendi í aðstöðu sjávar- útvegs og iðnaðar, á ekki að jafna með því að grípa til nýrra stuðn- ingsráðstafana iðnaðinum til handa. í stað þess á að gera skipulegt átak til þess að jafna metin milli þessara tveggja höfuð- atvinnuvega þjóðarinnar svo að hvorugur hafi ástæðu til þess að óska stuðsningsaðgerða af hálfu ríkisvaldsins vegna sérréttinda hins. Nýtur sjávar- útvegurinn lít- illa eöa engra sérréttinda? Ein helzta gagnrýni þeirra þremenninga á málflutningi mín- um er sú, að ég geri of mikið úr þeim fríðindum, sem sjávarútveg- urinn njóti og áhrifum þeirra á atvinnuþróun. Komast þeir sjálfir að þeirri niðurstöðu, að mismunun sjávarútveginum í vil skipti í reynd tiltölulega litlu máli. Nú var það vissulega ekki til- gangur minn að reyna að gera meira en efni stóðu til úr þeirri mismunun, sem enn er fyrir hendi í þessum efnum. Samt held ég að því verði ekki neitað, enda fúslega viðurkennt af þeim þremenning- um, að undanþága frá launaskatti og mismunun í aðstöðugjaldi eru ótvíræð fríðindi fyrir þá, sem slíks njóta. Hins vegar er rétt að mismunun í lánskjörum hefur farið stórlega minnkandi hin síð- ari ár og hefur sjávarútvegurinn sætt sig við þá þróun möglunarlít- ið, og er það vissulega vel. Hér kemur þó á móti að aðgangur sjávarútvegs að lánsfé hefur óneitanlega verið mun greiðari en iðnaðar allt fram undir þetta. Er þar fyrst að nefna mun greiðari aðgang að sjálfvirkum afurðalán- um, en til dæmis um önnur lán má taka, að á síðasta ári námu lánveitingar opinberra fjárfest- ingarlánasjóða til sjávarútvegs og fiskvinnslu nálægt tveimur þriðju af heildarfjárfestingu þessara greina á árinu, en í iðnaði nam sama hlutfall rúmum einum þriðja. Rétt er þó að taka fram, að ég býst við því, að tilhneiging sé til þess, að þessi mismunun fari smám saman minnkandi. Þegar á heildina er litið, get ég vel á það fallizt, að forréttindi sjávarútvegs séu ekki stórfelld og vissulega á engan hátt sambærileg við það, sem á sér stað um landbúnað. En þau eru þó engu að síður umtalsverð, og mér finnst alveg eðlilegt, að þau séu iðnaðin- um þyrnir í holdi, eftir að sú stefna hefur verið mörkuð og langt komin í framkvæmd, að öll hin mikla tollvernd, sem hann hefur notið skuli niður falla. Þessi mismunun hefur því orðið honum tilefni til kröfugerðar um aukna vernd eða frestun tollalækkana, sem ég tel hvort tveggja óheilla- spor, sem aðeins mundi fresta nauðsynlegri aðlögun og draga þannig úr hagvexti og framleiðni- aukningu. Sameiginlegir hagsmunir í staö togstreitu Sannleikurinn er sá, að öll mismunun og öll sérfríðindi, sem einstakar atvinnugreinar njóta umfram aðrar, hljóta að vekja tortryggni og togstreitu, sem síð- an- leiðir til kröfugerðar um ráð- stafanir til þess að jafna metin. Vegna þess, hve fast flestir vilja halda í hvern þann ávinning, sem þeir telja sig hafa fengið, er venjulega meiri tilhneiging til þess, að fríðindum eins sé mætt með kröfum um hliðstæð fríðindi öðrum til handa, fremur en að reynt sé að nema upphaflegu orsökina burtu. Þannig er alltaf hætt við þeirri óheillaþróun, að gripið sé til stuðningsaðgerða og sérfríðinda fyrir einstaka at- vinnuvega á víxl, unz upp hefur vaxið skógur sérréttinda, sem eng- inn sér út fyrir, en veröur til þess, að hindra heilbrigða starfsemi markaðskerfisins. Ég er sann- færður um það, að hvorki sjávar- útvegur né iðnaður hafi hag af slíkri þróun. Þess í stað held ég, að þeir hafi sameiginlega hagsmuni af þvi, að reynt sé að fá hreint borð í þessum efnum, þar sem öll heilbrigð fyrirtæki, hvort sem er í sjávar- útvegi, útflutningsiðnaði eða óvernduðum heimaiðnaði búi við sama kost og hafi sömu tækifæri til vaxtar og verðmætasköpunar. Séu sérréttindi sjávarútvegsins ekki þyngri á metunum en þeir þremenningar vilja vera láta, sé ég ekki hvers vegna ætti á honum að standa, ef menn vilja gera skipulegt átak til þess að jafna hér metin á grundvelli sameiginlegrar könnunar á þeirri aðstöðu, sem báðir þessir höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar nú njóta. Um skipulag fiskveiða Er ég þá kominn að hinu meginefni þessarar greinar, en það 'eru ummæli mín um notkun veiðileyfa eða auðlindaskatts til þess að tryggja sem bezt nýtingu fiskimiðanna í kringum landið. Það sem ég sagði um þetta mál í erindi mínu var á þessa leið: „Þráfaldlega hefur verið fram á það sýnt, að endurgjaldslaus nýt- ing sameiginlegra fiskstofna hljóti að leiða til of mikillar og óhagkvæmrar sóknar og offjár- festingar bæði í skipum og veiði- tækjum. Fræðilega hefur verið sýnt fram á það með góðum rökum, að þennan vanda sé auð- veldast að leysa með fjárhagsleg- um aðgerðum, annað hvort í formi auðlindaskatts á einstakar sjávar- útvegsgreinar eða með sölu leyfa til þess að veiða ákveðið magn af fiski. Þótt færa megi góð og gild rök fyrir aðgerðum af þessu tagi, er þó varla við því að búast, að slíkt fyrirkomulag geti komizt á nema í áföngum á tiltölulega löngum tíma.“ Þeim þremenningum er auð- sjáanlega lítið um að ræða hug- myndir af þessu tagi og sjá þeim reyndar ekkert til ágætis. Þeir segjast ekki hafa kynnt sér neitt þau fræðilegu rök, sem sett hafa verið fram í þessu máli, og mér virðist afstaða þeirra benda til þess, að þeir vilji helzt sem minnst um þau vita. Mér finnst þetta óneitanlega miður farið, þar sem ég er þeirrar skoðunar, að hér sé um að ræða eitt mesta stjórnun- arvandamál og um leið eitt stærsta tækifærið til farsællar stefnumótunar, sem sjávarútvegs- ins bíður á næstu árum. Ég vona, að þau ummæli mín, sem ég hef þegar vitnað í, bendi til þess, að mér hafi verið í huga að ræða þessi mál með öllu áreitni- laust, og ég geri mér fyllilega ljóst, að í þessum efnum er rétt að fara að með fyllstu gát. Málið er hins vegar svo mikilvægt, að mér finnst ástæða til þess að gera frekari grein fyrir skoðunum mín- um, þótt ég vilji á engan hátt halda því fram, að ég sé neinn sérfræðingur á þessu sviði. Vandi fýlgir vegsemd hverri Engum blöðum er um það að fletta, að íslendingar hafa með útfærslu fiskveiðilögsögunnar fengið í hendur yfirráð yfir stór- kostlegum auðlindum, sem geta orðið undirstaða aukinnar hag- sældar þjóðarinnar. En hér á, eins og oftar, við hið fornkveðna, að vandi fvlgir vegsemd hverri. Með yfirráðum yfir þessari miklu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.