Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979 23 að hann muni eftir Lofti biskups- syni, sem sagt er um að hann kvað „mæla til manna hvarvetna gott“, en færri sögur fara af því, að hann hafi haft viljann til góðra verka. Orðakonfekt getur verið gott í hófi, en eitthvað þarf fleira en sætindin ein, ef vel á að fara. Svo fór lika fyrir biskupssyni, að hann hrökklaðist út í Vestmannaeyjar, en er hann spurði liðsdrátt Þorvalds, segir í Sturlungu, „ok þat, at hann ætlaði út í Eyjar, þóttist hann þar kominn í brunn- holu“. Ég veit ekki, hvort ríkisstjórnin eignast nokkurn tíma dómgreind Lofts biskupssonar og forðar sér eins og hann. En hitt þykir mér líkara, að hún dúsi enn um hríð í brunnholunni og láti við það eitt sitja að „mæla til manna hvatvetna gott“. Eins og á stendur þýðir það 1,2 milljóna króna tekjuskerðingu á bónda segir Ingi á Kárhóli og prísar sinn land- búnaðarráðherra. Þegar málefni bænda eru annars vegar er ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar minnihlutastjórn. Hún kemur engu fram sjálf, af því að hún vill ekkert sjálf. Land- búnaðarráðherra hefur farið að dæmi biskupssonar og talar án afláts og sjaldnast það, sem viti gegnir. Ekki hvarflar að honum að leita samráðs og samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, sem hann myndi gera, ef honum væri það full alvara að vinna bændum gagn en ekki bara „mæla til þeirra hvatvetna gott„. Sighvatur Björgvinsson hafði það að árásarefni á landbúnaðar- ráðherra í sjónvarpsþætti fyrir skömmu, að leitað hefði verið til stjórnarandstöðunnar í sambandi við málefni bænda. — „Hver leitaði þangað?“ greip land- búnaðarráðherra fram í ekki einu sinni, heldur tvisvar til þess að undirstrika fáránleikann í þessari „ásökun“ og sagði sðan um þá niðurstöðu Alþingis að gera ekki neitt í málefnum bænda að hann hugsaði að samkomulagið í ríkis- stjórninni „versnaði ekkert við þetta út af fyrir sig. Þetta er náttúrlega hlutur sem við höfum orðið að lifa við, búa við. En að sjálfsögðu nýtur ríkisstjórnin þá minna trausts að minnsta kosti hjá bændum. Þeir hljóta að meta hana af þessum verkum. En ég vil andæmla því enn að það hafi verið Holztu rádf'jatarnir í Iandhúnad- armálum cr Lúðvík Jóscpssun og Stctún Jónssón. um nokkuð samspil stjórnarsinna og stjórnarandstöðu að ræða.“ Þetta er kjarni málsins. Landbúnaðarráðherra gerði enga alvöru tilraun til þess að vinna því íylgi, að úrbætur fengjust málefnum bænda. Hann lcit á sig um erkibiskup, en íslendingar hafa löngum verið ráðnir í að hafa boðskap slíkra að engu, þótt þeir megi heyra hann. íslendingar hafa verið þingræðisþjóð í þúsund ár og skilja að óhjákvæmilegt er að koma til móts við sjónarmið stjórnarandstöðunnar, þegar hún ræður úrslitum í máli. bað þýðir lítið að ana fram undir slíkum kringumstæðum á sfðustu stundu óundirbúið og reyna að setja öðrum úrslitakosti, þegar maður hefur staðið sig illa sjálfur. Og af því súpa bændur nú seyðið, að landbúnaðar- ráðherra hefur sveipað um sig rauðri kápu kardfnálans, en for- sætisráðherra mátti ekki vera að þvf að láta þingið starfa. unz botn fengizt f málefni bænda. Messur um hvíía sunnu DÓMKIRKJAN: Hvítasunnudagur: Kl. 11 hátíöarmessa., Sr. Hjalti Guðmundsson. Kl. 2 hátíðarmessa. Dómkórinn syngur viö messurnar. Organleikari Marteinn H. Friöriks- son. Sr. Þórir Stephensen. Annar í hvítasunnu: Hátíöarmessa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Þórir Stephensen. Hafnarbúðir: Hvíta- sunnudag kl. 2 messa. Sr. Hjalti Guömundsson. Landakotsspítali: Hvítasunnudag kl. 10 messa. Organleikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Þórir Stephensen. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Hvítasunnudagur: Hátíöarguðs- þjónusta í safnaðarheimili Árbæjar- sóknar kl. 11 árd. Jóhanna Möller altarisganga. Sr. Karl Sigur- björnsson. Lesmessa á þriðjudag kl. 10.30 árd. Beðiö fyrir sjúkum. L ANDSPÍT ALINN: Hvítasunnu- dagur: Guösþjónusta kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson HATEIGSKIRKJA: Hvítasunnu- dagur: Hátíðarguösþjónusta kl. 11. Orgeltónlist: J.S. Bach: Schubler-sálmforleikur B.W.V. 645 — „Vakna, Síons verðir kalla.“ Sálmforleikur B.W.V. 730—731 — „Sæli Jesú, sjá oss hér“. Sálm- forleikur B.W.V. 615 úr „Litlu orgelbókinni" — „í þér er gleði". Organisti dr. Orthulg Prunner. Sr. Tómas Sveinsson. Annar Hvítasunnudagur: Messa kl. 11. Orgeltónlist: J.S. Bach: Fantasía í G-dúr B.W.V. 631 úr „Litlu ÚTVARPSGUÐSÞJÓNUSTAN á hvítasunnudagsmorgun kl. 11 verður f Hallgrímskirkju. Söngstjóri og organisti er Antonio D. Corveiras. — Prestur er séra Ragnar Fjalar Lárusson. Þessi sálmar verða sungnir: í Nýju Sálma- í Gl. Sálma- bókinni: bókinni: 171 248 334 239 332 241 331 240 syngur stólvers. Sr. Guömundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Hvítasunnudagur: Hátíðar- guösþjónusta kl. 2 að Norðurbrún 1. Sr. Grímur Grímsson. BREIÐHOLTSPREST AK ALL: Hvítasunnudagur: Hátíöarguös- þjónusta kl. 11 f Breiðholtsskóla. Athugið breyttan messutíma. Sr. Jón Bjarman. BÚSTAOAKIRKJA:Hvítasunnu- dagur: Hátíöarguösþjónusta kl. 2. Organleikari Guðni Þ. Guðmunds- son. Sr. Ólafur Skúlason. FELLA OG HÓLAPRESTAKALL: Hvítasunnudagur: Hátíðarguðs- þjónusta í kapellunni aö Keilufelli 1. ki. 11 árd. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSASKIRKJA: Hvítasunnu- dagur: Guðsþjónusta kl. 11. Annar í Hvítasunnu: Guösþjónusta á Grensásdeild Borgarspítalans kl. 10.30 árd. Organleikari Jón G. Þórisson. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Hvítasunnu- dagur: Hátíöarguösþjónusta kl. 11 árd. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Hátíðarguösþjónusta kl. 14. Sr. Karl Sigurbjörsson. Annar Hvíta- sunnudagur: Hátíðarmessa kl. 11, SELTJARNARNESSÓKN: Hvíta- sunnudagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 2 e.h. í Félagsheimilinu. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Hvíta- sunnudagur: Hátíöarmessa kl. 2. Organisti Sigurður ísólfsson. Prestur sr. Kristján Róbertsson. DÓMKIRKJA KRISTS KONUNGS Landakotí: hvítasunnudagur: lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. — Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síöd. nema laugardaga þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Hvítasunnudagur: Guðþjónusta kl. 5 síðd. (sjónvarpaö) Klukkan 8 síðd. er almenn guösþjónusta. Annar hvítasunnudagur: Almenn guðsþjónusta kl. 8 síöd. — Söngstjóri og organisti Árni Arinbjarnarson. Einar J. Gíslason. KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐARINS: Hvítasunnudagur: Hátíðarmessa kl. 11 árd. Séra Emil Björnsson. ELLIHEIMILID GRUND: Hvíta- sunnudagur: Messa kl. 10 árd. Séra Kr. Isfeld. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hvítasunnudag: Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Bæn kl. 20 og hjálpræðissamkoma kl. 20.30. Deildarstjórahjónin tala. VÍDISTADASÓKN: Hátíðarguðsþjónusta í kapellu sóknarinnar í Hrafnistu kl. 11 f.h. á hvítasunnudag. — Sr. Siguröur H. Guömundsson. ST. JÓSEFSSPÍTALI Hafnarfiöi: Hvítasunnudag: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR Hafnarfiröi: Hvítasunnudag: Messa kl. 8.30 árd. Virka daga er messa kl. 8.30 árd. KÁLFATJARNARKIRKJA: Hvítasunnudagur. Hátíðarguös- þjónusta kl. 11 f.h. Kór Kálfatjarn- arkirkju. Organisti Jón Guönason. Bragi Friðriksson. NÝJA POSTULAKIRK JAN: Strandgötu 29 í Hafnarfiröi. — Messur hvítasunnudag kl. 11 árd. og kl. 4 síðd. KEFLAVÍKURKIRKJA: Hvítasunnudag, hátíðarguösþjón- usta kl. 14. INNRI NJARÐVÍKURKIRKJA: Annar hvítasunnudagur: Hátíðar- guösþjónusta kl. 14. Prófasturinn, séra Bragi Friðriksson, vísiterar og setur séra Þorvald Karl Helgason inn í embætti. — Organisti Helgi Bragason. Sóknarnefnd. GRIND AVÍKURKIRK JA: Hvítasunnudagur. Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. KIRKJUVOGSKIRKJA: Hvíta- sunnudagur. Hátíðarmessa kl. 5 síðd. Sóknarprestur. ÚTVARPSGUÐSÞJÓNUSTAN Útvarpsmessa, annan hvíta- sunnudagsmorgun kl. 11 frá Garðakirkju. Prestur séra Bragi Friðriksson. Garðakórinn syngur. Organisti Þorvaldur Björnsson. Þessir sálmar verða sungnir: í Nýju Sálma- í Gl. Sálma- bókinni: bókinni: 18 18 169 ekki til 332 241 42 114 orgelbókinni" — „Kom, skapari, heilagi andi“. Organisti dr. Orthulf Prunner. Sr. Arngrímur Jónsson. KÓPAVOGSKIRKJA:Hvítasunnu- dagur: Hátíðarguösþjónusta kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Guðsþjónusta á Kópavogshæli kl. 4. Sr. Árni Pálsson. Annar Hvíta- sunnu: Guðsþjónusta kl. 11 árd. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSPRESTAKALL: Hvíta- sunnudagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 f.h., Sr. Árelíus Níelsson. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. (Athugiö breyttan messutíma) Annar í hvítasunnu: Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Sr. Árelíus Níelsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Hvíta- sunnudagur: Hátíöarguðsþjónusta kl. 11. Þriöjudagur 5. júní: Bæna- guðsþjónusta kl. 18. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Hvítasunnudagur: Hátíðarguösþjónusta kl. 11. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Annar í hvítasunnu: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ingólfur Guðmundsson messar. Sr. Frank M. Halldórsson. KIRKJA JESU KRISTS: Hinna síöari daga heilögum; skólavöröustíg 16. Hvítasunnudag: Sunnudagaskóli kl. 14. Sakramentissamkoma kl. 15. GARÐA- og BESSASTAÐASÓKNIR: Hvítasunnudagur. Guösþjónusta í Bessastaðakirkju kl. 2 e.h. Sigur- veig Hjaltested syngur einsöng. Garöakórinn. Organisti Þorvaldur Björnsson. Bragi Friðriksson. KAPELLA ST. JOSEFSSYSTRA Garðabæ: Hvi'tasunnudag: Hámessa kl. 2 síðd. FRÍKIRKJAN í Hafnarfiöi: Hvíta- sunnudagur. Guðsþjónusta kl. 2 e.h. — Safnaðarstjórn. HAFNARFJARÐARSÓKN: Hvítasunnudagur. Guösþjónusta kl. 11 f.h. (athugið breyttan messutíma). — Annar hvítasunnu- dagur. Skírnarguðsþjónusta kl. 3 e.h. — Sóknarprestur. VÍÐIST AÐASÓKN: Hátíðarguðs- þjónusta í kapellu sóknarinnar í Hrafnistu kl. 11 f.h. á hvítasunnu- dag. — Sr. Sigurður H. Guðmundsson. HVALSNESKIRKJA: Hvítasunnudagur. Hátíðarmessa kl. 11 árd. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Hvítasunnu- dagur. Hátíðarmessa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. EYRABAKKAKIRKJA: Hvíta- sunnudagur. Guðsþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. GAULVER J ABÆJARKIRK J A: Hvítasunnudagur. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA : Annar hvítasunnudagur. Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Hvíta- sunnudagur. Messa kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Hvítasunnudagur. Hátíðarguös- þjónusta kl. 10.30 f.h. — Hátíöar- guösþjónustur sama dag í sjúkra- húsinu kl. 13 og Dvalarheimilinu Höfða kl. 14. — Sr. Björn Jónsson. HALLGRÍMSKIRKJA VINDÁSHLÍD: Guösþjónusta annan í hvítasunnu kl. 14.30. Prest- ur dr. Gunnar Kristjánsson. Kaffisla verður að lokinni guðsþjónustu. Elfar Þórðarson með eitt verka sinna. Málverkasýning á Stokkseyri Elfar Þórðarson opnar mál- verkasýningu i Gimli á Stokks- eyri á morgun, laugardaginn 2. júní. Sýningin verður opin virka daga kl. 20—22 en um helgar kl. 14-22 til 10. júní. Á sýningunni eru 45 vatnslita- myndir málaðar á þessu og síðasta ári. Þetta er fjórða einkasýning Elfars. Hann hefur áður sýnt á Selfossi og í Hveragerði en þetta er önnur sýning hans á Stokks- eyri. Elfar er sjálfmenntaður frí- stundamálari. Hreppsnefndin varð að hafa afskipti af hestaleigu HREPPSNEFND Mosfellshrepps varð síðari hluta vetrar að hafa bein afskipti af starfrækslu hestaleigu, sem rekin hefur verið á því þjóðfræga býli í Mosfellsdalnum, Laxnesi, vegna þess hve hestarnir sættu þar slæmri meðferð eiganda hestaleigunnar. Hófst þetta mál með því að forðagæzlumenn Mosfellshrepps -sneru sér til hreppsnefndarinnar eftir að forðagæzlumennirnir höfðu farið í könnunarferð á búið. — Sögðu þeir eftir þá heimsókn um eftirlit með hestum og fóðri, að ástandið væri slæmt. Fóru fóðureftirlitsmenn fram á viðeig- andi ráðstafanir hreppsnefndar- innar strax. — Áður en málið var tekið fyrir á hreppsnefndarfundi fóru dýraeftirlitsmaður hreppsins og trúnaðarmaður Samb. dýra- verndunarfél. íslands, að Laxnesi. Þeir lögðu til að dregið yrði undan þeim hestum, sem þá var búið að járna og notkun reiðhesta þessar- ar hestaleigu í Laxnesi tafarlaust bönnuð. Þeir lögðu ennfremur til að hrossin þar yrðu sett undir dag- legt eftirlit. — Þegar hreppsnefnd Mosfellshrepps kom saman til fundar í apríllok var samþykkt að vinna að lausn þessa vandamáls samkvæmt áliti eftirlits- og trún- aðarmanna þeirra sem um málið höfðu fjallað. — Málið var auk þess sent sýslumannsembættinu. Sýslumaður sá um framkvæmd málsins. Hestarnir voru og settir undir eftirlit dýraeftirlitsmanns hreppsins. Þessu hestamáli í Laxnesi mun hafa miðað það síðan þetta gerð- ist, að fyrir nokkru hafði forstöðu- manni hestaleigunnar verið veitt leyfi til þess að járna aftur hest- ana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.