Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1979 15 Jóhann G. sýnir í Hamra- görðum JÓHANN G. Jóhannsson opnar málverkasýningu í Hamragörðum, Hávallagötu 24, í dag, 2. júní kl. 15. Á sýningunni eru 40—50 mál- verk, máluð með vatns- og olíulit- um. Ekkert þessara málverka hef- ur áður verið sýnt í Reykjavík. Sýningunni lýkur 11. júní en hún er opin milli 15 og 22 daglega. Jóhann með eitt af málverk- unum sem verður á syóing- unni. Ljósm. Emilía. AfmælishappdrættiSjálfstæðisflokksins: Dregið eftir viku Afmælishappdrætti Sjálf- stæðisflokksins er nú í fullum gangi, enda verður dregið eftir 7 daga, þ.e. 9. júní. Sala miða hefur gengið vel, en enn eiga margir eftir að gera skil á heimsendum miðum og fer því að verða skamm- ur tími eftir til að koma því í kring. Skrifstofa happdrættisins er í Sjálfstæðishúsinu, Háaleitis- braut 1, og mun hún sjá um að senda miða og sækja greiðslur til þeirra, sem óska eftir því. Skrifstofan er opin í dag kl. 13 til 17 og sfminn er 82900. (Frá SJál(KtæðÍHflokknum). Olíukostnaður 8-900 þúsund í frétt Mbl. í gær um hitaveitu- mál íbúa í Setbergslandi í Hafnar- firði slæddist inn prentvilla, þar sem getið er um olíukyndingar- kostnað fyrir 140 fermetra ein- býlishús. Kostnaðurinn er 800—900 þúsund krónur á ári. Þetta leiðréttist hér með. 0 INNLENT Rainbow Warrior mættur til leiks „RAINBOW Warrior“, skip bar- áttumanna gegn hvalveiðum, lagði að bryggju f Reykjavfk um hádegisbilið f gær. Þetta er f annað skipti sem skipið kemur til íslands f þeim tilgangi að trufla veiðar fslenzkra hvalveiðiskipa. Að sögn Allan Thorntons, tals- manns umhverfisverndarsamtak- anna „Greenpeace“ er hópurinn, 20 manns, nú betur f slaginn búinn þar sem áhöfn er hæfari en áður og hefur auk þess yfir að ráða nýjum hraðskreiðum gúm- báti er stöðugt mun fylgja einu hvalveiðiskipanna eftir. Geithellnahreppur: Kosið annan sunnudag KJÖRSTJÓRN Geithellnahrepps hefur auglýst að uppkosningar til hreppsnefndar og sýslunefndar skuli fram fara sunnudaginn 10. júní n.k. Kosið verður eftir kjörskrá þeirri óbreyttri, sem kosið var eftir hinn 25. júní 1978 og um sömu framboðsíista. Félagsmálaráðuneytið úr- skurðaði í fyrravor að kosningin í Geithellnahreppi hefði verið ólögleg og skyldi endurtekin. Dráttur hefur orðið á því að kosningin færi fram aftur, m.a. vegna þess að kjörstjórnin sagði af sér. Markmiðið með leiðangri um- hverfisverndarmanna til íslands er að þessu sinni tvíþætt. Auk þess sem „Rainbow Warrior" mun eftir fremsta megni reyna að hamla veiðitilraunum hvalveiði- skipa hyggjast aðstandendur beita sér fyrir áróðurs- og upplýsinga- herferð innanlands, með bækling- um og fundarhöldum, og reyna að hafa áhrif á stefnumótun hér- lendra ráðamanna í hvalveiðimál- um. Hinn nýi gúmbátur áhafnarinn- ar er tuttugu og átta feta langur og mun hafa verið notaður við olíupaila í Norðursjó með góðum árangri. Er hann búinn raftækja- kosti sem gerir honum kleyft að vera í sambandi við móðurskipið í hundrað míina fjarlægð. Báturinn getur siglt með þrjátíu til fjörutíu sjómílna hraða á klukkustund og mun í sífellu sigla í milli er hvalskip reynir að athafna sig. Samkvæmt upplýsingum Allan Thorntons gera leiðangursmenn sér vonir um að takast megi að draga úr afla íslenzkra hvalveiði- skipa í ár um tuttugu af hundraði. Hann sagði að þó væri ekki síður mikilvægt að vekja almenning til umhugsunar um þá hættu er hvalastofnum stafaði af veiðinni og einkum þó að efla rannsóknir á stöðu þeirra við ísland. Næsti fundur alþjóða hvalveiði- ráðsins verður haldinn í London 9. júlí og mun Þórður Ásgeirsson ráðuneytisstjóri verða forseti hennar. Talsmenn „Greenpeace" kváðu því miklu varða hvernig íslendingar beittu áhrifum sínum á ráðstefnunni. Guðrún Á. Símonar tók lagið fyrir blaðamenn á fundinum. Söng hún m.a. lagið Aprés Toi, lagið sem varð heimsfrægt fyrir fáum árum f söngvakeppni sjónvarpsstöðva f Evrópu. Guðrún mun einnig syngja það Iag á kvöldskemmtuninni. Kvöldskemmtim með GuðrúnuA. og kompaný íleltum dúrogmoU GUÐRÚN Á. Sfmonar efnir til kvöidskemmtunar í iéttum stíl f Háskólabíói miðvikudaginn 6. júnf n.k. kl. 7.15. Ber skemmtunin heitið Kvöldskemmtun með Guð- rúnu Á. og kompany í léttum dúr og moll. Guðrún mun flytja fjölmörg létt lög, innlend og erlend, sum heims- kunn dægurlög og söngleikjalög. M.a. mun hún syngja lög sem hún söng fyrst með hljómsveit Bjarna Bö. Af söngieikjalögum á efnis- skránni sem Guðrún og aðrir sem fram koma, munu syngja, má nefna lög úr West Side Story, Sound of Music og Oklahoma. Guðrún hefur fengið til liðs við sig aðra listamenn sem munu koma fram á milli atriða hennar á kvöldskemmtuninni. Eru það Þur- íður Pálsdóttir, Guðmundur Jóns- son, Magnús Jónsson, Kristín Sæ- dal, Guðrún Kristinsdóttir, Árni Elvar, félagar úr kór Söngskólans í Reykjavík og Árni Johnsen. Þá mun Guðrún að sjálfsögðu mæta með nokkra af köttum sínum og tvo hunda og munu dýrin bregða á leik á sviðinu. Dagskrá skemmtunarinnar hefgt með því að Guðrún syngur lögin My own og All The Things You Are við undirleik Árna Elvar og lögin Little Things Mean a Lot og Lisa við undirleik Guðrúnar Kristins- dóttur. Að loknu hléi hefst dagskráin með því að Þuríður Pálsdóttir og Guðrún Á. flytja Kattadúettinn. Félagar úr kór Söngskólans í Reykjavík hefja lokaþátt skemmt- unarinnar með því að syngja laga- syrpuna Bless Them All, Wish Me Luck og Well Meet Again, lög frá tímum beggja síðustu heimsstyrj- alda. Lokalagið mun Guðrún A. syngja ásamt Söngskólakórnum, Auf Wiedersehen umkringd hund- um og köttum. Á milli söngatrið- anna koma fram og leika listir sínar kettirnir John John, Nino og Tíbrá og hundarnir Puskin og Rydy. Á blaðamannafundi sem Guðrún hélt kvaðst hún myndu hafa nokk- urskonar tískusýningu fyrir feitt fólk, jafnhliða söngskemmtuninni. „Eg verð tískusýningardaman og kem fram í 4—5 mismunandi lýólum og skipti líka um hárkollu. Eg ætla að vera svolítið smart,“ sagði Guðrún. Miðasala á þessari kvöld- skemmtun í léttum dúr og moll með Guðrúnu Á. og kompaný hefst í Háskóiabíói kl. 16 þriðjudaginn 5. júní, daginn fyrir tónleikana. Spjallað við nýjan útvarpsþul: Kópavogsbú- ar ekki á eitt sáttir um miðbæjar- skipulagið Ekki munu Kópavogsbúar allir á eitt sáttir um hugmyndir að skipulagi miðbæjarsvæðis Kópa- vogs. Borgarafundur um þetta mál var haldinn s.l. mánudag og stóð hann fram yfir miðnætti og var þá frestað. Ákveðið hefur verið að fundinum verði fram haldið þriðjudagskvöldið 5. júní og hefst hann kl. 20.30 í Víghólaskóla. Einnig mun sýningin að Hamraborg 1, þar sem skipulags- hugmyndirnar eru kynntar, verða framlengd til fimmtudagsins 7. júní. Er í uppeldi hjá Jóhannesi og Gerði Útvarpshlustendur hafa eflaust tekið eftir þvf að ný rödd hefur hljómað við lestur tilkynninga og frétta nú sfðustu dagana, en nýr þuiur hefur verið f þjálfun til að taka að sér afleysingastörf f sumar. Þulurinn er sr. Kristján Róbertsson Fríkirkjuprestur og innti Mbl. hann eftir þvf hvað hefði komið honum til að huga að þessu starfa: — Starf mitt er nú frekar rólegt yfir sumarmánuðina og gefur tækifæri til að sinna ýms- um öðrum efnum og því datt mér í hug að prófa þetta starf. Ég gerði það með samþykki og samráði við safnaðarstjórnina þannig að þularstörfin koma ekki niður á mínu aðalstarfi, enda hefi ég alls ekki í hyggju að hætta því. — Ég býst við að vera við þetta í óákveðinn tíma og verður sjálfsagt mest þörfin nú yfir sumarmánuðina og síðan ræðst það hvort leitað verður til mín síðar ef afleysingamann vantar við önnur tækifæri. Sr. Kristján Róbertsson er ekki alveg ókunnur útvarps- hlustendum, en hann sagðist hafa komið fram í útvarpi á skólaárum sínum er hann var igripamaður og las stundum aðsent efni, en ekki kvaðst hann hafa verið við þularstörf áður. — Þessa fyrstu tvo daga var ég í uppeldi hjá Jóhannesi Ara- syni og Gerði G. Bjarklind og vonast ég tii að komast smám saman inn í starfið og lízt bara vel á það, sagði sr. Kristján að lokum, en í dag mun hann m.a. koma viö sögu í þættinum í vikulokin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.