Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979
Halldór Blöndal:
Ríkisstjórnin vildi ekki
málefnum bænda
F orsætisráðherra sleit þingi, áður
um annað. Samkomulag eða ekki
samkomulag. Kemur út á eitt. Um
það geta þeir rifizt áfram Stein-
grímur Hermannsson og
Sighvatur Björgvinsson. Niður-
staðan varð sú, að það skyldi koma
til kasta þingsins, hvernig við
offramleiðslunni yrði brugðizt.
Þetta lá fyrir, þegar tillaga Sjálf-
stæðismanna var felld.
EG skal ekki snúa út úr fyrir
Steingrími Hermannssyni með því
að segja að hann hafi sagt, að
hann vildi ekki að Framsóknar-
flokkurinn væri bændaflokkur, en
ég staðhæfi, að einhvern tíma
en þingmönnum gafst tími til að klappa um mál-
ið vegna forystuleysis landbúnaðarráðherra
á
„Ég er baki brotnu að vinna að
því að gera mig óvinsælan". sagði
Valtýr Pétursson einu sinni og
hefur ekki í annan tíma verið
bctur látinn af íólki upp og ofan.
Matthías Jóhannessen hafði þessi
orð að fyrirsögn í viðtali sínu við
listamanninn vegna þess. að bak
við hálfkæringinn var rammasta
alvara: Hér var ekki á ferðinni
maður. sem var að framieiða
söluvarning. fremur en þing-
menn Sjálfstæðisflokksins væru
að verzla með bændur. þegar þeir
gengu út úr þingsalnum á dögun-
um. — A hinn hóginn hefur
mikið borið á því síðan. hverjir
það eru. sem haki hrotnu vinna
að því að gera sig vinsæla. — og
ætla ha ndum litla dómgreind.
Vorharöindin
Vorið langt
verður oft dónunum,
heldur strangt
harðnar í sveitunum,
kvað Árni Böðvarsson á Ökrum á
Mýrum.
Bændur standa nú frammi fyrir
miklum erfiöleikum vegna
vorharðinda. í lögum um Bjarg-
..Mór hcvrist þú vcra lítilmcnni".
sököu þcir Jón IlrcKnriftsson off
Vilhjálmur á Ilrckku.
ráðasjóð eru allar þær heimildir,
sem ríkisstjórnin þarf á að halda
til að duga þeim vel. EF HÚN Á
ANNAÐ BORÐ VILL. Og ég vil
ekki ætla henni annað, þótt flest
verk hennar hafi snúizt til lítillar
giftu fyrir þjóðina.
Á hinn bóginn sá ég það í
Tímanum á miðvikudag, að
Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku
telur Geir Hallgrímsson hið
versta illmenni fyrir þær sakir, að
hann vill greina á milli vorharð-
inda og offramleiðslu á Iand-
búnaðarvörum. Vilhjálmur skrif-
ar: „Geir Hallgrímsson segir í
grein í Morgunblaðinu sl.
fimmtudag, að vandamál vegna
offramleiðslu sé eitt, vegna
harðinda annað. En honum láist
að gæta þess, að bóndinn, sem ekki
getur selt afurðir sínar og bónd-
inn, sem nú berst upp á líf og
dauða viö harðindi sem ekki eiga
sinn líka á öldinni er einn og sami
maðurinn. Og hann þarf á
liðveizlu að.halda strax:
„Þess vil ég biðja þig, Gissur
jarl, að þú fyrirgefir mér það, er
ég hef af gert við þig“, mælti
Þórður Arndrésson forðum og
Gissur jarl svarar: „Það vil ég
gera, þegar þú ert dauður“
Bændur hafa ekki fyrr verið
teknir slíkum kverkatökum sem
nú. Framsóknarflokkurinn ...
“ . o.s.frv.
Meðan Vilhjálmur á Brekku var
menntamálaráðherra veittist
ungur maður að honum með
brigzlum um, að honum gengi illt
eitt til með athöfnum sínum.
Vilhjálmur sló því upp í glens, tók
líkingu úr íslandsklukkunni, þeg-
ar Jón Hreggviðsson sagði við Jón
Þeófílusson, sem hafði gjört þá
játningu að hafa beðið guð, eftir
að Pokurinn hafði svikið hann:
„Mér heyrist þú vera lítilmenni",
sögðu þeir Jón Hreggviðsson og
Vilhjálmur á Brekku.
Sú hönd, sem stýrði pennanum í
grein Vilhjáims á Brekku í Tíman-
um sl. miðvikudag, hiytur að hafa
veriö vinstri höndin. Ég þekki ekki
þann Vilhjálm á Brekku, sem sú
grein lýsir og vil ekki þekkja.
Ég leyfi mér að fullyrða það, að
sú aðstoð, sem ríkisstjórnin
treystir sér til að veita vegna
vorharðinda og hafíss verði ekki
svo ríkulega úti látin, að neinn
sjái ofsjónum yfir því. Og felst þó
í þessum orðum engin efasemd
um, að ríkisstjórnin sé öll af vilja
gerð í þeim efnum. Þess vegna skil
ég ekki, hvað gengur þeim mönn-
um til, sem nú láta sem svo að við
Sjálfstæðismenn hlökkum yfir því
að vorið gleymdi að koma til
íslands á þessum maídögum.
Offramleiðslan
í vetur hafði ég orð á því við
búnaðarþingsfulltrúa, að mestu
áh.vggjur búnaðarþings væru þær,
að bændum búnaðist of vel. Þetta
er kannski grár orðaleikur. En við
vitum, að þeim sölusamtökum,
sem bændur hafa treyst, hefur
ekki gengið of vel að selja afurðir
þeirra á erlendum mörkuðum. Við
vitum líka, að öðrum hefur á
stundum tekizt betur, eins og m.a.
er að sýna sig þessa dagana.
Samband íslenzkra samvinnu-
félaga hefur einkum selt afurðir
bænda á .erlendum mörkuðum.
Það hefur fengið jafnmikið í sinn
Aft minnsta kosti hctur hann
ckki halt orft á því aft stinga
íorswtisráfthcrra olan I poka
hlut, hversu hátt eða lágt sem
verðið hefur verið, — þökk sé
útflutningsuppbótunum. Niður-
staðan hefur orðið sú, að ekki
hefur borgað sig fyrir sambandið
að leggja í kostnað til þess að selja
afurðir bænda, — fara í markaðs-
leit.
Stéttasamband bænda og Fram-
sóknarflokkurinn hafa talið, að
þetta kerfi sé ekki aðeins
fullnægjandi, heldur ákjósanlegt
fyrir bændur. Einkum hefur mér
fundizt það á landbúnaðarráð-
herra, að svona eigi þetta að vera.
Ef gagnrýnisrödd heyrist, heitir
það að fjandskapast við bænda-
stéttina eins og hún leggur sig og
vanta félagslegan þroska, hvað
svo sem það nú er.
En eftir stendur það, að við
fáum of lágt verð fyrir afurðir
bænda á erlendum mörkuðum.
Það er einkum tilfinnanlegt, þegar
mörg góðæri fara saman. Vandi
bænda af þessum sökum nú er
meiri en svo, að Samband
íslenskra samvinnufélaga geti
vænst þess að vera hafið yfir grun
eins og kona Cæsars fyrir einum
tvö þúsund árum.
Útflutningsbætur
eru á þrotum
Offramleiðsla landbúnaðarvara
kom ekki „eins og þjófur úr
heiðskíru lofti". Þetta vandamál lá
ljóst f.vrir á sl. hausti og skýrðist,
eftir því sem nær dró fjárlögum.
En það var enginn vilji hjá
ríkisstjórninni til að taka á þessu
vandamáli þá, heldur átti að
hlaupa f það skjólið að taka
erlent lán til þess að greiða niður
landbúnaðarvörur á erlendum
miirkuðum. Ég læt mönnum eftir
að dæma um það, hvort Ingólfur
Jónsson frá Hellu hefði sætt sig
við slíka lausn, meðan hann var
landbúnaðarráðherra. Hann var
„En aft sjálfsöfcftu nýtur ríkis-
stjórnin þá minna trausts. a.m.k.
hjá hu'ndum."
líka svo stór í sniðunum, að Gylfi
Þ. Gíslason og hans nótar hrukku
undan, þegar svo bar við. Á þeim
tímum þótti þeim Gunnari
Guðbjartssyni og Vilhjálmi á
Brekku aldrei of vel gert við
bændur, og mætti ætla, að þess
vegna hefðu þeir metnað fyrir
Framsóknarflokkinn nú.
Ingi Tryggvason skrifar 29. maí
sl.: „Útflutningsbætur samkvæmt
fjárlögum þessa árs eru nú þrotn-
ar. Samkvæmt áætlun um
framleiðslumagn þessa verðlags-
árs vantar rúma 5 milljarða á að
útflutningsbótaréttur samkvæmt
lögum dugi til að greiða bændum
fullt verð fyrir framleiðsluna. Ef
reiknað er með 4400 bændum eru
þetta um 1,2 milljón á bónda
(milljarður stóð í Tímanum) eða
yfir 20% af áætluðum fjöl-
skyldutekjum í verðlagsgrund-
velli“.
Þessi hugleiðing bóndans á
Kárhóli er skrifuð til þess að
koma allri sök af vondri stöðu
landbúnaðarins yfir á herðar
Sjálfstæðisflokksins, enda skín
lotningin fyrir ríkisstjórninni og
Framsóknarflokknum út úr hverri
línu. En bóndanum fyrir norðan
gleymist þetta eitt, sem er
kannski höfuðatriði málsins, að
landbúnaðarráðherra þótti ekki
taka því að leita samstarfs og
samráðs við Sjáifstæðisflokkinn
til að koma málefnum bænda
fram, heldur var allur í loftinu,
eins og síðar verður að vikið.
Hitt er svo annað mál, að ekki
er kyn þótt illa takist til um stjórn
landbúnaðarmála, þegar helztu
ráðgjafarnir eru Lúðvík Jósepsson
og Stefán Jónsson, sem ku vera
búandi í Fnjóskadal. Að ráðum
þessara manna voru niðurgreiðsl-
ur auknar úr hófi fram sl. haust í
samræmi við það kosningaloforð,
að íslendingar ætu að sama skapi
meira dilkakjöt, sem niðurgreiðsl-
urnar yrðu meiri. Ég er ekki frá
því, að þessir tveir þingmenn séu
ívið fram-settari en ella, en að
öðrum kosti hef ég ekki orðið þess
var að neyzla á dilkakjöti hafi
aukizt hér á landi. Á hinn bóginn
er ég ekki frá því, að bændum
hefði komið það betur að fé á
fjárlögum hefði verið riflegar
skammtað til útflutningsbótanna
en raun ber vitni.
Tillaga Sjálfstæðis-
manna var f elld
Þegar fullreynt var, að Stein-
grímur Hermannsson dugði ekki
sem landbúnaöarráðherra, fluttu
Sjálfstæðismenn tillögu á Alþingi
við afgreiðslu á frumvarpi til
breytinga á framleiðsluráðslögun-
um,“ sem fól í sér víðtæka heimild
til að leggja fram fó úr ríkissjóði
til að greiða fyrir sölu óverð-
tryggðrar framleiðslu búvara.
Landbúnaðarráðhcrra og
stjórnarliðið töldu sig hafa efni á
að fúlsa við þessari tillögu, þrátt
fyrir að bændasamtökunum hefði
áður verið gcfið vilyrði um, að
ríkið aðstoðaði bændur við að
selja óverðtryggðar afurðir
þeirra gegn því að bændur fóllust
á aðgerðir til að draga úr fram-
leiðslunni."
Formaður Stéttarsambands
bænda, Gunnar Guðbjartsson,
hefur nýlega látið til sín heyra og
Ilann mátti ckki vcra aft því aft
láta þinxift starta unz hotn /eng-
ist I málctni hænda.
þykist vera karl í krapinu. Hann
bregður sér í gervi Jóns sterka og
lætur sem hann sé að drekkja
nafna sínum Gerrekssyni í Brúar-
á, enda hafi hann áður sporðrennt
öllum þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins!!! I þessu leikbrúðulandi
mætti vænta þess, að land-
búnaðarráðherra yrði Gvendur
smali. — Eða svo að talað sé í
alvöru: Hverjar voru undirtektir
formanns Stéttarsambands
bænda við tillögur sjálfstæðis-
manna, sem hér var getið: Og
hvaða einkunn gaf hann
Framsóknarmönnunum og
Kommunistunum fyrir
frammistöðuna?
Ríkisstjórnin
hundsaði vandamál
bænda
Það er nú komið í ljós, að
ríkisstjórnin tók ákvörðun um að
láta vandamál bænda ekki til sín
taka. Landbúnaðarráðherra segir,
að ekki hafi orðið „samkomulag"
hefði formaður Framsóknar-
flokksins í stólnum hans látið á
það reyna í ríkisstjórn, — og verið
tilbúinn að standa upp ella —
hvort tekið yrði á málefnum
bænda eða ekki, eins og nú er
ástatt. En hér fór sem endranær
um ráðherrana og eru þeir hver
sem einn:
Vesæla land!
Setið er nú meðan sætt er,
senn er nú étið, hvað ætt er,
vesæla land!
Ekki ætla ég Matthíasi Joehum-
ssyni að geta ímyndað sér þvílíka
ríkisstjórn, sem nú höfum við,
þótt hugmyndaríkur væri með
ólíkindum.
Ólafur sleit
þinginu
Þegar sýnt var, að landbúnaðar-
1.2 milljón króna tckjuskcrftiny á
bónda. sc/fir Intci á Kárhóli. og
prísar sinn landhúnaftarráft-
hcrra.
ráðherra dugði ekki og að ríkis-
stjórnin vildi ekki, tók land-
búnaðarnefnd neðri deildar sig
fram um að flytja tillögu um
ríkisábyrgð á erlendu láni til þess
að greiða bændum útflutnings-
uppbætur. Landbúnaðarráðherra
hefur síðan sagt, að hann hafi
staðað á bak við þetta, en vegna
skuldbindinga sinna sem ráðherra
ekki getað flutt frumvarpið
sjálfur. Hræddur er ég um, að
Ingólfur á Hellu hafði seint gert
sig að svo litlum manni.
Landbúnaðarráðherra og ríkis-
stjórnin hafa á hinn bóginn varizt
allra fregna um það, hvert fram-
haldið yrði, hverjir nytu góðs af
láninu (bændur einir eða SÍS
líka), hver skyldi greiða lánið
o.s.frv.
Framhaldið þekkja menn.
Ólafur Jóhannesson ræður því
sem forsætisráðherra, hvenær
þingi er slitið. Hinum þóttu
vandamál bænda minni háttar svo
að hann nennti ekki að fresta
þingslitum um litla tvo daga til
þess að þingmönnum gæfist
kostur á að klappa um málin, enda
reið honum á að komast vestur,
eins og maður getur skilið.
Hitt þykir mér undarlegt, að
formaður Stéttarsambands bænda
skuli elsku-sáttur við þingslitin.
Að minnsta kosti hefur hann ekki
haft orð á því að stinga forsætis-
ráðherra ofan í poka, enda löng
leið norður í Fljót til að dýfa
honum ofan í.
Boðskapur
erkibiskups
Vilhjálmur á Brekku er sýnilega
vel að sér í Sturlungu. Ég býst við