Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1979 17 Goðsögnin um Niccolo Pagan- ini, sem um þessar mundir er framhaldsþáttaefni sjónvarpsins, hefur sveipað hann dularfullum töfraljóma. Þessi töfraljómi hef- ur tryggt honum sess sem mesta fiðlusnillingi allra tíma, og úr þeim sessi verður honum sjálf- sagt ekki velt, þótt ekki væri nema vegna þess að Paganini situr öruggur í órjúfandi þögn þess tíma þegar hljóðritanir voru ekki komnar til sögunnar, þannig að samanburður við menn eins og Heifetz, Menhuin og Oist- rach-bræðurna, svo einhverjir séu nefndir, kemur ekki til greina. Það kann að vera fánýtt að leita ævinlega að þeim, sem er mestur og beztur, því að slíkt mat á listamönnum verður ávallt háð tilfinningum og getur ekki orðið hlutlægt. En það breytir ekki þvi að frægð og orðstír Paganinis sem mesta fiðlusnillings allra tíma hafa staðizt. Ein skýringin á þessari lífseigu goðsögn eru eflaust hinar gífur- legu vinsældir, sem Paganini átti að fagna í samtíð sinni. Hann kunni ekki síður að spila á áheyr- endur sína en fiðluna, og notfærði sér margs konar brellur til að fanga hug þeirra þegar tónelska þeirra dugði ekki til. Margar sögur eru til af því hvernig „poppari nítjándu aldar- innar" Paganini tókst að fá fíngerðar og yfirliðagjarnar yfirstéttarkonur til að missa glóruna á þeim viðkvæmu augnablikum er hann horfði á þær seiðandi augum yfir bogann sem dróg angurblíða tóna úr fiðlunni. Hann lagði Evrópu að fótum sér í fjögurra ára tónleika- ferð árin 1928 til 1932, og kannski er ekki fjarri lagi að segja, að í því ferðalagi hafi Paganini orðið nokkurs konar „poppari nítjándu aldarinnar". Tröllasögurnar voru komnar á undan honum hvar sem hann fór og alls staðar hópaðist að honum múgur og margmenni. Paganini mun hafa verið maður fégjarn, og á þessu mikla ferða- lagi safnaði hann auði ekki síður en aðdáendum. Niccolo Paganini var fæddur í Genúa 27. október árið 1782. Faðir hans var efnalítill kaup- maður, músíkalskur og tilfinn- ingaríkur. Drengurinn hóf reynd- ar fiðlunámið hjá föður sínum, en var brátt komið til hinna ágæt- ustu kennara. Ekki er þó talið að kennararnir hafi haft ýkja mikil áhrif á þroska hans, því að pilturinn var þrjózkur og gjarn á að fara sínar eigin leiðir. Hann var ekki síður uppreisnargjarn gagnvart foreldrum sínum, og sextán ára gamall losaði hann sig úr viðjum fjölskyldulífs og regiu- bundins náms, strauk að heiman og lagði land undir fót með fiðluna undir hendinni. Hann flakkaði vítt og breitt um Ítalíu um árabil og lifði af því sem hrifnir áheyrendur létu af hendi rakna, og ekki fara sögur af því að hann hafi liðið skort á þessu tímabili ævi sinnar. Fjárhættuspil var ein mesta ástríða Paganinis og svo mikið var hann reiðubúinn að leggja í sölurnar fyrir möguleikann á skjótfengnum peningum, að hann spilaði jafnvel fiðlunni út úr höndunum á sér. En hin ágæta lífsregla um nýjan skilding með nýjum degi sannaði sig, því að von bráðar var honum gefin forláta Guarnerius-fiðla, sem enn þann dag í dag er þjóðargersemi á Italiu. Á tímum Paganinis tíðkaðist sá siður meðal aðalsfólks á Italíu, sem og annars staðar í Evrópu, að halda tónlistarmenn, rétt eins og nútímafjölskyldur eiga hljóm- burðartæki. Þannig lifði Paganini löngum í góðu'yfirlæti, ekki sízt í skjóli hefðarkvenna eins og Elízu Bónaparte Bacciochi keisarasyst- ur og prinsessunnar í Lucca. Hann var mjög upp á kvenhönd- ina og á árunum upp úr aldamót- um stóð hann í svo rómantísku sambandi, að hann lokaði sig frá umheiminum, bjó í kyrrþey með ástkonu sinni og lék ekki opinber- lega. Á þessu tímabili sinnti hann tónsmíðum af miklum krafti, og samdi þá meðal annars einleiks- kaprissurnar tuttugu og fjórar, sem löngum hafa verið taldar meðal helztu tónverka fyrir fiðlu, og bæði Liszt og Schumann settu síðar út fyrir slaghörpu. Meðal annarra merkra verka eftir Pag- anini má telja Moto Perpetuo, konsertinn í E-dúr; og tvo flokka með sex sónötum hvorn fyrir fiðlu og gítar, en Paganini var einnig frábær gítarleikari. Paganini átti einn son barna og hafði á honum svo mikið dálæti að dýrkun stóð næst. Síðustu ár ævi sinnar bjó hann á sveitasetri sínu í námunda við Parma, og hélt sig ríkmannlega, enda var auður í garði. Paganini var alla tíð veikbyggður og heilsuveill, og árið 1834 tók heilsu hans að hraka mjög og síðustu árin lék hann sjaldan opinberlega. Niccolo Paganini andaðist úr tæringu í Nizza árið 1840. greindum aðgerðum með setningu bráðabirgðalaga eða eftir öðrum leiðum sem ríkisstjórnin hefur á sínu valdi. Framsóknarflokkurinn leggur hins vegar áherzlu á að slíkar aðgerðir verða að vera víðtækar, ef þær eiga að ná þeim árangri, sem að er stefnt." Steingrímur Hermannsson lagði á það áherzlu á fundinum að bráðabírgðalög yrðu að vera all- víðtæk til þess að þau fengju staðizt. Hann var spurður að því í ljósi þeirrar staðhæfingar að nauðs.vn væri aðgerða á allra næstu dögum, hvort von væri um að samstaða næðist innan ríkis- stjórnarinar á þeim tíma um aðgerðir að gagni. Steingrímur kvaðst sannarlega ekki vonlaust um að samstaða næðist innan ríkisstjórnarinnar. Hann kvað sér Fr amsóknar flokkurinn: Neyðarástand og holskefla óðaverðbólgu blasir við MEGININNTAK vandans er að í þjóðfélaginu er að skapast neyðarástand, olíuleysi vofir yfir, skortur á áburði og ennfremur vantar fóðurbæti til þess að drýgja hey í stórum landshlutum. Þetta er allt á því stigi, að jaðrar við neyðarástand, sem taka mun tíma að leysa. Astandið er að verða óþolandi og því verður ríkisstjórnin að grípa inn í á allra næstu dögum. — Á þessa leið mæltist Tómasi Árnasyni fjármálaráðherra á blaðamannafundi, scm hann og Steingrímur Ilermannsson, formaður Framsóknar- flokksins. hoðuðu til í gær. „Við viljum ekki fallast á þá skoðun, að ekki sé fullkomlega eðlilegt að setja bráðahirgðalög til þess að lcysa þennan vanda. Við föllumst ekki á. að ekki megi setja lög til þess að koma í veg fyrir tjón. sem seint eða aldrci verður bætt.“ sagði Tómas. Tilefni þess að forysta Fram- sóknarflokksins, formaður hans, ritari, gjaldkeri og framkvæmda- stjóri boðuðu til blaðamannafund- ar var fundur framkvæmdastjórn- ar flokksins, sem haldinn var í f.vrradag. Þar var samþykkt yfir- lýsing um ástandið. í yfirlýsing- unni er fyrst vitnað til samstarfs- yfirlýsingar stjórnarflokkanna, lýst er markmiðum um hjöðnun verðbólgu og um að tryggja at- vinnuöryggi. Fagnað er því að tekizt hafi að afgreiða lög um stjórn efnahagsmála og „af- greiðslu greiðsluhallalausra fjár- laga“. Hins vegar segir að launa- stefnan hafi farið úr böndunum, m.a. með lyftingu launaþaks, fyrst hjá Reykjavíkurborg og síðan stig af stigi. Ljóst er, segir í yfirlýsingunni, að nú blasir við ný holskefla óðaverðbólgu. Þá er minnt á til- lögur framsóknarmanna í ríkis- stjórn, sem lagðar voru fram 15. maí í 7 liðum. Tillögurnar hafa áður verið birtar í Morgunblaðinu, en síðan segir: „Framsóknarflokkurinn vekur sérstaka ath.vgli á því neyðar- ástandi sem er að skapast vegna vinnudeilna og harðinda. Leggur flokkurinn áherzlu á að ríkis- s^jórnin grípi þegar til allra til- tækra ráða því til lausnar. Gífur- legar verðhækkanir á olíuvörum auka enn á vandann. Framsóknarflokkurinn er reiðubúinn að standa að ofan- hafa virzt sem samstarfsflokkar Framsóknarflokksins'i ríkisstjórn hafi smátt og smátt verið að gera sér ljóst, að þessi mikli vandi yrði ekki leystur nema með forystu ríkisvaldsins. Hann kvaðst von- góður um að það tækist. Tillögur framsóknarmanna frá 15. maí, sem áður er getið, voru að láglaunamenn fengju þá grunn- kaupshækkun, sern aðrir hefðu fengið, að vísitöluþak yrði sett á laun, að grunnkaup yrði óbreytt út árið og vinnudeilum frestað, að verðlagshækkanir yrðu takmark- aðar, að skyldusparnaður yrði settur á hærri laun, að undirbún- ingur hæfist að gerð heildarkjara- samninga, sem m.a. veröi einfald- aðir og að þeir giltu í næstu tvö ár. Svæðamótið í Luzem: Helga nægir jafntefli í síðustu umferð til að komast í úrslitin BIÐSKÁKIR voru tefldar í gær á svæðaskákmótinu í Luzern í Sviss. Ilelgi Ólafsson gerði jafn- tefli við stórmeistarann Pach- mann og na'gir Ilelga jafntefli í síðustu skákinni til þess að komast í úrslitin. I>á gerði Margcir Pétursson jafntefli við Bcla Soos. Staðan í riðlunum er.sem hér segir fyrir 11. og síðustu umferð- ina í riðlakeppninni: A-riðill: Hiibner 7,5 vinningar í 9 skákum, Guðmundur Sigur- jónsson 6,5 vinningar i 10 skák- um, Wedberg 6 vinningar í 9 skákum og Kagan 5,5 vinningar í 9 skákum. Þessir fjórir menn eru öritggir í úrslitin. B-riðill: Grúnfeld 7 vinningar í 10 skákum, Karlsson 6 vinningar í 9 skákum, Helgi Ólafsson 5,5 vinningar í 9 skákum, Hoi 5,5 vinningar í 9 skákum og Helmers 5 vinninga’- í 9 skákum. Guðmundur hefur lokið sínum skákum, hann vann Soos í 9. umferð en gerði jafntefli viö Hammer í 10. umferðinni. Mar- geir teflir við Hammer í síðustu umferðinni en Helgi við Dúk- stein. Jean-Pierre Jacquillat Níunda sinfónía Beethovens Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í Háskólabíói n.k. fimmtudag, 7. júnf. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Verkefni á þessum tónleikum er aðeins eitt og er það sinfónía nr. 9 eftir Beethoven. Stjórnandi á þessum tónleikum er franski hljómsveitarstjórinn Jean-Pierre Jacquillat. Hann hefur verið hér oft áður og stjórnað Sinfóníu- hljómsveit Islands í Reykjavík og víðar. Söngsveitin Fílharmónía syngur á þessum tónleikum, en Marteinn H. Friðriksson hefur æft kórinn og undirbúið hann fyrir þessa tónleika. Söngsveitina skipa nú um 150 manns. Einsöngvarar verða Sieglinde Kahmann, Ruth Magnússon, Sigurður Björnsson og Guðmund- ur Jónsson. Tónleikarnir verða endurteknir í Háskólabíói laugardaginn 9. jui i 1979 og hefjast þeir kl. 15.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.