Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979
19
Hvítasunnukappreiðar Fáks:
Búist við geysilegri skeiðkeppni
Mót sumarsins eru hafin.
Tvennar kappreiðar hafa verið
haldnar sunnanlands og norðlend-
ingar munu vera komnir af stað
líka. Fákur hélt sínar vor-
kappreiðar 13. maí og Gustur í
Kópavogi hafði sitt mót um sfðustu
helgi. Fátt var stórra tfðinda á
þessum mótum, fá af þekktustu
hlaupahrossunum mættu til leiks
og enginn markverður árangur
náðist.
Fyrsta stórmót sumarsins er nú
sem fyrr hvftasunnumót Fáks,
tveggja daga mót, sem verður
haldið nú um helgina, á laugardag
og mánudag. Það er alveg óhætt að
hvetja fólk til að koma inn að
Víðivöllum um helgina, því þar
verður hörð og spennandi keppni.
Nú mæta mörg af þekktustu
hlaupahrossunum, þar á meðal
margir hinna stórglæsilegu
gæðinga, sem komu fram á degi
hestsins fyrir skömmu.
Gæðmgar
Þrettán gæðingar keppa í
A-flokki og tuttugu og þrír í
B-flokki. Meðal þekktra hesta í
A-flokki eru Garpur og Ljúfur, sem
Sigurbjörn Bárðarson situr báða.
Sigurbjörn er líka með Brján í
B-flokknum og þar er fullt af
frægum köppum, t.d. Gullfeti, sem
Halldór gullsmiður á og situr, sá
frægi og dýri Hannibal, sem Þor-
kell Valdimarsson á en Aðalsteinn
Aðalsteinsson situr núna, Stormur,
Svarti september og f jöldi annarra
minna þekktra og sjálfsagt eiga
einhverjir í þcim hóp eftir að koma
á óvart.
Skeið
Ekki treysti ég mér til að spá um
úrslit í 250 m skeiði, en ég er illa
svikinn ef þar verður ekki geysilega
skemmtileg keppni. Flestar stærstu
stjörnurnar frá síðasta sumri eru
með. Fannar kemur, en í skránni er
spurningamerki við knapann. Aðal-
steinn Aðalsteinsson sem sat
Fannar tvö síðustu sumur situr nú
Ölver, þann sem varð annar á
landsmótinu í fyrra. Alli á Hofi
kemur með Skjóna, Siggi Sæm. með
Þór, Erling með Vafa og Storm
(Formanns-Grána), Trausti Þór með
Villing og auk þeirra er fjöldi
annarra snjallra vekringa, t.d. Ás,
Elísa, Funi og Austri. Alls eru um
þrjátíu keppendur í 250 m skeiði, en
auk þess verður keppt í 150 m
nýliðaskeiði og eins og gefur að
skilja er fátt um þekkta vekringa
þar.
Og svo eins og til að tryggja að
skeiðkeppnin haldi fullri reisn koma
gömlu kapparnir Geiri í Gufunesi og
Siggi Óla í Laugarnesi með hesta í
keppnina.
Brokk
í brokk eru skráðir nítján hestar,
þeirra á meðal Blesi og Fasi, sem
báðir eru vanir keppnishestar.
Keppni í brokki á sér ekki langa sögu
hérlendis og vantar nokkuð á að hún
hafi orðið eins skemmtileg og við
mætti búast. Brokkurum virðist ekki
sýndur fullur sómi, með örfáum
undantekningum koma þeir illa
þjálfaðir til leiks og sumir virðast
ekki eiga erindi í keppni. Vonandi
verður þetta rekið ofan í mig núna á
hvítasunnukappreiðunum.
Folahlaup
Eins og að líkum lætur eru fáir
þekktir hestar í folahlaupi svona
snemma sumars, þó eru nokkrir svo
sem Sáttur, Don, og Sesar frá
Akureyri. Það bregst þó sjaldan að í
folahlaupi verði spennandi keppni.
Skráðir þátttakendur eru átján.
350 m stökk
Þar er fyrst að nefna stórstjörn-
urnar Maju og Gjálp, sem báðar
hlupu á 24,7 sek. í fyrra og báðar eru
með sömu knapa. Milli þeirra verður
væntanlega hörð keppni ekki er
útilokað að einhverjir blandi sér í
þeirra uppgjör, t.d. Stormur Hafþórs
Hafdal, sem var einn af allra fljót-
ustu folunum í fyrra. Knapar í þessu
hlaupi eru flestir kornungir og léttir
og af þeim sem sátu fljótustu
hiauparana í fyrra eru aðeins
Gunnar Sigurðsson og Jósep Valgarð
með núna. Fróðlegt verður að sjá
hvort má sín meira, léttleiki þeirra
ungu eða reynsla og harka þeirra
eldri. Þátttaka er ekki mikil, 14 eru
skráðir.
Þau tíðindi hafa síast út að hvorki
Nös né Loka séu fylfullar eins og til
stóð og megi jafnvel vænta þess að
þær komi til keppni í sumar.
Methafinn Glóa mun vera meidd á
fæti og því er hún fjarverandi nú.
800 m stökk
Bestum tíma í fyrra náði Þróttur,
sem Tómas Ragnarsson á og situr
sjálfur. Þeir eru með núna, áSamt
fjölda annarra þekktra hesta og
ágætra knapa. Baldur Baldursson
situr Rosta og Jerimías, Þórður
Þorgeirsson situr Frúar-Jarp og
Hörður Harðarson, sem er reynslu-
minnstur þeirra sem hér eru taldir,
hleypir þeim ágætu hlaupurum Reyk
og Tinnu. Og svo kemur Einar
Karelsson og heldur uppi merki
þeirra „gömlu" og hleypir hesti sem
er skráður undir nafninu Gauti en ég
gæti trúað að ætti að vera Gutti,
sem hljóp stundum í fyrra með
ágætum árangri, varð í 4.-5. sæti á
afrekaskrá ársins ásamt Rosta. Þótt
Tómas sitji þann hest sem bestum
tíma náði í fyrra er enginn vafi að
hinir knaparnir hafa fullan hug á að
sýna honum hvernig hestar þeirra
hlaupa, séð aftan frá.
Úrslitin
Þetta eru vangaveltur um þekkt-
ustu hrossin og knapana. Eitt af því
skemmtilega við kappreiðar er að
alltaf má búast við að óþekkt
hlaupadýr komi fram á sjónarsviðið
og skilji gömlu stjörnurnar eftir.
Úrslitin ráðast á Víðivöllum á annan
í hvítasunnu. Þar er gott að liggja í
grasbrekku í sólskini og blíðu, nú en
ef rignir er bara að drífa sig í
pollabuxur og regnkápu og koma
samt. S.V.
GRUNDIG
20" 4613
Loekkun kr.70.500.
Áðurkr.499.800.
Núúkr.429.300.
Vildarkjör Nesco
% Útborgun: Mánaðargr.:
20% kr. 86.000 2 X kr. 172.000
30% kr. 129.000 3 X kr. 100.000
40% kr. 172.000 4 X kr. 64.000
50% kr. 215.000 5 X kr. 43.000
60% kr. 258.000 Frjálst innan árs
100% kr. 408.000 (5% staðgr.afsl.)
VEXTIR OG KOSTNAÐGR EKKl INNIFALIÐ.
• Línumyndlampi. („Black-stripe inline“).
Ný og mjög fullkomin gerð.
• Einingaverk. Einfaldar allar viðgerðir
og gerir þær mögulegar í heimahúsum.
• AFC (sjálfvirk tíðnistilling) og
AGC (sjálfvirk mögnunarstilling).
Þessi atriði tryggja bestu viðtöku
hljóðs og myndar.
• Kalt kerfi. Straumnotkun aðeins lOOw.
(Tækið hitnar minna og endist lengur).
• Framvísandi hátalari. (Superphon).
Gefur betri hljómburð en hátalari á hlið.
• Tónstillir fyrir bassa og diskant.
• Valhnotukassi. Stærð 64 X 42 X 45.
Þriggja ára myndlampaábyrgð og sjö daga skilaréttur á öllum tækjum.