Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.06.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979 7 Frásögn Postulasögunnar af hvítasunnuundrinu og öðru því sem gerðist þann dag lýkur svo: „Og þeir héldu sér stöðugt við kenningu postulanna og samfélagið og brotningu brauðsins og bænirnar". Hér var samfélag, hér var eining, enda haföi meistari þessara manna sagt kveldiö fyrir kross- festinguna: „Allir eiga þeir að vera eitt“, og fagurlega höfðu þeir varðveitt ein- inguna fyrst í stað og þó aöeins í fáein ár. Fyrstu stóru átökin urðu milli Páls postula og Jak- obs bróður Jesú, en hvor- ugur þeirra hafði fylgt honum í lifanda lífi hans. Til verulegs klofnings inn- an kristninnar kom þó fyrst síðar og nú er svo komið, sem allir vita, að sértrúarflokkar og kirkju- deildir eru fleiri en svo aö aörir en fróðir menn mjög um þau efni kunni á því skil. Eftir því sem manna- setningum um Krist hefir fjölgar, hefur sundrungin vaxið. Eftir því sem hin kirkjulega guðfræði hefur reyrt fastari böndum frjálsa hugsun, hefur flokkun innan kristninnar fjölgað. Jöfnum skrefum viö það, aö kirkjuþing — og fundir — hafa sam- þykkt fleiri og fleiri skilyrði fyrir sáluhjálp kristinna manna, hefur þeim mönn- um sífjölgað, sem hafa horfið úr röðum „réttrú- aðra“. Tvö dæmi vil ég nefna nýleg aö kalla má. Ekki eru margir áratugir liðnir síöan sá úrskurður páfagarös var gefinn út, aö sáluhjálparskilyröi væri rómv. kaþ.mönnum að trúa því, aö María móðir Jesú hafi verið eingetin eins og sonur hennar og engan jarðneskan föður átt. Nærri má geta, aö slík krafa og þá einnig kenningin um líkamlega himnaför Maríu hljóta að vera nærgöngular sam- vizku góöra og hugsandi kaþólskra manna. Það er ekki kommúnistum einum eða vinstrisinnuðu fólki að kenna, hve stórum fer fækkandi í röðum ka- þólskra manna á Spáni „kaþólskasta landi Evrópu", einkum á Norð- ur-Spáni. í löndum mótmælenda hefur verið mikið unnið og markvisst í átt til einingar á síðari árum, en einnig þar hafa mönnum oröið alvarleg mistök á. Á fjöl- mennu kirkjuþingi í Amst- erdam skömmu eftir að síðari heimsstyrjöld lauk og mönnum var Ijós brennandi nauðsyn á ein- ingu innan kristninnar, var gerð sú krafa til trúar á Jesúm Krist sem Guð, aö sízt var til þess fallin stuðla, að einingu krist- inna manna. Nýlega birti Mbl. frétt af skoðana- könnun í Bretlandi, sem leiddi í Ijós nokkuö vax- andi guðstrú þar í landi, en stórlega minnkandi trú manna á guðdóm eða ein- stætt guðssonareðli Krists, eins og rétttrúnað- urinn kennir. Svo mun víðar. Nú er eðlilegt að einhver vilji minna mig á, að ég eigi aö skrifa hugvekju á hátíð andans, hvítasunnu. Nei, ekki hef ég gleymt því, en kirkjukenningin um heil.anda sem „þriðju per- sónu guödómsins" hefur orðið Þrándur í Götu ein- ingar innan kristninnar. Leitum til frumheimild- anna, frumkristninnar sjálfrar áður en kirkjuþing tóku að semja kenningar um heil.anda, sem þeim vísu mönnum var álíka erfitt að skilgreina og venjulegu fólki aö skilja. Þar veröa fyrir mér tvær meginkenningar: Önnur sú, aö heil.andi sé starfs- tæki Guðs á jörðu, tæki hans til handleiöslu á málefnum og mönnum. Hins vegar sú sem mörg- um ritningarorðum má styöja, aö heil.andi sé beinlínis andi hins upp- risna Krists, sem lofað hafði því, þegar jöröin útskúfaöi honum og myrti hann, aö aldrei skyldi hann yfirgefa jarðneska bræður og systur. Enda trúðu menn því í frum- kristni og síðan, aö þótt Kristur væri með blóðugu ofbeldi hrifinn frá starfi í blóma manndómsáranna, mundi hann frá æðra Ifs- sviði halda starfi sínu áfram. Þeir menn hinnar fornu kirkju, sem liföu og hrærðust í þessari sann- færingu, höföu vitanlega enga þörf fyrir þá kenn- ingu seinni alda, að heil.andi sé þriðja persóna hins þríeina Guðs. „Krist- ur, Krists er ég. Lát það nafn þér nægja“ (My- ers-Smári). Deilur um, hver heil. andi sé, hafa ekki hvað síst orðiö til að kljúfa kirkju Krists, hindra einingu hennar. Einingin hefur að sjálf- sögðu rofnað innan ann- arra trúarbragða en kristninnar. Búddha- dómur, sem að eöli er umburöarlyndastur allra trúarbragöa, klofnaði í tvær meginstefnur. Innan Hindúismans, sem kom fram sem mótvægi gegn Búddhadómi í heimkynni hans, eru margar stefnur ráðandi. Og eftir það, sem gerzt hefur í íran síðustu mánuöi, er Ijóst, hver klofningur hefur orðið í íslam eftir daga Múham- eös. Ber þetta útaf fyrir sig aö harma? Nei. Fjölbreytni trúarhugmyndanna ber vott um að auðlegð trúar- heimsins og umfram allt vott um fjölbreytni mann- lífsins og hæfileika mannsins til að hugsa á ólíkum leiöum, hugsa sjálfstætt og láta ekki leið- ast í blindni af því, sem menn finna aö þeir geta ekki goldið jáyröi viö. Fjölbreytnina og skoö- anaágreininginn um trúar- atriöin ber ekki að harma, heldur það trúarofstæki, aö þola ekki öðrum að líta öörum augum á þau efstu rök, þá huldu dóma, sem viö sjáum öll aðeins svo „sem í skuggsjá og í óljósri mynd“ (Páll post- uli). Ef okkur aðeins er Ijóst, hve lítið viö vitum um efstu og æöstu rök, þá ætti að verða mögulegt að menn hættu að fjandskap- ast vegna skoðanaágrein- ings og hrokinn yfir að vita allt sjálfur aö hjaöna, þol- inmæði og umburðarlyndi í þeirra garð, sem öðruvísi trúa, að vaxa. Sagan sýnir okkur, að á öllum sviðum mannlífs hefur umburðarleysið valdið ómælanlegu böli, hvergi þó fremur en á sviði trúarbragðanna, sem ættu þó aö vera öflugasta ein- ingarafl mannskepnunnar á jöröu. Síðasta kveldið sagöi Jesús við lærisveinana, er hann horföi fram til kom- andi ára og alda: „Allir eiga þeir að vera eitt“. Eitt, sagöi hann, en ekki eins. Til þess sá hann of langt. Gleðilega hátíð anda og einingar. Kappreiðar félagsins verða haldnar II. hvítasunnudag á Skeiðvelli félagsins að Víðivöllum og hefst kl. 13.30, meö góöhestasýningu og keppni í A. og B. flokkum. Sýning og keppni unglinga í hestamennsku. Kl. 14.30 hefjast keppnisgreinar í: skeiöi 150 m og 250 m, stökki 250 m, 350 m og 800 m. Brokk 800 m. Þarna koma fram 180 hestar og veröur afar hörö keppni í öllum hlaupunum, og ekki síður í góöhestakeppninni. Hverjir veröa dæmdir bestu hestar í Reykjavík 1979? Veðbanki starfar Vatnsveituvegur veröur lokaöur á meöan á mótinu stendur, nema fyrir mótsgesti. Hesthús Fáks á Víöivöllum, veröa lokuö, kl. 14—17. Hestamenn, hestaunnendur, komiö og fylgist meö keppni frá byrjun. Hestaeigendur sem eru meö gæöinga í A-flokki, mæti til dóms kl. 13. á laugardag. og B-flokkur kl. 14. Dregiö veröur í happdrætti Fáks um kvöldiö. Vinningar: Hestur og flugferðir. Hestamannafélagið Fákur. Gallabuxur og flauelisbuxur með fellingum og án fellinga STÆROIR: 26“ TIL 38“ ALLIR TÍSKULITIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.