Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ1079 „Skemmtilegt starf á meðan fi skast’ ’ Sjóarar r í Þorláks- höfn teknir tali Myndir: Kristján. „Það er nú lítið við okkur að tala. við erum bara í því að skrapa og mála núna“, sögðu hásetarnir á Klæng ÁR 2 þegar Morgunblaðsmenn vippuðu sér yfir borðstokkinn til þeirra þar sem skipið lá bundið við bryggju í Þoriákshöfn. „Auk þess er búið að segja okkur öllum upp frá og með deginum í dag“, bættu þeir við og voru að vonum óhressir. Þeir voru samt til í að fá sér pásu og stilltu sér upp frammi undir hvalbak fyrir ljósmyndar- ann. Þeir heita Sigurður Þór Sigurðsson, Ásgeir Ólafsson, Björgvin Helgason og Magnús Hjálmarsson. Sigurður Þór Sig- urðsson, stýrimaður sem hafði orð fyrir þeim, sagði að Meitillinn, sem á bátinn hefði ákveðið að leggja honum í sumar og væri aðalástæðan olíuverðið, en einnig hefði fiskast illa að undanförnu og frá Patreksfirði í vetur og hann færi sennilega þangað aftur í haust ef bátnum yrði lagt áfram en Þorleifur er sjálfur úr Þor- lákshöfn. Þeir þyrftu aðeins að fiska til að standa undir kostnaðinum Páll Andrésson hjá Meitlinum sagði að ástæða þess að bátunum tveimur hefur verið lagt og mönn- unum sagt upp væri sú að mjög óhagkvæmt væri að reka bátana vegna hins háa olíuverðs. Auk þess sem stærð bátanna væri óhagkvæm, en þeir eru rúmlega 250 tonn. „Það segir sig sjálft“, sagði Páll, „að ekki er hægt að gera bátana út meðan ekkert Þeir sögöust nú ekki hafa mikinn áhgua fyrir Því aö veröa sjómenn strákarnir, en voru Þó til í aö stilla sór upp fyrir Ijósmyndar- ann í kappróðrarbátum peirra Þorlákshafnarbúa. Guömundur Björnsson heitir sá sem er til vinstri á myndinni en Viöar Ingólfsson heitir hinn Hef ekki áhuga á því að fara á atvinnu- leysisskrá Þorleifur Guðmundsson stýri- maður á Ögmundi, sem einnig er í eigu Meitilsins, sagði að bátarnir hafi verið á spærlingsveiðum eins og undanfarin vor. En aflasam- setningin hafi verið þannig að „Þaö er alveg af og frá aö sjómenn drekki meira en aðrar stóttir, peir hafa bara annan frítíma og pess vegna virðist sumum svo“, sögöu Þessir hressu sjóarar sem voru í pásu Þegar blaöamenn Morgun- blaösins bar að garöi. stærð bátanna væri óhagkvæm að mati fyrirtækisins. Sjálfur hefði hann öllu lengri uppsagnarfrest en félagar hans, eða þrjá mánuði, en þeir hefðu aðeins viku. Þeir voru ekki vissir um hvað við tæki hjá þeim eftir þann tíma, en voru þó bjartsýnir á að þeir fyndu eitthvað að gera, þá helst á sjónum. „Þetta er mjög skemmtilegt starf og ekki hægt að hugsa sér það betra, ef eitthvað er að gera“, sögðu þeir. En þeir voru allir komnir á sjóinn 16 ára gamlir. „Það er ekki rétt að sjómenn drekki meira en aðrir, þeir hafa bara annan vinnutíma og þess vegna virðist sumum svo vera", söðgu þeir en töldu ekki ólíklegt að sjómenn nytu meiri kvenhylli en aðrir. Lítið fiskerí að undanförnu Niðri í vélarrúmi hittum við vélstjórann á Klæng, Einar Reyn- isson. Hann var að mála allt hátt og lágt og sagðist búast við að vera hafður í því í sumar. Einar sagði að þeir hafi verið byrjaðir á fiskitrolli en aflinn hafi verið mjög lítill þannig að ákveðið hafi verið að leggja skipunum í sumar. Hann sagði að hljóðið væri svipað hjá mönnum í Þorlákshöfn um þetta efni og að sagt hafi verið upp hjá fleiri fyrirtækjum þar en Meitlinum. „Olían er víst orðin svo dýr að erfitt er að halda skipunum úti meðan ekkert fiskast", sagði Einar. Hafrannsóknarstofnunin hafi aft- urkallað veiðileyfin vegna þess hversu mikið var af síld og smáýsu í aflanum. Hann sagðist ekki vita hvað hann myndi taka sér fyrir hendur, hann hefði aldrei verið á atvinnuleysisskrá og hefði ekki áhuga fyrir því að vera á slíkri skrá. Hann sagðist hafa verið á bát fiskast og hver dagur kostar 17—18 hundruð þúsund á hvorn bát. Þeir þurfa aldeilis að fiska til að standa undir því“. Páll sagði að útgerð þeirra tveggja togara sem Meitillinn ætti, Þorláks og Jóns Vídalín, gengi nokkuð bærilega, en þar væri við sama vanda að etja, olían væri orðin svo dýr. fcinar Reynisson vélstjóri taldi megin ástœöu Þess aö Þorleifur Guðmundsson stýrimaöur sagöist ekki hafa hugsaö sór aö fara á atvinnuleysisskrá en áhöfnum tveggja bátunum verður lagt í sumar vera Þá aö olían væri oröin báta Meitilsina hefur verið sagt upp störfum par sem fyrirtækiö ætlar aö leggja bátum sínum í sumar. svo dýr. Tímann nota Þeir fyrst í staö til aö snyrta og snurfuaa un; borð, hvaö svo sem síöar verður. . ...'..................- - • •• --- - - - - • • ------- * i i ; ‘ ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.