Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1979 51 Sjómannadagur í skugga verkfalla og stöðvunar flotans Rætt við Valdimar Indriðason, forseta bæjarstjórnar á Akranesi „Veturinn hefur verið góður fyr- ir okkur hér á Skaganum. Gæftir hafa verið góðar, ávallt hægt að draga net úr sjó og hráefnið þvf gott. En ég get þvf miður ekki verið jafn bjartsýnn á framtfðina á þessum sjómannadegi. Yfir- menn á farskipum eru þegar f verkfalli og nú blasir við stöðvun fiotans. Liggi fiskverð ekki fyrir þá leiðir það af sjálfu sér og ákvörðun um olíuverð þarf að liggja fyrir,“ sagði Valdimar Indriðason forseti bæjarstjórnar á Akranesi og framkvæmdastjóri Sfldar- og fiskimjölsverksmiðj- unnar á Akranesi. „Ástandið er því alvarlegt, en það þýðir ekki að leggja árar í bát. Þó sjómannadagurinn sé í skugga verkfalla og stöðvunar flotans, þá eru vandamálin til að vinna bug á. Það er jákvætt að vaxandi afli hefur verið hér. Við gerum út tvö skip hér hjá sildar- og fiskimjöls- verksmiðjunni. Gróttan veiddi tæplega 700 tonn á línu og net hér í flóanum. Var aflahæsti báturinn hér á Skaganum. Svo gerum við Víking út. Skipinu var breytt ‘77 og kom í lok vertíðar þá. Víkingur hefur reynst gott nótaskip, reynst í alla staði vel. Það setur þó skugga á að þegar við ákváðum að breyta Víkingi þá lágu fyrir spá- dómar fiskifræðinga að við gætum veitt hér árlega 1.2 til 1.5 milljónir lesta af loðnu. Við breyttum skip- inu, réðumst í kostnaðarsamar framkvæmdir. Nú liggur hins vegar fyrir, þó það eigi eftir að athuga nánar að aðeins megi veiða 600 þúsund tonn og það í félagi með Norðmönnum. Þetta er stórt mál og vonandi rætist úr, að veiða megi meira af loðnu. Annars hefur það verið mjög ánægjulegt að fiskur hefur verið að aukast í Flóanum. Við erum alveg á móti því að hann verði opnaður. Sérstaklega hefur ýsu- gengd farið vaxandi. Það hefur sannast að með friðun þá hefur hann náð sér vel á strik aftur. Valdimar Indriðason, forseti bæjarstjórnar Akraness. Mbl. mynd Emelía. Hvað er að frétta af málefnum bæjarins? Það er mikill vaxtarbroddur í bænum. Nú er verið að lengja hafnargarðinn um 75 metra. I upphafi voru gerðar 4 módelathuganir hjá Hafnarmála- stofnuninni. Þær hafa gefist mjög vel enda mikilvægt að undirbúa svona dýrar framkvæmdir vand- lega. Aðstaðan í höfninni hefur batnað mjög, hún er nú allgóð. Næst er að vinna að innréttingum í höfninni sjálfri og koma aðstöðu upp fyrir smábáta. Nú Grundar- tangaverksmiðjan hefur leitt til þess að eftirspurn eftir íbúðar- húsnæði hefur aukist mjög hér á Skaganum, og rekjum við það að hluta til verksmiðjunnar. Við erum að hefja byggingu grunn- skóla, auk þess að unnið verður að varanlegri gatnagerð í sumar. Það er mikill vaxtarbroddur hér á Skaganum og stóra málið fyrir okkur nú er hitaveitan og undir- búningur að framkvæmdum dreifikerfis hitaveitunnar. Þetta er stórmál, því sífellt hækkar olía.“ Teg. 55W/43 Þægilegar korktöfflur. Litur: Brúnn. Stæröir: 36—41. Verö kr. 6.630- Póstsendum samdægurs. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU G.J. FOSSBERG VELAVERZLUN HF. smærri og stærri byggdarlög, frystihús, sjúkrahús, félagsheimili, skip og báta. 330 fyrir og 4" leidslur. UMFELGUN Á AUGNABLIKI Á hinu nýja umfelgunarverkstæði okkar að Dugguvogi 2 leggjum við áherslu á lipra og hraða þjónustu. Ný dekk, sóluð dekk, viðgerðarþjónusta og umfelgun. Öruggir menn ■- augnabliks bið og málið er afgreitt á þægilegan og traustan hátt. Velkominn á nýjan stað Sími ,84111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.