Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ1979 47
Eftir
Sigmar Þór
Sveinbjörnsson
stýrimann
5101-
pallur
fyrir
Vegna hinna tíðu sjó-
slysa í vetur, hafa umræð-
ur um slysavarnir á sjó
komist í brennidepil.
Sérstaklega hefur verið
rætt um notkun gúmmí-
björgunarbáta; um stað-
setningu þeirra á skipum,
og hve margir þeir eigi að
vera.
Mörgum sjómönnum
þykir undarlegt að ekki
skuli vera skylda að hafa
a.m.k. tvo gúmmíbjörgun-
arbáta á öllum skipum
allt niður í 12 tonna
stærð.
Erfitt að sjó-
setja björg-
unarbátana
Það hefur margoft sýnt
sig, að illa getur gengið að
sjósetja björgunarbátana,
og stundum hefur það
ekki tekist. Þetta leiðir
hugann að því, hvort ekki
sé hægt að finna betri
staði fyrir þá um borð.
Gúmmíbátarnir eru mun
þyngíi. nú, en þeir voru
hér áður. Þar af leiðir að
erfiðara er að koma þeim
á sjóinn. Staðreyndin er
sú, áð tveir menn eiga
fullt í fangi með að koma
10—12 manna gúmmíbáti
fyrir borð, jafnvel þó að
gott sé veður og sléttur
sjór.
í
Rekkar fyrir
báta á stærri
skipum
Margar hugmyndir
hafa komið fram í því
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
stýrimaður
skyni að auðvelda notkun
gúmmíbjörgunarbáta.
Reynt hefur verið að
finna bestu staðsetning-
una um borð og hentuga
aðferð til að koma þeim á
sjóinn áfallalaust. Á
mörgum stærri skipum
hefur verið komið fyrir
rekkum, þar sem bátarnir
eru festir í. Þarna er mjög
auðvelt að losa þá og velta
í sjóinn.
Á fiskiskipum hefur
minna verið hugsað um
nýjungar, nema þá helst á
skuttogurunum. Samt
hafa komið fram yrhsar
hugmyndir og uppfinn-
ingar, sem vert er að gefa
gaum og koma frásögnum
af fyrir almenningssjónir.
Það er einmitt tilgangur
þessara lína, að koma
einni slíkri hugmynd á
framfæri.
Að stjórna
sjósetningu frá
stýrishúsi
Hugmyndin er sú, að
útbúinn yrði einskonar
skotpallur undir gúmmí-
björgunarbátinn, þar sem
hann er staðsettur uppi á
stýrishúsi. Hægt yrði síð-
an að skjóta gúmmíbátn-
um út frá stýrishúsinu
með þar til gerðu hand-
fangi, sem staðsett væri
inni í stýrishúsi skipsins.
Þetta mundi auðvelda
mjög sjósetning gúmmí-
bátsins og flýta honum.
Ekki þyrfti að eyða dýr-
mætum tíma í að klifra
upp á stýrishús við erfiðar
aðstæður.
Ég er viss um að hægt
er að þróa þessa uppfinn-
ingu þannig, að treysta
mætti að báturinn skytist
út á það borðið, sem
skipið hallaði. En það
mundi auka verulega lík-
ur á björgun við þær
aðstæður, þegar skip fara
snöggt á hliðina og sökkva
á stuttum tíma. Það hlyt-
ur að vera mikil framför
frá því sem nú er víðast
hvar, að geta skotið björg-
unarbátnum á sjóinn ein-
ungis með því að kippa í
handfang inni í stýris-
húsi, þar sem menn eru
undantekningarlaust til
staðar, a.m.k. á keyrslu.
Allt til að
bjarga manns-
lifum
Það er mín skoðun og
margra annara sjómanna,
sem ég hef rætt við um
þessa uppfinningu, að hún
sé mjög svo athyglisverð
og til þess fallin að bjarga
mörgum mannslífum í
framtíðinni.
Að endingu vil ég vin-
samlega beina því til
sjóslysanefndar, hvort
hún hafi kynnt sér þessa
uppfinningu og hvort ekki
séu þá tök á að hefja
tilraunir til prófunar á
notagildi hennar. Einnig
ættu sjómenn og útgerð-
armenn að athuga þetta
gaumgæfilega, eins og
hvert annað öryggismál
sjómanna.
Sýnum húsgögn frá norska fyrirtækinu BAHUS í Bergen
Til sýnis veröa margar geröir af vegghúsgögnum, boröstofu- og svefnherbergishúsgögnum.