Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ1979
59
Hvítasunnu-
kvikmyndirnar
NÝJA BÍÓ:
ÞRJÁR KONUR
(„Three women“)
Aö öðrum ólöstuðum þá
býður Nýja bíó upp á mest-
umtöluðu og virtustu hvíta-
sunnumyndina í ár; ÞRJÁR
KONUR, nýlega mynd eftir
einn af kunnari leikstjórum
samtímans, Robert Altman.
Myndin hefur hlotið margvís-
legt lof víða um heim á þeim
tæplega tveimur árum sem
liðin eru frá því hún var
frumsýnd. Og meistarinn hef-
ur ekki heldur haldið að sér
höndunum, því á sama tíma
hefur hann sent frá sér þrjár,
nýjar myndir, sem — því
miður — þykja hvergi koma í
námunda við ÞRJÁR KON-
UR, hvað gæði snertir.
Efnisþræði myndarinnar
er erfitt að lýsa í fáum orð-
um, byggist að miklu leyti á
kunningsskap tveggja
stúlkna, samband þeirra þyk-
ir minna nokkuð á hina frægu
mynd Bergmans, PERSONA.
En hér kemur einnig þriðja
konan við sögu, Janice Rule,
og í sameiningu, í lokin,
standa þær saman gegn einu
karlpersónu myndarinnar.
Athyglisvert efni, eins og
jafnan þegar Altman á í hlut.
THREE WOMEN verður
sýnd kl. 5.00, 7.30 og 10.00,
daglega.
AUSTURBÆJARBÍÓ:
OUTLAW BLUES
Bakgrunnur þessarar
myndar er country-tónlistar-
heimurinn í Texas. Ungur
tónlistarmaður (nýsloppinn
úr fangelsi) verður fyrir því
að frægur söngvari stelur frá
honum lagi og eignar sér. Þar
sem Peter Fonda fer með
aðalhlutverkið, megum við
vera þess fullviss að ekki
verður gefist upp fyrr en í
fulla hnefana.
GAMLA BÍÓ:
CORVETTU SUMAR
(„Corvette Summer“)
Hér er eitthvað á ferðinni
fyrir kvartmílugæja og önnur
bílafrík, sem sagt mynd mik-
ið til helguð einum glæstasta
sportbíl fyrr og síðar,
Chevrolet Corvette. Efnis-
þráðurinn er einfaldur, meira
lagt upp úr myndsögunni.
Stolið er Corvettu frá ungum
námsmanni og segir myndin
frá vandræðum hans við að
finna þrumufuglinn sinn aft-
ur.
Með aðalhlutverkið fer
Mark Hamill (STAR WARS)
og ung og upprennandi leik-
kona, Annie Potts. Leikstjórn
annast Matthew Robbins.
HÁSKÓLABÍÓ:
MATHILDA
Eftir mörg kassastykki í
röð stillir Háskólabíó nú upp
nýlegri fjölskyldumynd. Eftir
því sem ég best veit fjallar
hún nokkuð um kengúru með
hnefann á lofti!
Með aðalhlutverkið fer
gamli, góði Robert Mitchum.
AUGARÁSBÍÓ:
JARÐSKJÁLFTINN
,Earthquake“)
Það þarf ekki að kynna
hvítasunnumynd þessa kvik-
myndahúss, nánar fyrir les-
endum, svo mikilla vinsælda
sem hún naut fyrst þegar hún
• sýnd hérlendis. En
EARTHQUAKE var einnig
fyrsta myndin sem gerð var
með nýrri tækni sem nefnist
„Sensurround" (alhrif), og nú
er okkur gefinn fyrst kostur á
að sjá myndina með þessari
tækni. Þetta er önnur myndin
sem kvikmyndahúsið sýnir í
alhrifum (sú fyrsta var
BATTLESTAR
GALACTICA), en síðan verða
aðrar þær myndir sem gerðar
hafa verið í alhrifum, endur-
sýndar í kvikmyndahúsinu.
Svo mikill mismunur er að
sjá myndir með og án þessar-
ar tækni að hæstum er um
algjörlega nýja reynslu að
ræða.
REGNBOGINN/
HAFNARBÍÓ
Hér er ekki að vænta um-
talsverðra breytinga yfir
hátíðarnar, þar sem að þær
myndir sem nú ganga í hús-
unum, láta lítinn bilbug á sér
finna.
STJÖRNUBÍÓ:
SINBAD OG
TIGRISAUGAÐ
Hér verður á boðstólum
nýleg, bandarísk ævintýra-
mynd, en við nafn söguhetj-
unnar könnumst við úr Þús-
und og einni nótt.
Myndin þykir vel gerð,
tæknilega og með aðalhlut-
verk fara börn tveggja, þekk-
tra leikara. Það eru þau Pa-
trick Wayne — sonur John,
og Taryn Power, — dóttir
Tyrons. Auk þeirra, koma
Jane Seymour og Margaret
Whiting fram í myndinni,
sem leikstýrt er af Sam
Wanamaker.
TÓNABÍÓ:
THE SPY WIIO
LOVED ME
Hér drepur kempan James
Bond rétt einu sinni á dyr, og
að þessu sinni í þeirri mynd
sem allflestir telja langbestu
Bond-myndina, allavega þá
bráðskemmtilegustu. Hér fá
grínhæfileikar Roger Moore
að njóta sín til fullnustu,
TSWLM, sem er ein af dýrari
Bondmyndunum státar m.a.
af því að í sambandi við töku
hennar var reist stærsta svið
sem sögur fara af (í Pinewood
stúdíóinu), og mörg önnur
tækniafrek voru unnin. Bif-
reiðaframleiðandi hannaði
t.d. furðubíl sem er jafnfær á
láði sem legi, og kemur tals-
vert við sögu. En samt er það,
eins og fyrr segir, grínið sem
látið er sitja í fyrirrúmi.
Hér gefur aö líta inní stærsta upptökusal sem geröur
hefur veriö vegna upptöku á kvikmynd, í Pine-
wood-stúdíóinu í Bretlandi. Takiö eftir smæö
mannanna viö hliö kafbátanna.
Shelley Duvall
hefur hlotiö
geysilegt lof fyr-
ir leik sinn í
Hvítasunnu-
mynd Nýja Bíós,
ÞRJÁR KONUR
Atriöi úr myndinni
CORVETTUSUMAR í Gamla bíó.
Ófrýnilegir gestir á vakki í myndinni SINBAD OG TÍGRISAUGAÐ (Stjörnubíó).