Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1979 55 fclk í fréttum + ÞESSI mynd er tekin í Chicagoborg fyrir nokkru, í sambandi við skaðabótamál, sem höfðað hefur verið gegn hinni ríðandi lögreglu borgarinnar, sem send er á vettvang þegar uppþot verða og mannþröng se veldur umferðartöfum m.am. Maður nokkur sem telur sig hafa hlotið meiðsl af völdum lögregluhesta krefst 200.000 dollara bóta. Dómarar og lögfræðingar vildu láta fram fara vettvangskönnun. Væru þá sett á svið „vinnubrögð hinnar ríðandi lögreglu borgarinnar“. Myndin er tekin er lögregluhestarnir Greco og Nebó voru leiddir í vitnastúkuna. Rokk N’Rol drottningin Tina Turner var í allri sinni dýrð fyrir skömmu suður í Rómarborg. — Þar hafði hún skemmt á frægu leikhúsi Teatro Tenda Strice, ásamt hljómsveit og fimm manna dans- flokki. — Herma blaða- fregnir að þar hafi „drottningin“ dansað hvíldarlítið samfleytt í 90 mínútur af fádæma hörku og danstækni. + Höfuðverkurinn liðinn hjá — Þessi mynd var tekin vestur í Kanada þegar kosningaúrslitin til kanadíska þingsins í Ottawa voru kunn. — Þetta er fyrrum forsætisráðherra landsins, Pierre Trudeau. — Það er sem hann segi við sjálfan sig, áður en hann viður- kenndi ósigurinn í kosningunum: Þá er þessi höfuð- verkur þó ætíð liðinn hjá! Hann lagði höndina á höfuðið, gekk að hljóðnemanum og sagði við þetta tækifæri, að hann, sem verið hefði foringi flokksins og forsætisráðherra síðastl. 11 ár. Hann myndi ekki verða í fylkingarbrjósti stjórnarandstöðunnar á kanadíska þinginu, er íhaldsmenn tækju þar við stjórnartaumun- um. jr Akaflega miður + Þegar þetta er skrifað eru lausafregnir um að hinn landflótta Iranskeisari muni hugsanlega fá leyfi til að setjast að í Mexico. — Fyrir nokkrum vikum skoraði þó einn af fyrrum atkvæðamestu ráðamönnum Bandaríkjanna á Stjórnvöld landsins, að leyfa „landflótta vini Bandaríkjanna í 30 ár“, að koma til Bandaríkjanna og setjast þar að, í stað þess að verða að sitja á Bahamaeyjum meðan hann leitaði að dvalarstað fyrir sig. Það var fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, sem þannig komst að orði í ræðu í Chicagoborg. — Hann kvaðst vilja vekja máls á þessu nú. Hann hafi ekki viljað segja hug sinn í þessu máli fyrr en nú. Honum þætti þetta ákaflega miður. Egyptaland Grikkland Brottför 21. júní (15 dagar). Farið um söguslóðir í Aþenu, Cairó, Alexandríu, Sues °g Luxor. FERÐASKRIFSTOFAN Verð 345 pús. Austurstræti 3, sími 27090. Víðsýn, Nýja línan í matar- og kaffistellum frá Thomas er Holiday. Holiday er sérlega létt og meófærilegt og þess vegna á allan hátt notadrjúgt viö hvers kyns heimilishald. Leikandi létt og hrífandi, þannig er Holiday alveg eins og sumarfríió á aö vera. Svo viö minnumst á veöriö, — nei verðið, þá er það sér- lega hagstætt. Komið og skoðið Holiday.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.