Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ1979
45
Rætt við
Guðmund
Guðjónsson,
grásleppu-
karlá
IP1 Skaganum
Guðmundur Guðjónsson, með sonarsonum sínum þeim Stefáni og Guðmundi Þorvaldssonum en Þorvaldur er skipstjóri á Akraborginni.
Mblmynd Emelía.
Kaldur maí en tíðin
góð til grásleppuveiða
„ÞETTA hefur verið kaldur Veiðin hefur gengið vel,“ sagði
maí en tíðin hefur verið mjög Guðmundur Guðjónsson grá-
góð til grásieppuveiða. Stöðug sleppukarl á Akranesi þegar
morðanátt svo aldrei ýfði sjó. blaðamaður Mbl. ræddi við
hann uppi á Skaga. Guðmundur
hefur gert út á grásleppu í
vetur ásamt syni sínum og
sonarsonum. Þeir hafa róið á
Soma. „Þetta hefur nú verið
aðallega til gamans. Við erum
bara með á milli 20 og 30 net og
sumir eru með allt upp í 300
net,“ sagði Guðmundur. Hann
er nú 73 ára gamall.
„Ég'tók farmannapróf 1925 og
sigldi fyrst á skútu. Þá vorum
við 30 á 80 tonna fley. Og þá var
ekki steik annan daginn og
hangikjöt hinn daginn í kost.
Aðataða var öll ákaflega erfið
um borð. Við fiskuðum á veturna
á Selvogsbanka og á sumrin
fyrir Norður- og Vesturlandi.
Fiskurinn þá var allur miklu
vænni en nú er og auðvitað
miklu meira af fiski. Það var
síðan upp úr 1950 að ég fór að
gera út á grásleppu, svona aðal-
lega mér til dundurs. Ég hef
gaman af þessu. Ætli þetta verði
ekki síðasta vorið sem ég geri út
á grásleppu. En taktu ekki of
mikið mark á mér þarna þvi
þetta hef ég sagt síðustu árin.
Við höfum tekið grásleppuna hér
í flóanum og grásleppan í ár er
meiri en undanfarin ár. Það var
ákaflega Ieiðinleg vertíð í fyrra.
Alltaf vestanátt, útsynningur og
netin rifnuðu oft.
Við erum ekki með mörg net,
svona á milli 20 og 30. Nú fáum
við 4 til 5 grásleppur í net. Hér
áður fyrr þótti enginn maður
með mönnum nema hann fengi
10 til 20 grásleppur í net. Hitt er
svo að nú fæst miklu hærra verð
fyrir afurðirnar.
„Verum á
verði hvað
varðar
vöruverð
oggæði”
í FRÉTTATILKYNNINGU frá
Húsmæðrafélagi Reykjavíkur
segir: „Aðalfundur Húsmæðra-
félags Reykjavíkur, haldinn 16.
maí 1979 skorar á húsmæður um
land allt að standa vörð um það
málefni, er varða hag ofg afkomu
heimilanna.
Félagið skorar á húsmæður að
stuðla að aukinni velferð heimil-
anna með því m.a. að styrkja
fjölskyldubönd og vinna að því að
foreldrar geti verið sem mest með
börnum sínum og annast uppeldi
þeirra.
meUca
sókxr-
landa-
íatnaðui
Þá skorar aðalfundurinn á alla
landsmenn að sporna við verð-
bólguþróuninni og vera vel á verði
hvað varðar vöruverð og vöru-
gæði.“
Einnig kemur fram, að fundur-
inn harmi að húsnæði það, sem
Reykjavíkurdeild Rauða krossins
hefur haft undanfarin ár fyrir
sumardvalarheimili barna, skuli
hafa verið lánað til annarrar
starfsemi, án útvegunar annars
húsnæðis, og skorar á viðkomandi
yfirvöld að bæta úr.
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERÐ
ADALSTRÆTI • -SlMAR: 17152-17355
Sólarlandafatnaður í
miklu úrvali frá Melka
m.a. safarisett, blússur,
stuttbuxur og stutterma
skyrtur.
Kaupið Melka
sólarlandafatnað áður en
farið er til sólarlanda.
Með því sparast dýrmætur
tími og gjaldeyrir.
BANKASTRÆTi 7. SlMI 29122 AÐALSTRÆTI 4. SIMI I5005.