Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1979 61 eitrað fyrir dúfur eða þeim er gefið eitthvað sem lamar þær. En Guð hjálpi þeim sem ganga ekki nógu hreint til verks, svo þær fái að sofna fyrir fullt og allt. Og svo þið sem eigið ketti. Því í ósköpunum tjóðrið þið þá ekki í garðinum ykkar, þann tíma sem þrastarungarnir eru að detta úr hreiðrunum, ósjálfbjarga. Það er engin vörn fyrir þatþó köttur sé með ól og bjöllu, þeir tína þatupp og éta. Margt tárvott barn hefur komið til mín með bæði helsærða unga og þresti. Ég skora á ykkur að hugsa um það, hverjum þið eruð að valda sársauka, það eru ekki bara þrastamamma og pabbi held- ur einnig börnin sem elska fugla og koma með unga og særða fugla, flesta helsærða, og biðja mig að hjálpa þeim. Ég gleymi aldrei sigurgleði þeirra þegar tókst að lækna dúfuna og gleðinni sem ljómaði á andliti þeirra. Börnin sem komu með dúfuna eru Þórar- inn, Grétar, systir hans og dreng- irnir á myndinni Viðar og Sigurð- ur. Ég man ekki nöfn þeirra allra. Svo þakka ég Svenna fyrir árvekni hans þó langt sé síðan. Þetta hefur gengið svona allar götur síðan 1957. Megi sá sem allt sér og heyrir launa þeim og styrkja á lífsbrautinni. Með kærri kveðju. Fuglamamma úr Norðurmýri Þessir hringdu . . • „Hvenær verður gengið frá lóðinni?“ Kona við Neshagann hringdi og kvartaði yfir því, að lóð við Neshagann, sem væri ófrágengin, ylli miklu sand- og grjótfoki þegar vindur væri af norðri. Sagði hún grjót og mold fjúka í glugga nærliggjandi húsa. Kvaðst konan vilja koma þeirri spurningu til þeirra sem með frágang þessarar lóðar hefðu að gera hvort ekki væri ætlunin að ganga frá henni fljótlega þar sem sand- og grjót- fokið ylli miklum skemmdum á rúðum auk þess sem það væri leiðinlegt að sjá ekki út um glugg- ana í norðanátt og þar til búið væri að hreinsa þá. • „Látið skoða bílana“ Maður nokkur hafði samband við Velvakanda og hafði eftirfar- andi að segja: „Afskaplega leiðist mér mikið að sjá bíla með lágu númeri óskoðaða. Þ.e.a.s. með skoðunar- merki frá árinu 1978. Ég get vel skilið það að sumir þurfi að gera ýmislegt fyrir bílana áður en þeir eru skoðaðir, en þegar komið er fram á sumar er heldur of mikið að sjá enn á götunum bíla með SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Lettlands í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Shevelevs, sem hafði hvítt og átti leik, og Butnorusar. gIe ■ mm MPARAR í f lestar gerðir bifreiöa KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLAN DSBRAUT 20, SÍMI 86633 þriggja stafa númeri og óskoðaða. Auðvitað er þetta mikið til lögreglunni að kenna, hún ætti að vera strangari við að beita refsi- aðgerðum er menn draga að færa bíla sína til skoðunar. Öryggi í umferðinni er fyrir mestu og ætti að skipta alla miklu máli. Því vil ég leggja til að allir ökumenn sem dregið hafa að láta skoða bíla sína drífi í því að láta gera það hið bráðasta." • Leiðrétting í bréfi Þorkels Hjaltasonar s.l. miðvikudag misritaðist eitt orð. Rétt er byrjun umræddrar setningar þannig: „Alþýðuflokkur- inn varð alveg klumsa ...“ HÖGNI HREKKVÍSI í öllum lengdum Þakjárnið fæst í öllum lengdum upp að 10 metrum. Einnig í ,,standard“ lengdum frá 6-13 fet. Höfum einnig fyrirliggjandi: KJÖLJÁRN ÞAKPAPPA RENNUBÖND ÞAKSAUM B.B. fyrir þá sem byggja BYGGINGAVORUR HE Suðurlandsbraut 4. Sími 33331. (H. Ben-húsið). „ÞAP £Z AW£<k óArr!... MtrAMATU£?W ÞltfN ££ ÞAWA V <P0£AMUM!!" 83? SIGGA V/öGA £ VLVtmi 34. g4! - Re3 (Ef 34... Bxcl þá 35. Ha8+ - Kh7, 36. gxfö og svartur er óverj- andi mát. 34 ... fxg4 gekk heldur auðvitað ekki vegna 35. Hxc2) 35. gxf5 - Kh7, 36. Ha8 - Rxf5, 37. Hgl og svartur gafst upp, því að stutt er 1 mátið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.