Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.06.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ1979 63 im. . . hafa yfir 50 börn í vörslu nar Sao Paulo reynt að fyrirfara 55 (Sjá: Spilling) KYNLIFi Þeir kynvilltu kunna á því tökin Venjuleg hjón geta heilmikiö lært í iistinni aö elskast af kynvillingum, sem búa í fastri sambúð. Þessi ummaeli eru höfö eftir fremstu kyn- lífssérfræöingum Bandaríkjanna, þeim dr. William H. Masters og eiginkonu hans, sálfræöingnum Virginiu E. Johnson. Fullyröing þessi kemur fram í kennslubók „Athuganir á kynvillu" sem gefin var út nýlega, og í er aö finna niðurstööur á 14 ára starfi þeirra hjóna viö athuganir á atferll kynvillinga og sálfræðilega meðferð þeirra. Tvær eru þær fullyrðingar dr. Masters og Johnsons, sem veröa aö teljast hvað áhrifamestar og um leiö líklegar til aö vekja deilur. Önnur er sú, aö kynvillingar séu líkamlega í engu frábrugönir fólki með eölilegar kynhneigðir; hin fullyrðingin er sú, aö ef kynvillingur vilji af einlægni hegöa sér eins og maöur með eölilegar kynhneigðir, þá geti þau umskipti náöst — og hafi náöst — eftir aöeins tveggja vikna hnitmiðaöa læknls- meöferð. Aörar algengar sögusagnir um kynvillinga eru kveönar í kútinn í bók þessari — en hún hefur aö geyma nákvæmar vísindalegar skýrslur, sem byggðar eru á beinum athugun- um á kynmökum í sérstakri rann- sóknarstofu. í skýrslugeröinni var vandlega sneitt hjá því aö leggja nokkuð siðferðilegt mat á framferöi þeirra, sem til athugunar voru. ÞAÐ SEM KOMA SKALl Þau hjónin Masters og Johnson voru fyrir 25 árum fyrstu vísinda- mennirnir í heimi, sem geröu vísinda- lega nákvæmar athuganir á því hvernig kynmök eiga sér staö, og hafa þessar athuganir fariö fram á rannsóknarstofu þeirra í St. Louis í Bandaríkjunum. Allt frá árinu 1964 hafa þau hjónin einnig unnið í kyrr- þey aö athugunum sínum á atferll kynviilinga, og höföu þau þaö viöhorf aö leiöarljósi, aö kynvilltir karlar og konur hafi - sinn mannlega rétt á gleðiríkri kynferöislegri sambúö eins og annaö fólk. Ein af meginniöur- stööum athugana þeirra er, aö kyn- villt fólk í fastri sambúö lifi oft á tíöum mun fyllra einkalífi en venjuleg hjón, og þessir kynvillingar séu langt frá því aö vera haldnir samvizkukvöl- um eöa finnst lífi sínu hafa verið kastað á glæ. Joyce Egginton. Vasa- ritvélin Hið ritaða orð kann að birtast á veggnum — eða öllu heldur á rit- borðanum, vélritaranum til glöggvunar. Heilu breiðurnar af ritvélum á skrifstofum kann brátt að verða álíka gamaldags fyrirbrigði eins og skrifarar með pennastengur á 19. öld, sem sátu á háum koll- stólum og færðu með gætni inn í höfuðbækurnar. Bandaríkjamaður nokkur hefur fundið upp nýja tegund af ritvélum sem byggist á dverg-rásum (micro-processors) eða stautum, og getur nýja vélin bæði gert langt um fleira og mun hraðar en ritvélar þær, sem þekkst hafa hingað til. Maðurinn heitir Cy Endfield, og stundar hann ritstörf og kvikmynda- stjórn, auk þess að vinna að uppfinn- ingum. Honum hefur hugkvæmst að búa til dverg-rása ritvél, sem skrifað er á með fimm fingrum, og er vél hans svo lítil fyrirferðar, að hægast er að stinga henni í vasann. Endfield hefur notfært se algjör- lega ný grundvallaratriði við gerð nýju ritvélarinnar. í stað 30 bók- stafa uppsetningu á venjulegri rit- vél, er hægt að mynda bókstafina á Verða ritvélar dagsins í dag innan tíðar „álíka gamaldags og skrifarar með pennastengur á 19. öld“? dverg-ritanum hans Endfiels með því að styðja á vissan fjölda af tökkum í einu. Uppfinningamaður- inn fullyrðir sjálfur, að unnt sé að læra undirstöðuatriðin í þessari nýju vélritun á 20 mínútum. Kostirnir við slíkan dverg-rita eru fjölmargir. Hægt er að bera hann með sér í skjalatöskunni eða í vasanum. Notandi dverg-ritans get- ur skrifað greinar sínar og bréf næstum því hvar sem er, jafnvel á ferðalagi í flugvél eða í langferðabíl og sett ritsmíðina á kasettu. Þegar hann svo er kominn á skrifstofuna, stingur hann dverg-ritanum í sam- band við rafeinda-prentvél — eða þá að hann tengir dverg-ritann sím- leiðis við rafeinda-prentvél einhvers staðar víðs fjarri, og eru bréf hans þá vélrituð með 500 orða hraða á mínútu. Dverg-ritinn sjálfur er ósköp áþekkur útlits og stór vasa-reiknivél eða vasatölva. Þetta er flöt plast- askja, um 612 gr. á þyngd. Dvergrit- inn hefur minni og sýnir hið ritaða orð á upplýstum ritborða. Hægt er að setja dverg-ritann í samband við sýningaskjá eða við venjulegt sjón- varpstæki heima fyrir, svo að vélrit- arinn sjái í heild fyrir sér, hvað hann hefur verið að skrifa. Með tíð og tíma gæti dverg-ritinn sem hægast bundið enda á þann heldur leiðinlega starfa sem venju- leg vélritun er, og þá þrúgandi einhæfni, sem slíkri vinnu fylgir. Sem stendur er dverg-ritinn aðeins notaður af verzlunarfyrirtækjum, því enn sem komið er verða það helztu fyrirtæki, sem hafa ráð á því að snara rúmum 600.000 krónum fyrir rafeinda-prentvélina. Síðar meir verður sverg-ritinn þess vafalaust valdandi, að skrif- stofufólk fækki all verulega. Einka- fyrirtæki munu fagna þeirri þróun, en hætt er við að stjórnvöld og launþegar þeir, sem vinna skrif- stofuvinnu, álíti þessa þróun heldur varhugaverða. Jeremy Bugler. MYNDAMOT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI 6 - SlMAR: 17152-17355 FARIÐ A NORRÆNAN LÝÐHÁSKÓLA í Danmörku 6 mán. 1/11—30/4 og 4. mán 3/1—30/4. Lágmarksaldur 18 ár. Norrænir kennarar. Skrifiö eftir stundaskrá og nánari uppl. Myra og Carl Vilbaek, UGE FOLKEH0JSKOLE DK-6360 Tinglev, tlf. 04 - 64 30 00 Klausturhólar Laugavegi 71 verða opnir sunnudag kl. 14—18. Til sýnis og sölu verk eftir flesta af okkar fremstu málurum: Olíumálverk: Vatnslitamyndír: Jón Stefánsson, Gunnlaugur Blöndal, Júlíanna Sveinsdóttir, Gunnlaugur Scheving, Kári Eiríksson, Jóhann Briem, Jóhannes Kjarval. Jóhannes Kjarval, Gunnlaugur Blöndal, Gunnlaug Scheving, Höskuldur Björnsson. BÍLLINN 75 ÁR Á ÍSLANDI SÝNING FORNBÍLAKLÚBBSINS LAUGARDALSHÖLL 16.-24.JÚNÍ j tilefni þess að 20. júní 1979 eru liðin 75 ár frá komu bílsins til íslands efnir Fornbílaklúbbur íslands til fjölbreyttrar sýningar í Laugardals- höllinni, sem standa mun frá 16. til 24. júní 1979. Afmælisrit, sem jafnframt er sýningarskrá, verður selt á sýningunni. í ritinu verður m.a. grein um fyrstu bílana á íslandi eftir Þór Magnús- son, þjóðminjavörð, og mikill fjöldi gamalla mynda af bílum. ÁSÝNINGUNNI VERÐA: ★ ÓUPPGERÐIR GAMLIR BÍLAR ★ GAMLIR BÍLAR; SEM VERIÐ ER AÐ GERA UPP ★ BREYTTIR (MIXAÐIR) GAMLIR BÍLAR ★ ÞRÓUNARSAGA BÍLA - ALLT FRÁ ELSTA BÍL LAND- SINS, T-FORD 1917 TIL NÝJUSTU BÍLA ★ GÖMUL MÓTORHJÓL OG REIÐHJÓL ★ MIKILL FJÖLDI MYNDA - ALLT FRÁ FYRSTU ÁRUM BÍLSINS Á ÍSLANDI ★ ÝMSIR MUNIR TENGDIR BÍLUM - GAMLAR VÉLAR - HJÓL - MÆLABORÐ Komið og sjáið merkilega gamla bíla: Dixie Flyer 1919, Cord 1937, Austin 7 1937, Buick 1947 og allra nýjustu bílana: Mazda RX 7 sport- bíl 1979, Chevrolet Citation 1979. Sýningin verður opnuð kl. 14 laugardaginn 16. júní. 17. júní verður hún opin frá kl. 14-22.30, virka daga frá 17-22.30, laugardag 23. júní og sunnudag 24. júní frá kl. 14-22.30. Miðvikudaginn 20. júní verður sýningin opin frá kl. 19-22.30. FB( FORNBÍLAKLÚBBUR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.