Morgunblaðið - 17.06.1979, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1979
„Grípa verð-
ur til aðgerða”
— segir formaður Sjómannafélags
Rvíkur um truflanir Greenpeace
„ÞETTA er gjörsamlega
óþolandi ástand og það verður
að kreíjast þess að dómsmála-
ráðherra grípi til aðgerða gegn
Þyrfti að gefa
út 42.000 króna
seðil eigi hann
aðhafasama
verðgildi og
5000 krónur
árið 1971
II/fc'IT hefur verið við öll áform
um útgáfu 10.000 króna seðils,
þrátt fyrir að fyrirhugaðri
myndbreytingu hafi vcrið
frestað um eitt ár eða til 1.
janúar 1981, en þá á scm kunn-
ugt cr að skera tvö núll aftan af
krónunni og setja nýja peninga
í umfcrð.
Samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. hefur aflað sér telur Seðla-
bankinn ekki rétt að gefa út
10.000 króna seðil fyrir þann
stutta tíma, sem er fram að
myntbreytingunni. Aftur á móti
hefur það skapaö mikil vandræði
í viðskiptum að ekki skuli vera í
umferð verðmeiri eining en 5000
króna seðillinn. Hann var fyrst
gefinn út í apríl árið 1971 og ef
gefa ætti út í dag jafn verð-
mikinn seðil þyrfti það að vera
42.000 króna seðill.
Grcenpeace-fólkinu úti á miðun-
um,“ sagði Guðmundur Hall-
varðsson formaður Sjómanna-
félags Reykjavíkur í samtali við
Mbl. í gær, en allmargir félags-
manna eru starfandi á
hvalbátunum.
„Það er auðvitað óviðunandi að
sjómenn skuli ekki geta stundað
löglega atvinnu sína óáreittir,"
sagði Guðmundur. „Það er okkar
krafa að lögin gildi á hafinu en
ekki bara uppi á landi. Það væri
t.d. anzi skrítið ef lögreglumenn
þyrftu að bíða eftir leyfi dóms-
málaráðherra í hvert skipti sem
þeir þurfa að stöðva bíl. Að mínu
mati á að senda varðskipin strax
út til verndar hvalveiðimönnun-
um,“ sagði Guðmundur.
Aðspurður hvort rétt væri að
setja aígreiðslu- og þjónustubann
á Rainbow Warrior, skip
Greenpeace-samtakanna, sagði
Guðmundur að sjómenn settu sig
ekki upp á móti því að skip fengju
vatn og vistir en hitt væri svo
annað mál, að stöðva bæri aðgerð-
ir þessarra manna.
Málverkasýning
í Bernhöftshúsi
ÞESSA dagana stendur yfir mál-
verkasýning Magnúsar Tómas-
sonar og Torfusamtakanna í Bern-
höftshúsi, þar sem sýndar eru
myndir frá árunum 1962 til 1963
af Bernhöftstorfu.
Sýningin var opnuð í gær, og
stendur til 26. júní.
Gamli og nýi tfminn. Júlíus Geirmundsson siglir inn.
Ljósm. Mbl. Úlfar Agústsson.
Nýr skuttogari til Isafjarðar
Kaupverðið 1.579 milljónir
I Ísaíirði 15. júní
UM HÁDEGISBILIÐ í dag kom til hafnar á Isafirði nýr skuttogari, Júlíus
Geirmundsson Í.S. 270. Togarinn, sem er 497 lestir að stærð, var smíðaður í Noregi
hjá Flekkefjord Slipp- & Maskinfabrik. Gunnvör h.f. á Isafirði er eigandi skipsins, en
fyrirtækið seldi skipasmíðastoðinni togara með sama nafni og gekk allt kaupverð
hans inn á kaupverð þess nýja, en það er 1.579 milljónir króna.
Skipið er búið öllum nýjustu og
bestu siglingar- og fiskileitar-
tækjum, þar á meðal nýrri gerð
tölvu frá Simrad sem staðsetur
trollið í sjónum með tilliti til
fiskigangna. Þá er skipið með
Becker stýri og tvær sjálfstæðar
togvindur staðsettar aftaná. Að-
alvél er 2350 ha Wickmann.
Lestarrými er fyrir 3600 kassa
eða um 220 lestir af fiski ísuðum í
kassa, en allir skuttogarar á
Vestfjörðum ísa fisk í kassa.
Júlíus Geirmundsson er fyrsti
togarin af minni gerð sem búinn
er tveim trollum, svo hægt er að
skipta um á örfáum mínútum.
ísvél framleiðir 16 lestir af ís á
sólarhring og hægt er að geyma
um 12 lestir af sjó á sama tíma.
Skipið var formlega afhent 25.
maí s.l. og gaf einn af eigendum
skipsins, frú Margrét Leós, því
nafn. Skipstjóri er Hermann
Skúlason, 1. stýrimaður Ómar
Ellertsson og 1. vélstjóri Þorlák-
ur Kjartansson. Áætlað er að
skjpið fari á veiðar n.k. þriðju-
dag.
Úlfar.
Skrúðgöngur, íþróttakeppni og
glens og gaman í tilefni dagsins
Þjóðhátíðardagurinn 17. júní
vcrður haldinn hátíðlegur í dag
mcð margvíslegum hætti í flestum
bæjum og kauptúnum landsins.
Reykjavík
Eins og skýrt var frá hér í
Morgunblaðinu í gær hefjast
hátíðahöldin í Reykjavík á því að
blómsveigur verður lagður á leiði
Jóns Sigurðssonar og flutt verður
ávarp Fjallkonunnar. Þá verður
skátatívolí á Lækjartorgi,
kassabílaakstur og götuleikhús, og
á sama tíma verður dagskrá fyrir
börn að Kjarvalsstöðum. Klukkan
16 verður barnaskemmtun á Arn-
arhóli og um kvöldið dansleikur á
hallærisplaninu og leiknar verða
hljómplötur á Lækjartörgi.
Garðabær
1 Garðabæ verða íþróttir og
leikir barna á íþróttavellinum
klukkan 10. Klukkan 10.45 verður
fánahylling við Garðakirkju er
skátar draga fána að húni. Klukkan
11 er guðsþjónusta i Garðakirkju,
prestur séra Bragi Friðriksson, en
Jón Sveinsson forseti bæjar-
stjórnar flytur hátíðarræðu.
Klukkan 14 verður skrúðganga,
gengið verður frá mótum karla-
brautar og Holtsstaðabrautar um
Móaflot og Garðaflöt að hátíða-
svæðinu. Klukkan 14.30 hefst síðan
útihátíð með ræðu formanns þjóð-
hátíðanefndar, og síðan flytur
Kristinn J. Sigurþórsson minm
íslands, og flutt veröur ávarp
Fjallkonunnar. Þá verða veitt verð-
laun fyrir íþróttakeppni barna.
Klukkan 16.15 hefst skemmti-
dagskrá í íþróttahúsinu Ásgarði.
Skólakór Garðabæjar syngur,
skemmtiatriði nemenda úr Garða-
skóla, Islenski dansflokkurinn sýn-
ir fimleikasýningu stúlkna úr
Gerplu, leikþáttur fluttur af leikur-
unum Árna Tryggvasyni, Sigurði
Sigurjónssyni, Randver Þorláks-
syni o g Guðrúnu Alfreðsdóttur, og
að því loknu diskótek til klukkan
20.00.
Á útisvæðinu verður dýrasýning,
Andvaramenn koma með hesta
sína og teyma undir börnum,
skátatívolí verður og sölutjald op-
ið.I Garðaskóla verður kaffisala
kvenfélagsins, sýning á myndum
nemenda Garðaskóla sem voru á
listahátíð barnanna og fleira.
kynnir Pálmar Ólafsson.
Hafnarfjörður
í Hafnarfirði hefjast hátíðahöld-
in klukkan 10 árdegis við Lækj-
arskóla og á Kaplakrika. Aldurs-
flokkakeppni verður í ýmsum
íþróttagreinum, og við skólann
leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar,
hestar verða teymdir undir börnum
og bátaleiga og tívolí verður undir
stjórn Hraunbúa og siglinga-
klúbbsins Þyts. Einnig verður þar
diskótekið ICE-sound. Þá verður
Minjasafn Hafnarfjarðar opið í
Bryde-húsi, hátíöarguðsþjónusta í
Þjóðkirkjunni, ljósmyndasýning í
húsi Bjarna Sívertsen, og klukkan
15 fer skrúðganga frá Hellisgerði
að Hörðuvöllum. Klukkan 15.30 er
síðan hátíðarsamkoma á Hörðu-
völlum. Hátíðina setur Sverrir Örn
Kaaber, Ólafur Stephensen flytur
hátíðarræðu, Sjöfn Magnúsdóttir
flytur ávarp Fjallkonunnar, Tóti
trúður kemur i heimsókn LUNA-
leikflokkurinn flytur skemmtiþátt
og Lúðrasveit Hafnarfjarða leikur.
Klukkan 17 er handknattleikur við
Lækjarskóla, og kvöldskemmtun á
sama stað kl 20.30. Verði slagveður
verður hátíðardagskrá og kvöld-
dagskrá flutt í íþróttahúsið.
Kópavogur
íþróttafélagið Gerpla sér um
hátíðahöldin í Kópavogi að þessu
sinni. Klukkan 10 leikur Skóla-
hljómsveitin við Kópavogshæli og
þar verður víðavangshlaup barna.
Klukkan 13.30 hefst skrúðganga frá
Kópavogsskóla, og verður gengið að
Rútstúni þar sem hátíðahöldin fara
fram, en þar verður fjölbreytileg
dagskrá fyrir börn. Unglingadans-
leikur verður síðan við Kópa-
vogsskóla kl. 17 og annar dansleik-
ur á sama stað um kvöldið til
klukkan 01.
Seltjarnarnes
Hátíðahöldin á Seltjarnarnesi
hefjast með skrúðgöngu klukkan
13.30. Gengið verður frá dælustöð
hitaveitunnar við Lindarbraut að
Mýrarhúsaskóla þar sem hátíða-
höldin fara fram. Þar flytur ávarp
Guðmar Magnússon formaður
skólanefndar, Asta Birgisdóttir fer
með ávarp Fjallkonunnar, Leikfél-
ag Seltjarnarness flytur tvo leik-
þætti, Selkórinn fer með leikþátt,
menn úr Gróttu og björgunarsveit-
inni Albert fara í þrífótarhlaup,
bæjarstarfsmenn og bæjar-
stjórnarmenn „skoppa gjörðum",
kappleikur verður milli Gróttu og
Alberts og kaffisala verður á veg-
um björgunarsveitarmanna.
Mosfellssveit
í Mosfellssveit hefjast hátíða-
höldin einnig með skrúðgöngu og
verður gengið frá mótum Þverholts
og Álfatungu aö Varmársvæðinu.
Fyrir göngunni fara félagar úr
hestamannafélaginu Herði og
Skólahljómsveit Mosfellsshrepps.
Hátíðin hefst síðan klukkan 14
með ræðu, Skólahljómsveitin leik-
ur, ung stúlka les hátíðarljóð,
æskulýðsfélag Lágafellssóknar
syngur, leikfélagið sýnir leikþátt-
inn Naglasúpan, ungar stúlkur
sýna táningadansa, Harðarfélagar
verða með dagskrá og keppt verður
í víðavangsháupi. Kaffisala verður
í Hlégarði, hestamenn teyma undir
börnum, glens og gaman verður við
sundlaugina og keppt verður í
knattspyrnu og fluttur leikþáttur
við sundlaugina. Um kvöldið verður
síðan dansleikur í Hlégarði, þar
sem öllum er heimill ókeypis að-
gangur.
ísafjörður
í ár er það skíðaráð ísafjarðar
sem sér um hátíðahöldin sem
hefjast klukkan 13.45. Lúörasveit
leikur, flutt verður hátíðarræöa,
Sunnukórinn syngur og fjallkonan
flytur ávarp. Boðganga á hjólaskíð-
um verður, víðavangshlaup, svif-
drekaflug, knattspyrnu kappleikur
milli bæjarstjórnar og íþróttaleið-
toga og Hörður og Vestri munu
leika minningarleik um Karl Ein-
arsson. Um kvöldið leikur B.G.
síðan á útidansleik við Barnaskól-
ann.
Akureyri
Barnaár mun setja svip sinn á
hátíðahöldin á Akureyri, en þar
bera skátar hitann og þungann af
hátíðahöldunum að þessu sinni.
Hátíðin hefst strax um morguninn,
er þekktar persónur úr barnaleik-
ritum fara um bæinn og skemmta
yngstu borgurunum, en eftir há-
degið verður skrúðganga frá Ráð-
hústorgi að íþrópttavellinum þar
sem hátiðardagskráin fer fram.
Ármann Kr. Einarsson rithöfundur
flytur ræðu, skatar verða með
sýninguna „Heimur í hnotskurn",
helgistund verður, fjallkonan flyt-
ur ávarp, barna kórar syngja, keppt
verður í íþróttum og leiðtogar
stjórnmálaflokkanna munu keppa í
rallakstri á kassabílum. Tívolí
verður klukkan 17 og um kvöldið
verður síðan útidansleikur og
skemmtidagskrá.
Neskaupstaður
íþróttafélagið Þróttur sér um
hátíðahöldin á Neskaupstað í ár. í
gær var dansleikur í Egilsbúð, en í
dag verður skrúðganga og hátíða-
dagskrá í Skrúðgarðinum. Hátíð-
arræðuna flytur Stefán Þorleifsson
og flutt verður fjölbreytileg
skemmtidagskrá. Önnur dagskrá
hefst síðan klukkan 17 á íþrótta-
vellinum.
Vestmannaeyjar
Hátíðahöldin í Vestmannaeyjum
hefjast á guðsþjónustu klukkan 11
á Stakkgerðistúni þar sem Kjartan
Örn Sigurbjörnsson prédikar, en
klukkan 13 verður skrúðganga frá
Iþróttamiðstöðinni að Stakka gerð-
istúni þar sem hátíðadagskráin
verður. Lúðrasveitin leikur, Sam-
kórinn syngur, hátíðarræða,' fjall-
konan, og handknattleikur bæjar-
stjórnarmanna.
Barnaball verður klukkan 17 í
íþróttamiðstöðinni og klukkan 22
verður dansleikur í Höllinni.