Morgunblaðið - 17.06.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1979, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNI1979 Útvarp Reykjavík SUNNUD4GUR 17. júní Þjóðhátíðardagur íslendinga MORGUNIMINN 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup fiytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.35 Létt morgunlög. Lúðrasveitin Svanur leikur. Stjórnandi: Sæbjörn Jónsson. 9.00 Á faraldsfæti Birna G. Bjarnleifsdóttir stjórnar þætti um útivist og ferðamál. í þættinum koma fram ábendingar um göngu- leiðir í nágrenni Akraness, Stykkishólms og Patreks- fjarðar, svo og upplýsingar um skipulagðar ferðir um landið og verð á þeim. 9.15 Morguntónleikar Alþingishátíðarkantata eftir Pál ísólfsson við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi. Flytjendur eru: Guð- mundur Jónsson, Karlakór- inn Fóstbræður, Söngsveitin Fílharmonía og Sinfóníu- hljómsveit íslands. Stjórn- andi: Róbert A. Ottósson. Framsögn: Þorsteinn Ö. Stephensen. 10.00 Fréttir Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lítil svíta eftir Árna Björnsson. Sinfóníuhljóm- sveit íslands leikur; Páll P. Pálsson stj. 10.40 Frá þjóðhátfð í Reykja- vík. a. Ilátíðarathöfn á Austur- velli. Jón H. Karlsson for- maður þjóðhátfðarnefndar setur hátíðina. Forseti ís- Iands dr. Kristján Eldjárn, leggur blómsveig að fótstalla Jóns Sigurðssonar. Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra flytur ávarp. Ávarp Fjallkonunnar. Lúðrasveit verkalýðsins og Karlakór Reykjavíkur leika og syngja ættjarðarlög, þ. á m. þjóð- sönginn. Stjórnendur: Ellert Karlsson og Páll P. Pálsson. Kynnir: Vilhelm G. Kristins- son. b. 11.15 Guðsþjónusta í Dóm- kirkjunni. Séra Hjalti Guð- mundsson messar. Garðar Cortes og Dómkórinn syngja. Organleikari: Marteinn H. Friðriksson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 Stjórnarráðshúsið okkar. Dagskrá f samantekt Heimis Þorleifssonar sagnfræðings. í viðtölum við hann greina dr. Kristján Eldjárn forseti íslands og Hörður Ágústsson arkitekt frá meginatriðum í sögu hússins og byggingar- sögulegu gildi þess. Lesari með stjórnanda: Broddi Broddason. SÍÐDEGIÐ 14.30 Miðdegistónleikar: Tónleikar Sinfónfuhljóm- sveitar íslands og Cæciliu- kórsins í Ósló f Háskólabfói 17. f.m. Einsöngvarar: Elísa- bet Erlingsdóttir, Sólveig Björling og Kristinn Halls- son. Stjórnandi: Arnuld Heg- stad. a. „Hjalarljóð“ eftir Eivind Groven. b. Inngangur og Passacaglía eftir Pál Isólfsson. c. Norsk kunstnerkarnival eftir Johan Svendsen. - d. „Völuspá" eftir David Monrad Johansen. 15.35 „Góður fengur“, smásaga eftir Jóhann Sigurjónsson. Jón Júlfusson leikari les. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Að ferðast — á hreyfingu og hreyfingarlaus. Sigrún Valbergsdóttir stjórnar barnatfma. Talað um sumar- ið við nokkur börn úr Mela- skólanum í Reykjavík. Stein- unn Jóhannesdóttir talar um Grænland. Karl Ágúst Úlfs- son, Jóhann Sigurðsson og Sigrún Edda Björnsdóttir lesa úr þremur bókum. 17.00 í Ieit að Paradís. Dagskrá um Eirík frá Brún- um f samantekt Jóns R. Hjálmarssonar, áður útv. í nóv. 1971. Flytjendur með honum: Albert Jóhannsson og Þórður Tómasson. 17.40 Dönsk popptónlist. Sverrir Sverrisson kynnir danska popptónlistarmann- inn Sebastian; — annar þátt- ur. 18.10 Harmonikulög. örvar Kristjánsson leikur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. KVÖLDIÐ 19.25 „Þó þú langförull legðir...“ Valgeir Sigurðs- son talar við fólk, sem dvalið hefur erlendis á þjóðhátfðar- daginn 17. júní. Viðmælend- ur: Harpa Karlsdóttir, Skúli H. Norðdahl og Þorsteinn Þorsteinsson. 20.00 Frá tónleikum í Norræna húsinu 14. marz s.l. Ib og Wilhelm Lanzky-Ottó leika saman á horn og pfanó: a. Sónötu eftir Jaroslav Kofron. b. Konsertsónötu op. 44 (1. þátt) eftir Franz Danzi. c. Sónötu op. 7 eftir Sixten Sylvan. 20.30 Land og gróður. Guðrún Guðlaugsdóttir og Hjörtur Pálsson taka saman þáttinn og flytja. 21.00 Frá samsöng Karlakórs Reykjavíkur í Háskólabíói 10. des. s.l. Einsöngvarar: Sicglinde Kahmann, Frið- björn G. Jónsson og Hreiðar Pálmason. Píanóleikari: Guð- rún A. Kristinsdóttir. Hljóð- færaleikarar: Félagar úr Sinfónfuhljómsveit fslands. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. a. Tvö lög eftir Þorstein Valdimarsson: „Um sláttinn“ og Kýrgæla“. b. Fjögur lög eftir Sigvalda Kaldalóns: „Frændi, þegar fiðlan þegir“, „Erla, góða Erla“, „Við Kaldalón“ og „Ave María“. Öll lögin sex í útsetningu Páls P. Pálsson- ar. c. Þýzk messa eftir Franz Schubert. d. „Fangakórinn“ úr óper- unni Fidelio eftir Ludwig van Beethoven. e. „Hljómurinn“ eftir Arthur Sullivan. f. Þrjú lög eftir Pál P. Páls- son: „Brúðarkjóllinn“, „Þjóð- skáldið“ og „Hæ, bobb fidídí bomm“. g. Lag án orða eftir Wilburg Chenoweth. h. Lag úr „Kátu ekkjunni“ óperettu eftir Franz Lehár. 22.00 „Örstutt hlé“, þáttur í umsjón Eddu Björgvinsdótt- ur og Gísla Rúnars Jónsson- ar. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.45 íslenzk dans- og dægur- lög. Svavar Gests velur og kynnir, þar á meðal danslag kvöldsins. Auk þess talar hann við hljómllistarfólk og ýmsa fleiri í tilefni dagsins. (23.50 Fréttir. 01.00 Veður- fregnir). 02.00 Dagskrárlok. A1ÞNUD4GUR 18. júní MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi: Valdimar Örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pfanó- leikari (alla virka daga vik- unnar). 7.20 Bæn: Séra Þorbergur Kristjánsson flytur (a.v.d.v.) 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfr. Forustugr. landsmálablaða (útdr.). Dag- skrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Þorleifur Hauksson les fyrri hluta þýðingar sinnar á ævintýrinu „Tu, tu, tu“ eftir Astrid Lindgren. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Landbúnaðarmál. Um- sjónarmaður: Jónas Jónsson. Rætt við Svein Hallgrfmsson sauðfjárræktarráðunaut um búskap í Færeyjum. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Tónleikar. Bílaleiga Á.G. Tangarhöföa 8—12 Ár- túnshöföa. Símar 85504 og 85544. Höfum Subaru, Mözdu og Lada Sport. JltorjjiinfoTaMÍ* símanúmer RITSTJÓRN OG SKRIFSTOFUR: 10100 AUGLÝSINGAR: 22480 AFGREIÐSLA: 83033 Sjónvarp kl. 21.30: Hér eru þeir David Frost stjórnandi þáttarins og Robert Stigwood í góðum félagsskap þeirra Gibb-bræðra, en þeir eru meðal þeirra sem koma fram í þættinum „Söngvagjöf“. Söngvagjöf Sjónvarp kl. 21.00: „Voryrkja” Þessi mynd fjallar um störf og handverk fólks í sveitum sem unnin voru á vorin hér á árum áður. Veg og vanda af þessari kvikmynd hafði Þórarinn bóndi Haraldsson í Laufási í Keldu- hverfi, hefur hann sýnt og fært í leikbúning þau störf sem unnin eru. Ein fjölskylda er í sviðsljósinu og lýsir myndin verkum þeim sem hún innir af hendi. Öll hlutverk eru í höndum Þingeyinga og leika börn og fullorðnir persónurnar og hafa þessi vinnubrögð um hönd. Af gömlum vorverkum í myndinni má nefna vinnu á túnum, þurrkun og hleðslu sauðataðs til eldsneytis, torfuskurð, túnsléttun og grasa- ferð. Mynd þessi er gerð í samvinnu við Sjónvarpið og þess má geta að þrjár aðrar myndir í svipuðum dúr eru í vinnslu. Stjórn upptöku annaðist Þrándur Thoroddsen. Glænýr þáttur verður í sjónvarpinu í kvöld og nefnist hann „Söngvagjöf“. Þessi þáttur er gerður á vegum Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna og er tekinn upp í byrjun þessa árs. Þarna koma fram ýmsir þekktir listamenn og flytja eitt lag hver. Sænska hijómsveitin ABBA flytur lagið „Chiqui tita“, Kris Kristoferson og Rita Coolidge syngja saman lagið „Fallen Angels“, Andy Gibb syngur „I go for you“, Earth, Wind & Fire flytja lagið „That‘s tha way of the World“, Rod Stewart syngur (spyr) „Do You Think I‘m Sexy“, Donna summer syngur lagiö „Mimís Song“, John Denver syngur „Rhymes and Reasons“, Bee Gees raula saman „Too Much Heaven“ og hin vinsæla Olivia Newton John syngur lagið „The Key“. Af þessari upp- talningu má sjá að þarna er einvala lið á ferðinni og ætti að verða íslenskum aðdáendum þeirra góð skemmtun. Stjórnandi þáttarins er David Frost, en kynningar ásamt honum annast þau Henry Fonda, Gilda Radner og Henry Winkler. Listamennirnir gefa Barnahjálpinni höfundarlaun af lögunum um alla framtíð. í lok þáttarins flytur Kurt Waldheim framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna ávarp, og loks taka allir lagið saman. Yfir 70 sjón- varpsstöðvar hafa haft þáttinn til sýningar og hefur hann allsstaðar notið mikilla vinsælda. Að sögn Björns Baldurssonar, þýð- anda þáttarins hefur sjón- varpið aðeins keypt einn sýningarrétt af þessum þætti og.því ástæða til að minna á að hann verður aðeins sýndur í þetta eina skipti. Þeir sem koma fram í þættinum eru . . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.