Morgunblaðið - 17.06.1979, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ1979
65 þúsund bílar flutt-
ir inn frá árinu 1959
nokkur atriði í sambandi við
bílainnflutning og bflanotkun.
Ingimundur Sigfússon formaður
Bílgreinasambandsins tók saman
nokkur atriði er hann fjallaði um
á nýlegum fundi Bílgreinasam-
bandsins og kemur þar m.a. fram
að þróun í bílaeign landsmanna
hafi orðið langhröðust síðustu
áratugina og hafi árið 1959 verið
til um 20 þúsund bílar og um 65
þúsund bætzt við síðan. í spá
Framkvæmdastofnunar um bíla-
eign er talið að bílafjöldinn verði
orðinn 115 þusund árið 1985 og
þýði það 4—5 þúsund bíla fjölgun
á ári. Þá kemur fram í ræðu
Ingimundar að stærstu tímamótin
hafi orðið árið 1961 er bílainn-
flutningur var gefinn frjáls og sé
bílaeign íslendinga nú ein hin
mesta á Norðurlöndum að Svíþjóð
undanskildri. Er talið að ísland sé
í 10.—20. sæti í heiminum með
330—340 fólksbíla á hverja þús-
und íbúa.
„Það er líklega ekki ofsagt að
þeir hafi verið framsýnir menn-
irnir. sem aátn á alhinsri fvrir 75
MIÐVIKUDAGINN 20. júní
verða liðin 75 ár frá því íyrsti
bfllinn kom hingað til lands. Nú
eru til í landinu kringum 85
þúsund bflar eða um einn á
hverja 3 þúsund fbúa. I tilefni
afmælis bflsins hér á landi boðaði
Bflgreinasambandið fréttamenn
á sinn íund þar sem rakin voru
Forráðamenn Bflgreinasambandsins: Jónas Þór Steinarsson, Jón
Bákon Magnússon, Þórir Jónsson og Ingimundur Sigfússon.
Ljósm. Kristinn.
Blacksi Decken
Mest selda garðsláttuvél landsins
Hin vinsæla rafknúna
Black & Decker
MEÐ
NÝTT ÚTLIT
STÆRRI MÓTOR
OG TVÖFALDA
EINANGRUN
D 606
380 w
D. 808
525 w
m/ grasskúffu
Slær blautt gras
Stutt og langt - snöggt og gróft að yðar
vilja.
ÓDÝR - LÉTT - HANDHÆG
Lítiö inn á næsta útsöiustað.
G. Þorsteinsson & Johnson
ÁRMÚLA 1 - SÍMI 85533
Fjórtán sæta Fíat, leigubfll frá B.S.R.
árum og samþykktu styrkveitingu
til Thomsens konsúls til kaupa á
mótorvagni," segir í samantekt
Ingimundar, „því að bíllinn og
umferðin hafa frá öndverðu verið
ríkisvaldinu mikil tekjuupp-
spretta, en aðeins hluta verið
skilað aftur sem framlögum til
vegamála. Hér á landi er verð bíla
mun hærra en í nágrannalöndun-
um í krónutölu og ekki óvarlegt að
áætla að hér þurfi verkamaður að
vinna u.þ.b. tvöfalt fleiri vinnu-
stundir til að geta keypt sér bíl en
starfsbróðir hans í Noregi."
Þá var á fundi með forráða-
mönnum Bílgreinasambandsins
rætt um innflutning bíla. Er talið
að í ár verði fluttir inn kringum 6
þúsund bílar, sem sé nokkru
minna en þarf, en til að endurnýj-
un sé eðlileg þarf að flytja inn
10—12 þúsund bíla á ári, en
meðalendingartími bíla hérlendis
er um 7 ár. Gert er ráð fyrir að
tekjur af bílum og umferð nemi í
ár kringum 30 milljörðum króna
og að til vegamála verði varið
rúmum þriðjungi þess fjár. Þá
kom fram á fundinum að meðal-
endingartími bíla í Svíþjóð hefur
verið kringum 10 ár en er nú
kringum 14 ár og töldu forráða-
menn Bílgreinasambandsins að
verði átak gert í vegamálum
myndi meðalending bíla hérlendis
vaxa og þyrfti að áætla 5—10 ára
tímabil þar sem sett yrði varan-
legt slitlag á aðalþjóðvegi lands-
ins. Myndi það án efa vera arðbær
fjárfesting fyrir þjóðina, ekki sízt
þegar tillit væri tekið til þess að
bíllinn væri aðalsamgöngutæki
íslendinga.
Minnispeningur
um Jón Sigurðsson
Minnispeningur Jóns Sig-
urðssonar forseta verður seldur
í dag, 17. júní, í tilefni af 100.
ártíð forsetans. Peningurinn er
úr bronsi og kostar 10 þús.
krónur.
Hrafnseyrarnefnd hefur látið
slá peninginn til fjáröflunar
vegna umbóta á fæðingarstað
Jóns Sigurðssonar og til að koma
upp minjasafni um forsetann á
fæðingarstað hans Hrafnseyri
við Arnarfjörð.
Peningurinn verður boðinn til
sölu fyrir framan aðaldyr Út-
vegsbankans og hjá styttu Jóns
Sigurðssonar eftir hádegi 17.
júní.
Borðtennismót Æsku-
lýðsráðs Reykjavíkur
BORÐTENNISMÓT Æskulýðs-
ráðs Reykjavíkur fyrir efri bekki
grunnskólans var haldið f félags-
miðstöðinni Feilahelli 28. aprfl
s.l. Mót þetta fer fram árlega að
loknum tómstundanámskeiðum
Æskulýðsráðs Reykjavíkur í
skólunum. Að þessu sinni mættu
til leiks 16 keppnissveitir úr 12
skólum, alls 96 þátttakendur á
aldrinum 11 — 15 ára.
Sigurvegari varð sveit Lauga-
lækjarskóla og hlaut hún farand-
bikar, sem gefinn er af STIGA í
Svíþjóð og heildverslun Herluf
Clausen, en keppt var nú um
bikarinn í fyrsta sinn. Annað sæti
skipaði sveit Réttarholtsskóla, en
það þriðja sveit Breiðholtsskóla,
og hlutu þær viðurkenningarskjöl.
Mótsstjóri var Aðalsteinn Eiríks-
son.
Sigursveit Laugalækjarskóla með Stigabikarinn sem keppt var um í
fyrsta sinn.