Morgunblaðið - 17.06.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1979 Bréf til Barna- og fjölskyldusídunnar Ég heiti Tryggvi Björn Davíösson og er 4 ára. Ég á heima á Hjaröarhaga í Reykjavík.^Mamma mín skrifar þetta fyrir mig. Ég segi henni, hvaö hún á aö skrifa. Eg er alltaf aö teikna og mig langaöi tii aö senda ykkur eina mynd. Hún er af kónginum í /Evintýralandi. Hann er úti f góöa veðrinu. Þaö er skógur bak viö höllina, en bara tvö tré við hliöina á höllinni. Laufin eru alltaf aö detta af trénu af því aö þaö er haust. Tryggvi Björn Davíösson. Díana Erlingsdóttir, Isafiröi. Stundum sitjum viö ofí krotum eitthvað á blað, þeg- ar við erum að hufísa, hlusta tala í síma o.s.frv. Við teikn- um bara eitthvað út í bláinn ojí sjáum ekki alltaf, hvað fíetur komið út úr krafs- inu. hefurðu nokkurn tíma reynt að teikna krot-fífíúr- ur? Hér sérðu nokkur dæmi, sem þú fjetur tekið þer til fyrirmyndar eða reynt ein- hverntíma að krota eitt- hvað álíka... SOL OG SUMAR Teikning: Ólöf Erna Leifsdóttir, 9 ára, Hlíöabyggö, Garöabæ. • • Þórir.S. Guðbergsson RúnaGísladóttir Krotað og krafsað! Máttur kærleikans Maður nokkur var að vetrarlagi á ferð um eitt af skörðum Alpafjallanna. Hann lenti í hríðar- veðri. Loks varð hann svo örmagna, að hann var að því kominn að gefast upp. Hann vissi vel, að honum var bráður bani búinn, ef hann settist niður og lokaði augunum. En hann átti ekki lengur þrek til að halda sér uppi. Hann fann góðan stað, sem hann ætlaði að setjast á. En einmitt þegar hann ætlaði að taka af sér bakpokann, kom hann auga á eitthvaö, sem stóð uppi úr snjónum. Hvað gat þetta verið? Það líktist mannsmynd. Allt í einu flaug honum í hug: — Þetta er maður, sem er að frjósa í hel. Eg get ef til vill bjargað honum. Örmagna ferðamaðurinn tók á öllu, sem hann átti til og fór að nudda manninn. En við það hitnaði honum sjálfum og færðist nýtt líf í hann. Með því að bjarga náunga sínum, bjargaði hann einnig sínu eigin lífi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.