Morgunblaðið - 28.06.1979, Side 19

Morgunblaðið - 28.06.1979, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979 19 / Fundur Olafs og Bakke: „Ekkert fréttnæmt,, „NEI, ÞAÐ er ekkert fréttnæmt að segja af þeim fundi" sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, er hann var spurður hvort hann gæti sagt um hvað viðræður hans og Hallvards Bakke viðskiptaráðherra Noregs í gær- dag snerust. Sagði Ólafur að ekkert frásagn- arvert hefði fram komið í þeim viðræðum enn, enda hefðu þeir aðeins ræðst við mjög stuttlega í gærmorgun. Eyjólfur K. Jónsson: „Vituð ér enn eða hvat?” Mayen-svæðinu, lýsum það sameign Norðmanna og íslendinga. Eyjuna sjálfa og 12 mílna land- helgi mega Norðmenn eiga, en hafsvæðið þar fyrir utan og hafsbotninn eigum við saman. Þetta svæði verði undir sam- eíginlegri, pólitískri stjórn Islendinga og Norðmanna um aldur og ævi og tengir þjóðirnar órofa böndum, þar verði jafnræði. Annar kostur er ekki fyrir hendi, það verða Norðmenn að skilja. „Vituð ér enn eða hvat?“ Eyjólfur K. Jónsson ÍSLENDINGAR gera Norðmönnum boð. Lýsum strax yfir sameiginlegri lögsögu á öllu Jan Bjöm Teitsson skólameist- ari Menntaskólans á í safirði BJÖRN Teitsson mag. art. hefur verið settur skólameistari Menntaskólans á ísafirði um eins árs skeið frá 1. september 1979 að telja. Bjönn er fæddur að Brún í Suður-Þingeyjarsýslu árið 1941. Hann lauk magistersprófi í ís lenskum fræðum frá Háskóla ís lands 1970 og var árið 1971 við framhaldsnám og störf við Björgvinjarháskóla. Árið 1972 og aftur 1974 til 1976 var hann settur lektor í sagnfræði við Háskóla íslands. Auk Björns sóttu um starf skólameistara M.í. Arndís Björnsdóttir B.A., Bergljót S. Kristjánsdóttir B.A., Haraldur Jóhannsson hagfræðingur og Sveinn Eldon M.A. Björn Teitsson Eigandi Fjalakatt- aríns stefnir Borginni ÞORKELL Valdimarsson eigandi hússins Fjalakattarins, Aðal- stræti 8, hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur Reykja- víkurborgar og krefst hann rúm- Greenpeace kynnir ad- gerdir í dag Greenpeacesamtökin hafa ekki tilkynnt til hvaða aðgerða gripið verður í kjölfar lögbannsins á aðgerðir samtakanna á hvalamiðun- um. Samtökin hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem gefin verður yfirlýsing, væntanlega um aðgerðir á næstunni. lega 720 milljóna króna í skaða- bætur. Eftir því, sem Morgunblaðið hefur fregnað, mun skaðabóta- krafan reist á þeim grundvelli m.a. að eigendur Aðalstrætis 8 hafi allt frá árinu 1944 óskað eftir því að fá leyfi tii að byggja á lóðinni, þeirri ósk hafi ekki verið sinnt af borgaryfirvöldum en á sama tíma hafi verið veitt leyfi til að reisa nýbyggingar á öðrum lóðum við götuna. Mun málið verða þingfest í bæjarþingi Reykjavíkur í dag en stefnendur eru sem fyrr sagði Þorkell Valdimarsson en einnig stefnir með honum faðir hans, Valdimar Þórðarson, fyrri eig- andi, vegna skaðabóta fyrir þann tíma, sem hann átti eignina á því tímabili er málið nær til. Ljósm. Mbl. Kristján. Frá blaðamannafundinum þar sem gerð var grein fyrir söfnuninni fyrir byggingu Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi. Ásgeir Jóhannesson. formaður stjórnar heimilisins. situr við enda borðsins, en opnuð hefur verið skrifstofa í Hamraborg 1, í Kópavogi þar sem tekið er við framlögum í söfnunina. Víðtæk fjársöfnun meðal Kópavogsbúa Níu félög sameinast um byggingu Hjúkr- unarheimilis f yrir aldraða í Kópavogi UM þessar mundir er að hefjast almenn fjársöfnun meðal Kópa vogsbúa í þeim tilgangi að safna fé til að reisa hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Kópavogi. Að þessu verki standa Junior Chamber Kópavogur. Kirkjufé lag Digranesprestakalls, Kiwan- isklúbburinn Eldey, Kvenfélag Kópavogs, Lionsklúbbur Kópa vogs, Lionsklúbburinn Muninn, Rauðakrossdeild Kópavogs, Rot- aryklúbbur Kópavogs og Soropt- imistaklúbbur Kópavogs. Á blaðamannfundi til að kynna fjársöfnunina sagði Ásgeir Jó hannesson að formlega hefðu félögin níu stofnað með sér sam- tök 17. marz síðastliðinn til að sjá um framkvæmd þessa máls og er Ásgeir formaður þessara sam- taka. Undirbúningur undir stofnun samtakanna hefur staðið síðan í ársbyrjun 1978 en forsagan er sú, að sögn Ásgeirs, að um langt skeið hefur verið mjög erfitt að koma sjúku, öldruðu fólki til hjúkrunar á sjúkrahúsum og mjög erfiðar aðstæður eru oft heima fyrir til að veita því nauðsynlega aðhlynningu og hjúkrun. Asgeir sagði, að fram til þessa hefðu verið htutfallslega fáir íbúar Kópavogs í hópi aldr aðra, en þeim fjölgaði nú ört eftir því sem bæjarfélagið efldist og stækkaði. Hann sagði illt til þess að vita, að í 13.500 manna bæjar- félagi væri ekkert sjúkrarúm og að undangenginni könnun á veg- um Félagsmálastofnunar Kópa vogs á högum aldraðra þar sem kom fram að mjög brýnt er að reisa hjúkrunarheimili var ákveð ið að ráðast í þessa framkvæmd. Hugmyndin er að byggja hæfi lega stórt heimili með 24—30 rúmum. Einnig er fyrirhugað að hafa hjá heimilinu gróðurhús eða blómaskála fyrir gamla fólkið. ' Þegar hefur verið fengin lóð á einum fegursta stað í Kópavogi á vestanverðum Kópavogshálsi, skammt frá miðbænum nýja, og er gert ráð fyrir að hjúkrunar heimilið nýti væntanlega endur hæfingarstöð heilsugæslustöðv- arinnar í Kópavogi. Merki söfnunarinnar. Þá hefur ríkisskattstjóri heim- ilað að framlög til heimilisins verði frádráttarbær frá tekju skatti. En fjársöfnuninni verður hagað með þeim hætti, að söfnun- arbaukur verður sendur á hvert heimili í Kópavogi, en Gísli Sig urbjörnsson á Grund gaf alla baukana í fyrstu umferð söfnun- arinnar, 4000 talsins, Kristín Þorkelsdóttir hannaði merki söfnunarinnar og Gísli Ástþórs son sá um útgáfu sérstaks bréfs sem sent verður með baukunum þar sem gerð er grein fyrir söfnuninni. Stofnfélögin hafa þegar gefið 10 milljónir i söfnunina og fram- lög eru farin að berast frá einstaklingum, að sögn Ásgeirs, en reiknað er með því að ef söfnunin gengur vel muni það taka eitt og hálft til tvö ár að safna fyrir heimilinu. Bænum hefur verið skipt niður í níu hverfi þar sem hvert félag, sem aðild á að samtökunum, mun standa fyrir söfnun. Að sögn Ásgeirs er ekki end- anlega ákveðið hver muni sjá um rekstur hjúkrunarheimilisins þegar þar að kemur, en í öllu falli yrði reynt að láta daggjöldin standa undir kostnaði. Stjórn Hjúkrunarheimilis aldr aðra í Kópavogi skipa Ásgeir Jóhannesson formaður, Hildur Hálfdánardóttir ritari, Guð steinn Þengilsson varaformaður, Soffía Eygló Jónsdóttir gjaldkeri og Páll Bjarnason meðstjórnandi. Sigurður Líndal: AÐ KÆFA UMRÆÐUR SKÖMMU eftir sjónvarpsþáttinn „Verkföll — verkbönn", sem var á dagskrá 12. júní sl., fór Guðjón Einarsson fréttamaður þess á leit við mig, að ég kæmi í sjónvarps- þátt, sem nefndist „Deilumál í deiglunni", sem verða ætti þriðju- daginn 26. júní (hann var í gær) og ræddi þar í 25 mínútur við full- trúa Alþýðusambands íslands um þau efnisatriði, sem ég hafði fjallað um í áðurnefndum sjón- varpsþætti. Svaraði ég játandi. Nokkrum dögum síðar skýrði Guð- jón mér frá því, að Alþýðusam- bandið neitaði með öllu þátttöku og ekki yrði af þættinum. — Þessa afstöðu Alþýðusambandsins skil ég fullkomlega, ekki síst eftir að hafa lesið skrif Jóhannesar Sig- geirssonar hagfræðings þess, sem birzt hafa í nokkrum blöðum, en þeim mun ég senn gera viðeigandi skil. Hitt sýnist mér vera nokkurt athugunarefni fyrir yfirstjórn Sjónvarpsins, hvort aðiljar, sem veitt er áhrifastaða í þjóðfélaginu, eigi að losna við að standa reikn- ingsskil gerða sinna með því einu að neita þátttöku í umræðum. Er ekki allt eins eðlilegt, að umræðu- þáttur fari fram, en þeirra sess sé þá auður? Slík afstaða felur vissulega í sér svar — svar, sem allir skilja. Sigurður Líndal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.