Morgunblaðið - 28.06.1979, Side 20

Morgunblaðið - 28.06.1979, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1979 Húnaversgleðin ’79 um helgina HIN árlega Húnaversgleði verð- ur haldin í sjöunda skipti um helgina, föstudag 29. og laugar- dag 30. júní, í Húnaveri í A-Hún. Að þessu sinni skemmta Brim- kló og Halli & Laddi, en Gísli Sveinn Loftsson mun sinna þörf- um diskóunnenda með diskóteki og ljósasýningu. Ágæt aðstaða er á staðnum fyrir tjaldbúa og aðra ferðamenn, næg tjaldstæði og veitingasala. Dansleikir verða bæði kvöldin þar sem Brimkló leikur fyrir dansi á milli þess sem brandarakarlarnir Halli & Laddi kitla hláturtaugar mótsgesta og Gísli Sveinn hamast í diskótekinu. Síðdegis á laugar- dag 30. juní fer fram hin hefð- bundna knattspyrnukeppni milli skemmtikrafta og mótsgesta. Skemmtikraftarnir ku hafa í hyggju að hefna rækilega fyrir ófarirnar í fyrrasumar. Sætaferðir á gleðina verða frá Reykjavík, Blönduósi, Skaga- strönd, Siglufirði, Sauðárkróki og Akureyri. James Dean sem Jett í „Risanum". „Risinn,,, síðasta mynd James Dean Risinn neínist síðasta myndin sem bandaríski kvik myndaleikarinn James Dean lék í og er hún sýnd um þessar mundir í Austurbæjarbíói. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Ednu Ferber. Leikstjóri er George Stevens en kvikmyndahandritið er eftir Fred Guiol og Ivan Moffat. Aðalhlutverkin í myndinni, auk Dean, leika Rock Hudson, Baker. Ungur piltur, Jett Rink, vinnur hjá óðalsbónda nokkrum í Texas, Bick Benedict. Bick er giftur fagurri ungri konu, Leslie. Jett elskar Leslie en hatar Bick og neitar að selja honum landskika sinn þrátt fyrir að honum sé boðið stórfé. Hann byggir sér húskofa og borar eftir olíu og verður brátt flugríkur. Ein dóttir Bicks er ástfanginn af Jett sem er nokkuð undarlegur í háttum og orðinn mjög drykk felldur. I veislu mikilli þar sem Elizabeth Taylor og Caroll saman eru komnir 2500 ríkisbubb- ar úr Texas verður Jett sér til skammar og fellur loks í dauðadái ofan á veisluborðið. Allir gestirnir yfirgefa boðið og dóttir Bicks einnig )g segir þar að fullu skilið við elskhuga sinn. Þegar heim kemur finna þau Leslie og Bick að þrátt fyrir mikil auðæfi Jetts mun hann aldrei öðlast það sem þau eiga, hamingju og rósemi hugans. James Dean sem leikur Jett var upprennandi stjarna í Kvikmynda heiminum er hann lést í bílslysi í Bakerfield 30. september 1955. íslenzka landsliðið sem fer til Sviss. Talið frá vinstri: Ríkarður Steinbergsson fyrirliði, Örn Arnþórsson, Símon Símonarson, Jón Ásbjörnsson, Guðlaugur R. Jóhannsson og Hjalti Eliasson. Á myndina vantar Ásmund Pálsson. / Landslið Islands í bridge tilkynnt... Evrópumótið í bridge hefst á sunnudaginn kemur f Lausanne í Sviss og verður ísland meðal þátttakenda f karlaflokki. Var liðið tilkynnt á blaða manna fundi í gær og verður sjkipað eftirtöldum spilurum: Ásmundi Pálssyni, Hjalta Elí assyni, Guðlaugi R. Jóhanns syni.Erni Arnþórssyniv Sfmoni Símonarsyni og Jóni Ásbjörns syni í máli forseta BSÍ Hjalta Elíassonar kom fram að ekki var hægt að tilkynna liðið fyrr vegna þess að það var ekki vitað fyrr en sl. mánudag hvort af förinni yrði en þá kom grænt ljós frá mennta málaráðuneytinu varðandi styrk sem Bridgesambandið hafði ósk- að eftir. Þá vék Hjalti að blaða skrifum sem orðið hafa varðandi val á landsliði. Sagði hann að skrif nokkurra blaða um leynd væru ekki á rökum reist og þjónuðu engum tilgangi. Sagðist Hjalti ekki skilja þessi skrif og ítrekaði að engin leynd hefði verið varðandi landsliðið. Blaða mönnum væri í lófa lagt að hafa samband við stjórnarmeðlimi BSI og óska eftir upplýsingum. Undirritaður hefir lítið bland- að sér í þessi skrif undanfarið en getur þó ekki orða bundist varð- andi þetta yfirklór forseta BSÍ. Vinnubrögð stjórnar BSÍ og landsliðsnefndar eru fyrir neðan allar hellur. Það er ekki hægt að ætlast til þess að blaðamenn séu að eltast við frétt sem þessa. Svona frétt verður að senda fjölmiðlum í formi fréttatil kynningar. Þetta er ekkert einka Brldge eftir ARNÖR RAGNARSSON mál BSÍ. Við skulum gera okkur grein fyrir því að það hljóta allir bridgespilarar á landinu að koma til álita í landslið og þeir eiga kröfu á því að vita að þeir komi ekki til greina í þetta sinn.Bridgeþáttur Morgunblaðs- ins er opinn öllum fréttum, sem berast og látið er vita af en það kemur ekki til greina að blaða maður eltist við frétt sem þessa. Það er lágmarkskrafa að látið sé vita af fréttinni. Svo vikið sé aftur að Evrópu mótinu þá stendur það í hálfan mánuð og munu yfir 20 þjóðir taka þátt í mótinu og allir spila við alla 32 spila leiki. í lokuðum sal verða skermar notaðir milli spilara. Fyrirliði landsliðsins er Ríkarður Steinbergsson. Þá var og tilkynnt val á landsliði unglinga sem fer á Norðurlandamót unglinga sem fram fer í Gautaborg í Svíþjóð dagana 1. til 4. ágúst n.k. Verður þar spilað í tveimur aldursflokk- um, annars vegar spilarar fædd- ir 1954 og síðar og hins vegar spilarar fæddir 1957 og síðar. ísland mun taka þátt í eldri flokknum og er landsliðið þannig skipað: Guðmundur Hermanns son, Sævar Þorbjörnsson, Skúli Einarsson og Þorlákur Jónsson. Fyrirliði unglingaliðsins verð- ur Jakob R. Möller. Landsliðsnefnd er skipuð þremur mönnum, fyrirliða landsliðsins Ríkarði Stein bergssyni, Herði Arnþórssyni og Páli Bergssyni. Morgunblaðið mun birta frétt- ir frá Evrópumótinu. Unglingalandsliðið. Talið frá vinstri: Jakob R. Möller fyrirliði, Skúli Einarsson, Þorlákur Jónsson, Guðmundur Hermannsson og Sævar Þorbjörnsson. Krist ján Thorlacius: Fríhafnardeilan Aldamótahugarfar í kiaramálum Um hvað snerist deilan? Þessi deila í fríhöfninni snerist einfaldlega um það, hvort gilda ættu nútímastarfshættir í ráðn- ingu starfsmanna og þá miðað við, að stéttarfélög semji um kjara mál, eða hvort færa eigi meðferð þessara mála í það horf, sem var um og eftir síðustu aldamót, að atvinnurekandinn hefði einhliða öll ráð í hendi sér og segði einfaldlega við hvern einstakan starfsmann, sem hann vildi ráða í vinnu: Þessi laun býð ég, svona er vinnutíminn og annað eftir því. Vilt þú ráða þig samkvæmt þessu? „Hinn dyggi þjónn“ að dómi at vinnurekandans fékk svo oft betra en aðrir, ekki síst ef hann talaði blíðlega við húsbændur sína, en aðrir gátu farið sína leið, ef þeir undu ekki við þá mola, sem til boða stóðu. Til þess voru stéttarsamtök stofnuð í heiminum, einnig hér á landi, að forráðamönnum frá því að standa í því sem einstaklingar að semja um kjör sín, laun, vinnutíma og önnur réttindi og skyldur. Tímaskekkja ríkisvaldsins. Afstaða fjármálaráðherrans í þessu deilumáli er tímaskekkja, sem ber að harma. í dagblaðinu Tímanum 26. júní s.l. eru þessi ummæli höfð eftir fjármálaráð herranum: „ ... auðvitað yrði ríkið að geta haft forræði um vinnutíma og það hvernig vinnubrögðum væri hagað í þjónustustofnunum ríkis- ins...“ Þröngt atvinnurekenda- sjónarmið Þessi ummæli fjármálaráðherr- ans eru í fullkomnu samræmi við þá afstöðu, sem embættismenn hans í fjármálaráðuneytinu hafa haft í Fríhafnardeilunni. Starfs- mennirnir í Fríhöfninni, stéttar- félag þeirra, sem er Starfsmanna félag ríkisstofnana, og heildar samtökin (B.S.R.B.) brugðu hart við og höfnuðu einmitt þessu sjónarmiði. Höfnuðu því, að á árinu 1979, á tímum atvinnulýð ræðisí nágrannalöndum okkar, heimtaði sjálft ríkisvaldið hér á landi, að það fengi að beita aðferðum aldamótatímans og semja við einstaklinga um kaup og kjör. Stéttarsamtök eða einstaklingar Spurningin sem menn þurfa að velta fyrir sér í sambandi við þessa deilu er almenns eðlis og snertir allt launafólk og raunar alla landsmenn: Eiga stéttarsamtök að starfa á íslandi og á að þróast hér atvinnu lýðræði eða vilja menn snúa hjóli tímans 70—80 ár til baka, ríkis- vald og einstakir atvinnurekendur taki við hlutverki stéttarfélaga og maður semji við mann um verð- gildi vinnunnar. Þetta er kjarni málsins og þó Fríhafnardeilan snerti fáa menn beint, er hún stefnumarkandi fyrir allt launafólk. Þeir 10 starfsmenn, sem ef til vill telja sér nú hag í því að ráða sig upp á þau kjör, sem „faktor" fjármálaráðherrans í Fríhöfninni býður, verða líka að hugleiða þetta mál út frá því sjónarmiði að hér er á ferðinni stórmál, sem snertir alla landsmenn. Fjármálaráðherrann átti ekki og mátti ekki komast upp með að notfæra sér ótryggt atvinnu ástand á Suðurnesjum og brjóta niður kjarasamninga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.