Morgunblaðið - 28.06.1979, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.06.1979, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979 29 fólk í fréttum + ÞETTA ógæfusama fólk hefur svo sannarlega verið „fólkið í fréttunum/4 að undanförnu. — Myndin er tekin í Hong Kong í bráðabirgðahúsnæði sem yfirvöldin hafa skotið yfir 10.000 flóttamenn frá Víetnam í einum af hafnarskálunum í borginni. Þrengslin í þessum flóttamannabúðum eru yfirgengileg. — Þar í borg eru nu rúmlega 50.000 flóttamenn frá Víetnam, sem bíða og bíða eftir því að fá einhversstaðar að setjast að fyrir fullt og allt. — Og nú er röðin komin að íslendingum að svara áskorun Sam. Þjóðanna um að bjóða fram aðstoð. Heimsókn til vestursins + í NORSKUM blöðum kom þessi mynd af forsæt- isráðherra Noregs. — Ný- stárleg þótti myndin af ráðherranum. Það áttuðu sig ekki allir á því fyrst, að hér væri sjálfur forsætis- ráðherra landsins. — Það gerði kúrekahatturinn. — En Odvar Nordli og kona hans Margit hlutu innileg- ar móttökur í Houston höf- uðborg Texasfylkis, er þau komu þangað fyrir skömmu. Borgarstjórinn færði forsætisráðherranum kúrekahattinn að gjöf og afhenti honum til minning- ar um heimsóknina borgar- lyklana. + ÞÓ AÐ SÆNSKI sakamaðurinn Clark Olofson. sem afplánar refsidóm í Gautaborg. sé bak við lás og slá. var hann fyrir stuttu í fréttum Skandinavísku pressunnar. — Fyrir nokkru fékk hann frí frá fangelsisvistinni, til þess eins að mæta fyrir dómi. vegna meiðyrðamáls, sem norsk stúlka BjörK Aaseby frá Ósló hefur höfðað gegn honum og krefst hún 15.000 sænskra króna í skaðabóta úr hendi Olofsons. vegna meiðandi ummæla hans um hana í bók sem Olofson hefur skrifað: „Texter om herr M.s. samhallsnyttiga verksamhet.'* Þá krefst hún þess að hókin verði tekin úr umferð. Þessi bók Olofsons byggir á um 400 sendibréfum sem Björg hin norska skrifaði honum í fangelsið. Það var ætlun hennar þá að sýna fólki fram á að hann væri ekki jafn samviskulaus og almenningur hefði talið. — Gífuryrðin í bók Olofsons um Björgu frá Ósló voru m.a. þau að hún væri geggjuð padda. Myndin er af þeim Olofson og Björgu. Verðlaunahafar í mynd- getraun Þjóðleikhússins í leikskrá að barnaieikritinu Krukkuborg. sem Þjóðleikhúsið sýdi í vetur, var myndagetraun og áttu leikhúsgestjr að geta sér til um. úr hvaða sýningum nokkrar ljósmyndir voru. Ákveðið var að veita 15 bókaverðiaun fyrir réttar ráðningar og gáfu bókaútgáíurnar Örn og Örlyngur. Iðunn og Mál og menning barna- og unglingabækur til verðlauna. Rétt ráðning var: Myndirnar voru úr sýningum Þjóðleik- hússins á Dýrunum í Ilálsaskógi. Kardemommubænum. Karlinum á Þakinu. Öskubusku og Milli himins og jarðar. Dregið hefur verið úr réttum ráðningum og hljóta eftirtaldir aðilar verðlaun: Gunna Vala Asgeirsdóttir, Garðaflöt 21 Margrét Hjartardóttir, Suður- götu 51, Hafnarfirði Stella Stefánsdóttir, Skólavöll- um 3, Selfossi Eðvarð Þór Williamsson, Víði- lundi 1 Una Margrét Jónsdóttir, Ljós- vallagötu 32 Hildur Njarðvík, Skerjabraut 3, Seltjarnarnesi Magnús Edvaid Björnsson, Fálkagötu 21, Rvík Björg Sigurjónsdóttir, Sæbóli við Nesveg, Seltjarnarnesi Hafdís Birna Baldursdóttir, Tjarnargötu 16, Rvík Svanur og Hilmar Sævarssynir, Borgarheiði 10, Hveragerðí Hugrún Ragnheiður Hólmgeirs- dóttir, Hraunbæ 108, Rvík Lilja Guðrún Lange, Víði- hvammi 28, KópavogL Ester og Ásta Andrésdætur, Laugarnesvegi 112, Rvík Kristófer Pétursson, Skaftahlíð 12, Rvík Jón Arnar Þorbjörnsson, Vall- arbraut 5 Af ofannefndum nöfnum voru dregin út nöfn þriggja, sem að auki fá óke.vpis aðgöngumiða að barnaleikriti næsta leikárs og komu eftirtalin nöfn upp: Eðvarð Þór Williamsson, Hafdís Birna Baldursdóttir og Hugrún Ragnheiður Hólmgeirsdóttir. Vélskólinn braut- skráir 400 vélstjóra BRAUTSKRÁNING nemenda Vél- skóla íslands í Reykjavík fór fram laugardaginn 19. maí sl. Um 450 nemendur stunduðu nám við skól- ann á liðnum vetri, þar af 400 í Reykjavík en vélskóladeildir eru einnig á Akureyri, í Vestmannaeyj- um. á ísafirði, f Keflavfk og á Akranesi. Um 400 vélstjórar útskrifuðust á þessu vori með vélstjóraréttindi af ýmsum stigum en undir lokapróf gengu 87 nemendur, 70 stóðust prófið. Bestum árangri í sérgreinum skólans náðu eftirtaldir nemendur: Eyvindur Jónsson á 1. stigi, Eggert Atli Benónýsson á öðru stigi, Hörður Kristjánsson á 3. stigi, en hann hlaut jafnframt silfurbikar fyrir bestan árangur í vélfræðigreinum 3. stigs, og Ómar Grétar Ingvarsson á 4. stigi. Einnig voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur í ýmsum tungu- málum og hlutu þau nokkrir nem- endur. Skólinn hlaut myndastyttu að gjöf frá 10 ára afmælisárgangi vélstjóra en hún mun prýða anddyri skólans. Að lokum þakkaði skólastjóri rausnarlegar gjafir og sagði skólan- um slitið. Tísku - sýníng Föstudag kl. 12.30—13.30. Sýningin, sem verður i Blómasal Hótels Loftleiða er haldin á vegum Rammagerðarinnar, íslensks Heimilisiðn- aðarog Hótels Loftleiða Sýndir verða sérstakir skartgripir og nýjustu gerðir fatn- aðar, sem unnin er úr íslenskum ullar- og skinnvörum. Módelsamtökin sýna. Hinir vinsælu réttir kalda borðsins á boðstólum Verið velkomin. HOTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.