Morgunblaðið - 28.06.1979, Page 35

Morgunblaðið - 28.06.1979, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1979 35 Baldur Hannesson, nr. 11, skorar annaö mark Þróttar í leiknum í gær. Fékk hann góða sendingu frá Jóhanni Hreiðarssyni sem er lengst til vinstri á myndinni og skoraði viðstöðulaust. Tap hjá norsku Víkingunum HEIL umferð hefur farið fram í norsku deildarkeppn- inni í knattspyrnu á sfðustu dögum. Bar þar helst til tíðinda, að Víkingur frá Stavangri, lið Tony Knapps, tapaði loks og hefur forskot liðsins þvi minnkað niður í 2 stig, Víkingur hefur 17 stig, en Rosenborg 15. Það var einmitt Rosenborg sem varð liða fyrst til að leggja Vík- ing að velli í sumar. En lítum á úrslit leikja. Bodö Glint — Moss 0—2 Bryne — Mjöndalen 0—0 Hamkam — Brann 4—1 Rosenborg — Viking 1—0 Skeid — Valerengen 1—2 Start — Lilleström 3—1 Sem fyrr segir, hefur Vík- ingur 17 stig og Rosenborg 15. í þriðja sæti er Start með 14 stig, Bryne hefur 13 stig og Moss og Valerengen hafa 12 stig hvort félag. Þróttur — KR Lið KR-inga var afarslakt í þessum leik. Getur það verið að það hafi vanmetið andstæðinginn? Varla, til þess eru liðin í 1. deildin of jöfn. Þar getur allt gerst. Baráttuna, eitt aðalmerki KR í leikjum liðsins að undanförnu, vantaði. Þá náði framlínan aldrei saman. I stuttu máli. íslandsmótið 1. deild. Laugar- dalsvöllur 27. júní Þróttur — KR 5-1(3-0) Mörk Þróttar: Halldór Arason á 4., 38. og 49. mínútu. Baldur Hannesson á 17. mínútu og Daði Hjartarson úr vítaspyrnu á 67. mínútu. Mark KR: Sverrir Herbertsson á 80. mínútu. Áminning. Engin. Áhorfendur 984. Dómari. Sævar Sigurðsson. -Þr. Cunningham líklega til Real Madrid NÚ virðist nokkuð öruggt, að Laurie Cunningham, enski landsliðsmaðurinn hjá WBA, gerist leikmaður með spænska meistaraliðinu Real Madrid næsta keppnis- tímabil. Samningur blökkumanns- ins Cunninghams við WBA er á enda og hann gerði sjálfur hosur sínar grænar fyrir spænska félaginu, en ekki öfugt eins og venja er. Kapp- inn gat sér gott orð á Spáni er WBA sló Valencia út úr UEFA-keppninni í vetur sem leið og því hafði Real strax áhuga á að fá hann í sínar raðir. Ekki síst vegna þess, að Daninn Henning Jensen hverfur nú heim til Dan- merkur. Cunningham mun fylla það skarð sem Jensen skilur eftir sig. Það sem Real Madrid borgar fyrir Cunn- ingham, verði úr öllu saman, er talið munu nema um 735.000 sterlingspundum. Islandsmót 79 Handknattleiks utan húss Hefst í Hafnarfiröi 14. júlí n.k. Keppt veröur í meistaraflokki karla og kvenna og öörum flokki kvenna. Þátttökutilkynningar berist fyrir 5. júlí n.k. í pósthólf 144, Hafnarfiröi. • Laurie Cunningham upp samleik. Þá var samvinna leikmanna góð og dugnaður mikill. Halldór Arason var svo sannarlega í essinu sínu, og átti góðan leik. Þá var Ágúst Hauks- son mjög frískur og sköpuðu margar góðar sendingar hans mikla hættu við mark KR. Þróttur vann sinn stærsta sigur í 1. deiid ÞRÓTTUR kafsigldi lið KR-inga í leik liðanna í 1. deild á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. 5—1 sigur Þróttar var sanngjarn miðað við gang leiksins og hefði svo sannarlega getað orðið enn stærri. Þau voru ekki ófá marktækifærin sem fóru forgörðum hjá Þrótturum, stundum fyrir þeirra eigin klaufaskap og nokkrum sinnum björguðu heilladísirnar vesturbæjarliðinu. Halldór Arason Þrótti náði að skora hina eftirsóttu þrennu í leiknum og var mjög nálægt því að bæta fjórða marki sínu við. En lítum nú á minnisbókina. 4. minúta Halldór Arason fékk góða send- ingu inn á vítateiginn og sneri laglega á varnarmann KR og gott skot hans hafnaði í netinu alveg úti við stöngina. Virtist þetta fyrsta mark koma KR-liðinu mjög á óvart og alveg úr jafnvægi. 17. mínúta Þróttarar fengu aukaspyrnu rétt utan vítateigsins og Rúnar Sverrisson gaf vel fyrir markið á Jóhann Hreiðarsson sem nikkaði boltanum laglega út til Baldurs Hannessonar sem gerði sér lítið fyrir og afgreiddi boltann með þrumuskoti viðstöðulaust í netið. Kom Magnús markvörður KR engum vörnum við. 38. mínúta Aukaspyrna á KR-inga rétt utan vítateigs. Ágúst Hauksson spyrnti fyrir Þrótt og góð sending hans datt niður á markteig. Þar náði Halldór Arason til boltans og var ekki í vandræðum með að skora af stuttu færi. Var með ólíkindum hversu illa vörn og markvörður KR-inga var á verði. 40. mínúta KR-ingar fengu sitt besta tæki- færi i fyrri hálfleik. Wilhelm Frederikssen var í mjög góðu færi á markteig en var of seinn að skjóta og hættunni var bægt frá. 49. mínúta Halldór Arason braust í gegn af hörku og sleit af sér varnarmann KR og skoraði þriðja mark sitt í leiknum, 4—0 fyrir Þrótt. Var þetta vel gert hjá Halldóri, skaut islandsmötlð t. delld Stjarnan fór létt með Gróttu Fáeinir leikir fóru fram í 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu á mánudagskvöldið. í A-riðli léku Stjarnan og Grótta á Stjörnuvellinum og vann Stjarnan þar vel verðskuldaðan sigur. Var lið Gróttu furðuslakt og hefði sigur Stjörnunnar með heppni getað orðið stærri en 3-1. Guðjón Sveinsson skoraði fyrst fyrir Stjörnuna, Gunnar Lúðvíksson jafnaði fyrir hlé og mínúturnar á undan og eftir marki Gunnars voru besti leikkafli Gróttu En Grótta bauð ekki upp á nokkurn skapaðan hlut í síðari hálfleik og Stjarnan vann því sinn fyrsta sigur í riðlinum. Ungur nýliði, Dagbjartur Harðarson, skoraði bæði mörk Stjörnunnar í síðari hálfleik. í sama riðli léku Ármann og Grindavík og vann Ármann 5-1. Viggó Sigurðsson var atkvæðamikill hjá Ármanni, skoraði 2 mörk. Einn annar leikur fór fram í deildinni, í B-riðli vann Óðinn mjög óvæntan sigur á Leikni, 3-1. hann jarðarbolta framhjá Magn- úsi sem reyndi að bjarga með úthlaupi. 55. mínúta. Baldur Hannesson komst í gegn um götótta vörn KR og brunaði upp og átti aðeins markvörðinn eftir, en Magnús sá við honum og bjargaði vel með úthlaupi. 67. mínúta. Ársæll Kristjánsson var felldur innan vítateigs og dæmd var frekar vafasöm vítaspyrna á KR. Daði Hjartarson spyrnti af öryggi og skoraði 5-0. 73. mínúta. Misheppnað útspark Magnúsar féll fyrir fætur Halldórs sem fékk gullið tækifæri á að bæta fjórða marki sínu við. En hann var fullbráður með skot sitt sem fór rétt framhjá. 80. mínúta. Eina mark KR sá dagsins ljós. Sæbjörn Guðmundsson náði boltanum á miðju vallarins og brunaði upp, sendi síðan góða stungusendingu inn á Sverri Herbertsson sem skoraði laglega framhjá markverði Þróttar, Agli Steinþórssyni. Var þetta eina sólarstund KR-inga í leiknum. Lið Þróttar lék nokkuð vel í leiknum og reyndi ávallt að byggja STAÐAN STAÐAN í 1. deild er nú >essi: BK 6 3 3 0 11: 2 ?ram 6 2 4 0 10: 5 A 6 3 2 1 11: 8 ÍBV 6 3 12 8: 3 KR 6 3 12 8:12 Valur 6 12 1 7: 7 Vík. 6 2 13 6:10 Þróttur 6 2 13 8:10 KA 6 2 0 4 8:11 Haukar 6 10 5 3:15 i Handknattleiksdeild F.H.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.