Morgunblaðið - 28.06.1979, Síða 36

Morgunblaðið - 28.06.1979, Síða 36
RR óskar eft- ir 23% hækk- imárafmagni til heimila — en 2,5% til fyrirtækja BORGARRÁÐ Reykjavíkur heíur heimilað Rafmagnsveitu Reykja- víkur að óska eftir því við iðnaðar- ráðuneytið að leyfi fáist til að hækka taxta rafmagnsveitunnar að meðaltali um 14,1% frá og með 1. ágúst næstkomandi. Að sogn Aðalsteins Guðjohnsen, rafmagns- veitustjóra er samhliða þessari hækkunarbeiðni óskað eftir þvf að leiðrétting verði gerð milli taxta og hækka taxtar rafmagnsveitunn- ar af þeim sökum mismikið verði þessi hækkunarbeiðni samþykkt. Samkvæmt þessari breytingu ætti rafmagn til heimilisnota að hækka um 23,0% en rafmagn til flestra iðnaðar- og atvinnufyrirtækja um 2,5%. Aðalsteinn sagði að ástæða þess- arar hækkunar væri 272 milljón króna tekjuvöntun, sem gert hefði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun rafmagnsveitunnar fyrir árið 1979. Til að mæta þessari tekjuvöntun þyrftu taxtar rafmagnsveitunnar að hækka um að meðaltali 14,1% en leiðréttingar á töxtunum kæmu ýmsum atvinnugreinum til góða. Þannig ætti rafmagn til ljósa og véla hjá minni fyrirtækjum að lækka um 10,2% en heimilistaxti að hækka um 7,8%. Ofan á þessar taxtabreytingar komi fyrrnefnd 14,1% hækkun og því hækkaði rafmagn til heimilisnota samtals um 23% en rafmagn til atvinnu- reksturs um 2,5%. — Þegar þessar leiðréttingar hafa náð fram verður aðeins um að ræða einn svokallaðan almennan taxta óháðan því til hvers rafmagn- ið er notað nema varðandi stærri atvinnufyrirtæki. Lagt er til að rafmagn til stærri atvinnufyrir- tækja hækki um 14,1% og einnig verði hlutfalli afls og orku breytt til hagsbóta fyrir þá, sem nýta orkuna vel, sagði Áðalsteinn. Málid gegn FFSÍ þingf est ÞINGFEST var í gær fyrir félags- dómi mál vinnuveitenda gegn Farmanna- og fiskimannasam- bandi Islands vegna meintra ólög- legra yfirvinnubannsaðgerða yfir- manna á farskipum við lestun og losun skipa í höfnum á Faxaflóa- svæðinu og í heimahöfnum skip- anna. Veittir voru venjulegir frestir til gagnaöflunar, en að öllum líkindum mun FFSÍ fara fram á að málinu verði vísað frá. ■ ' Hans Blix, utanríkisráðherra Svíþjóðar, er staddur hér á landi í opinberri heimsókn. Hann fékk sér sundsprett í Sundlaug Vesturbæjar ásamt tveimur sonum sínum skömmu eftir komuna til íslands ígær. Sjá bls. 3. Ljósm. mi. Rax. Pílagrímaflug með 25 þúsund Nígeríumenn „ÞAÐ liggja fyrir frum- drög að samningum um pílagrimaflug með 25 þús- und Nígeríumenn til Jedda og til baka í október og nóvember og reiknað er með að þessi samningur verði staðfestur í ágúst- mánuði,“ sagði Leifur Magnússon framkvæmda- stjóri flugdeildar Flug- leiða í samtali við Mbl. í gærkvöldi þegar hann var inntur eftir stöðunni í leiguflugsamningum félagsins. Verið er að kanna mögu- leika á leiguflugi fyrir allar flugvélategundir Flugleiða og fer þessi könnun fram víða um heim með leiguflug fyrir næsta haust og vetur í huga. Þetta er langstærsti leigu- flugsamningur með píla- gríma sem Flugleiðir hafa sinnt, en á s.l. 5 árum hefur yfirleitt verið um að ræða 10—12 þús. farþega á ári en þó mest 15000. Á meðan útlit er fyrir að Flugleiðir taki að sér Nígeríuflugið er ekki hreyft öðrum möguleikum á þessum tíma svo sem pílagrímaflugi fyrir Indónesa. I pílagríma- fluginu með Nígeríumennina er miðað við að DC-10 þota Flugleiða og tvær áttur sinni flutningunum. Önnur áttan verður þá Flugleiðavél, en hin hugsanlega frá Air Kanada sem hafa boðið vél í flutning- ana. Ráðherraviðræður um Jan Mayenmálið KNUT Frydenlund utan- ríkisráðherra Noregs og Eyvind Bolle sjávarút- vegsráðherra eru væntan- legir til Reykjavíkur á morgun til viðræðna við Benedikt Gröndal og DC-10 þota Flugleiða: Leigugjald í flugbann- inu komið yfir 1(K) miilj. SAMKVÆMT kaupleigusamn- ingi Flugleiða við Seaboard um DC-10 breiðþotuna þurfa Flugleiðir að greiða um 5 milljónir króna á dag fyrir vélina hvort sem hún flýgur eða ekki. Tían hefur nú verið í banni í 20 daga þannig að þessi upphæð er orðin um 100 millj. kr. Hins vegar er ekki ljóst hvernig þetta dæmi verður gert upp þar sem ekki liggur fyrir ennþá hver muni bera ábyrgð- ina á stöðvun vélarinnar. Tals- menn Flugleiða sögðu að það lægi ekki fyrir hver réttur Flugleiða væri í þessu máli. Leifur Magnússon fram- kvæmdastjóri flugdeildar Flug- leiða sagði í samtali við Mbl. í gær að fluglið Flugleiða og starfsfólk allt hefði lagt geysi- lega hart að sér til þess að leysa þau vandamál sem upp hafa komið í flutningum á fólki vegna flugbanns á tíuna. Kjartan Jóhannsson um lausn Jan Mayen málsins, en á siðustu stundu hefur verið hætt við embættis- mannaviðræður, sem áttu að fara fram í Osló. Á þessum fundi verður reynt til þrautar að komast að samkomulagi til að af- stýra „loðnustríði" við Jan Mayen. Benedikt Gröndal utanríkis- ráðherra sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að embættismanna- viðræðurnar hefðu ekki borið þann árangur sem menn von- uðu. „Þeir hafa sótt á um viðræður og við höfum haft áhyggjur af loðnuveiðunum við Jan Mayen, þannig að segja má að báðir hafi jafnan áhuga á ráðherraviðræðum um lausn málsins", sagði Benedikt, er Mbl. spurði, hver hefði átt frumkvæðið að því að koma á ráðherrafundi á föstudaginn, en í Reykjavík var því haldið fram í gær að Norðmenn hefðu beðið um ráðherraviðræður og í Osló var sagt, að viðræðurnar færu fram að ósk íslendinga. Búið að veiða 69 h vali í GÆR voru komnir á land í hvalstöðinni í Hvalfirði 67 hvalir og að sögn starfsmanna í stöð- inni eru þetta nær eingöngu langreyðar nema hvað 4 búrhval- ir hafa veiðst. Til viðbótar voru hvalbátarnir í gær búnir að fá 2 hvali og voru enn í hafi með þá. Hvalvertíðin í ár hefur nú staðið í 17 daga og hefur verið að sögn starfsmanna í hvalstöðinni mjög góð og betri en eftir sama dagafjölda í fyrra en þá hófst vertíðin um hálfum mánuði fyrr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.