Morgunblaðið - 01.08.1979, Page 1
32 SÍÐUR
174. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Dalnr lia'kkar
Lundúnum. 31. júlf. AP.
Bandaríkjadalur hækkaði
verulega gagnvart helztu
Evrópu-gjaldmiðlum í dag, en
ýmsir efnahagssérfræðingar eru
þó efins um að áframhald verði á
batnandi stöðu hans. 1 Lundún-
um og ZUrich lækkaði gengi gulls
um allt að sjö dali únsan, en
hækkað nokkuð á ný.
Mest varð hækkun bandaríkja-
dals gagnvart pundi og þegar
gjaldeyrismarkaði var lokað stóð
pundið í 2.2560, en í gær var
gengið 2.3178.
JafnóvinsæU
Wa»hinKton — 31. júlí — Reuter
NIÐURSTÖÐUR nýrrar skoðana-
könnunar Harris-stofnunarinnar
gefa til kynna að Carter forseta
hafi mistekizt að afla sér á ný
trausts bandarísku þjóðarinnar, en
vinsældir hans virðast nákvæm-
lega jafnrýrar og um síðustu mán-
aðamót. Enda þótt Carter hafi gert
ýmsar ráðstafanir á síðustu vikum
í því skyni að bæta stjórn sína
virðast aðeins 25% ánægðir með
frammistöðu hans og enn færri,
eða 23% telja hann gæddan for-
ystuhæfileikum.
HAWKER SIDDELEY 748 - Flugvél eins og sú, sem fórst.
Sautján fórust í flug-
slysi við Hjaltland
Hollendingar
staðfesta í
raun fyrri
niðurstöður
Haag. 31. júlf. AP. Reuter.
HOLLENZK rannsóknarnefnd
hefur komizt að þeirri niður-
stöðu, að misskilningur mzlli
flugstjóra og flugturns hafi
valdið mesta flugslysi sögunnar,
en það varð þegar breiðþotur
frá KLM og Pan American-flug-
félögunum skullu saman á flug-
braut á Tenerife í marz 1977
með þeim afleiðingum að 583
létu h'fið. Rannsóknarnefndin
lætur hjá líða að lýsa skoðun
sinni á því hver hafi átt sök á
slysinu, en lætur þess þó getið
að áhöfn KLM-þotunnar hafi
aldrei fengið formlegt leyfi flug-
turnsins til flugtaks.
Rannsókn hollenzku nefndar-
innar hefur þótt orka tvímælis
og spönsk yfirvöld mótmæltu
Carter gagnrýndur
í upphafi viðræðna
„Ép sá vini mlna
Uggja hreyfingar-
lausa i logunum"
(I) « HlDNA IÞHÖTTABt-AOI
KLM-þotan rakst beint
framan á )wtu Pan Am
henni er hún var um það bil að
hefjast fyrir tveimur mánuðum á
þeirri forsendu, að atvik málsins
lægju ljóst fyrir og kæmu fram í
skýrslu þeírra, sem birt var í
október í fyrra, en þar er Van
Zanten, flugstjóri KLM-þotunn-
ar, talinn eiga meginsök á þvf
hvernig til tókst. Talsmaður
hollenzka samgöngumálaráðu-
neytisins sagði í dag að rann-
sóknarnefndin hollenzka hefði
ekki talið ástæðu til að kveða upp
úr með það hverjum kenna mætti
um slysið, þar sem allir um borð í
KLM-þotunni hefðu látið lífið í
slysinu. Hann benti á að í skýrslu
nefndarinnar væri mælt með því
að orðin „take-off“ væru fram-
vegis ekki notuð í sambandi við
flugtök nema þegar flugturn
gæfi flugstjóra leyfi til flugtaks,
en þessi orð hefðu valdið þeim
misskilningi, sem orsakaði slysið.
BAKTIAR í PARÍS — Baktiar fyrrverandi forsætisráðherra írans er
kominn fram í dagsljósið eftir að hafa farið huldu höfði síðan
byltingarstjórnin tók öll völd í íran í febrúar s.l. Baktiar ræddi við
fréttamenn í París í gær. Sjá frétt á síðu 15.
Leirvík. Hjaltlandi. 31. júlí. AP.
TVEGGJA hreyíla ílugvél af gerðinni Ilawker Siddeley
748 fórst í flugtaki frá Sumburgh-flugvelli í dag. 48
manns voru um borð, og er talið að 17 hafi farizt.
Vélin var í eigu flugfélagsins
Dan Air, en Shell-olíufélagið hafði
hana á leigu. Farþegarnir, 44 að
tölu, voru allir starfsmenn á
olíuborpalli í Norðursjónum, en
voru á leið til Aberdeen í Skot-
landi. Sumburgh flugvöllur er
skammt fyrir sunnan Leirvík, og
gengur flugbrautin þar í sjó fram.
Vélin hrapaði í sjóinn og sökk
skömmu síðar. Sex lík höfðu
fundizt í kvöld, en talið er að
ellefu lík séu föst í flakinu. Þeir,
sem björguðust, 31 að tölu, voru
fluttir með þyrlu í sjúkrahús í
Leirvík. Ekki er vitað hvað slysinu
olli.
Skyggni var slæmt er slysið
varð, en björgunarsveitir komu á
slysstaðinn fáeinum mínútum eft-
ir að vélin stakkst í sjóinn. Stóð
stélið þá enn upp úr, en neyðar-
útgangur var tveimur metrum
fyrir neðan yfirborð sjávar. Voru
margir farþeganna á sundi um-
hverfis flakið og var þeim flestum
bjargað um borð í þyrlu frá
British Airways og togara, sem
staddur var rétt við slysstaðinn,
en nokkrum tókst að komast í land
af sjálfsdáðum.
Meinsemdirnar sex
London — 31. júlí — Reuter
ÞAÐ ERU „sex tegundir af banvænu eitri“, sem hafa áhrif á
efnahag Bretlands, sagði Keith Joseph iðnaðarráðherra brezka
íhaldsflokksins í útvarpsviðtali f gærkvöldi.
„Hjá flestum keppínautum okkar er að finna eina af þessum
eiturtegundum — hjá sumum tvær. En þetta eina landið í
heiminum þar sem þær eru allar sex.“
Ráðherrann sagði að þessar meinsemdir væru: pólitísk stéttar-
félög, mikil ríkisútgjöld, háir skattar, of mikil eignaraðild ríkisins í
iðnaði, og samfélag, sem sæktist eftir algerum jöfnuði þegnanna,
enda þótt það (númer sex) teldi kaupsýslu hálf mannskemmandi.
Kissinger mælir með Salt
hækki framlög til varna
WashinKton — 31. Júlí — AP
HENRY Kissinger. fyrrum utan rfkisráðherra Bandaríkjanna. tjáði utanríkismálanefnd öldungadeildar
Bandarfkjaþings í dag, að hann gæti því aðeins mælt með því að SALT—II yrði staðfestur að fjárveitingar
til varna yrðu hækkaðar verulega. Kvað hann aukin framlög til varna nauðsynleg ef takast ætti að koma í
veg fyrir röskun hernaðarjafnvægis, en í því efni væri farið að „halla ískyggilega á Bandaríkin“.
„í mannkynssögunni hefur það
vart gerzt að þjóð hafi sætt sig við
svo róttækar breytingar á valda-
jafnvægi með þvílíku aðgerðar-
leysi“,sagði Kissinger í ræðu sinni,
sem hefur verið beðið með mikilli
eftirvæntingu. „Ef haldið verðu
áfram á sömu braut stöndum við
frammi fyrir þeim óhugnanlegu
möguleikum að heimurinn verði
smátt og smátt stjórnlaus, að svo
mjög dragi úr hernaðarmætti okkar
miðað við aðrar þjóðir, að hægt sé
að kúga okkur þar sem efnahags-
legri lífæð okkar sé ógnað, að herir
óvinveittra þjóða eflist meira en
möguleikar okkar á að vérjast þeim,
og að færri og færri vinaþjóðir
okkar fái rönd við reist,“ sagði
Kissinger ennfremur.
Kissinger, sem löngum hefur ver-
ið talinn einn helzti spekingur
Bandaríkjanna í öryggismálum,
lýsti þeirri skoðun sinni jafnframt,
að staðfestingu hins nýja
SALT-samnings um takmörkun ger-
eyðingarvopna hlyti að fylgja skor-
inorð yfirlýsing öldungadeildarinn-
ar þar sem Sovétmenn væru teknir
alvarlega til bæna fyrir pólitíska
ævintýramennsku víða í heiminum.
Meðal annars taldi Henry Kiss-
inger hina óheillavænlegu þróun í
varnamálum stafa af ýmsum
ákvörðunum núverandi stjórnar, af
ólgu innanlands í kjölfar Víetnam-
stríðsins, og því að mistök hefðu
verið gerð við mörkun stefnu í
hermálum.
Henry Kissinger