Morgunblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979
Hæstiréttur staðfesti
úrskurð sakadóms um
framsal Islendingsins
MEIRIIILUTI Hæstaréttar staðfesti í gær úrskurð
sakadóms Reykjavíkur um að skilyrði séu fyrir hendi
samkvæmt lögum fyrir framsali gæzluvarðhaldsfanga til
Svíþjóðar, en sænsk yfirvöld hafa sem kunnugt er krafizt
framsals hans vegna ffkniefnamálsins í Gautaborg.
Þrír af fimm dómurum Hæsta-
réttar komust að þessari niður-
stöðu, þeir Björn Sveinbjörnsson,
Benedikt Sigurjónsson og Magnús
Þ. Torfason. Tveir dómarar, Ár-
mann Snævarr og Logi Einarsson,
skiluðu sératkvæði og töldu að eigi
væri fullnægt skilyrðum laga nr.
7/1962 fyrir framangreindu fram-
sali.
Dómsmálaráðuneytið mun nú
taka um það akvörðun hvort
íslenzki gæzluvarðhaldsfanginn,
sem er tæplega þrítugur að aldri,
verði framseldur til Svíþjóðar eða
ekki. Eins og fram hefur komið í
Mbl. leiddu upplýsingar mannsins
til handtöku allmargra íslendinga
í Gautaborg.
Mikið framboð er nú af notuðum bflum á flestum bflasölum
borgarinnar. Segja bflasalar sölu nokkru minni nú en oft áður á
þessum tíma, mjög margir bflar, en fáir kaupendur og beinist áhugi
manna sífellt meira að sparneytnum bflum.
Ný deila í uppsigl-
ingu um launakjör
á ríkisspítölum?
Forstjóraskipti hjá Eimskip
FORSTJÓRASKIPTI verða hjá
Eimskipafélagi íslands hf. í dag.
Óttarr Möller hefur látið af starfi
forstjóra, en starfinu hefur hann
gengt í 17 ár, eða sfðan 1962 en
við tekur Hörður Sigurgestsson.
Meðfylgjandi myndir voru
teknar á stjórnarfundi félagsins í
gær, en það var síðasti stjórnar-
fundurinn sem Óttarr Möller situr.
Á stærri myndinni eru talið frá
vinstri: Indriði Pálsson, Thor R.
Thors, Óttarr Möller, fráfarandi
forstjóri, Halldór H. Jónsson,
stjórnarformaður, Hörður Sigur-
gestson, núverandi forstjóri,
Ingvar Vilhjálmsson, Pétur
Sigurðsson og Axel Einarsson. Á
myndina vantar Halldór E.
Sigurðsson.
Á minni myndinni eru
fráfarandi og núverandi forstjóri
ásamt stjórnarformanni félagsins.
Ljósm. Ól. K. Mag.
600 milljónir til vega-
gerðar á hafíssvæðum
.FJÁRMÁLARÁðUNEYTIÐ hefur
tilkynnt okkur. að frá og með 1.
nóvemher verði breyting á vinnutil-
högun starfsfólks á sjúkrahúsunum
og hefur þessi breytta tilhögun það í
för með sér að um mikla kjaraskerð-
ingu er að ræða." sagði Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir. formaður Starfs-
stúlknafélagsins S<)knar í samtali
við Morgunhlaðið í gær. Ilefur
fjármálaráðuneytið í hyggju að
hengja upp um þetta tilkynningu á
sjúkrahúsunum innan ti'ðar.
Aðalheiður kvaðst ekki hafa á
reiðum höndum tölulegar upplýsing-
ar um það, hve mikil kjaraskerðingin
væri vegna þessa, en hún kvað þessa
breyttu tilhögun myndu bitna hvað
harðast á því starfsfólki sem sízt
skyidi, lægst launaða starfsfólkinu,
og þá helzt konum, sem ynnu allan
daginn. Kvað hún konur sem þannig
væri ástatt f.vrir oftast vera konur,
sem þyrftu einar fyrir heimili að sjá.
Formaður Sóknar sagði að fjár-
málaráðuneytið ætlaði sér með þess-
um breytingum að minnka vinnu
starfsfólksins úr 100% í 96% og ná
þannig af 25 mínútum, sem væru
Jón L.
efstur
JÓN L. Árnason er nú efstur ásamt
Österberg írá Svíþjóð með 5 vinn-
inga á Norðurlandamótinu í skák
sem nú fer fram í Svíþjóð. Nastir
koma þeir Nikopp og Niklasson
með 1.5 vinninga og biðskák hvor á
móti öðrum. en þar er Niklasson
talinn standa betur.
Næstur er Aijálá frá Finnlandi
með 4 vinninga og biðskák, og þar á
eftir koma með 4 vinninga þeir Bragi
Halldórsson, Ásgeir Þór Árnason,
Áskell Örn Kárason og fleiri.
í kvennaflokki eru þær Guðlaug
Þorsteinsdóttir og Laundry frá
Finnlandi efstar með 3 vinninga og
biðskák að loknum 5 umferðum.
umsamdar sem yfirvinna. Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir kvað þessa bre.vt-
ingu ekki aðeins koma illa við um-
bjóðendur sína, félagana í Sókn,
heldur einnig hjúkrunarfræðinga og
sjúkraliða. „Þetta er alveg ný aðferð,
sem ríkisvaldið ætlar þarna að beita,
að vaða inn í kjarasamninga og
tilkynna með auglýsingu á vegg, að
kjör starfsfólksins séu skert, án þess
að það fái rönd við reist,“ sagði
Aðalheiður og bætti við: „Við teljum
þetta samningsbrot, þar sem þetta er
untsamið og undirritað í samningum.
Munum við bregðast við þessu með
öllum ráðunt og láta ríkisvaldið ekki
komast upp með að skerða kjör
láglaunafólks."
í PREDIKUN sinni í messu á
Skálholtshátíðinni 22. júlí, sem
útvarpað var sunnudaginn 29.
júlí síðastliðinn, vék séra Guð-
mundur Óli ólafsson prestur í
Skálholti að Morgunblaðinu.
Morgunblaðinu þykir ástæða til
að birta þann kafla. Fara því
upphafsorð predikunarinnar
hér orðrétt á eftir:
„Þeir eru fleiri en kerlingin í
þjóðsögunni sem ekki þykir
gaman af guðspjöllum. Það
mætti ef til vill bjóða svo sem
eins og eitt ævintýri í stað
guðspjalls að þessu sinni. Og þó
er ekki því að leyna að Páll
gamli postuli varaði menn við
ævintýrum. „Hafna þú vanheil-
ögum kerlingarævintýrum,"
sagði hann meira að segja. En
hann var nú Biblíufastur og
kreddumaður eins og kunnugt er
á Islandi. Mikið ef hann var ekki
RÍKISSTJÓRNIN hefur
falið Framkvæmdastofnun
ríkisins að útvega sex
hundruð milljónir króna,
sem varið verði til upp-
beinlínis á móti kristindóminum
eins og orðsnajll maður sagði
einu sinni um einn íslenskan
prest. Nú,en ef farið er út í þá
sálma kemur einnig upp spurn-
ingin um hvar skuli skipa honum
í flokkinn, Páli. Ekki verður því
neitað að einhverja tilburði
hafði hann í það fyrr á árum að
líkjast Khómení. Án efa lét hann
sér vel líka krossfestingin,
Krists, og sjálfur var hann eins
konar löggiltur vottur við aftöku
annars manns.
Eða var hann Morgunblaðs-
maður?
Farisei hefur hann verið kall-
aður fyrr og síðar fullum fetum
og snarringlaður heimspekingur,
flæktur í alls kyns austrænt og
heiðið kukl. Sleppum því og
höfum ráð hans að engu þessu
sinni og snúum oss að ævintýr-
um.“
byggingar og lagfæringar
á vegum á Norðaustur-
landi. Er þetta gert að
tillögu hafísnefndar, og er
tilgangurinn sá að gera
vegina þannig úr garði að
auðveldara verði að nota
þá til vöruflutninga að
vetri og vori til ef ís haml-
ar siglingum, að sögn
Brynjólfs Ingólfssonar
ráðuneytistjóra í
samgönguráðuneytinu.
FULLTRÚAR frá stjórn
Félags Loftleiðaflugmanna
gengu síðdegis í gær á fund
Ragnars Arnalds samgöngu-
ráðherra og greindu honum
frá viðhorfum félagsins til
uppsagna flugmanna Flug-
leiða á sama tíma og ráðnir
eru menn til Air Bahama að
því er Mbl. var tjáð.
Baldur Oddsson formaður
Félags Loftleiðaflugmanna sagði í
samtali við Mbl. í gær að ráðherra
Snæbjörn Jónasson vega-
málastjóri sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að
Vegagerð ríkisins væri til-
búin með tillögur um
hvernig þessu fé yrði varið,
ef tækist að útvega umrætt
fjármagn. Enn væri hins
vegar ekki búið að tryggja
féð, og því væri of snemmt
að ræða um það í einstök-
um atriðum hvernig því
yrði varið.
hefði tekið þeim vel og hann
myndi kynna sér málið frá báðum
hliðum og kvaðst Baldur bjart-
sýnn á að lausn þess gæti verið
skammt undan. Baldur sagði að
Bandaríkjamenn sem flygju hjá
Air Bahama hefðu starfað mun
skemur hjá félaginu heldur en
þeir flugmenn FLF, sem sagt
hefur verið upp störfum. Flygju
þeir vélum skráðum á Islandi fyrir
íslenzkt fyirtæki og væri því
eðlilegt að þeim væri sagt upp
fremur en íslendingum með lengri
starfsaldur.
Predikun á Skálholtshátíð:
„Eða var hann
Morgunblaðsmaður“
Loftleiðaflugmenn
ganga á fund sam-
gönguráðherra