Morgunblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979 Gífurlega mikið af mink á höfuðborgarsvæðinu; Vann á fimm dýrum við vatnsból Hafnfirðinga ODDUR Magnússon minkabani vann í gær á fimm minkum. læðu og fjórum yrðlingum við greni við vatnsból Hafnfirðinga. Það voru verðir við vatnsbólin sem höfðu orðið dýranna varir. Þeir gerðu Oddi viðvart. og fór hann á vettvang með hunda sína. Oddur sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að gífurlega mikið væri nú um mink hér á höfuðborgarsvæðinu, og hefði hann og félagar hans unnið á ekki færri cn milli 50 og 60 dýrum frá því uiri aramót. Oddur sagði að þegar hann kom að vatnsbólinu í gær hefði hann sleppt hundunum lausum, og hefðu þeir fljótlega fundið grenið þar sem læðan hélt til ásamt hálfstálpuðum yrðlingum sínum. Hefði hann þá grafið grenið út að hluta, þannig að hundarnir hefðu komist að. Drápu þeir strax þrjú dýranna, en eitt skaut Oddur þar sem það var að ná til vatnsins. Einum yrðlingi tókst að ná lifandi, og verður hann notaður til að egna minka- hundana til dáða áður en lagt er í veiðiferð. Að sögn Odds eru nú veittar 1500 krónur í verðlaun fyrir minkaskottið, og hefur sú upphæð verið óbreytt í fjögur ár. Sagði hann upphæðina vera alltof lága, sem gerði það að verkum að fólk nennti ekki að eltast við minkinn. Því hefði honum fjölgað svo mjög að undanförnu, og væri hann farinn að gerast nærgöngulli í þéttbýli. Mikið væri af minki 'a Elliðaársvæðinu, í Straumsvík, í Gálgahrauni og við Vífilsvatn, og einnig í Heiðmörk, en þar væri nánast eins og uppeldisstöð fyrir minka. Vegna þess hve lág verð- launin eru fyrir hvern unninn mink sagði Oddur að það þýddi veruleg útgjöld að fara í veiðiferð eins og í gær. Verðlaunin næðu engan vegin því sem tapaðist í vinnulaunum, bílakostnaði og fleiru. Hundana kvaðst hann hins vegar ekki þurfa að kosta sjálfur, þar sem þeir væru hafðir á hundabúi veiðistjóra í Þormóðs- dal. Kvaðst Oddur raunar vinna á vegum Sveins Einarssonar, og hefði hann stundað minkaveiðar í um það bil níu ár. Oddur Magnússon með minkana sem hann vann á f gær, læðu og fjóra yrðlinga. Einum yrðlingi náði hann lifandi. og ætlar hann að nota hann til að örva hundana fyrir ieit að minkum. Oddur er með fjórar tíkur sem hann notar við veiðarnar. og segir hann þær mun duglegri en hunda sem oft vilji gleyma sér þegar mest á ríður. Ljósm.: Emílía. Sendiherraskipti hjá Sovét: Strelitsov kemur í stað Farafanovs NÝR sendiherra Sovétríkjanna kom til íslands í gær, og mun hann afhenda forseta lslands trúnaðarbréf sitt á morgun, 2. ágúst, að því er Berglind Ás- geirsdóttir fulltrúi í upplýsinga- deild utanrfkisráðuneytisins tjáði Morgunblaðinu í gær. Hinn nýi sendiherra kemur til íslands frá Moskvu. þar sem hann hefur starfað að undanförnu. Hann heitir Mikhail Nikolaevich Strel- itsov. og er fimmtugur að aldri. Strelitsov tekur við að Georgí N. Farafonov, sem nú lætur af em- bætti sendiherra Sovétmanna á Islandi. Strelitsov hefur að und- anförnu starfað í þeirri deild utanríkisráðuneytisins í Moskvu sem fer með málefni Norðurland- anna, en áður hefur hann starfað á vegum Sovétríkjanna á Norður- löndunum, að sögn Berglindar Ásgeirsdóttur. Strelitsov hefur ekki áður gegnt stöðu sendiherra. Það er og verður Philips heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3, SÍMI 20455 - SÆTÚNI 8, SÍMI 15655 Segir í vísunni og þú hefur sama háttinn á. Þú ferðast um allan heiminn sitjandi í stofunni þinni og þá er mikið atriði að sjá veröldina ekki í svart-hvítu, ekki í villandi óeðlilegum litum, heldur í náttúrlegum litum, sem eru svo eðlilegir að það er eins og þú værir sjálfur staddur á staðnum. Myndgæði Philips litsjónvarpstækja eru einstök. Þú vilt sjá hlutina í réttum litum og þér verður að ósk þinni fyrir framan skerminn á Philips litsjónvarpstækinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.