Morgunblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979
Charan Singh hefur svarið em-
bættiseið sem forsætisráð-
herra Indlands og ýmsir aldn-
ir menn eru hnuggnir, þar
með er horfinn í bili möguleiki
þeirra á því að verða forsætisráðherra í
þessu fjölmennasta lýðræðisríki heims.
Diplómatar og sérfræðingar um indversk
stjórnmál eru yfirleitt á einu máli um, að
það sem fyrst og fremst varð Janata-
bandalaginu fjötur um fót hafi verið að
persónuieg valdabarátta nokkurra gam-
alla manna, sem hefur dreymt um það
alla ævi að verða forsætisráðherrar.
Þetta hafi meðal annars átt sinn þátt í
því að Janatabandalagið gat aldrei kom-
ið sér saman um sameiginlega málefna-
skrá og því hefur til dæmis sjöttu fimm
ára áætluninni ekki enn verið hrint í
framkvæmd en hún átti að hefjast í apríl
1978.
Þrátt fyrir hagstætt árferði á Indlandi
síðustu tvö ár og þar af leiðandi meiri
uppskeru en oft áður, er innanlands-
ástandið þar ekki til neins sóma. Kippur
hefur hlaupið í verðbólguna, eftir tiltölu-
legan stöðugleika næstu þrjú ár á undan,
atvinnuástandið hefur stórversnað, kjör
almennings eru bág og varla ofmælt að
rösklega fjörutíu prósent þjóðarinnar
búi við sárustu eymd og hafi ekki í sig né
á.
Jóhanna
Kristjónsdóttir
Út um allt Indland eru milljónir manna að reyna að draga fram lífið og
skeyta ekki pólitísku brambolti í Delhi.
greip forsætisráðherrann Singh til þess
vafasama ráðs að láta handtaka Gandhi,
nú biðlar hann til hennar um stuðning.
Þetta sýnir auðvitað hversu makalaus
tök Gandhi hefur og sé hinn almenni
borgari spurður nú hver ætti að taka við
stjórn Indlands myndu sennilega átta af
hverjum tíu hreint ósjálfrátt nefna
hennar nafn. Áróðursherferð hennar
gegn Janatabandalaginu hefur verið
kænlega rekin og henni hefur tekizt að
vekja samúð fólks með því sem hún segir
að séu hamslausar ofsóknir á hendur sér
og fjölskyldu sinni. Þó hefur svo sem
ekki allt gengið átakalaust fyrir sig
heldur í flokki Gandhis og nýlega sögðu
allmargir sig úr honum eftir að upp kom
hinn ferlegasti ágreiningur milli Gandh-
is og Devraj Urs, áhrifamikils leiðtoga
Kongressflokksins í Karnataka í suður-
hluta landsins. Urs skrifaði Indiru óvæg-
ið bréf og sagði að hún mætti gæta sín á
því að hrinda ekki frá sér öllu gegnu og
góðu fólki, á endanum sæti hún þá uppi
með smjaðrandi hræsnara. Indira brást
hin versta við, vék Urs úr flokki sínum
og allmargir áhangendur hans fóru líka
og við það rýrnaði svo staða Kongress-
flokks Indiru að hann var nú ekki lengur
stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn.
Vanhæfni Desai til að
stjórna hefur verið
með ólíkindum
í sjálfu sér þurfti hrun Janatabanda-
lagsins ekki að koma á óvart, meðal
Singh og hinir gömlu mennimir vita að
Indira ein myndi hagnast á kosningum
Og Janatabandalagið hefur verið
sundrað frá fyrstu tíð. Það er skrítin
sambræðsla fimm flokka allt frá sósíal-
istum til hægri flokksins Jan Sangh og í
raun áttu þessir flokkar ekkert sameig-
inlegt nema þá brennandi hugsjón að
fella Indiru Gandhi úr valdastóli. For-
ystumenn allra þessara flokka og flokks-
brota áttu það líka sameiginlegt að hafa
einhvern tíma gegnt ráðherraembætti í
stjórn Gandhis og hafa síðan verið
varpað í fangelsi fyrir hennar tilstilli á
undanþágutímabilinu sem illræmt varð.
Almenningur hefur
takmarkaða möguleika
á að fylgjast með
Sú pólitíska spenna sem hefur verið á
Indlandi síðustu dagana hefur verið
nokkuð bundin við ákveðna hópa pólitík-
usa. Það er ekki trúlegt að indverskur
almenningur hafi sett sig sérstaklega inn
í þessi metorðamál gömlu mannanna. Af
650 milljónum Indverja búa meira en 500
milljónir í smærri bæjum og þorpum. Og
þó að blöðin hafi óspart skrifað um
ástandið og ekki vandað stjórnmála-
mönnunum — í stjórn eða stjórnarand-
stöðu — kveðjurnar hefur það takmark-
að gildi, því að blöð á öllu Indlandi koma
aðeins út í tíu milljónum eintaka 'og
sextíu prósent þjóðarinnar eru aukin
heldur ólæs. Ríkisútvarp landsins nær til
fleiri, en þó skyldi það haft bak við eyrað
að ekki eru til nema 20 milljón útvarps-
tæki. Allt þetta verður óhjákvæmilega
til þess að almenningur hefur ekki
sérlega greiðan aðgang að því sem er að
gerast. Og um þessar mundir nú hafa
Indverjar án efa um ýmislegt annað að
hugsa en persónulegt valdabrölt pólitík-
usa, monsúnrigningarnar eru hafnar og
flóð og óáran ríða yfir víða um landið, og
fólk hefur dáið í hundraðatali.
En þeir sem með málum fylgjast eru
gramir og margir borgarar hafa síðustu
mánuði skrifað blöðunum og reynt að
vekja athygli á óánnægju sinni. „Landið
er fullt af sjúkum stjórnmálamönnum.
Svo sjúkum að mjög sterkt meðal þajf til
að lækna þá.“ Og annar kvaðst vilja
minna á það að meðan um helmingur
þjóðarinnar byggi við það að eiga ekki í
sig dagsdaglega, væri varla við því að
búast að áhugi á pólitíkinni væri sérlega
mikill.
Charan Singh hefur lengi
beðið og vonað að hann
kæmist í forsætisráð-
herrastólinn.
Jagjivan Ram hefur sem stendur orðið undir í
forsætisráðherrakeppninni, en mörgum hefði þótt
hann líklegri til að koma saman starfhæfri stjórn
en Singh.
Indira Gandhi — hún myndi hagnast á Desai: áhugamál hans um skírlífi og
kosningum nú. ' áfengisbann hafa tekið hug hans allan.
Aðeins Indira myndi
græða á kosningum
Enginn flokkur á Indlandi myndi
hagnast á kosningum nú, nema Kongr-
essflokkur Indiru Gandhi. Enginn leið-
togi eins flokks hefur almennari þjóð-
arskírskotun en hún þrátt fyrir allt. Um
það eru allir sammála, meira að segja
gömlu skarfarnir. Og því unnu þeir af
kappi gegn því að Reddy forseti þyrfti að
grípa til þess ráðs. Komu sér jafnvel
saman um Singh að nafni til. En Indira
Gandhi hefur vitanlega fengið ýmiss
Jtonar uppreist, spádómar hennar um
stjórnleysi og sundrung Janatabanda-
lagsins hafa allir reynzt réttir og þegar
Desai sagði af sér embætti var Gandhi
einn þeirra foringja sem Indlandsforseti
kvaddi fljótlega á sinn fund til skrafs og
ráðagerða. Fyrir fáeinum mánuðum
annars vegna þess stefnuleysis banda-
lagsins sem í upphafi var vikið að.
Moraji Desai reyndist líka gersamlega
óhæfur leiðtogi og það svo, að með
ólíkindum er hversu framganga hans
hefur verið. Hann hefur einbeitt sér að
því að koma á áfengisbanni, ferðast milli
héraða og fylkja og haldið fjálgar
lofræður um árangur þessarar viðleitni
sinnar — sem er afkáranlega hvernig
sem á málin er litið. I fyrsta laga vegna
þess ástands sem er á Indlandi og í öðru
lagi vegna þess að Indverjar neyta
yfirleitt ákaflega lítils áfengis. Hann
hefur talað um að hindu verði lögleitt
sem opinbert mál og það þó að milljónir
Indverja hvorki skilji það né tali. Hann
hefur komið fram við samráðherra sína
eins og strangur lærifaðir og lítt gefið
þeim tækifæri til að láta ljós sitt skína
hvað þá heldur að framkvæma eitthvað
af viti. Á ríkisstjórnarfundum hefur
honum iðulega orðið tíðrætt um það
áhugamál sitt að fólksfjölgun verði
haldið í skefjum með skírlífi, og sjálfur
kveðst Desai ekki hafa kennt konu í góð
fimmtíu ár og er ánægður með.
Á indversku læknaþingi sem hann var
fenginn til að ávarpa eyddi hann mest
öllum tíma sínum í að spjalla um hversu
nauðsynlegt væri að útbreiða þann sið,
að menn drykkju að staðaldri pissið úr
sjálfum sér og þótti viðstöddum þessi
málaflutningur og boðun erindisins ekki
rismikil, all sérstæður.
Útlitið ekki bjart
fyrir Singh
Þó að Charan Singh hafi nú verið falið
að stýra stjórn er í fljótu bragði erfitt að
sjá hvernig hann ætlar að framkvæma
það. Kongressflokkurinn gamli er nú
skiptur í fjórar fylkingar — tvær þeirra
tengjast Janata og tvær eru í stjórnar-
andstöðu. Hugmyndafræðileg umræða er
ekki á háu plani í indverskri pólitík, í
stað þess að grípa á málum er deilt um
persónur og afkáraleg smámál. En þó að
Charan Singh sé ekki líklegur til stórra
afreka mun hann án efa reyna að forðast
að komast í þá stöðu að efna verði til
kosninga. Hann veit eins og hinir
gamlingjarnir að það væri aðeins Gandhi
til framdráttar, og þó að hann geti
hugsað ser að þiggja stuðning hennar vill
hann ekki eiga það á hættu að hún stæði
uppi sigurvegari í kosningum nú.
h.k.