Morgunblaðið - 01.08.1979, Page 12

Morgunblaðið - 01.08.1979, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979 Jón G. Sólnes, alþm. Efnahagsmálin hafa eins og vant er verið mikið til umræðu hjá okkur. Segja má, að umræður manna á meðal um þau mál yfirstigi allt annað. Jafnvel að umræður um hið ískyggilega ástand og landbúnaðar- veður- fars- og uppskeruhorfur hverfi í skugga fyrir talinu um verðbólg- una, olíukreppuna, vaxta- og skattamálin. Og mikil lifandi skelfingar firn eru það, sem bless- aðir sérfræðingarnir, hagfræðing- arnir, hagræðingarráðunautar, félagsfræðingar og hvað þeir nú nefnast eru búnir að demba yfir þjóðina á síðustu mánuðum og vikum um öll þessi mál. Enda er svo komið að allur venjulegur almenningur stendur alveg ráð- þrota og skilur hvorki upp né niður í öilum þessum umfangs- miklu kenningum fræðinganna, þegar þessi mál ber á góma. Að mínu mati er það eitt sam- eiginlegt með öllum þeim mörgu sérfræðingum, sem hér hafa verið að verki og ráðið hafa stefnunni í efnahagsmálum þjóðarinnar, ekki aðeins núna þessa síðustu mánuði eða vikur, heldur síðustu áratugi, að allt eru þetta aðilar, sem aldrei hafa hið agnarminnsta komið nálægt raunverulegu, lifandi, skapandi atvinnulífi þjóðarinnar, hvað þá að þeir hafi nokkurn tíma fengist við rekstur t.d. á sviði framleiðslu, iðnaðar eða kaup- sýslu. Mér er mjög til efs, að þeir aðilar sem bókstaflega hafa ráðið stefnunni í efnahagsmálum þjóð- arinnar eftir hinum og þessum kennslubókarreglum, væru nokk- urs megnugir ef til þess kæmi að þeir ættu að standa í því, að stjórna daglegum rekstri einhvers slíks fyrirtækis, sem tengt væri einhverri grein atvinnuveganna sem nefndir voru hér að framan. Það er staðreynd, að það virðist hafa verið einhver árátta ríkjandi hjá stjórnvöldum á undanförnum áratugum, að þegar hefur þurft að leysa vandamál efnahagslegs eðl- is, þá hafa þeir sem mesta reynslu og þekkingu hafa aflað sér vegna starfa og þátttöku í atvinnulífi þjóðarinnar, verið gersamlega sniðgengnir. Mat stjórnvalda á slíkum aðilum hefur verið langt fyrir neðan þá þekkingu sem fengist hefur með skólalærdómi einum, og er þó alls ekki með þessum orðum verið hið minnsta að draga úr gildi þeirrar stað- reyndar að „menntun sé máttur" — síður en svo — aðeins skal bent á að hóflegt mat allra aðstæðna er á hverjum tíma líklegast til far- sæls árangurs. Einhver versti agnúi, sem við hefur verið að eiga undanfarin ár í sambandi við ýmislegt er snertir framkvæmd efnahags- og pen- ingamála hjá okkur, hefir verið það lagaákvæði sem því miður var upp tekið á sínum tíma, að setja bann eða hömlur við verðtrygg- ingu almennra fjárskuldbindinga. Það er enginn minnsti vafi á því, að þetta lagaákvæði er búið að vera mikill bölvaldur i sambandi við öll eðlileg fjármagnsviðskipti fyrir utan það að eiga stóran og verulegan þátt í hinni hrikalegu verðbólgu sem við eigum við að stríða. Eftir setningu laganna um stjórn efnahags-mála ofl. sem samþykkt voru á síðasta þingi, töldum við stjórnarandstæðingar það helst bitastætt í þessum laga- bálki, að eftir að lögin tækju gildi væri von til þess, að umrædd ákvæði um hömlur á verðtrygg- mgum fjárskuldbindinga yrðu algerlega felldar úr gildi. Því miður hefur sú raunin ekki orðið á ennþá a.m.k. Að vísu hefur ekki okort á, að birtar hafa verið langar og flóknar reglugerðir um ýmiss konar útreikninga á vöxtum af inn- og útlánafé peningastofn- ana, en öllum þessum margbrotnu reglugerðarákvæðum sem birt hafa verið er það sameiginlegt, að ákvæði sem nauðsyn ber til að séu þannig framsett að þau séu ein- föld í framkvæmd og skiljanleg öllum almenningi, eru sett fram í einskonar véfréttarstíl, umvafin svo þvöglingslegu, torfkenndu orð- skrúði að fæstir botna upp eða niður í þessum reglum og jafnvel vafasamt að höfundarnir sjálfir séu alklárir á öllum atriðum þeirra. Sagt er að með þessum nýju vaxtareglum eigi allt að vinnast, þannig að nú verði innan tíðar náð þeim árangri að öll inn- og útlán séu á hinn hagkvæmasta hátt verðtryggð að fullu. Ég er einn þeirra sem er í miklum vafa um að þær aðgerðir sem lýst hefur verið hér að framan, sé rétta leiðin að settu marki. I sambandi við þessi mál koma óneitanlega upp í huga manns ýmsar spurningar: 1. Af hverju voru ákvæðin um bann gegn verðtryggingu al- mennra fjárskuldbindinga ekki afnumin með öllu? — Fjár- magnsmarkaðurinn gefinn al- gerlega frjáls og leyft að aðlaga sig slíku ástandi — þannig að grundvöllur væri fyrir því að eðlileg og réttlát vaxtakjör gætu skapast af sjálfu sér. Hér var að mínu mati um gullvægt tækifæri að ræða sem ekki mátti undir neinum kringum- stæðum láta ganga sér úr greipum. 2. Þegar lögum um Seðlabanka íslands, var breytt á síðasta þingi á þann veg, að bankanum var heimilað að miða útlán vegna endurkaupa og rekstrar- lána til atvinnuveganna við gengi erlends gjaldmiðils, bent- um við stjórnarandstæðingar á, að eðlilegt væri að gefa inn- lendum sparendum, fólkinu í landinu sama rétt, þ.e. að eiga kost á að tryggja innlánsfé sitt á samskonar hátt. Það er engin vafi á að slík ráðstöfun hefði orðið til þess að stórauka al- mennan sparnapð í landinu. Það der mjög stór hópur spari- fjáreigenda sem hefur mikinn áhuga á að geta tryggt innláns- fé sitt með slíkum hætti. Af hverju er þessi tilhögun ekki reynd? Lánsfé tryggt með þess- um hætti er mun ódýrara held- ur en lánsfé sem er með fullum vísitölubótum. Þannig væri slík tilhögun á tryggingu innláns- fjár mun minna verðbólgu- hvetjandi heldur en t.d. spari- skírteinalánin. Við skulum nfl. ekki gleyma því, að erlendis er einnig nokkur verðbólga, þó að hún sé ekki með slíkum ofsa- hraða og hjá okkur. 3. Samkvæmt nýbirtum reglum um vaxtaútreikning innláns- stofnana eru hæstu vextir af fé á svokölluðum gjaldeyrisreikn- ingum 7%. Nú er það svo að við tökum árlega að láni erlendis frá milljarða upphæðir. Hvað er slíkt fé annað en sparifé erlends fólks? Af þeim tilkynn- ingum sem birtar hafa verið í sambandi við slíkar lántökur, kemur hinsvegar fram að slík lán bera miklu hærri vexti en gjaldeyriseigendur hér eru látnir búa við. Af hverju þetta misræmi? 4. Birtar hafa verið fyrirætlanir Byggingalánasjóðs ríkisins og ýmissa lífeyrissjóða, að hafa þá framkvæmd á útlánum fram- vegis, að lánin verði að fullu verðtryggð með öllum vísitölu- bótum, en vextir reiknist 2%, lánstími 25 ár. Miðað við þær gífurlegu erfiðu og óvissu að- stæður sem hér ríkja í sam- bandi við öll efnahags- og pen- ingamál, getur að mínu mati verið hér um stórhættulega tilhögun að ræða, nema því aðeins að sett verði inní vænt- anlega lánssamninga ákvæði um heimild um endurskoðun á tilhögun endurgreiðslu og lánskjara t.d. á fimm ára fresti. Að alhæfa í samningi sem á að gilda í jafnlangan tíma og fjórðung aldar við slíka óvissu og við eigum við að búa í peningamálum, án þess að gefa nokkurt minnsta svigrúm til breytinga eða endurskoðunar er alveg fráleitt. Við íslending- ar höfum ekki góða reynslu af langtímabundnum samningum um fjárhagsleg efni og eigum því að láta „víti verða okkur til varnaðar" og fara með mikilli varúð í slíkum langtíma fjár- skuldbindingum, Er því ekki ástæða til þess að skoða þessi mál betur? Að lokum þetta. Við íslendingar verðum að fara að láta okkur lærast, að draga úr því mikla miðstýringarvaldi sem yfir öllu hefur ríkt hjá okkur alltof lengi. Við verðum að fara að innleiða hér samskonar siði og venjur og tíðk- ast hjá öðrum frjálsum lýðræðis- þjóðum í almennum efnahagsmál- um og þá ekki hvað síst er snertir meðferð peninga- og gjaldeyris- mála en þar er álappahátturinn hjá okkur hvað mestur. Fyrr en við snúum okkur að slíku verkefni af festu og alvöru munum vér enn ekki „ná vápnum sínum" svo tekin séu traustataki alkunn orðvæðing míns ágæta samherja Sverris Hermannssonar alþm. Jón G. Sólnes Bram van Velde. Bram Van Velde Öllum, sem með listviðburðum fylgjast hérlendis, mun kunnugt um hina stórhöfðingjalegu gjöf hins nafnkunna fransk-holl- enzka myndlistarmanns Bram van Velde til Listasafns íslands. Gjöfin, er telur 65 grafísk verk, (litógrafíur) hefur verið vel tíunduð í fréttum fjölmiðla, og Valtýr Pétursson hefur m.a. skrifað tvær fræðandi greinar um listamanninn og gjöf hans hér í blaðið. Víst er, að Bram van Velde er mjög nafnkunnur um heims- byggðina og er hans skilmerki- lega getið í einhverju fullkomn- asta uppsláttarriti yfir málara- list í 8 þykkum bindum er út hefur komið, og sem ég var svo lánsamur að eignast á sl. ári. En þrátt fyrir fullkomleika þessa uppsláttarrits (Die grosse ENZ- YKLOPADIE DER MALEREI, Herder forlagið Freiburg, Basel, Wien 1978) hefur láðst að geta íslands, og allra höfuðborga Evrópu er getið nema Reykja- víkur! — Að vísu er minnst á tvo íslendinga, þá Erró og Svavar Guðnason, en heimildir um þá eru fengnar erlendis frá. Ein- hvern veginn er ég sannfærður um, að sökin liggur hér hjá okkur sjálfum, en það er önnur saga og verður fjallað um þá hlið í Myndlistavettvangi bráðlega. Mér þykir rétt að geta örlítið uppruna og ferils Bram van Velde, en hann fæddist hinn 19 október 1892 í Zoeterwoude í nágrenni Leiden í Hollandi. Telst hann fulltrúi „Art Inform- el“ — stefnunnar í málaralist, en var í upphafi ferils síns undir áhrifum frá impressjónistum. Árið 1924 fer Bram van Velde til Worpswede í N. Þýskalandi og vinnur í stíl, er kenndur er við listamannanýlendu, er þar hélt til og hallaðist að expressjón- isma. Meðal nafntogaðra er töld- ust til þess uppreisnargjörnu listamannanýlendu má nefna hina einstæðu Paulu Modersohn Becker 1876—1907, en hún var einmitt gift Otto Modersohn, sem ásamt Fritz Mackensen lögðu grunninn að þessari ný- lendu. Margt listamanna tylltu þar tá og má þar nefna frægan Rainer Marie Rilke en Paula málaði fræga mynd af honum. Árið 1924 sest van Velde að í Ljósfari RE 102 kom til Reykjavíkur á mánudag frá Álasundi í Noregi þar sem skipið var endurbyggt, m.a. lengt, skipt um aðalvél og ljósavél, settar í það hliðarskrúfur, smfðuð ný brú og dekkhús og lagður riðstraumur í stað jafnstraums. Verkið var boðið út í desember sl. og buðu í það 4 erlendar skipasmíðastöðvar og 2 innlendar. Tilboð Longva Mek. Verksted var lægst og afgreiðslutími stytztur. Útgerðarfélagið Barðinn hf er eigandi Ljósfara. Ljósm. Kristinn. Hugleiðingar um efnahagsmál - i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.