Morgunblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979 sýningunni í Listasafni íslands. Sýningin virkar vissulega mjög einhæf í fyrstu, en við nánari skoðun og fleiri heimsóknir kem- ur í ljós, að þær eru jafn ólíkar og Kínverjar eða Eskimóar inn- byrðis, er maður kynnist þeim að ráði, en alkunna er, að ókunnug- ir álíta, að slíkir séu allir eins á báða vegu. Myndirnar eru líkast- ar stefni í ótal tilbrigðum, og þær vinna á sem slíkar við nánari kynni. — Hið næma auga skynjar ótal listræn tilbrigði og örfín blæbrigði á sama hátt og hið næma eyra skynjar mismun í „glissando" í tónlist. — Vísast er ekki öllum gefið að meðtaka þetta og íslendingar vilja t.d. helst skrautlegar, glaðklakka- lega og skæra litatóna í mál- verkum sé mið tekið af eftir- spurn og sölu. Kóloristi er þó ekki síður, og öllu frekar sá, er bregður fyrir sig hinum hárfínu blæbrigðum, en hinn, er notar sterkustu litasamböndin. Grafíkmyndirnar á sýning- unni eru gerðar í um 100 og allt upp í 400 eintökum, en allmargar eru merktar E.A., sem mun merkja tilraunaþrykk eða þrykk í einu eintaki. Að sjálfsögðu eru hin síðarnefndu stórum verð- mætari, en sem kunnugt er, þá er möguleiki á meiri dreifingu og lægra verði því fleiri, sem ein- tökin eru. Hér eru myndir nr. 8 og 32 gott dæmi um snilld listamannsins. Ef ég ætti að nefna íslenzkan málara, sem skyldur er Bram van Velde í myndhugsun, þá væri það helst Svavar Guðnason, en Svavar hefur notað öllu kröftugari litasambönd en Van Velde í málverkum sínum, — en nota bene, Svavar hefur svo ég veit ekki unnið í litografíu og við höfum ekki kynnst hér málverk- um van Velde í sama mæli og grafíkinni. Gjöf Bram van Velde er fá- dæma höfðingleg og er leitt, að við skulum ekki í slíkum tilvik- um geta borið viðkomandi upp á dvöl í mannsæmandi húsakynn- um fyrir myndlistarmenn, t.d. Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi. Ég vil enn einu sinni árétta og minna á þá miklu þýðingu, sem það hús gæti haft til virkjunar og heilla íslenzkri myndlist og sjónmenntun í heild. Heims- kunnir listamenn myndu þiggja það með þökkum að búa þar í lengri eða skemmri tíma og miðla íslenzkum starfsbræðrum sínum af þekkingu sinni og reynslu, — jafnvel gætu þeir kennt okkur margvísleg tækni- brögð og vinnslu í efni, sem hér eru óþekkt. Hér gildir krafan um, að hið besta sé aðeins nógu gott og að við eigum ótrauðir að sækja á brattann og vera engra eftirbát- ur í heiminum. Þökk sé Bram van Velde fyrir stórhuga gjöf hans og Listasafni íslands fyrir sýninguna. Bragi Asgeirsson. Eitt af verkum Bram van Velde f Listasafni íslands. París og hefur dvalist þar lengstum síðan, hélt þó til í Mallorca í 4 ár samfleytt 1932— 36 og í Korsíku í eitt ár (1930). í París var það liturinn, er kom til með að verða ríkjandi þáttur í myndheildum hans og upphaf- lega með áhrifum frá „Fauvist- unum“. í Mallorca hlóð hann myndir sínar eins konar lauf- skurðarformun (arabeskum), en frá árinu 1940 hurfu flest þekkj- anleg form úr myndum hans, nema hvað bregður fyrir form- un, er geta minnt á grímur eða fugla. Litir hans eru annað tveggja dökkir og þungbúnir eða lýsandi bjartir. Með „Árt Informel" er átt við að stefnan hafi verið tekin burt frá öllum yfirveguðum formum og línum til hags fyrir sjálfráð og óþvinguð vinnubrögð borin fram af skaphita og tilfinning- um listamannsins fyrir um- hverfinu og augnablikinu hverju sinni. Frjálst hugmyndaflug sprengir hér allar viðteknar reglur og kenningar, og menn nota hvaða efnivið, er þeim kemur í hug í verk sín. Þrátt fyrir allt þróaðist þetta til að verða mjög hnitmiðað og fram komu mjög persónulegir iðkend- ur listgreinarinnar. Þetta er eins konar sálfræðileg athöfn sem Paul Klee lagði grunninn að með rannsóknum sínum en þekktustu Mynöllsl eftir BRAGA ÁSGEIRSSON iðkendur listgreinarinnar á síð- ari tímum má nefna Pollock, Hartung, Mathieu, Fautrier, Dubuffet, de Kooning, Michaux og Jaroslav Serpan. Hinir svo- kölluðu „Fauvistar" (Matisse, Derain, Dufy, van Dongen o.fl.) spenntu listina upp til hins ítrasta, notuðu þá beint úr túb- unum og dreifðu um lefeftið af miklum krafti, — ismanafnið útleggst einmitt „Villidýrin". Af framanskráðu má auð- veldlega ráða, hve liturinn gegn- ir miklu máli í list Bram van Velde, sem gjörla má greina á "HafiÖ þiö hcyrt um hjónin sem máluöu húsiÖ sitt meö HRAUNl fyrif 12 ánim, os ætla nú að endutmála það í sumai bara til að bteyta um litT Sögurnar um ágæti þessarar sendnu akrýlmáiningar, HRAUN-málningarinnar frá Málningu h/f magnast með árunum, og hróður hennar eykst með hverju árinu, sem líður. Nú, eftir að HRAUN hefur staðið af sér íslenska veðráttu í rúmlega 10 ár, er enn ekki vitað um hinn raunverulega endingartíma þess, sé þaö notaö rétt í upphafi. Þess vegna gerir þú góð kaup, þegar þú velur HRAUN á húsið. HRAI málninghlf óskar eftir blaðburðarfólki Austurbær: □ Hverfisgata frá 63—125 Uppl. í síma '* 35408 □ Hraunteigur □ Hrísateigur □ Hrísateigur □ Úthlíö □ Óðinsgata Vesturbær: □ Grenimelur \wm \ 09 frítt fyrir börn innan 10 ára- B&MummWmÐestu kjörin, hagkvæmasta veröiö. Beint leiguflug. Reyndir fararstjórar, Seljum farseöla á hag- kvæmasta veröi um allan heim. Benidorm einn veöur- sælasti staður Spánar. Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Reykjavík. Símar: 11255—12940.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.