Morgunblaðið - 01.08.1979, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 01.08.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979 15 Rannsóknin á DC-10 beinist nú að viðhaldi Chicago. 31. júlí. Reuter. RANNSÓKNIN á flugslysinu mikla við Chicago í maí, þegar 273 manns fórust með farþegaþotu af gerðinni DC-10, beinist í dag aðallega að viðhaldsvinnu við hreyfla þotunnar. Telur rannsóknarnefndin að röng vinnubrögð við viðhald hreyflanna geti hafa valdið slysinu. Þrír flugvirkjar frá American Airlines flugfélaginu komu fyrir rannsóknarnefndina og skýrðu frá því að þeir hefðu ekki vitað til þess að neitt tjón hefði orðið á þotunni þegar vinstri vænghreyf- ill hennar var tekinn frá til að skipta um legu í Tulsa, Oklahoma, tveimur mánuðum fyrir slysið. En einn flugvirkjanna sagði áiðar að lyftari hefði verið notaður við verkið, og hann orðið benzínlaus í miðju verkinu og þar af leiðandi tapað lyftiorku. Það var einmitt þessi vinstri vænghreyfill, sem féll af þotunni í flugtaki frá O’Hare flugveili við Chicago. Veður víða um heim Akureyri 8 alskýjaö Amsterdam 21 akýjaó Apena 34 heióskyrt Bankok 32 heíóakírt Barcelona 29 bokumóóa Berlin 24 léttskýjað Brilssel 20 akýjað Chicago 31 akýjaó Feneyjar 30 akýjaó Frankfurt 25 akýjað Genf 25 ekýjað Kaupm.höfn 20 skýjað Lisaabon 27 léttskýjað London 21 rigning Loa Angeles 29 haiðakírt Madrid 38 léttskýjað Malaga 33 haiðakírt Mallorca 32 léttakýjað Miamí 32 akýjað Moskva 20 léttskýjað Nýja Delhi 35 rigning New York 31 skýjað Osló 15 skýjað París 25 rigning Reykjavík 13 léttskýjað Rio de Janeiro 29 heiðskírt Róm 33 léttakýjað Stokkhólmur 18 skýjað Sydney 17 skýjað Teheran 37 heiðskírt Tel Aviv 30 léttskýjað Tókýó 34 léttskýjað Vanvouver 26 léttakýjaö Vínarborg 28 heiðakírt Marcuse látirm Los Angeles, 31. júlí. AP. HEIMSPEKINGURINN og marxistinn Herbert Marcuse, einn fremsti leiðtogi stúdentaóeirða í Bandaríkjunum á síðasta áratug, lézt í Starnberg í Vestur-Þýzkalandi á sunnudag. Hann var nýiega orðinn 81 árs. Marcuse fæddist í Berlín 19. júlí 1898, en fluttist frá Þýzka- landi við valdatöku Hitlers, og settist að í Bandaríkjunum árið 1934. Þar starfaði hann fyrst við Columbia og Harvard háskólana, varð svo professor í heimspeki og stjórnmálum við Brandeis há- skóla, en fluttist til Kaliforníu- háskóla í San Diego árið 1965 þar sem hann varð prófessor í heim- speki. Auk þess starfaði hann fyrir bandarísku leyniþjónustuna OSS árin 1941-50. Marcuse hefur skrifað margar bækur um heimspeki og marx- isma, og má þar nefna „Soviet Marxism" (1958), og „Counter- revolution and Revolt" (1972). Marcuse hætti að mestu kennslu árið 1970, en var þó daglegur gestur hjá Kaliforníu- háskóla í San Diego. Á árunum 1 968—69 flutti Marcuse þar reglu- lega fyrirlestra, sem báru nafnið „Kenningar og þjóðfélög", og komust þar jafnan færri að en vildu. Á sjöunda áratugnum var Marcuse oft nefndur „faðir nýju vinstristefnunnar" og hugsjóna- leiðtogi uppivöðslusamra stúd- enta. Þegar fregnin af láti hans barst til háskólans í San Diego, fullyrtu sumir starfsbræðra hans þar að hann hefð verið „einn mesti hugsuður tuttugustu aldar- jnnar“. Bakhtiar í París: Ny einræðisstjóm í Iran leysti þá gömlu af hólmi Parfe, 31. júlí. Reuter. SHAPUR Bakhitiar íyrrum forsætisráðherra írans, sem farið hefur huldu höfði undanfarið hálft ár, er nú í París, þar sem hann efndi til blaðamannafundar í dag. Sagði hann að efnahagshrun vofði nú yfir landi sínu undir byltingarstjórn trúarleiðtoganna, sem steyptu keisaranum af stóli. Bakhitiar sagði að fyrr á þessu ári hefði hann spáð því að með valdatöku trúarleiðtogans Khomeinis væri aðeins verið að skipta um einræðisstjórn í Iran, og þessi spá væri nú að rætast. En hann kvaðst ekki hafa séð fyrir hve algjört einræðið yrði, né hve fljótt það kæmist á. Hann sagði að líkja mætti ástandinu í íran í dag við hálfgerða borgarastyrjöld, og ganrýndi fyrirætlanir Khomeinis um að koma á íslömsku lýðveldi í landinu. „Ef ekki hefur tekizt að gera íran að íslömsku ríki undan- farin 1400 ár, þá er það orðið of seint", sagði hann. Þá vék hann að því mikla fylgi, sem hugmyndin um stofnun íslamsks ríkis fékk við þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu s.l. vor, og sagði: „Eg fæ ekki skilið, þegar 98,5% kjósenda vildu stofnun íslamsks lýðveldis, hvers vegna svo mikil ólga ríkir nú um allt landið." Bakhtiar neitaði að gefa nokkuð upp um hvar hann hefði dvalizt frá því hann hvarf í febrúar, en þá hafði hann um mánaðarskeið gegnt embætti sem síðasti for- sætisráðherra þáverandi keisara, en keisarinn fór úr landi í janúar. Ekki vildi Bakhtiar heldur gefa neinar ítarlegar upplýsingar um framtíðaráælanir sínar, en minnti þó á að Charles de Gaulle þáver- andi leiðtogi Frjálsra Frakka hefði unnið erlendis gegn hernámi nazista í Frakklandi á árum síðari heimssty rj aldarinnar. Flóð og þurrkar hrjá nú Indverja Hundruð hafa farizt og uppskera spillzt norðurhluta landsins hafa að Nýju Delhi, 31. júl(. AP. I FJÓRUM héruðum Norður- Indiands hafa að undanförnu verið mannskæð flóð, en í suður- hiuta landsins er uppskeran f hættu vegna þurrka. í fréttum, sem borizt hafa til Nýju Delhi segir að á stórum svæðum í héruðunum Andhra Pradesh, Maharashtra og Karna- taka í suðurhluta landsins liggi öll hveiti- og hrísgrjónauppskera undir skemmdum vegna þurrka. í minnsta kosti 1.000 manns farizt í flóðum í Rajastan héraði einu. Talið er að um fimm milljónir manna hafi flúið heimili sín í Uttar Pradesh, Bihar og Assam. Það er gífurleg úrkoma, sem flóðunum veldur í norðurhéruðun- um, og hafa flóðin skolað burtu hundruðum manna og þúsundum húsdýra, flætt yfir akurlendi, og skolað burtu vegum og járnbraut- TIU BRUNNUINNI CambridKe, Ohio. 31. júlí — AP ELDUR brauzt út í Iloliday Inn gistihúsi við borgina Cambridge í Ohio í nótt. Segja yfirvöld að tíu manns að minnsta kosti hafi brunnið inni. og sextíu aðrir voru fluttir í sjúkrahús vegna brunasára eða reykeitrunar. í gistihúsinu voru 107 gistiherbergi, og öll nema fjögur leigð út þessa nótt, en ekki er vitað nákvæmlega hve margir gestirnir voru. Eldurinn kviknaði klukkan hálf fjögur um nóttina, og tók það slökkviliðið tvo og hálfan klukkutíma að ráða niðurlögum eldsins. r v / Kaupmenn — verslunarstjórar! $ AVEXTIR | ÞESSARIVIKU Ávextir til afgreiöslu í dag og næstu daga: Appelsínur Sítrónur Greipaldin Eplí rauð Eplí græn Ferskjur Melónur gular Perur Vatnsmelónur Vínber Plómur Bananar Fast i öllum helstu matvöruverzlunum landsins. AVEXTIR ALLA DAGA Eggert Kristjánsson hf. Sundagöröum 4, sími 85300

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.