Morgunblaðið - 01.08.1979, Page 18

Morgunblaðið - 01.08.1979, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979 „Blessaður vertu, þetta hefur verið eins og skemmtilegasta útilega & öræfum, “ sögðu Pétur Jóhannsson (t.h.) og Baldur Guðjónsson. Sfðustu 5 vikur hafa aukastundir og frístundir fbúanna farið f það að steypa gangstéttir sem þá var farið að lengja eftir að bærinn legði. lL.JO8m.M0l.KAA) Bergþóra Bergsteinsdóttir sagði okkur að nágrannarnir væru alveg „súperu. Eftir steypuvinnu buðu konurnar til kaffidrykkju og kökuáts langt fram á nótt. Ibúar Langholts í Keflavík: Steyptu siálfir gangstéttirnar Við vorum orðin iangeyg eftir gangstétt I götunni og þess vegna ákváðum við að koma henni sjálf upp. Það hefði ella ekki gerst á næstu árum,“ sögðu þeir Pétur Jóhannsson vélstjóri og Baldur Guðjónsson ráðningarstjóri. Þeir búa báðir í Langholti í Keflavfk en íbú- arnir þar tóku sig til nú á dögunum og steypu gangstétt- irnar upp á eigin spýtur. Þeir félagarnir Pétur og Baldur sögðu að fbúar götunn- ar hefðu allir staðið einhuga að baki framkvæmdunum, „því annars hefði það ekki verið mögulegt.“ Þetta hefur verið aukavinna fbúanna síðastliðnar 5 vikur og verið unnið á kvöldin eftir að fólk var búið f sinni vinnu. Verkið var unnið í lotum þannig að steypt var gangstétt fyrir framan rúmlega 2 hús hverju sinni. Alls voru steyptar gangstéttar fyrir framan 20 hús f 8—10 lotum. Bærinn sá um að skipta um jarðveg undir gangstéttarnar en uppsetningu móta og steypu- vinnu sáu íbtíarnir um. Þeir borguðu einnig steypuna sem í framkvæmdirnar fóru. Þeir kumpánar sögðu að það mætti reikna með því að gangstéttirnar kostuðu 120—130 þúsund krónur fyrir hvert hús. „Blessaður vertu, þetta hefur verið eins og skemmtilegasta útilega á öræfum. Nú eru allir meira en bara nágrannar, nú eru allir kunningjar í götunni. Nú tala allir saman í stað þess að heilsast bara áður," sögðu Pétur og Baldvin. Langholt er tiltölulega ný gata í vesturhluta Keflavíkur. „Þeir fyrstu byrjuðu að byggja árið 1964, fyrir 15 árum og enn var ekki farið að hilla undir gang- stéttina. Þannig að okkur fannst tími til þess kominn að láta drauminn verða að veruleika." Sagði Baldur að Keflavík hefði byggst upp á mjög stuttum tíma og bærinn hefði varla við að sjá íbúunum fyrir nauðsynlegri þjónustu. „Og í stað þess að vera gangstéttarlaus í nokkur á r til viðbótar þá fannst okkur íbúun- um vel þess virði að standa sjálfir fyrir því.“ Bergþóra Bergsteinsdóttir, sem einnig býr í Langholti sagði að þessi tími sem fór í að reisa gangstéttarnar hefði sýnt þeim að nágrannarnir væru meira en „bara nágrannar" — væru „alveg súper". Bergþóra sagði að verka- skipting hefði verið með kynjun- um við þessar framkvæmdir og engir látið sitt eftir sitja. Karl- arnir sáu um steypuvinnuna en þegar dagsverkinu var lokið buðu konurnar körlum sínum til kaffidrykkju og kökuáts. Oft lauk vinnunni við steypuna ekki fyrr en 2 eða 3 tímar voru liðnar fram yfir miðnætti og þá fyrst var hægt að kveðja daginn með kaffi og pönnukökum." Gangstéttirnar koma vonandi til með að standa af sér veður og vinda og vitna um það hvað hægt er að gera ef viljinn er fyrir hendi. Og rúsínan í pylsuendan- um er auðvitað sú að samskipti ibúanna eru önnur og betri eftir að hafa staðið í þessum fram- kvæmdum saman. Það sýnir framtak íbúanna í Langholti okkur. Ljósm. Ól.K.Mag. Ekkert má nú, hafa þessir herramenn vafalaust sagt, þegar vörður laganna gerði athugasemdir við það að þeir væru að sóla sig á Austurvelli berir að ofan. Flugleiðir segja upp 24 af 212 starfsmönn- um sínum vestanhafs Minnka sætaframboð sitt FLUGLEIÐIR hafa sagt upp 24 af 212 starfsmönnum si'num í Ðanda- ríkjunum. að því er Helga Ing- ólfsdóttir blaðafulltrúi sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins síðdegis í gær. Af þeim sem sagt hefur verið upp eru 4 íslendingar. en 20 Bandarikja- menn. 18 þeirra störfuðu á John F. Kcnnedy-flugvelli í New York, en hinir í Ilouston í Texas, í Los Angeles og á Maimi. Að sögn Helgu Ingólfsdóttur var cingöngu farið eftir starfsaldri starfsmann- um a.m.k. 454 sæti á viku anna þegar ákveðið var hverjum yrði sagt upp. Helga sagði, að uppsagnarfrest- ur væri samkvæmt bandarískum lögum tvær vikur, en að auki bættist ein vika við fyrir hvert ár sem viðkomandi starfsmaður hefur unnið hjá félaginu. Ekki er um það að ræða, að neinir þeirra starfs- manna sem halda sínum störfum lækki í launum og deildarstjórar á Kennedyflugvelli verða áfram fjór- ir eins og verið hefur. Samþykkti mælingarnar þegar hann fékk aðeins áminningu Breyta þarf reglugerðinni frá 1975 LANDHELGISGÆSLAN setti menn um borð f pólska togarann Ursus frá Gdynia í gærmorgun, þar sem togar- inn var enn að veiðum innan 200 mflna fiskveiðilögsögunnar á þvf svæði, sem Norðmenn hafa gert kröfu til að miðlfna gilti gagnvart Jan Mayen. í Ijós kom að togarinn hafði ekki verið á sfldveiðum, eins og áhöfn landhelgisgæzluflugvélarinn- ar taidi, er hún flaug yfir togarann f fyrradag, heldur var afli togarans eingöngu kolmunni. Skipstjórinn viðurkenndi mælingar varðskipsins eftir að honum varð ljóst að hann yrði ekki færður til hafnar. heldur aðeins áminntur. Landhelgisgæzluflugvélin flaug yfir togarann í fyrradag, skipaði hún honum að fara út fvrir 200 mílna mörkin, en hann reyndist þá 14 mílur innan við þau. Togarinn sinnti ekki boðum flugvélarinnar og var því varðskipið Þór , sem var í grennd, sent á vettvang. í ljós kom að samkvæmt mælingum togarans skakkaði um 50 sjómílum á mæling- um togarans og varðskipsins og taldi skipstjórinn sig vera 10 sjómílur utan við mörkin. Neitaði hann í fyrstu að viðurkenna mælingar varðskips- manna, en eftir talsvert þóf og þá einkum, er honum varð ljóst, að hann hlyti aðeins áminningu, féllst hann á útreikninga varðskipsmanna. Ástæð- an fyrir því, hve mikil skekkja var á mælingu togarans, var að hann not- aði Decea-kerfi, sem er lítt nothæft á þessum slóðum, en hins vegar betra til notkunar á Norðursjó, eða á suðlægari slóðum. Varðskipið fylgdi síðan togaranum út fyrir 200 mílna mörkin og mun hann hafa tekið blátt strik í austur- átt. Menn hafa mjög velt því fyrir sér, hvers vegna íslenzk stjórnvöld ákváðu að færa ekki pólska togarann Ursus frá Gdynia til hafnar, en veita aðeins skipstjóranum áminningu. Morgunblaðið spurði Steingrím Hermannsson, dómsmálaráðherra að þessu í gær og sagði hann það vegna þess að í reglugerð, sem sjávarút- vegsráðherra hafi gefið út á árinu 1975 á grundvelli fiskveiðilaga, segði að henni skuli ekki beita á svæðinu, sem þarna er um að ræða. Hins vegar sagði hann, að í athugasemdum við frumvarp til laga um efnahagslög- sögu íslands segði að þetta væri fellt úr gildi. „Slíkt getur aldrei staðizt,“ sagði Steingrímur, að athugasemdir frumvarps, sem flutt er af ráðherra, felli úr gildi ákvæði reglugerðar, sem sett eru af öðrum ráðherra, þar sem ekkert segir um þetta í lögunum sjálfum." Steingrímur kvaðst hafa leitað um- sagnar lögfróðustu manna og þetta hafi verið niðurstaða þeirra. Morg- unblaðið spurði þá Steingrím hvort formgalli væri á lögunum og kvað hann svo ekki vera. Aðeins þyrfti sjávarútvegsráðherra til þess að breyta reglugerðinni frá 1975. Það hafi hann enn ekki gert og taldi Steingrímur það m.a. vera vegna þess að utanríkisráðherra hafi verið í sumarleyfi og við hann vildi sjávrút- vegsráðherra hafa samráð í þessu efni. Utanríkisráðherra var væntan- legur heim frá Bandaríkjunum í gærkveldi. Að sögn Helgu hefur enn ekki verið ákveðið hvort haldið verði uppi flugi til Baltimore og Wash- ington í vetur, en ferðum verður fækkað til New York niður í fimm ferðir á viku, og ferðum til Chicago fækkar í tvær á viku. Vikulegt sætaframboð minnkar þó ekki jafn mikið og þessi fækkun flugferða gæti gefið til kynna. Gert er ráð fyrir að tvö breiðþotuflug verði á viku til New York, og þrjú áttuflug, og að til Chicago verði flogið á breiðþotu félagsins einu sinni í viku og einu sinni á áttu. Breiðþot- an tekur 380 farþega en áttan 249. í viku hverri verða því boðin 1507 sæti til New York, en í fyrra voru þau 1843, er flogið var daglega á DC-8. Til Chicago verða boðin 629 sæti, í stað 747 í fyrra. Samtals eru því boðin 2136 sæti í flugi til Bandaríkjanna í stað 2590 í fyrra, eða 545 sætum færra, verði engar breytingar á fluginu til Baltimore. Virdum hámarks- hraða, fækkum t:ys- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.