Morgunblaðið - 01.08.1979, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 01.08.1979, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979 19 V estmannaeyjar: 4,5 milljónir kr. í olíukyndingu á dag í GREIN Guðlaugs Gfslasonar í blaðinu í gær um hraunhitaveit- una í Vestmannaeyjum íéll niður- lag greinarinnar út, en það fer hér á eftir: Olía fyrir 4% millj. á dag Olíusparnaður er nú mjög á dagskrá hjá stjórnvöldum, eins og eðlilegt er. í þessu sambandi er rétt að benda á, að miðað við 157 kr. olíuverð eins og lítrinn raun- verulega kostar nota Vestmanna- eyingar 4,5 milljónir kr. á dag til kyndingar húsa og er þá ekki reiknað með þeim hluta baejarins sem nýtir hraunhitann. Stjórn- völd ættu því svo sannarlega að beita áhrifum sínum til þess að hitaveituframkvæmdum í Eyjum yrði lokið þegar fyrir næstu ára- mót eins og aðstaða er til ef rétt er á málum haldið og spara þannig þann gjaldeyri sem til þessara olíukaupa fer. Guðlaugur Gíslason. Seldu í Bretlandi L-Æ-J samsvarar 31 krónu pr. lítra. Allir sem fást við stillingar bílvéla vita, að benzíneyðslan eykst um 10—25% milli kveikjustillinga. Eftir ísetningu LUMENITION kveikjunnar loona bíleig- endur algjörlega við þá eyðsluaukningu, sem slitnar platfnur valda, því f þeim búnaði er ekkert, sem slitnar eða breytist. Með LUMENITION vinnur vélin alltaf eins og kveikjan vaeri w nýstillt. LUMENITION fylgir 3ja ára ábyrgð. Verð miðað við gengi 20.7.79: Kr. 46.000.-. HABERG ht 5.84788. J Meö kaupstefnuferð KAUPMANNAHÖFN — LEIPZIG TIL LEIPZIG 1/9—9/9 daglega..............frá 11.20 til 12.30 IF 101 Y T134 1/9—9/9 daglega............ frá 18.15 til 19.30 SK 753 Y DC-9 FRÁ LEIPZIG 2/9—9/9 daglega.............. frá 9.20 tll 10.30 IF 100 Y T134 1/9—9/9 daglega............ frá 20.15 til 21.20 SK 754 Y DC-9 Réttur til breytinga áskilinn Beint samband viö haustkaupstefnu í Leipzig 1979 þar sem alþjóða kaupsýsiufólk hittist Milli flugvallarins í Leipzig og miöborgarinnar eru , reglubundnar rútuferöir. Upplýaingar DDRs Trafikrepræsentation Vesterbrogade 84 1620 Kdbenhavn V. Tlf.. (01) 24 6866 Telex. 15828 Upplýaingar og bókanir SAS Terminalrejsebureau Hammerichsgade 1611 Kpbenhavn V. eller SAS pladsbestilling, Tlf.: (01) 595522 samt hos alle lATA-bureauer Den Tyske Demokratiske Republiks luftfartsselskab Góð veiði hjá togurum BUR ÞORSKVEIÐIBANN hófst í gær, en það nær yfir tímabilið frá 31. júlí til 6. ágúst. Bannið tekur til allra þorskveiðiskipa, nema þeirra togara sem hlíta verða 70 daga þorskveiði- banni.en 30 dagar þess verða að takast út í júlí og ágúst. Bannið stendur sem fyrr segir til 6. ágúst, og mega veiðar því hefjast á ný þann 7. sem er þriðjudag- urinn eftir frídag verslun- armanna. TOGARAR Bæjarútgerðar Reykjavíkur hafa aflað vel að undanförnu og um helgina hafa þannig Ingólfur Arnarson og Snorri Sturluson komið inn með fullfermi eða kringum 300 tonn, svo til eingöngu þorsk. Þá komu fyrir helgina togararn- ir Hjörleifur og Bjarni Benedikts- son til hafnar með 147 tonn og 278 tonn, einnig svo til eingöngu þorsk að því er Einar Sveinsson, for- stjóri Bæjarútgerðarinnar, tjáði Mbi. Sagði Einar, að togararnir færu nú á karfa nema hvað Bjarni Benediktsson myndi áfram verða á þorskveiðum og Ingólfur fer einn túr á karfa en síðan í vélavið- gerð. Sagði hann að mikil vinna væri nú við vinnslu afla úr togur- unum. Einar Sveinsson sagði, að búið væri að breyta öllum Spánartog- urunum þremur, þ.e. Bjarna, Ingólfi og Snorra, til svartolíu- notkunar og hefðu ekki komið upp nein vandamál í sambandi við það, en ekki væri enn ákveðið hvort gerðar yrðu breytingar á Hjör- leifi. Heimsmeistaramót unglinga í skák: Margeir sigraði í fjórðu umferð FIMM íslenzk fiskiskip hafa selt afla í Bretlandi það sem af er þessari viku og hefur misjafnt verð fengist fyrir aflann, þar sem gæði hans hafa verið mjög misjöfn. í gær seldu tvö skip, Fylkir NK seldi 36,6 tonn í Hull fyrir 8 milljónir króna, meðalverð 220 krónur fyrir kílóið og Rán GK seldi 120,5 tonn, einnig í Hull og fékk fyrir aflann 41 milljón, með- alverð 340 krónur fyrir kílóið. Á mánudaginn seldi Erlingur GK 121,3 tonn í Hull fyrir 58 milljónir króna og var meðalverð- ið mjög gott, 478 krónur kílóið. Sama dag seldu í Fleetwood Haf- berg GK 44,4 tonn fyrir 16 millj- ónir, meðalverð 362 krónur og Bjarnarey VE 37,5 tonn fyrir 8,5 milljónir, meðalverð 227 krónur. Viku þorsk- veiðibann hófst í gær MARGEIR Pétursson, sem keppir nú á heimsmeistaramóti unglinga í skák í Skien í Noregi, vann í gær Rogers frá Ástralíu í fjórðu um- ferð mótsins. Margeir hafði svart og tefldi skákina vel frá upphafi. Hann náði að þrýsta á veikt peð og skipti síðan upp í endatafl. Þessi veikleiki andstæðingsins nýttist vel og Mar- geir vann örugglega í 37 leikjum. Hann er nú með tvo og hálfan vinning, en staðan á mótinu nú er mjög óljós vegna mikils fjölda biðskáka. Efstur á mótinu er Ravi Kumar frá Indlandi, en hann er með fjóra vinninga, hefur unnið allar skákir sínar, en Ravi þessi er nú unglingameistari Asíu. Næstur honum er Alexander Chernin frá Sovétríkjunum með þrjá og hálfan vinning. Margar biðskákir eru ótefldar og getur því staðan breyst nokkuð frá því sem nú er, en skákir þessar átti að tefla seint í gær- kveldi. Sýna í Ásmundarsal MIÐVIKUDAGINN 1. ágúst kl. 18 verður opnuð myndlistarsýn- ing í Ásmundarsal við Freyju- giitu í Rvk. Þau sem sýna eru Ásta Björk Ríkharðsdóttir, Daði Guðbjörnsson, Sveinn Sigurður Þorgeirsson og Tumi Magnússon. Þau hafa öll stundað nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, og einnig í Hollandi, nema Daði. Á sýningunni kennir margra grasa í búningi ljósmynda, skúlp- túra o.fl., o.fl. Öll verkin eru unnin á þessu ári. Sýning fjórmenninganna í Ás- mundarsal er opin daglega frá 18—22, en hún stendur til 12. ágúst nk. Á myndinni eru talið frá vinstri: Daði Guðbjörnsson, Tumi Magn- ússon, sól í stað Ástu Bjarkar fjarstaddrar — og Sveinn Sigurð- ur Þorgeirsson. 6.113

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.