Morgunblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1979 t Móðir mín, HÓLMFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR, lést 30. júlí aö heimili sínu Flókagötu 13. Brynjólfur Brynjólfsson. t Utför SÓLRÚNARJÓNASDÓTTUR, er andaðist aö Elliheimilinu Grund, 26. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 2. ágúst kl. 3. Vandamenn. t Móöir okkar og tengdamóöir, STEINUNN HARALDSDÓTTIR, frá Geirmundarstöðum, andaöist á Elliheimilinu Grund 28. júlí. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 7. ágúst kl. 3 e.h. Börn og tengdabörn. GUÐRÍOUR INGIMUNDARDÓTTIR, Nýbýlavegi 84, sem lést 23. þ.m. veröur jarösungin frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 2. ágúst kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeir sem vilja minnast hinnar látnu, láti Irknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd vandamanna. „ .. „ , Margrét Helga Halldórsdóttir, Júlíus Egílsson. t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, BJÖRN AÐALSTEINSSON, Laufvangi 16, veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 3. ágúst kl. 1.30. Fyrir mína hönd, barna okkar, tengdabarna og barnabarna, Hanna Fríðjónsdóttír. t Móöir okkar, tengdamóöir, fööursystir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 2. ágúst kl. 1.30 e.h. Sigurjón Jóhanneason, Sigrún Guðmundsdóttir, Sólmundur Jóhannesson, Sígríöur Elíasdóttír, Sigurfljóð Jónsdóttir og fjölskylda, barnabörn og barnabarnabörn. t Sonur okkar og bróðir, RAGNAR BJARNI STEINGRÍMSSON, Lést at slysförum þann 29. júlí. Hjördís Þorsteinsdóttir, Steingrímur Gunnarsson, íris Dóróthea Randversdóttir, Randver Þorvaldur Randversson, Lára Björk Steingrfmsdóttir, Margrét Hildur Steingrímsdóttir, Rafnar Steingrímsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall eiginmanns, sonar og fööur, KRISTINS M. GUNNARSSONAR, írabakka 12, Rvík. Svanhildur Jónsdóttir, Sigurjóna Kristinsdóttir, og börn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför GUÐBJARGAR R. GUÐMUNDSDÓTTUR, Fýlshólum 1. Snorri Guðnason, Björk E. Jónsdóttír, Bryndís Dagsdóttir, Svala S. Jónsdóttir, Einar S. Einarsson, Jón Smári Einarsson, Eydís S. Einarsdóttir, Einar Snorri Einarsson. SKAPTIÓLAFSSON —MINNINGARORÐ Fæddur 21. maí 1889 Dáinn 16. júlí 1979. Það er löng ævi níutíu ár, og þá er þreyttum ljúft að hvílast. Þannig var það með tengdaföður minn Skapta Ólafsson. Hann þráði að komast heim, eins og hann orðaði það. Hann hafði lifað við góða heilsu mestan hluta ævinnar, en nú var hann farinn að kröftum, vildi því hverfa, og það var hinum tilhlökkun, því hann var trúaður maður, og var viss um að látnir ástvinir tækju á móti honum þegar þar að kæmi. Nú er hann horfinn á vit feðra sinna, hann lést að kveldi 16. júlí síðast- liðinn. Skapti var gæfumaður, hann hefur lifað undir heillastjörnu sé hún til. Hann var hraustur, sterkur atorkumaður, sem flanaði ekki að neinu, og naut trausts og virðingar í öllum þeim störfum er hann tók sér fyrir hendur. Skapti var fæddur 21. maí 1889 á Eyrarbakka. Foreldrar hans voru hjónin María Þorvarðar- dóttir Jónssonar prests á Prests- bakka á Síðu, og Ólafur Bjarnason söðlasmiður Gissurarsonar bónda Steinsmýri í Meðallandi. Skapti fluttist með móður sinni upp á Kjalarnes árið 1895 og var þar þar til hann fluttist ungur að árum með móðurbróður sínum, séra Þorvarði Þorvarðarsyni, síðar prófasti í Vík í Mýrdal, norður að Víðirhóli á Fjöllum, og dvaldi þar hjá honum við nám um þriggja ára skeið. Sú menntun varð honum gott veganesti út í lífið því Skapti var námfús, og séra Þorvarður framúrskarandi kennari. Sautján ára hóf hann nám í skipa- og húsasmíði og lauk sveinsprófi tuttugu og eins árs. Hann stundaði síðan trésmíðar og einnig önnur störf er' til féllu, svo sem við hvalskurð, með Norðmönnum austanlands, var til fiskjar á kútterum, verkstjóri og beykir hjá þeim fræga útgerðar- og athafnamanni Óskari Halldórssyni. Óskar lét sig ekki muna um að borga Skapta þrefalt kaup, er gert var upp við síldar- vertíðarlok, og má ráða nokkuð af því um dugnað Skapta. Skapti var verkstjóri hjá Vega- gerð ríkisins um nokkur ár, en stofnaði síðan verzlunina Málar- ann, ásamt Pétri Guðmundssyni, og var á sama tíma skipaður húsamatsmaður árið 1928 hjá Veðdeild Landsbanka íslands, og vann hann á báðum þessum stöðum um nokkurt skeið. Hann seldi síðar hlut sinn í Málaranum, en eftir það vann hann hjá Veðdeildinni yfir fjörutíu ár. Hjá Veðdeildinni naut Skapti sín vel, og taldi að hvergi hefði hann haft betri húsbændur en þar. Það gegndi furðu hvað Skapti var léttur á fæti, því að jafnvel eftir að hann var áttræður hljóp hann upp og niður stiga í margra hæða húsum eins og að ekkert væri, þegar hann var að meta þau, og vann oft og tíðum við skriftir fram á nótt. Hann vann fullt starf þar til hann var áttatíu og tveggja ára, en þá leyfði heilsan ekki meir. Skapti var orðheppinn vel, fynd- inn og skemmtilegur glaður í góðra vina hópi, en hann gat líka verið harður í horn að taka í orðaskiptum og lét engan eiga neitt hjá sér ef hann komst í þann ham. Skapti kvæntist 15. apríl 1911, Sveinborgu Ármannsdóttur, Jóns- sonar bónda og skipasmiðs á Saxhóli á Snæfellsnesi og konu hans Katrínar Sveinsdóttir. Skapti og Sveinborg eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi, þau eru Gísli trésmiður, kvæntur Sigríði Vilhjálmsdóttur, Katrín gift Jóni Jóhannessyni stórkaup- manni og Aðalheiður gift undir- rituðum. Það var fyrir rúmum fjörutíu árum, að ég kynntist þeim hjónum Skapta og Sveinborgu. Sveinborg, sem látin er fyrir 14 árum, var tíguleg kona, sem tekið var eftir hvar sem hún fór, vel gefin, gott skáld og lét sig ekki muna um að snara fram vísum dýrt kveðnum ef svo bar undir, og átti hún til með að glettast við eiginmanninn og senda honum vísu, en hann kunni einnig margt fyrir sér í þeim fræðum, enda átti hann til þeirra að telja, því móðir hans María Þorvarðardóttir var þekkt skáldkona. Það var gaman að heyra þau hjónin rifja upp gamlar stökur er þau höfðu ort. Flestar vísur Skapta eru glataðar, því miður, en ýmislegt er til eftir Sveinborgu, sem gaman væri að sjá á prenti. Það var oft kátt í koti hjá þeim, bæði vel lesin og höfðu frá mörgu að segja. Þau kunnu heil ósköp af kúnstugum vísum og kvæðum, og þá voru margar sögurnar ekki síðri. íslensk tunga var þeim kær, þau töluðu fallegt mál og höfðu næmt eyra fyrir hrynjanda þess. Þau hjónin voru tónlistarunn- endur og höfðu góða söngrödd Skapti hafði spilað á harmoniku á sínum yngri árum, og frúin spilaði á orgel og var oft mikið sungið þegar gest bar að garði. Þau hjónin voru kærleiksríkar manneskjur, og var ekki sjaldan að frú Sveinborg sendi dætur sínar eða son, til að hygla ein- hverjum sem í erfiðleikum átti. Ég varð oft var við, að Skapti kom hlaupandi heim til þess að ná í eitthvað til að gefa, því í starfi sínu fór ekki hjá því að hann sæi margt fólk, sem bjó við þröngan kost, og stundum átakanlega þröngan, einkum fyrr á árum, og það mátti Skapti ekki sjá. Þau voru höfðingjar í lund, bæði tvö. Þau horfðu ekki eingöngu á vand- ann, þau leystu hann einnig. Þannig man ég þau heiðurshjón. Nú eru þau horfin okkar sjón- um, ég finn til tómleika í hjarta, en ég gleðst yfir því að Skapti hefur fengið þráða ósk uppfyllta og ég vona að draumurinn sem hann dreymdi fyrir nokkru hafi ræst, að hann hafi hitt konu sína þar sem hún beið hans fyrir framan bæinn við litlu tjörnina. Að iokum votta ég aðstandend- um samúð mína. Þorgrímur Einarsson. t Þökkum auösýnda samúö og vináltu við andlát og Jarðarför, MARGRÉTAR EINARSDÓTTUR, Mosabaröi 9, Halnarfiröi. Kjartanía Vílhjólmsdóttir, Jón Markússon, Elín Vilhjálmsdóttir, Þórarinn G. Jónsson, og barnabörn. t Hjartanlega þökkum viö öllum er vottuöu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför, ODDS VAGNS HJÁLMARSSONAR, Hvanneyrarbraut 60, Siglufiröi. Gunnfríöur Friöriksdóttír, Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum vinarhug og samúö viö andlát og útför bróður okkar, JÓNASAR ÓLAFSSONAR, Fyrir hönd systra og annarra vandamanna, Leo Ólafsson. t Hjartans þakkir færum viö öllum þeim, er sýndu okkur samúö og kærleik viö andlát og útför FELIX EINARSSONAR, Hllöarvegi 9, Siglufiröi. Faöir, systkini og aörir vandamenn. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför konu minnar og móöur okkar. NÖNNU MAGNÚSDÓTTUR, Mávahlíö 18 Dómald Ásmundsson, Burkni Dómaldsson, Kristín Dómaldsdóttir, Magnús Dómaldsson, Guörún Dómaldsdóttir. Skrifstofa okkar verður lokuð í dag vegna jaröarfarar Skapta Ólafssonar. Jón Jóhannesson & Co s.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.