Morgunblaðið - 26.08.1979, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1979
Hvalveiðamar
hafa sjaldan
gengið jafn vel
357 hvalir veiddir, 319 á sama tíma í fyrra
HVALVEIÐARNAR hér við land hafa sjaldan eða aldrei Kengið jafn
vel og í sumar, samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. fékk í gær á
skrifstofu Hvals hf. og til marks um það má nefna að enginn dagur
hefur fallið úr vegna brælu frá því
í gær höfðu veiðst 357 hvalir en
á sama tíma í fyrra höfðu veiðst
319 hvalir og hófust þó veiðarnar
12 dögum seinna í ár. Skiptingin
er sú að veiðst hafa 250 langreyð-
ar, 48 búrhvalir og 59 sandreyðar.
Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst
217 langreyðar, 101 búrhvalur og
aðeins ein sandreyður.
veiðarnar hófust 10. júní.
Hvalveiðum lýkur venjulega um
20. september og ef sæmilega
veiðist síðasta mánuðinn fer veið-
in væntanlega eitthvað yfir 400
hvala markið en undanfarin ár
hafa veiðst á bilinu 380—430
hvalir árlega. Þess má geta að
hámarksveiði á langreyði er 304
dýr og hámarks veiði á sandreyði
er 84 dýr.
Ákvörðun um fyrir-
komulag gæzlu í
Þórsmörk í vetur
í SUMAR hafa tveir starfsmenn
á vegum Skógræktar rfkisins
verið við störf í Þórsmörk auk
þeirra tveggja skálavarða sem
um árabil hafa sinnt eftirliti með
Skagfjörðsskála Ferðaféiagsins í
Þórsmörk. Voru þessir starfs-
menn Skógræktarinnar ráðnir
með nokkrum fjárstuðningi frá
dómsmálaráðuneytinu og er starf
þeirra einkum fólgið í að fylgjast
með umgengni ferðamanna, vera
Deildu um
vara-
mannssæti
HATRÖM deila hefur staðið
milli Guðrúnar Helgadóttur
borgarfulltrúa Alþýðubanda-
lagsins og Sjafnar Sigur-
björnsdóttur borgarfulltrúa
Alþýðuflokksins um það hvor
þeirra væri varamaður
Kristjáns Benediktssonar,
borgarfulltrúa Framsóknar-
flokksins í borgarráði. Var
deilt um þetta fyrir fund
borgarráðs, þar sem afstaða
var tekin til ráðningar fram-
kvæmdastjóra Æskulýðsráðs.
Niðurstaða í deilunni fékkst
ekki fyrir fundinn, svo að bæði
Guðrún og Sjöfn sóttu hann.
Fyrir fundinn tók Björgvin
Guðmundsson sér síðan frest
og sat á fundi með Agli Skúla
Ingibergssyni borgarstjóra,
þar sem þeir ræddu málin.
Niðurstaða þeirra varð sú, að
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir væri
varamaður Kristjáns.
fólki til leiðbeiningar til dæmis
við ferðir yfir árnar þarna og þá
sérstaklega Krossá. Einnig sinna
þessir starfsmenn innheimtu á
tjaldleigu og halda sauðfé frá
Mörkinni en hún er friðuð fyrir
fénaði.
Böðvar Bragason sýslumaður
Rangárvallasýslu sagði í samtali
við Morgunblaðið að hann hefði sl.
föstudag farið inn í Þórsmörk
ásamt yfirlögregluþjóni sýslunnar
og formanni Náttúruverndar-
nefndar sýslunnar og hefðu þeir
rætt við fólkið, sem starfað hefur í
Þórsmörk í sumar og reynsluna af
störfum þeirra í ljósi þeirra
óhappa, sem orðið hafa í Krossá í
sumar. Sagði Böðvar að í vetur
væri ætlunin að þeir aðilar, sem
hagsmuna hafa að gæta í Þórs-
mörk reyndu að komast að niður-
stöðu um það hvernig best væri að
haga gæzlu við árnar í Þórsmörk
og á svæðinu almennt í framtíð-
inni. Einn möguleikinn væri að
auka þar gæzlu á vegum lögregl-
unnar og annar að auka gæzlu á
vegum sumsjónaraðila Þórsmerk-
urinnar, sem er Skógrækt ríkisins,
en í umboði hennar hefur Ferða-
félag íslands þar aðstöðu.
„Þetta er mjög stórt og erfitt
verkefni úrlausnar, því í Þórs-
mörkina sækir margt fólk og
aðstæður í ánum er stöðugt að
breytast," sagði Böðvar og tók
fram að þeir aðilar, sem myndu
fjalla um þetta mál í vetur yrðu
Skógrækt ríkisins, Ferðafélag
íslands, Náttúruverndarráð og
yfirvöld í sýslunni.
INNLENT
Miklar hækkanir á verði fasteigna:
4 herbergja
íbúðir hafa
hœkkað um 9
milljónir kr.
frá áramótum
MIKLAR verðhækkanir hafa orðið á fasteignum að undanförnu,
eins og raunar hefur komið fram í fréttum frá Fasteignamati
rfkisins, en þar er frá því skýrt að fasteignaverð muni hækka um
63—68% milli áranna 1978 og 1979.
Morgunblaðið hefur leitað til fasteignasala, og beðið þá um að
nefna dæmi um hækkanir á verði íbúðarhúsnæðis frá áramótum.
Er ljóst að um miklar verðhækkanir hefur verið að ræða, og voru
nefnd dæmi um allt frá 40% hækkun upp í 46%. Tveggja herbergja
íbúðir í blokk hafa til dæmis hækkað í verði frá því í janúar um 5.5
milljónir króna, úr 12,5 milljónum í 18 milljónir. Hér fara á eftir
nokkur dæmi um verðhækkanirnar, en tekið skal fram að verðið er
miðað við nýlegt húsnæði í Reykjavík.
Verð í Verð í Hækk- Hækk-
Tegund húsnæðis jan. ágúst un í kr. un í %
Raðhús tilb. u. tréverk
og málingu. 6 hb. 19.5 m 28.5m. 9.0 m. 46%
2ja hb. íbúð í blokk 12.5 m. 18.0 m. 5.5 m. 44%
3ja hb. íbúð í blokk m/bflskúr 16.5 m. 24.0 m. 7.5 m 45%
4ra hb. hæð í fjórbýlishúsi 22.0 m 31.0 m. 9.0 m. 40%
6 hb. hæð í fjórbýlishúsi 32.0 m. 45.0 m. 13.0 m. 40%
Framangreint verð er að sjáifsögðu breytilegt eftir því hvar
húsnæðið er í Reykjavík, eftir því í hvernig ástandi viðkomandi
eign er, eftir því hvernig semst um útborgun, eftir því hvenær seld
eign afhendist o.sv.frv. Dæmin eru meðaltal og ættu að gefa góða
mynd af verðhækkunum á umræddu tímabili.
Sáralítil
loðnuveiði
SÁRALÍTIL loðnuveiði var á
miðunum djúpt norð-austur af
landinu í fyrrinótt þrátt fyrir
mjög gott veiðiveður. Virðist svo
sem loðnan hafi staðið svo djúpt
að hún náðist ekki. Nokkrir
bátar köstuðu á smátorfur en
fengu aðeins 10—20 lestir.
Loðnuverð
tilskipta
17,57 kr.
SKIPTAVERÐ þeirrar
loönu, sem að undanförnu
hefur verið að veiðast er
17,57 krónur fyrir hvert
kg. Grunnverðið miðað við
11% fituinnihald og 16%
þurrefni er 17,05 krónur á
hvert kg, en heildarverðið,
þ.e. verðið ásamt olíu-
gjaldi og gjaldi í stofn-
fjársjóð fiskiskipa er 21,32
krónur á hvert kg.
Eins og fram hefur komið í
fréttum ákvað Verðlagsráð
sjávarútvegsins hinn 21. ágúst
lágmarksverð á loðnu veiddri til
bræðslu frá og með 20. ágúst til
loka haustloðnuvertíðar 1979. Er
verðið uppsegjanlegt frá og með 1.
október 1979 með viku fyrirvara.
Ákvörðun ráðsins var að hvert kg
skyldi kosta 20,40 krónur og er þá
miðað við 16% fituinnihald og
15% fitufrítt þurrefni. Er verðið
síðan breytilegt eftir gæðum loðn-
unnar, svo sem að framan greinir.
Æfa leit og
björgun í
sjóogvötnum
BJÖRGUNARSVEITIR Slysa-
varnarfélags íslands á svæðinu
frá Þjórsá að Snæfellsnesi hafa
um þessa halgi verið með sérstak-
ar æfingar fyrir leit í sjó og
vötnum.
Sveitirnar, sem eru 15 talsins,
hittust í Ferstiklu í Hvalfirði s.l.
föstudagskvöld en þar hafa þær
bækistöð á meðan æfingarnar
standa yfir. í gær, laugardag,
æfðu þær leit í sjó við Hvítanes í
Hvalfirði, en í dag, sunnudag,
munu þær æfa leit og björgunar-
aðgerðir í Geitabergsvatni í
Svínadal. í æfingunum taka þátt
froskmenn og kafarar sveitanna
og aðrir björgunarmenn. Sveit-
irnar hafa yfir góðum búnaði að
ráða t.d. slöngubátum og einnig
hafa þær haft björgunarbátinn
Gísla J. Johnsen til umráða í
þessum æfingum.
Votabergið við bryggju á Eskifirði og engu er Ifkara en að báturinn sé
orðinn frambyggður, þar sem húsið er komið fram á.
(LJósm. Æv»r).
Eskifjarðarbátur var dæmd-
ur ónýtur eftir árekstur
Eskiíirði, 22. áfcúst.
VOTABERGIÐ frá Eskifirði lenti
í árekstri á miðum Austufjarða-
báta við Guðmund Kristin frá
Fáskrúðsfirði fyrr í sumar. Mikl-
ar skemmdir urðu á votaberginu
og hefur skipið nú verið dæmt
ónýtt, þar sem ekki er talið að
svari kostnaði að gera við það.
Á Eskifirði hefur verið unnið að
því undanfarna daga að rífa skipið
og hirða úr því það sem nýtilegt
er, þ.e. tæki, vélar og slíkt. Síðan
verður skipinu sökkt eða brennt.
Votaberg SU 14 er byggt úr eik í
Danmörku 1960 og er 70 lestir að
stærð og eigandi er Austfirðingur
hf. á Eskifiirði. Meðfylgjandi
mynd var tekin á Eskifirði þegar
verið var að rífa skipið. - Ævar.
Úrslit
ÚRSLITALEIKURINN í
bikarkeppni KSÍ verður á
Laugardalsvelli í dag,
sunnudag, og hefst hann
klukkan 14. Til úrslita leika
Reykjavíkurliðin Valur og
Fram. Dómari verður Þor-
í dag
varður Björnsson en
heiðursgestur leiksins
verður Björgvin Schram,
fyrrverandi formaður KSI
og mun hann afhenda sigur-
liðinu bikarinn að leik lokn-
um.